Morgunblaðið - 26.11.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMRER 1971
17
HYGGJA Egyptar á stríð?
Skoðanir sérfræðinga á síð
ustu yfirlýsingum Sadats
Egyptalandsforseta eru
skiptar, en sá þeirra, sem
er einna kunnastur, Tom
Little, telur engan vafa
leika á því að Egyptar ráð-
geri kröftuga árás á ísra-
elska herliðið á Sinai-
skaga. Algert stríð vakir
ekki fyrir Egyptum, en
ætlun þeirra er að valda
eins miklu manntjóni í liði
ísraelsmanna og kostur er.
Egyptar gera ráð fyrir
kröftugri gagnárás Israela,
en vona að árangur árás-
Sndat horfir yfir Súez-skurð í sjónauka. Mohamed Sadek landvarnaráðherra til vinstri.
Árás á Sinai?
Egyptar undirbúa kröftuga
árás en ekki algert stríð
ar á ísraelska herliðið
verði aukinn þrýstingur á
ísraelsku stjórnina.
Algert stríð er ekki talið
vaka fyrir Egyptum vegna
þess að Sadat hefði þá ekki
tilkynnt Israelum það fyr-
irfram. Margir sérfræðingar
telja, að herskáar yfirlýsingar
Sadats séu áróðursbragð, en
að dómi Littles, sem er vin-
samlegur Egyptum, er það
rangt vegna þess að hann hef-
ur gengið svo langt í yfirlýs-
ingum sínum að hann stofn-
ar völdum sínum í hættu, ef
hann gerir ekki eitthvað.
Getur þetta leitt tii heims-
styrjaldar með þátttöku
Bandarikjanna og Rússlands?
spyr Little? Hann telur það
ólíklegt eins og sakir standa,
þar sem bæði stórveldin vilji
komast hjá stórfelldum átök-
um og kjósi fremur að Egypt-
ar og ísraelar berjist einir.
„Stund hinnar stórkostlegu
hættu rynni upp, ef atvikin
höguðu því svo til að Egypt-
ar og bandamenn þeirra í
Arabaheiminum hótuðu að
hertaka Isrciel, því að Nixon
forseti ætti erfitt með að
standast kröfur almennings
um að bjarga Israel," segir
Little.
Sadat er bundinn i báða skó,
þvi að hann hefur hvað eftir
annað lýst yfir þvi, að 1971
sé „örlagaár Egyptalands".
Friðarumleitanir hafa ekki
borið árangur og hann hefur
tekið skýrt fram að stríð sé
eina úrræðið fáist engin nið-
urstaða í umræðum Allsherj-
arþingsins og sáttatilraunum
Einingarsamtaka Afríku fyr-
ir ákveðinn tíma, sem hann
hefur tilgreint. Til þess að
sýna að honum er alvara,
hefur hann tekið i sínar hend
ur yfirstjórn hersins.
Egypzka þjóðin vill ekki
strið, en er sammála um að
óviðunandi sé að egyzkt land
sé undir yfirráðum Israela.
Jafnvel herinn vill ekki
stríð að undanskildum ung-
um liðsforingjum, sem finnst
hernám á Sinaiskaga niður-
lægjandi. En Sadat veit, að
hann mun glata trausti þjóð-
arinnar og hersins, ef tilraun-
ir hans til þess að finna frið-
samlega lausn bera ekki á-
rangur. Og Mtil líkindi eru
til þess að niðurstaða fáist í
umræðum SÞ og skýrslu
þeirri, sem Einingarsamtök
Afriku semja um friðarferð
Afríkuleiðtoga til Tel Aviv
og Kaíró.
Sjónarmið Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna stangast á,
þótt bæði stórveldin vilji fyr-
ir hvern mun kpma í veg fyr-
ir stríð. Bandarikjamenn hafa
reynt að sannfæra Egypta
um að þeim muni að lokum
takast að fá Israela til þess
að faMast á bráðabirgðasam-
komulag og opnun Súez-
skurðar, en taka fram að
þeir neyðist til að veita Israel-
um alia nauðsynlega aðstoð
ef Sadat kemur af stað átök-
um.
Rússar leggja einnig fast
að Sadat að hefja ekki strið.
hafa varað hann við þvi að
hann geti ekki treyst á
sovézka íhlutun og munu
jafnvel hafa takmarkað
vopnasendingar til þess að
aftra honum frá fljótfærnis-
legum aðgerðum. Aðstaða
Rússa er hins vegar erfið, því
að þeir vita að Sadat getur
ekki sætt sig við að Israelar
ráði yfir Sinai til frambúðar
og að leggist þeir gegn Sadat
hvað þetta snertir muni þeir
bíða alvarlegan álitshnekki í
Arabaheiminum.
En af þessum sökum er
ástæða til að ætla að Rússar
hafi veitt þeirri kenningu
Sadats þegjandi samþykki
sitt, að eina leiðin til þess að
knýja Israela til þess að fall-
ast á viðunandi lausn sé tak-
markað stríð, sem miði að
því að þreyta þá. Sadat rök-
styður þessa kenningu á þann
veg, að Egyptar þoli að missa
12 menn á móti hverjum ein-
um Israela, þar sem Egypt-
ar mundu sætta sig við slíkt
mannfall, en mikið mannfall
mundi hrista þjóðfélagsbygg-
inguna í Israel. Sadat hefur
gengið fram á yztu nöf. Hann
hefur gengið lengra en Nass-
er gérði í herskáum ræðum
fyrir stríðið 1967 og á svip-
aðan hátt getur afleiðingin
orðið algert strið.
Jómfrúræða Ingvars Jóhannessonar:
yinnutími ákveðist með
frjálsum samningum
Á fundi efri deildar s.l. mið-
vikudag flutti Ingvar Jóhanns-
son jómfrúræðu sína við um
ræðurnar um styttingu vinnu-
timans í 40 stundir.
Fer ræðan hér á eftir:
Með frumvarpi því sem hér er
til umræðu, um 40 s'tunda vinnu
viku, fylgja :vö sérálit.
Annars vegar sérálit þeirra
Bjöngvins Sigurðssonar og
Hauks Björnssonar fulltrúa
Vinnuveitendasambands Islar.ds
og hins vegar Júlíusar Valdini-
arssonar fuliitrúa Vinnumálasam
bands Samvinnufélaga.
Fram kemur nokkurn veg'nn
samdóma áiit þessara fulltrúa
hinnar ráðherraskipuðu neínd-
ar, sem sjá átti um samningu
frumvarps til laga um vinnu-
tíma, sérstaklega, eins og fram
kemur í skipunarbréfi nefndar-
innar, með það fyrir augum að
vinnuvikan verði með lögum
styi! í 40 stundir, án skerðingar
á vikukaupi.
Þessi tvö séráiit eru í samræmi
við niðurstöður Kjararannsókn-
amefndar, sem er hlutlaus
nofnd, skipuð fulltrúum vinnu-
markaðarins.
I skýrsliu Kjararannsókn-
amefndar frá 18. ágúst 1971 um
raunhæfan samanburð vinnu-
tíma í Svíþjóð, Noregi og Dan-
mörku, kom m.a. eftirfarandi í
Kjós.
Vinnutímji er lengstur á Is-
Iandi 44 klst. en stytztuir í Dan-
mörku 41 klst. og 45 mínútiuir.
Greiddir helgidagar eru svip-
aðir hjá öllum löndunum eða frá
1 klst. og 16 mínútum á viku í
Noregi it.il 1 klst. og 36 minútna
i Svíþjóð.
Hins vegar eru íslendingar
einir um að hafa greidd hlé,
þ.e.a.s. kaffitíma sem eru 3 klst.
og 40 mínútur á viku hjá Dags-
brún.
Af þessu leiðir að þótt lengst
ur vinnudagur sé á Islandi
verða unnar vinnustundir á
viku fæstar eða 38 klsit. og 50
mínútur, í Svíþjóð 40 klst. og 54
mínútur, í Danmönku 40 klst. og
30 miínútur og í Noregi 41 klst.
og 14 mínútur.
Orlof er 3.5 vikur eða 21 virk
ur dagur á íslandi og í Dan-
mörku, en 4,0 vikur eða 24 virk
ir dagar í Sviþjóð og Noregi,
Við tilkomu efnahagsbanda-
laganna og inngöngu Islands í
EFTA hefur þörfin á meiri sam
ræmingu á vinnutí’matilihögun
og an.narri aðstöðu íslenzkra at-
vinnuvega orðið æ brýnni, til
þess að hægt sé að vega sam-
keppnishæfni okkar gagnvart
öðrum löndum.
Aðrar þjóðir hafa skilgreint
hugtakið 40 stiunda vinnuviika,
sem raunverulega virkan vinnu
tiTna, þ.e.a.s. sá tími, sem starfs-
maður er við framleiðslustörf.
Matar og kaffihlé lengja að-
eins viðveruiiíma hjá starfsmönn
um þessara þjóða.
Þótt hér hafi viðgengizt að
kaffihlé teljist tiil vinniutíma,
þá verður það að teljast mjög
varhugavert að lögfesta vinnu-
tíma með inniföldum kaffitíma
niður í 40 klst. dagvinnu á
viiku.
Slikt mun óneitanlega hafa al
varleg áhrif á samkeppn''sað-
stöðu islenzkra atvinnuvega í
framtíðinni.
Með samþyklkt þessa frum-
varps óbreytts mun virkur dag-
vinnutími á viku fara niður i
tæpar 35 klst. eða milli 5—6
klst. skemmri dagvinnuviku en
á hinum Norðurlöndunum.
Af því, sem hér að framan hef
ur verið sagt, er ljóst að með
frumvarpi þessu óbreyttu, er ver
ið að lögfesta stytztu vinnu-
viku, sem vitað er um í Vestur-
Evrópu.
Ég vil því aðeins spyrja,
hvort hæstvirt ríkisstjórn hafi
við gerð málefnasamnings síns
gert sér grein fyrir þeim mis-
mun virkra dagvinnuviku hér
og í nágrannaliöndum okkar?
Auk þess er rétt að geta þess
að fækkun vinnustunda í dag-
vinnu lieiðir óhjákvæmilega til
aukningar á eftir- og nætur-
vinnu og sé reiknað með
óbreytitri álagsprósentu fyrir
eftir og næturvinnu skal þess
getið að hún er mun hærri hér
á Landi en á hinum Norðurlönd-
unum.
Ég hefi við fyrstu umræðu
þessa máls viljað vekja athygli
á þessuim sjónarmiðum, því
vissulega er svo með þetta mál
Ingvar Jóhannsson.
eins og mörg ðnnur, að á því
eru tvær hliðar.
Vinnutímastyttingin mun
koma mjög mismunandi niður í
hinum ýmsu starfsgreinum, því
í sumum hverjum mun þeta
leiða til tekjuaukingar hjá
launþegum vegna þess, að verk-
efnum verður að Ijúka, án til-
iits til þess á hvaða tíma. sólar-
hringsins er, eins og t.d. i fisk-
iðnaði, í öðrum atvinnugreinum
t.d. í iðju verður engin aukning
á heildartekjuim launþega.
Frumvarp það, sem hér er til
umræðu er vottur um þá breyt-
ingu á starfsaðferðum stjórn-
valda hvað viðvíkur deilum
samnimgsaðilia vinnumarkaðar-
Lns.
Hingað til hefur lögigjöf varð
andi lausn vinnudeilna verið í
samræmi við niðurstöður sam-
toomula,gs deiluaðila og frum-
vörp því verið fluitt í samkomu-
Lagi við þá, nema um hafi verið
að ræða sérstakar bráðabirgða
ráðstafanir.
Með frumvarpi þessu er brot-
ið blað i afskiptum ríkisstjóm
ar af kjarasamningum, og kom
reyndar skýrt fram í málefna-
samningi hæstvirtrar rikis-
stjórnar, að ætlunin er að
blanda sér beint í þau mál, sem
hingað iti'l hafa verið samnings-
atriði aðila vinnumarkaðarins.
Það er mín skoðun, að sú stað
reynd, að enn hafa ekki náðst
samningar milli aðila á vinnui-
markaðinum, þrátt fyrir 2 mán-
aða samningaumleitanir, sé beln
afleiðing af þessum nýtilkomnu
afskiptum hæstvirtrar ríkis-
stjórnar af þessum viðkvæmu
máhim.
Á þessum málum hef ir verið
tekið með fádæma klaufalegum
hætti og því hefur nú svo farið
sem farið er, að verkföll hafa
verið boðuð eftir fáa daga.
Ég lýsi því afdráiitarlaust yf-
ir, sem minni skoðun að Lengd
vinnutíma á að ákveða með
fr.jálsum samningum milili aðila
vinnumarkaðarins en ekki með
einhliða valdboðum stjórnvalda,
eins og gert er í einræðisrikjum.
Það er því nauðsynlegt að
þetta mál fái nákvæma skoðun
og yfirvegun í nefnd áður en
það kemur till annarrar umræSu.
Flugslys
Taipei, Formósu, 23, nóv. NTB
Fundizt hefur flakið af far-
þegaþotu frá Formósu, sem
saknað hefur verið frá því á
laugardag. Fannst flakið um
50 sjómílur fyrir vestan
Formósu, og er ljóst að allir
farþegarnir, 17 að töliu, og
átta manna áhöfn vélarinnar
hafa farizt. í