Morgunblaðið - 27.11.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1971 11 Geir Hallgrímsson í umræðum um 40 stunda vinnuviku; Ákvörðunarvaldið hjá ríkis- stjórninni — um röðina á kröfum verkalýðsfélaganna A FUNDI efri deildar sl. mi»- vikudag kom til fyrstu umræðu stjórnarfrumvarpið um 40 stunda vinnuviku. 1 umræðum þessum sagði Geir Hallgrímsson, að með frumvarpinu væri verið að taka úr höndum verkalýðsfélaganna ákvörðunarvaldið um i hvaða röð þau settu fram kröfur sínar. Talsmenn launþega hefðu lagt á það áherzlu, að krafan um hækk uð laun hinna lægst iaunuðu væri brýnasta krafan, sem nú væri sett fram. Hér væri krafan um styttingu vinnuvikimar tekin fram fyrir af pólitískum ástæð- um — ríkisstjórnin hefði þurft að gera hosur sinar grænar fyr- ir launþegunum. I>að væri raun- ar einkenni á kafla stjórnarsátt- málans um kjaramálin, að ákvörðunarvaldið væri dregið til ríkisvaldsins sem mest. Enn fremur vakti það athygli við umræðurnar að félagsmálaráð- herra svaraði ekki spurningu Magnúsar Jónssonar um, hvort fyrirhugað væri, að launahækk- anir þær, sem nú yrði samið um, kæmu til með að hafa áhrif á laun opinberra starfsmanna. Hannibal Valdimarsson, félags- málaráðherra, mælti fyrir frum- varpinu og kvað það, ásamt frumvarpinu um lengingu or- lofs, vera flutt til efnda á fyr- irheitum, sem gefin hefðu verið um þessi efni í stjórnarsáttmál- anum. Hann sagði, að samráð hefði verið haft um málið við samtök launþega í landinu og samtök atvinnurekenda. Atvinnu rekendur hefðu lýst sig andviga lagasetningu um efnið, en hefðu þó verið reiðubúnir til að taka þátt í nefndarstörfum til að und- irbúa frumvarpið og hafa þannig áhrif á lagasetninguna. Nefnd þessl, sem skipuð var 3 fulltrú- ura frá vinnuveitendum, 3 frá launþegum og oddafuiltrúa frá heilbrigðisráðuneytinu, hefði lokið störfum sdnum sl. laugar- dag og frumvarpinu verið dreift á þingi á mánudag. Sagði ráðherr- ann, að í skipunarbréfi nefndar- innar hefði sagt, að hún ætti að semja frumvarp til laga um vinnutima sérstaklega með það fyrir augum, að vinnuvikan yrði með lögum stytt í 40 stundir án skerðingar á vikukaupi. Gat ráð- herrann þess, að fulltrúar vinnu- Véitenda í nefndinni hefðu skil- að séráliti, enda hefðu þeir, eins og áður sagði ekki fallizt á laga- setningu um efnið. Taldi ráðherrann, að fyrrver- andi ríkisstjóm hefði gefið for- dæmi fyrir ákvörðun um efni sem þetta, þegar hún samdi við BSRB í fyrra m.a. um styttingu vinnutímans í 40 stundir á viku. í lok ræðu sinnar minntist ráð- herrann á ákvæði tii bráða- birgða, sem í lögunum er á þá leið, að til 1. jan. 1973 geti að- ilar vinnumarkaðarins samið um alit að helmingi þeirrar styttingar vinnuvikunnar, sem af gildistöku laganna leiði, og kvað hann það áJkvæði koma nokkuð til móts við vinnuveitendur í málinu. Ingvar .Tóhannsson (S) talaði næstur og var sagt frá ræðu hans í blaðinu I gær. Eggert G. JÞorsteinsson (A) kvaðst fagna frumvarpinu. Hann sagði meginvandann felast i því, að hér þyrfti að verða um aukn- ingu á raunverulegum hvíldar- stundum launþeganna en ekki aukningu á eftirvinnustundum. Kvaðst þingmaðurinn vilja spyrja ráðherra tveggja spurn- inga varðandi frumvarpið. I fyrsta lagi með hvaða hætti hugsað væri að koma til móts við þær starfsgreinar, sem lögin tækju ekki til, svo sem sjó- menn á fiskiskipum. 1 öðru lagi spurði hann að því, hvort rikis- stjórnin hygðist leysa kjaradeil- una í heild með lagasetningu, þar sem hér væru tekin út tvö af stærstu málunum i kröfugerð verkalýðsfélaganna og þau leyst með lagasetningu. Eftir væri þriðja meginkrafan en það væri krafan um kaupgjaldið, og þar sem ljóst væri að lagasetning um þessi tvö atriði nægði ekki til lausnar deilunni, væri fróð- legt að vita, hvort lagasetning- ar væri að vænta um hið þriðja. Björn Jónsson (SFV) sagði það rétt, sem fram hefði komið hjá Ingvari Jóhannssyni, að með stuðningi við frumvarp þetta væri verkalýðshreyfingin að víkja frá stefnu sinni um frjáls- an samnimgsrétt. Sagði hann, að verkalýðurinn gerði skýran greinarmun á kaupgjaldshlið kjarabaráttunnar og hinni félags legu hlið hennar. Með félags- legri hiið sagðist hann eiga við mál, eins og vinnuvernd, en rík- isstjórnin hefði ætlað sér að sétja heildarlöggjöf um það mál. Þetta frumvarp og frumvarpið um lengimgu orlofs- ins væru liðir í löggjöf um vinnuvernd. Um slík málefni hefði verkalýðshreyfingin ekk- ert að athuga, þótt lagasetningu væri beitt og teldi það raunar æskilegt. Þingmaðurinn kvað þessa lög- gjöf um styttingu vinnutímans vera nauðsynlega, þar sem það væri staðreynd, að raunveruleg- ur vinnutími á ís-landi væri of langur. >á sagði hann, að samn- ingar þeir, sem rikið gerði við BSRB um styttingu vinnutim- ans í 40 stundir, hefðu það að sjálfsögðu í för með sér, að aðrir launþegar í landinu risu upp og gerðu hliðstæðar kröf- ur. Þá sagði hann að fráleitt væri, að löggjöf um þetta efni torveldaði samningaumleitanir á vi'nnumarkaðinum. Verkcdýðsfé- lögin litu á þetta sem svo mik- ið réttlætismál, ásamt með leng- ingu orlofstímans, að það hefði hvort sem var verið knúið fram í samningaviðræðunum. Magnús Jónsson (S) sagði, að þvi hefði verið haldið fram, við umræðumar, að hann væri upp- hafsmaður máls þessa. Þetta hefðu bæði félagsmálaráðherr- ann og forseti ASÍ gefið i skyn, þegar þeir töluðu um samning þann, sem hann, sem fjármála- ráðherra, hafði gert við BSRB um 40 stunda vinnuviku. Þeir samningar hefðu ekki haft í för með sér styttingu á heildar- vinnutima opinberra starfs- manna. Hér hefði verið um sam- ræmingu á vinnutíma að ræða og hefði vinnutími sumra aukizt meðan vinnutími annarra minnk- aði. Raunin hefði orðið sú, að aukning vinnustunda á ári hefði orðið svipuð styttingu vinnutím- ans. Hér hefði verið um sam- ræmingu vinnutimans að ræða. Þingmaðurinn kvaðst vilja mótmæla þvi að Björn Jónsson notaði samning fyrrverandi rík- isstjórnar sem árásarefni á fyrr- verandi ríkisstjóm. Það sem gerzt hefði væri starfsflokkun og starfsmat, sem gert hefði verið með samkomulagi við full- trúa opinberra starfsmanna. Væri það mjög æskilegt að við- lika starfsmat færi fram á hin- um almenna vinnumarkaði. Þá sagði Magnús Jónsson, að samningamir við BSRB í fyrra hefðu verið miðaðir við launa- kjör á hinum almenna launa- markaði, eins og þau voru þá, en ekki hefði verið til þeirra stofnað til að hækka almenn laun. Væri það svo, að hinar mis- munandi starfsstéttir i starfi hjá hinu opinbera hefðu hliðstæð kjör við sambærilegar stéttir á hinum almenna vinnumarkaði og væri rangt að halda því fram, að laun opinberra starfsmanna væru hærri. Einstaka stéttir hefðu m.a. hærri laun í starfi á almennum vinnumark- aði en i starfi hjá rikinu, svo sem t.d. ýmsir iðnaðarmenn. Kvaðst hann vilja spyrja ráð- herrann, hvort það væri ætlun ríkisstjórnarinnar, að kjarabæt- ur þær, sem samið yrði um i yfirstandandi samningum hefðu ekki áhrif á kjör opinberra starfsmanna. Væri full ástæða til þessarar spurningar, þar sem Bjöm Jónsson talaði um að hér væri verið að kippa í liðinn á hinum almenna vinnumarkaði miðað við kjör opinberra starfs- manna. Ræðumaður sagði það góðra gjalda vert, að launþegar fengju þær kjarabætur, sem gert væri ráð fyrir í frumvarpi þessu, svo langt sem þær næðu. Það væri þó staðreynd, að ríkisstjómin hefði haft slæm áhrif á yfir- standandi samninga á vinnu- markaðinum með aðgerðum sín- um og yfirlýsingum. Þingmaðurinn kvaðst vilja varpa fram nokkrum spurning- um til ráðherrans. Hverjar væm þær ráðstafanir, sem rik- isstjórnin hygðist gera til að tryggja, að kaupmáttur laun- anna hækkaði til samræmis við þær kauphækkanir, sem samið yrði um? Ríkisstjómin hefði boðað slikar aðgerðir í málefna- samningi sínum og væri mjög þýðingarmikið að samningsað- ilarnir fengju einhverja vitn- eskju um í hverju þessar að- gerðir yrðu fólgnar. Þá spurði hann, hvort hægt væri að fá út- skýringu á þvi, hverjir teldust til hinna lægst launuðu. Væru t.d. hinir lægst launuðu meðal op- inberra starfsmanna í þeim hópi — væm bændur þar með? Að lokum sagðist þingmaður- inn alls ekki vera að lýsa and- stöðu við þær kjarabætur, sem í frumvarpinu væm boðaðar. Væri óskandi, að löggjöfin hefði góð áhrif á samningaumleitan- irnar, en hafa bæri i huga, að hingað til hefði löggjöf um kjaramál ávallt sýnt sig i því að hafa slæm áhrif á samninga aðila vinnumarkaðarins. Hannibal Valdimarsson, félags- málaráðherra, sagði, að alls óreyndur maður í samningamál- um eins og Ingvar Jóhannsson gæti ekki talað um að með fá- dæma klaufalegum hætti hefði verið staðið að málum í núver- andi vinnudeilum. Eggert G. Þorsteinsson hefði talað um, að slæmt væri að sjó- menn féllu ekki undir lögin. Það væri auðvitað vegna þess, hversu erfitt væri að binda vinnutima sjómanna. Næst vék hann að spumingu þingmannsins um, hvort til stæði að leysa aðra þætti kjaradeilunnar einnig með löggjöf. Sagði ráðherrann, að deilan hefði algjörlega farið fram með eðlilegum hætti hing- að til og meðan svo væri ættu menn ekki að vera með neinar hysterískar bollaleggingar um, að deilan yrði leyst með öðrum hætti en venjulegt væri. Kvaðst ráðherrann vilja svara spurning- unni eindregið neitaindi. Næst vék ráðherrann að ræðu Magnúsar Jónssonar og sagði það rangt hjá honum, að ekki hefði verið um heildarstyttingu vinnutima opinberra starfs- manna að ræða, er samningamir voru gerðir við þá. Þarna hefði almennt verið um styttingu vinnutimans að ræða. Þá sagði hann það einnig rangt hjá þing- mannimum, að starfsstéttir í þjónustu hins opinbera hefðu hliðstæð kjör og samsvarandi stéttir á hinum almenna launa- markaði. Mætti m.a. sjá það á þvi, að kröfur Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur byggðust á þvi, að verzlunarfólk fengi sam- bærileg kjör við verzlunarfólk í opinberri þjónustu. Að lokum vék ráðherrann að aðgerðum, sem fyrirhugað væri að gera til að létta undir með atvinnuvegunum, svo að þeir gætu staðið undir kjarabótun- um. Þar væri talað um lengingu lánstima og lækkun vaxta. Geir Hallgrímsson (S) sagði, að í ljós hefði komið við um- ræðumar, að um sýndarmennsku hefði verið að ræða hjá ríkis- stjórinni, þegar hún setti loforð- ið um styttingu vinnutímans I málefnasamninginn. Verkal^ðs- félögin hefðu ávallt verið ákveð- in í að setja fram þessu kröfu og líklega hefði ekki orðið um mikla fyrirstöðu að ræða um þá kröfu þeirra. Með frumvarpi þessu væri verið að taka ákvörð- unarvald úr höndum verkalýðs- félaganna. Þau fengju ekki að ákveða í hvaða röð þau settu kröfur sínar fram, svo sem verið hefði ávallt áður. Löggjöf um kjaramálefni ætti aðeins að beita, þegar brýna nauðsyn bæri til. Hann vék nú að þeim grein- armun, sem Björn Jónsson hafði viljað gera á þvi, sem hann kallaði félagslega hlið kjara- málana og kaupkröfuhliðinni. Þama væri um mjög óljós mörk að ræða, og forseti ASÍ hætti sér inn á mjög hála braut, þeg- ar hann segði, að lagasetning um annað atriðið væri i lagi en ekki um hitt. Það væri rétt að vinnutími væri almennt lamgur á IslandL Þetta frumvarp hefði í sjálfu sér engin áhrif í þá átt að stytta vinnutímann, áhrifin yrðu ein- ungis lenging yfirvinnutíma. Menn yrðu að gera sér grein fyr- ir raunverulegum orsökum þess, að vinnutími væri 'langur hér á Framhald á bls. 80 Ragnhildur Helgadóttir, Auður Auðuns, Matthías Bjarnason og Sverrir Hermannsson fá sér kaffi á milli funda. (Ljósm. Mbl.: Kr. B.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.