Morgunblaðið - 27.11.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1971, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1971 3 STAKSTEINAR Kortasaga íslands — frá, öndverðu til loka 16. aldar Eftir Harald Sigurðsson bókavörð KOMIÐ er út á vegum Bókaút- gáfu Meniningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins miikið rit og sér- stœtt : Kortasaga Isiands frá önd- verðu til loka 16. aldar eftir Harald Sigurðsson, bókavörð við Landsbókasafn Isiands. Hötfund- ur hefur unnið lengi að þessu verki, enda mun óhætt að full- yrða að það sé mjög vel úr garði gert, og að þvi hinn mesti feng- ur. í ritinu er rakin af mikilli ná- kvæmni saga islands á fornum kortum og gerð rækileg grein fyrir þróun kortagerðar af noið- vestanverðri kringlu heims. Kortasaga íslands er í mjög stóru broti, 30x41 sm, samtals 280 bis. Auk textans hefur bók- in að geyma 179 myndir af landa- kortum og kortahlutum. Eru 163 myndanna svart-hvitar en 16 lit- myndir. Premtun og öll gerð slíkrar foökar sem þessarar er hið mesta vandaverk, enda hafa íslenzkir bókagerðarmenn naumast glimt við jafnerfiða þraut áður. Um skeið var talið óhjákvæmilegt að semja um prentun bókarinnar' við erlenda aðila, sem hafa sér- hæft sig við útgáfu landakorta og kortabóka. Þó var sú ákvörð- un tekin, að gefa íslenzkum prentlistarmönnum kost á að vimna verkið. Mun óhætt að full- yrða, að þeir hafa leyst þá þraut svo vel af hendl, að útkoma kortasögunnar hlýtur að teljast timamótaviðburður í sögu prent listar á Islandi. Skulu nú upp taldir þeir aðil- ar, sem hér hafa að unnið: Setningu og umbrot annaðist Lithoprent hf. Filmuupptaka lit- mynda og svart-hvítra mynda er gerð i Grafík sf. og þar eru lit- myndimar prentaðar. Prentun bókarinnar að öðru leyti er leyst af hendi í prentsm. Odda hf. Út- liti og gerð bókarinnar réði Gísli B. Björnsson, Auglýsingastofan hf. Myndatökur eru flestar gerð- ar i Myndiðn og Grafík eftir prentuðum kortasöfnum, en í smmum tiivikum á vegum safna þeirra, er kortin eiga. Bókband leysti Hólabókbandið af hendi. Setming bókarinnar var hafin í júli 1970 og prentun lokið i sept- ember 1971. Upplag bókarinnar er ekki stórt. Ljóst er, að bókasöfn við erlenda háskóla og vísindastofn- anir munu kaupa drjúgan hluta upplagsihs. Er auðsætt, að þessi mikla bók mun hækka mjög í verði þegar fram líða stundir, og kaup á henni af þeim sökum ör- ugg vérðtrygging f jármuna. Verð tiókarmnar með sölu- skatti er kr. 4.495.50 (verð er- lendis 55 dollarar). Hér fer á eftir stutt greinar- gerð um efni txikarinnar: Island kemur að tiltölu snemma við sögu kortagerðar eða um 1000, að menn ætla, á hinu svonefnda Engilsaxneska korti, sem varðveitt er í British Museum. Síðan flýtur landið með á nokkrum miðaldakortum, stundum í norðaustur frá Bret- landseyjum, sem virðist helzt benda til enskra hugmynda, en annars af handahófi einhvers staðar úti fyrir norðvestanverðri kringlu heimsins eða landasam- fellu þeirri, er menn að fornum hætti hugðu umflotna útsjánum. Margir fræðimenn siðmildalda og lengi síðan hugðu að Island væri Thule, sagnaland, sem grdskir sæfarar eiga að hafa heimsótt í eða við Norður-At- lantsihaf á fjórðu öld f. Kr., en af því gengu allmiklar og rugl- ingslegar frásagnir. Kortagerðar- menn festu landið á kort sín i samræmi við þessar hugmyndir, og er þá tundum bágt að skera úr, hvort þeir höfðu í huga hið forna sagnaland eða hið raun- verulega Island. Á 14. öld verður mikil framför í gerð sjókorta meðal Miðjarðar- hafsþjóða, einkum ítala og Kata- lóníu-manna, þótt löndunum norðan Bretlandseyja væri litið sinnt i fyrstu. Þegar kemur fram á 15. öld skýtur þar upp landi, sem nefnist Fixlanda (ritað á marga vegu), og ber það glögg- an svip fslands. Örnefni eru raunar af annarri rót og benda flest fremur til staðhátta og ein- kenna i landslagi en eiginlegra örnefna. Um heimildir kortagerð- armanna er margt í vafa, en flest bendir til, að þær séu runnar af enskum rótum. fslandsgerð þessi átti sér langa sögu og hverfur ekki endanlega af sjókortum fyrr en um 1600. Um svipað leyti, eða ef til vill nokkru fyrr, kemur til sögunnar danskur maður, Claudius Clavus. Hann gerði tvö kort af Norður- löndum, en hvorugt þeirra er til nema í eftirmyndum. Hins eldra þeirra gætti aldrei neitt, enda virðist það hafa verið öílum ókunnugt frá því eftirmyndin var gerð og fram á 19. öld, þeg- ar það kom aftur í leitirnar. Yngra kortið varð hins vegar um langt skeið fyrirmynd að fslands- gerð flestra lærðra landfræðinga timabilsins um hendur þeirra Nicolaus Germanusar og Martin Waldseemúllers, og í þeirri gerð birtist það í fjölmörgum Ptol- emeusartútgáfum fram undir miðja 16. öld. Clavusar-kortsins gætir hins vegar lítt á sjókort- um, en þau fóru gjarna nokkuð aðrar leiðir en hin lærðu kort. Þó sér þeirra stað á sjókortum Spánverja (Diogo Ribeiro og Alonso de Santa Cruz). Upp úr aldamótunum 1500 tek- ur að mótast ný gerð íslands á portúgölskum sjókortum (Cant- ino-kortið, 1502). Útlínur landsins eru i fyrstu nokkuð reikular, en í hinum svonefnda Miller-atlasi, 1519, virðist gerðin fullmótuð, svo að hún tók engum framför- um siðar, en bætti þó við sig aU- mörgum örnefnum af vafasöm- um uppruna. Ef litið er á kortið i heild, eru strandMnur landsins furðu nærri lagi, enda var ekki gert jafn gott kort af íslandi fyrr en Guðbrandur biskup Þor- láksson kemur til sögunnar 70 árum siðar. íslandsgerð þessi virðist að öðrum þræði runnin frá Fixlandagerðinni með íauk- um og lagfæringum, sem senni- lega stafa frá enskum heimild- um. Hvað ísland snertir er gerð þessi kunnust af frönskum sjó- kortum nokkru yngri, oft nefnd- um Dieppe-kortum, en þegar líð- ur á öldina fer henni hrakandi, eins og sést bezt á kortum Vas Dourados og fleiri samtíma- manna hans. Árið 1532 birti Jacob Ziegler bók, sem meðal annars fjallar um Norðurlönd og fylgir henni nýtt kort, sem í veigamiklum atriðum er gert eftir norrænum heimildum og margt fært til betri hátta. Varla verður þó tal- ið, að Island hafi batnað frá hin- um eldri kortum, sem áttu að telja til Clavusar. Á næstu árum urðu þó ýmsir til þess að nota kort Zieglers að undirstöðu Is- landsgerða sinna (Sebastian Múnster, Kaspar Vopel og Gia- como Gastaldi). En kortum af ætt Zieglers var skapað stutt skeið, því að sjö ár- um síðar (1539) gaf Olaus Magn- us, sænskur erkibiskup að nafn- bót, út hið fræga Norðurlanda- kort sitt (Carta marina), og þremur árum siðar birti Gerhard Mercator hnattlíkan, sem sumir telja gert eftir korti Olaus Magnus, en engu ósennilegra er, að þegar til íslands kemur, þá vinni báðir óháð úr svipuðum heimildum, sem nú virðast glat- aðar eða að minnsta kosti ókunn- ar. Islandsgerð þessi varð svo undirstaða flestra almennra korta um hálfrar aldar skeið, unz Abraham Ortelius birti Islands- kort Guðbrands biskups Þorláks- sonar 1590. SkapstSrði ráðherrann Það hefur vakið nokkra at- hygli I sambandi við umræðnr þær, sem daglega fara fram á Alþingi, að einn ráðherranna er ákaflega geðstirður og hefnr allt- á hornum sér. JEr liér átt við Liiðvík .lósefsson, sjávanitvegs- ráðherra. Þetta kom t.d. fram í umræðunnm um landhelgismál- ið, en þar liafði forsætisráðherra haldið sérstaka ræðu til að ítreka, að ekkert væri í tillögil sjálfstæðismanna, sem spillt gæti samstöðu i málinu. Einnif höfðu bæði Jóhann Hafstein og Benedikt Griindal lagt ríka áherzlu á nauðsyn samstöðunn- ar. Þá stóð reiði ráðherrann upp og flutti langa tölu, þar sem hann fann tiJlögu sjálfstæðismanna allt til foráttu og fór mjög hörð- um orðum um málflutning stjóm arandstöðunnar í málinu. Virt- ist málflutningur ráðherrans fremur stjórnast af t.ilfinningiim en rökum. Annað dæmi má nefna úr um- ræðiinum um kjaramálin, sem spunniist af utandagskrár frum- hlaupi forsætisráðherra á dögun- um. Þar benti Sverrir Hermanns- son á, að samkvæmt útreikning- um, sem atvinnurekendur hafa látið gera, niun rekstrarkostnað- ur í sjávarútvegi aukast um 14,8% vegna þeirrar styttingar vinnuvikunnar og lengingar or- lofs, sem rikisstjórnin liefur boð- að og nú raunar flutt frumvörp um. Samsvarandi liækluin rekst- urskostnaðar í iðnaði yrði 14,2%. Benti Sverrir á, að útreikningar þessir hefðu ekki verið véfengd- ir. Sjávarútvegsráðherra kom þá í ræðustól og var hinn versti að venju. Kvað hann útreikninga þessa vera staðlausan bókstaf en láðist hins vegar gjörsamlega að segja þingheimi. hvað hann hefði fyrir sér í því. Er greinilegt, að ráðherrann áttar sig ekki á því, að gerðar eru þær kröfur til þing manna allra og þá ekki sízt t«I ráðherranna, að þeir finni orð- um sínum stað, en fleipri ekki um staðreyndahliðar mála á grundvelli óskhyggju og tilfinn- inga. -c t PHILIPS ÚTVARPSTÆKI verða am alla ævl við alljpa kæfi veljið áp 20 öei'ðmR á misiRdRaRði vei'ðaiR HEIMILISTÆKI SF. HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455 í*órarinn og lýðræðis- flokkarnir Kommúnistar leggja nú ofur- kapp á það að fá að vera með í ráðum, þegar um það verður fjallað, hvernig framtiðarskipan öryggismála landsins verður háttað og hvernig fslendingar fái rækt skyldnr sinar við aðr- ar þjóðir Atlantsliafsliandalags- ins, en iitanríkisráðherra hefur I.vst yfir, að hann sjái ekkert því til fyrirstöðu að unnt verði að standa við þær. Auðvitað vairi ekkert. við þessari ýtni komiuún- ista að segja, að eitthvað benti til þess, að þeir kæmu fram i þessu máli með því hugarfari, að þeir vilji vinna því máiefni og þeim málstað, sem hér er um að ræða, En til þess hníga engin rök. Þvert á móti er það yfhlýst stefna Lúðviks Jósefssonar, að hann nnini gera allt, sem i hans valdi stendur, til þess að spilla fyrir þessum umræðum, og hef- ur hvatt flokksbræður sína til þess að gjöra hið sama. Tillaga sjálfstæðismanna itm það, að lýðra'ðisflokkarnir sam- einist um framtíðarskipan varn- arntála landsins var því sannar- lega tímabær og i anda þeirrar skoðunar Þórarins Þórarinsson- ar, að sú verði niðurstaða end- iirskoðunar varnarsamningsins, að lýðræðisflokkarnir nái slíkrr samstöðu. 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.