Morgunblaðið - 27.11.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.1971, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐK), LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBBR 1971 25 félk í fréttum '/ém . * 'T * FJÓRIR ÍSRAELSKU FIMMBURANNA A LÍFI Fyrir mánuði síðan fæddust fyrs.u ídmmburarnir í ísrael, tveir drengir og þrjár telpur. Annar drengurinn lézt nokkr- um dögum síðar, en hin börn- in fjögur eru við góða heilsu, eins Qg sjá má á þessari mynd, sem tekin var fyrir nokkrum dögum. — Ég hef góðar fréttir að færa þér, elskan. Forstjórinn lofaði mér kauphækkun, næst þegar bakhlið mánans snýr að jörðinni! Forstjórinn Hefur nokkuð sérstakt gerzt, á meðan ég var í burtu? Lærlingurinn: Já, herra, veggurinn, sem þér hallið yður upp að, hefur verið málaður? Forstjórinn (við nýja einka- ritarann): Þetta gengur mjög vel, Sigurbjörg. Reynið þá að vélrita næstu linu! Dagblað í New York spurði lesendur sína, hvernig þeir gætu hugsað sér paradís. Þetta svar hlaut fyrstu verð- laun: Þægindi ársins 1966, verðlag ársins 1933 og skattar ársins 1909. FLASKAN MlN FRÍÐA! Kona frá Bradford i Englandi, sem var á ferðalagi einhvers staðar við Kyrrahafið, henti flösku í hafið með orðsendingu til finnandans. Flaskan fannst nýlega í Nýja-Sjiádand: og firin andinn var — gestur frá Brad- ford! -X Sot'ðu bara áfram — en af hverj u heldur þú að húsið hafi verið svona ódýrt. Pablo Picasso PICASSO OG GÖTULÝÐURINN Lögreglan í Barcelona á Spáni hefur skýrt frá því að götuskrill hafi ráðizt inn í vinnu sibofu Pab'o Pi'laissios, málarans fræga, skömmu eftir dögun á mánudag. Fólkið, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, kast aði eldfimum vökva inn í húsið og olli skemmdum fyrir tæp- lega 20 þúsund krónur. Engin listaverk eftir Picasso voru í vinnustofunni, sem hann er hætt ur að nota, en var 'hin fyrsta, sem hann vann í á austur- strönd Spánar. Picasso, sem um langan tima hefur verið andstæðingur ríkj andi stjórnar á Spáni, býr í Frakklandi. Pieasso fær þó ekki að vera í fríði, þótt níræður sé. Nýlega var stolið úr listaverka safni fyrir nútímalist í Skopje í Júgóslavíu, málverki eftir hann, sem heitir „Konuhöfuð Málverkið er virt á 1,5 milljón ir króna. KÓNGURINN TÓK FLUGIÐ! Stytta af gömlum Spánar kóngi, Sancho 11 af Navarra, tök fliugið um daginn, þegar krani lyfti henni yfir aliar tor- færur tid að setja hana á kon- ungshöllina í miðborg Madrid, þar sem hún á að vera til sikrauts. Sýnisit okkur kóngur- inn bera sig á'kaflega ve! og ekki er haagt að neita því, að stelilinig hans er sérlega til- komumikil! ’ HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og Alden McWilliams Hérna eru trjálMilirnir Terry, þeir eru ekki alveg jafn iangir, en . . . þelr nægja Troy. Og við þnrfum líka veiðijakkann þinn. (2. mynd). Ég sný ermunum við, og hneppi jakkanum yfir þær, svona. (3. mynd). Svo smeygjum við trjástofnun- um í gegnum ermarnar og þá höfum við börur, sem þið notið til að bera frú Randolph. YNGSTA MÓIR ÍRANS Shahnaz Mohammedi frá Melayer, sem er suðvestur af höfuðborginni, Teheran, er yngsta móðir landsins, el'lefu ára gömu.l. Barnið, sem hún heldur á, fæddist 17. nóvember og vó rúmar fjórtán merkur. Faðirinn e.r fjórtán ára og bæðí eru þau nemendur. VfNIÐ ER VARHUGAVERT! Tveir munkar í klaus ri heilagrar Önnu létust nýlega á óvenjulegan hátt. Þeir höfðu þann s tarfa I klaustrinu að gæta ouzo-birgða klaustursins (ouzo er gris'kt brennivín, sem framl.eitt er 1 'klaustrinu). Þeg- ar ekkert spurðist til þeirra uim nokkurt skeið, var hafin leit að þeim og fiundusl: þeir í einni ouzo-tunnunni. Höfðu þeir doú ið niður í hana og drukknað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.