Morgunblaðið - 27.11.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVL'MBER 1971
JlfltágMttWitMfe
Útgsfandi hf. Árvakur, Roykjavtk.
Framkvsamdaatjóri Hsraldur Svainsson.
. Rilatjórar Matthías Johannassen.
Eyjólfur Konróð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundasoiv.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgroiðsla Aðalstrasti 6, sími 10-100
Augiýsingar Aðalstrœti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausesölu 12,00 kr. eintakið.
UMMÆLI FAULKNERS
□c
Landsþing gaullista
í Frakklandi
EFTIR MAGNÚS SIGURÐSSON
LANDSÞINGI Union des democrates
pour la Republque (UDR), sem er hið
opinbera nafn samtaka gaullista í Frakk
landi, lauk í Strasbourg um síðuatu
helgi. Síðasta þing þessara samtaka var
haldið 1967. Landsþinginu nú var að von
um mikill gaumur gefinn, en nauma-st
verður sagt, að þar hafi komið fram mik
ið af nýjum hugmyndum eða markmið-
um. Enda þótt ár sé nú liðið frá dauða
de Gauliles, voru uppáhaWsrœðuefnio hin
sömu og á dögum hans. Þetta kom ekki
sízt fram í umræðum um utanríkismálin.
Varðveita skal sjálfstæði Frakklands út
á við, hvað svo sem það þýðir í raun
og veru og lýst yfir stuðningi við áfram
haldandi utanríkisstefnu de Gaulles. —
Þetta virðist ekki tiltakanlega sannfær-
andi, þegar þess er gætt, að Georges
Pompidou forseti hefur bundið enda á
deilurnar við Bandaríkin og Kanada, sam
þykkt inngöngu Bretlands í Efnahags-
bandalagið, tekið upp mildari afstöðu
gagnvart ísrael og staðið fastur fyrir
gagnvart Sovétríkjunum.
Það, sem vakti ef til vill mesta athygli
varðandi landsþingið, var sá glæsileiki
og viðhöfn, sem einkenndu það. Sumir
fréttaritarar, sem þingið sóttu, hafa lýst
því á þann veg, að það hafi líkzt meira
hersýningu en samkomu stjórnmálasam-
taka og þar hafi sannarlega gætt áhrifa
hins látna hershöfðingja og forseta. Eft
ir á þykir vafi leika á, hvort Strasbourg,
sem er fögur borg en lítil, hafi verið vel
fyrir landsþingið fallin. Strax í byrjun
september sl. voru öll hótelherbergi í
borginni og nágrenni hennar upppöntuð
fyrir landsþingið. Af hálfu UDR hafði
/eri'ð boðið flu'l/trúuim frá ílestum
meiri háttar stjórnmálaflokkum Efna-
hagsbandalagsríkjanna, en margir þeirra
áttu í miklu stríði, þegar til kóm, við að
finna sér húsnæði.
UDR leggur mikið kapp á að aðgreina
sig frá öðrum stjórnmálaflokkum og sam
tökum. Þessi landssamtök gaullista hafa
líka alltaf verið mjög frábrugðin þeim.
Samtökin voru fyrst stofnuð — þá undir
nafninu UNR (Union pour la Nouvelle
Republique) — er de Gaulle komst aft-
ur til valda í Frakklandi eftir uppreisn-
ina í Alsír 13. maí 1958. Samtökin höfðu
það að meginmarkmiði að styðja forseta
lýðveldisins og það er enn aðalmarkmið
þeirra. Skoðanamyndun innan samtak-
anna kemur að ofan, ekki frá kjömum
leiðtogum samtakanna sjáifra, heldur
æðstu handhöfum framkvæmdavaldsins
i landinu og þá einkum og sér I lagi for-
seta landsins. Opinberlega er Pompidou
ekki forseti UDR, en það kom samt í Ijós
að raunverulega er hann æðsti maður
samtakanna, því að hann kom í veg fyr-
ir, að annar maður yrði kosinn forseti
þeirra án þess þó að vilja taka við stöðu
forseta UDR sjálfur.
René Francois Tomasini, sem verið hef
ur framkvæmdastjóri UDR frá því í byrj
un þessa árs, kallaði Pompidou „notre
guide“ á landsþinginu. Þessi titiil, sem de
Gaulle hafði fyrstur látið gefa sér, hent
ar Pompidou ekki. Blöð og tímarit í
Þýzkalandi og á Ítalíu hafa jafnan forð
azt að þýða þetta heiti af blygðunarsemi,
vegna þess að það yrði naumast þýtt á
annan veg en „Fúhrer“ eða „Duce“.
Chaban Delmas forsætisráðherra hef-
ur ekki heldur viljað taka við stöðu for-
seta UDR, því að með því yrði athafna
frelsi forseta lýðveldisins skert til þesa
að skipa nýjan forsætisráðherra, ef
hann teldi það nauðsynlegt. Þetta er ör
ugglega álit Pompidous, en hann ætti í
hættu að verða háður þeim forsætisráð-
herra, sem væri forseti þeirra stjórn-
málasamtaka, sem Pompidou styðst við
sjálfur. Opinberlega hefur Chaban Delm
as samt ekki dregið dul á það, að hann
álítur sig standa í fararbroddi fyrir UDR
og þá ekki sizt vegna þess, að á franska
þinginu, í „Palais Bourbon", er hann leið
togi gauliista.
Það er vafalaust vilji Pompidous for
seta og flestra annarra helztu forystu
manna gaullista, að UDR haldi áfram að
vera miklu fremur stjórnmálahreyfing
en flokkur og uppbygging samtakanna,
í samræmi við það. Það sem helzt hefur
þótt á skorta, er að Tomasini, núverandi
framkvæmdastjóri UDR jafnt sem fyrir
rennarar hans hefur ekki getað veitt al
mennum félögum UDR þá hlutdeild til á
hrifa innan samtakanna, sem þeir venju
lega hafa í stj órnmálaflokkum og það
þrátt fyrir þá fámennisstjóm, sem svo
oft ræður þar mestu. Þær kröfur eru há
værar innan UDR, sem krefjast meiri
upplýsingastarfsemi varðandi starfsemi
samtakanna á hverjum tíma, að landsþing
verði haldin mun oftar og tækifærin al
mennt til „participation“ innan samtak-
anna meiri. En þetta hefur ekki feng-
ið neinn teljandi hljómgrunn hjá for-
ystumönnum UDR.
Naumast er unnt að segja að mikil
endurnýjun eigi sér stað innan forystu
UDR. Jean Mattéoli, 49 ára, flutti lands
þinginu skýrslu um þann árangur, sem
almennt á að hafa náðst á flestum svið-
um þjóðlífs Frakka undir forystu gaull
ista á undanförnum árum. Hubert Ger-
main, 51 árs, flutti skýrslu um utanrík
ismál, en hann er forseti félagsins, „Prés
ence et action du Gaullisme“. Það vakti
þó athygli, að það var ungur maður,
Jean-Pierre Roux, 33 ára, sem flutti mik
ilvægustu skýrsluna, sem var um hlut-
verk og afstöðu UDR til þjóðmála innan
lands í Frakklandi sjálfu. Roux hefur
aðeins verið félagi í samtökum UDR i
nokkra mánuði. En upptalning á áber-
andi einstaklingum innan UDR sem þess
um segir í rauninni litla sögu. Raunveru-
legir leiðtogar hreyfingarinnar hafa yfir
leitt ekki verið félagar í henni sjálfir
eins og de Gaulle og Pompidou, á með
an hann var forsætisráðherra.
Jacques Chirac, ráðherra sá, sem ann
ast sameiginleg málefni ríkisstjórnarinn
ar og þjóðþingsins, vakti talsverða at-
hygli með ræðu sinni á landsþinginu. —
Margir stjórnmálafréttaritarar telja
hann líklegan eftirmann Chaban Delm-
as forsætisráðherra, yrði sá síðarnefndi
að víkja. Chirac er mjög handgenginn
Pompidou. Hann er í hópi yngri áhrifa-
manna innan UDR, verður 39 ára innan
Framliald á bls. 15
n
á, að bandarísku hermenn-
¥ Tndanfarnar vikur og mán-
uði hafa víðtækar um-
ræður farið fram um stefnu
okkar í öryggismálum og
dvöl bandaríska varnarliðs-
ins hér á landi. í umræðum
þessum hefur það glögglega
komið fram, að enginn stjórn-
málaflokkur og væntanlega
enginn íslendingur getur
«ætt sig við það, að hér dvelj-
ist varnarlið frá erlendri
þjóð um aldur og ævi. Hins
vegar stendur deilan um
það, hvort óhætt er eins og
nú standa sakir að láta varn-
arliðið hverfa af landi brott
eins og ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar lýsti yfir í sum-
ar, að gert yrði, að óathug-
uðu máli. Á þeim tíma, sem
liðinn er hafa viðhorf sumra
ráðherra a.m.k. einhverjum
breytingum tekið, þannig að
nú er mjög óljóst, hver af-
staða ríkisstjórnarinnar raun-
verulega er.
En í tilefni af þessum um-
ræðum er gagnlegt að hverfa
um sinn frá orðaskiptum um
þessi mál okkar á milli og
rifja upp hvað einn frægasti
rithöfundur Bandaríkjanna,
fyrr og síðar, Nóbelsverð-
launahafinn William Faulkn-
er, hafði um þetta mál að
segja, þegar hann kom hing-
að til lands 1955. í Lesbók
Morgunblaðsins í dag birtist
grein, þar sem sagt er frá
komu Faulkners hingað og
ummælum hans um banda-
ríska varnarliðið hér. Að-
spurður sagði þessi merki
rithöfundur: „Erlendur her í
litlu landi er auðvitað alltaf
„erfitt vandamál“ eins og
sagt er. Við lifum á erfiðum
tímum. Allar kynslóðir hafa
lifað á erfiðum tímum. En
það er ekki aðeins ykkar
vandamál, að hér skuli vera
bandarískur her, heldur einn-
ig okkar. Ég skil vel, að þið
séuð varkárir í samskiptum
og umgengni við varnarliðið
og ekki alltof hrifnir af að
hafa erlendan her í landi
ykkar. En það var hvorki
okkar né ykkar sök, að banda
rískt herlið varð að koma
hingað. Ég get ekki séð, að
við Bandaríkjamenn eigum
sök á kaldá stríðinu. Við
ásælumst engin landsvæði,
krefjumst þess ekki að nein
þjóð taki upp okkar þjóð-
skipulag. Bandarískur her á
íslandi og annars staðar er
ékki orsök kalda stríðsins,
heldur afleiðing. Og svo er
eitt: bandarískt herlið er hér
á landi ekki á vegum Banda-
ríkjanna, heldur Atlantshafs-
bandalagsins. Allir vita, að
hann er hér til öryggis en
ekki árása. Með öðrum orð-
um: til varnar ef með þyrfti.
Þið megið ekki heldur
gleyma því, að bandarísku
hermennirnir eru ungir
menn fjarri ættjörð sinni.
Þeir hafa svo sem engan sér-
stakan áhuga á að þurfa að
vera hér fjarri ættingjum
sínum. Þetta er ekki einfalt
mál. Það er slæmt fyrir ykk-
ur að þurfa að hafa okkur og
bezt væri, að þið þyrftuð ekki
á okkur að halda. Hætturnar,
sem að steðja eru margar. Er
ekki betra að hafa bandarísk-
an her til varnar frelsi og
lýðræði, ef einhver ásælist
land ykkar, en hafa það opið
og varnarlaust; bjóða okkur
hingað í nafni sjálfsákvörð-
unar og frelsis og losa Rússa
við þær freistingar að senda
kannski rússneskan her hing-
að í nafni einræðis og ofbeld-
is, eins og á sér stað víða í
Evrópu t.a.m. Eystrasalts-
löndunum, sem þeir hafa
innlimað í Sovétríkin.“
Það er að vísu meira en
hálfur annar áratugur liðinn
frá því að William Faulkner
lét þessi orð falla í heim-
sókn hér á íslandi. Og þótt
margt hafi breytzt á þeim
tíma sem liðinn er og við-
horf manna önnur, er engu
að síður ástæða til að doka
við og íhuga orð þessa þekkta
bandaríska rithöfundar.
Hvers vegna kom bandarískt
varnarlið til íslands fyrir
tveimur áratugum? Það var
ekki vegna ásælni af banda-
rískri hálfu og það var ekki
vegna þjónkunar Islendinga
við stórveldið. Varnarliðið
kom hingað vegna þess, að
frelsi þjóða í Vestur-Evrópu
var alvarlega ógnað og aðrar
þjóðir í Evrópu höfðu misst
frelsi sitt. Vissulega hafa
miklar breytingar orðið síð-
an. En í hverju eru þessar
breytingar fólgnar? Þær eru
í okkar heimshluta fólgnar
annars vegar í mjög aukinni
viðleitni til þess að draga úr
spennunni milli austurs og
vesturs en hins vegar í því,
að herveldi Sovétríkjanna
hefur margfaldazt, sérstak-
lega á hafinu í kringum okk-
ur. Ýmsir mundu segja, að
hafi verið ástæða til þess
1951 að tryggja varnir lands-
ins sé þó enn meiri ástæða
til þess nú, ekki sízt vegna
flotaveldis Sovétríkjanna á
N-Atlantshafi en sá floti var
naumast til þegar varnarliðið
var beðið að koma til lands-
ins og þrýstingur Sovétríkj-
anna því meiri nú en þá á
þessum hernaðarlega mikil-
vægu slóðum.
William Faulkner minnir
okkur líka á það, að hyggi-
legt getur verið að búa ekki
til freistingu fyrir stórveldi á
borð við Sovétríkin, sem ekki
aðeins nú, heldur um aldir
hefur sýnt, að það hefur ríka
tilhneigingu til að ná yfir-
ráðum yfir öðrum þjóðum.
Það er engu síður ástæða til
óess nú en það var fyrir
tveimur áratugum að losa
Rússa við þessa freistingu.
Loks minnir Faulkner okkur
irnir eru ungir menn, fjarri
ættjörð sinni, sem hafa eng-
an sérstakan áhuga á að vera
fjarri ættingjum sínum.
Þetta eru jafnvel meiri sann-
indi í dag en fyrir einum og
hálfum áratug. Einangrunar-
stefnan á sívaxandi hljóm-
grunn að fagna í Bandaríkj-
unum og þá ekki sízt meðal
bandarískrar æsku. Við Evr-
ópubúar mættum gjarnan
hugleiða það, hvernig um-
horfs væri í okkar heims-
hluta, ef framsýnir stjórn-
málamenn í Bandaríkjunum
hefðu ekki unnið sigur á ein-
angrunarstefnunni fyrir þrjá-
tíu árum og komið Evrópu til
hjálpar. Þá er hætt við að
ekkert lýðræði og frelsi væri
að verja í Evrópu, af því að
það væri einfaldlega ekki tii.
Og minnumst þess, að sagan
getur endurtekið sig.