Morgunblaðið - 21.12.1971, Page 10

Morgunblaðið - 21.12.1971, Page 10
10 MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1971 Ég hef ætíð haft sérstakan áhuga á þjóðsögum Rætt við Hafstein Guðmundsson, sem nú gefur út Rauðskinnu hina nýrri, þriggja binda verk 16 bindi. Hafsteinn liÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga gefnr nú út Rauðskinnu hina nýrri, þriggja binda verk, ails 1086 blaðsíður. Rauðskinna hin nýrri hefur að geyma þjóð sögur og sagnir, eins og eldri útgáfan, svo og þjóðhætti til sjávar og vinnu á sjávarjörð- um, átrúnað og dultrú. I»á er lýst klæðnaði, matvenjum, hátíðahöldum, íþróttum, svo og útviktunardögum og laun- urn nianna. I þessa heildarútgáfu er bætt ýmsu öðru efni, sem ekki var í eldri útgáfunni. Verkinu fylgir nú ítarleg nafnaskrá. Höfundur Rauð- sldnnu er séra Jón Thoraren- sen, sem hóf söfnun þessara fræða árið 1927 og koniu út alls 12 hefti frá árinu 1929— 1961. Rauðskinna hin nýrri er í þremur bindum, öll i ekta skinni, og er ekkert til útgáf- unnar sparað. Verkið er selt í bókaverzlimum, en einnig í áskrlft hjá útgáfunni og með afborgunarkjörum. Morgunblaðið átti tal við Hafstein Guðmundsson. forstjóra Þjóðsögu, i tilefni útgáfu þessa ritverks og ræddi við harrn uim hina miklu þjóð- sagnaútgáfu hans, sem telur nú alls sagði: Hafsteinn Guðmundsson með Rauðskinnu hina nýrri. — Ég hóf útgáfu þjóðsagna árið 1954 er ég stofnaði fyrir- tæki mitt. Ég hef ætið haft sérstakam ábuga á þjóðsögum og öðrum íslenzikum fræðum og mér var vel ljós áhu-gi ai- mennings á hinum þjóðlega þætti bókmennta okkar. Þess vegna sneri ég mér sérstak- lega að útgáfu þjóðílegs fróð- leiks. — Fyrsta verkefnið var þjóðsögur Jóns Árnasanar, stórt og mikið verk, sem varð alls 6 bindi með nafnaskrá og atriðaorðas'krá. — Næsta verkefni var Grá- skinna hin meiri í búningi þeirra Sigurðar Nordals, prófessors, og Þórbergs Þórð- arsonar. Það safn óx um helm ing í búningi þeirra og frá þvi sem áður var, varð tvö stór bindi. — Þriðja verkefnið var Gríma hin nýja, sem Þor- steinn M. Jónsson, hinn þjóð- kunni bókasafnari og skóla- stjóri, sá um útgáfiu á. Það urðu alls 5 bindi. Nú er svo komin út Rauðskinna hin nýrri þrjú bindi. — Þjóðsögur þær og sagnir, sem ég hef nú nefnt, voru allar uppgengnar þegar ég hóf útgáfu þeirra á ný. Ég taldi nauðsynlegt, að þjóðin Olafur G. Einarsson, alþm.: Útreikningar fjármála- ráðherra á skattbyrði vefengdir FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur bæði á Aiþingi og í fjölmiðlum birt dæmi um breytingar á skatt- byrði einstaklinga við skatta- lágabreytingar þær, sem boðað- ar hafa verið með framlögðum frumvörpum ríkisstjórnarinnar um það efni. Við umræður á Alþingi í síð- ustu viku lýstum við tveir þing- menn Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson og undirritaður, hver breyting yrði á skattbyrði einstaklinga milli áranna 1971 og 1972 ef frumv. yrðu að lögum. Þar sem útreikningar okkar stangast algjörlega á við út- reilkninga ráðherrans hef ég far- ið þess á leit við hann að lagðar yrðu fram forsendur fyrir út- reikningum hans. Fjármálaráðherra, og raunar etnnig félagsmálaráðherra, hafa sífellt borið því við, að útreikn- ingar þeirra væru gerðir i tölvu Reiknistofnunar Háskólans, án frekari skýringa. Ekki verður vefengt hér að Reiknistofnun Háskólans og tölva hennar hafi reiknað rétt, en á það legg ég áherzlu, að tölvan skilar aðeins útreikning- urn eftir upplýsingum, sem henni eru látnar í té. Á þeim upplýsingum ber rikisstjómin aQa ábyrgð og getur á engan hátt skotið sér bak við tölvuna í þeim efnum. Fjármálaráðherra hefur góð- fúslega orðið við þeirri ósk að birta grundvöllinn fyrir útreikn- ingunum, með „tölvuútskrift", og ! hefur f jármálaráðuneytið gefið út fréttatilkynningu um efnið. Komið hefur í ljós, eins og okkúr Sjálfstæðismenn grunaði, að maðkur er í mysunni. Grund- vallarmunur er á reikningsað- ferðum og margar skekkjur eru í útskrift tölvunnar, sem senni- lega stafa af röngum upplýs- ingum, sem henni eru gefnar. Verður hér vikið að nokkrum atriðum, sem mestu máli skipta, varðandi samanburð á útreikn- ingum ráðherrans og okkar en ekki verða upp taldar allar þær skekkjur, sem er að finna í tölvuútskriftinni, enda ekki ástæða til þess á þessu stigi. 1. Otreikningar ráðherra sýna ekki breytingu á skattbyrði ein- staklinga milli áranna 1971 og 1972. Þeim er ætlað að sýna mismun á sköttum skv. nýja kerfinu annars vegar og gamla kerfinu hins vegar, ef núverandi ríkisstjóm hefði notað það við skattlagningu 1972. Þá hefur ríkisstjórnin þegar gert ráð fyrir 40—50% hækkun skatta á einstaklingum, ef hún hefði notað gamla kerfið. Sá grundvöllur er síðan notaður til samanburðar við nýja kerfið og er ekki að undra þótt hann sýni ekki verulegar skattahækkanir. I okkar útreikningum er reiknuð út breyting á skattbyrði milli áranna 1971 og 1972 eftir þeim reglum sem giltu í Reykja- vik við álagningu 1971 annars vegar og hið fyrirhugaða kerfi hins vegar. 2. Þegar meta á breytingu á skattbyrði við fyrirhugaðar skattalagabreytingar verður að taka alla þá skatta irm í dæmið, sem fyrirhugað er að breyta. Það er ekki nægilegt að reikna með þeim sköttum, sem lækka, heldur verður einnig að reikna með sköttum sem hækka. Fyrirhuguð er stórhækkun fasteigriaskatta, en ráðherra lætur hjá líða að reikna með þeim hækkunum í samanburði sínum. Er það gert vísviitandi eða er um að ræða mistök? 3. Eins og áður segir hefur fjármálaráðherra látið frá sér fara dæmi um skatta einstakl- inga, bæði í fjölmiðlum og á Al- þingi. Þá hefur hann lagt fram útreikninga tölvu Reiknistofnun- ar Háskólans. Það er ekki einu sinni svo vel, að þessum útreikn- ingum, sem hann hefur lagt fram, beri innbyrðis saman. í Tímanum 17. des. sl. birtust m.a. átján dæmi um útreikninga á sköttum miðað við ákveðnar nettótekjur og fjölskyldustærð- ir, sem höfð eru eftir ráðherra. Þá hefur ráðherrann dreift til fjölmiðla útreikningum Reikni- stofnunar Háskólans, þar sem er að finna fjölda dæma um skatta mismunandi fjölskyldustærða. Samtals eru dæmin 171 talsins og birtist hluti þeirra í Timan- um 19. des sl. Af þeim átján dæmum, sem áður voru nefnd, er aðeins hægt að finna tvö sambærileg dæmi i tölvu Reiknistofnunarinnar, að því er varðar tekjur og fjöl- skyldustærð. 1 hvorugu dæm- anna ber Tímanum 17. des. sam- an við tölvutöflumar. Dæmi eru hjón með eitt bam og 450 þús. kr. nettótekjur og hefði aðgang að öllu þessu efni, ekki sízt yngri kynslóð- ir, svo fólkið gæti leitað fanga í þessum mikla bókmennta- þætti íslenzlku þjóðarinnar. Sjálfum finnst mér hér óþrjót andi brunnur fyrir alla þá er listum unna og þá er hafa gleði af því að skyggnast inn í hugarfylgsni íslenzku þjóð- arinnar á umliðnum öldum. — Verkið, sem nú er kom- ið út, Rauðskinna hin nýrri, er búið að vinna á þriðja ár og hefur verið reynt að gera það svo vel úr garði, sem kostur er, bæði að ytri búningi og innri frágangi. — Höfundur, séra Jón Thoraren- sen, hefur sjálfur séð um efni og prófarkalestur. — Efni hefur verið bætt við frá fyrri útgáfu, en sérstak- iega ber að nefna ítarlega nafnaskrá, sem fylgir nýja verkinu, og er hún tekin sam- an af Jóni Bjömssyni, rithöf- undi. Útlit bókanna hef ég sjálfur séð um eins og á öll- um útgáfubókum minum. — Bækumar eru prentaðar og bundnar í Prenthúsi Haf- steins Guðmundssonar. — Af öðrum útgáfum Þjóð- sögu en ég hef minnzt á, má enníremur geta um skrá um allar þjóðsögur og skyld rit, sem hafa komið út á íslenzku, og var hún samin af Stein- dóri Steindórssyni, skóla- meistara á Akureyri. Skráin er mjög þarft rit, enda vin- sæl meðal bókamanna. — Þá gefur Þjóðsaga út Við burði líðandi stundar í máli Séra Jón Thorarensen. og myndum, sem er mikil og dýr útgáfa, og ýmis fleiri verk má nefna, t. d. Hrafn- kelssögu og Freysgyðlinga eftir Hermann Pálsson, lektor í Edinborg. — Prentaraverkfallið tafði mjög útgáfu Rauðskinnu hinnar nýrri og ennfremur fleiri rita, sem ég hafði ætlað mér að koma á markað nú fyrir jólin. — Ég hef ætlað Þjóðsögu mikið framtíðarverkefni, en það er svo margþætt, að ég get ekki rakið það nánar nú. Samt vil ég geta tveggja stórra þjóðsagnasafna sem eru í undirbúningi. Annað er þjóðsögur Sigfúsar Sigfússon- ar, sem Ámi Bjömsson, cand. mag. er að vinna að, en hitt er útgáfa á þjóðsögum Ólafs Davíðs.sonar er út komu hjá forlagi Þorsteins M. Jónsson- ar á sinum tí ma M Ólafur G. Einarsson hjón með tvö böm og 300 þús. frádrætti fyrir hvert bam. Hins vegar, þegar reiknaðir eru „skattar skv. frv.“ er reiknað með fullum persónufrádrætti fyr- ir hvert bam. Engin breyting er ráðgerð i frumv. varðandi þetta efni. „Skattar skv. frumv.“ eru því reiknaðir út á röngum for- sendum. Er það gert vísvitandi eða er um mistök að ræða? Af þvi, sem hér hefur verið sagt er Ijóst, að full ástæða er til fyrir rikisstjómina að láta yfirfara þessa útreikninga áður en hún birtir fleiri, sem stang- ast á hver við annan og eru auk þess rangir i veigamiklum atrið- um. Ekki þykir mér ástæða til að hrekja hér frekar útreikninga þá, sem ráðherrann hefur lagt fram, en ég hef lagt til að ráð- herra leggi útreikninga sina og kr. nettótekjur. okkar fyrir ríkisskattanefnd, Fyrra dæmið (450) Tíminn 17. des. Reiknisstofnun Háskólans Síðara dæmið (300) Tíminn 17. des. Rei’knisstofnun Háskólans (Fjárhæðir I þúsundum króna) Skattar skv. frv. 140 142 46 42 Skattar skv. núg. lögum 136 139 59 58 1 útreikningum Reiknistofnun- ar Háskólans á sköttum ein- stæðra mæðra með börn á fram- færi virðist persónufrádráttur rétt reiknaður, þegar reiknaðir eru út „núverandi skattar", þ. e. reiknað er með hálfum persónu- sem geri á þeim samanburð og athuganir, sem síðan yrðu birtir opinberlega. Ráðherra hafði á Alþingi góð orð um að verða við þeirri ósk og vænti ég þess að hann hlutist tll um að þeirri at- hugun verði hraðað. Töluvert um kvef SAMKVÆMT skýrslu 12 læfcna er töluvert um kvefsótt, háls- bólgu, iðrakvef og lungnakvef í borginni og hefur tilfellum fjölg- að í vikunni, sem skýrslan nær til miðað við vikuna á undan. Skýrslan er frá vikunni 28. nóv- ernber til 4. desember. 1 einstaka ti’lfelli er um aðra sótt að ræða; skarla'tssótt, hlaupabólu o. fl. Hljóðnemum stolið FJÓRUM hljóðnemum var stolið í kjallara Hótel Borgar á laugar- dag. Verðmæti hvers hljóðnema er um 20 þúsund krónur. Á sunnudag handtók rannsóknar- lögreglan mann um fertugt, sem við yfirheyrslu í gærmorgun við- urkenndi þjófnaðinn og skilaði þýfinu. Sagðist hann hafa farið niður í kjallara Borgarinnar í áfengisleit og loks tekið hljóð- nemana fjóra með sér, frekar en snúa tómhentur aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.