Morgunblaðið - 28.12.1971, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1971 21
Kfnahagsstofnunin:
3 valkostir um
ábyrgðartrygg
inga bifreiða
Efnahagsstofnunin hefur að
beiðni heilbrigrðis- og: tryg-ging'a
ráðuneytisins látið frá sér fara
greinargerð uni þörf trygginga-
félaganna fyrir iðgjaldahækkun
ábyrgðartrygginga bifreiða og
er niðurstaðan sú að þrír val-
kostir eru fyrir hendi. f fyrsta
lagi hækkun samkvæmt lág-
markskröf u try ggingaf élaganna
með fyrirvara um endurskoðun,
34,5%. f öðru lagi hækkun sam-
kvæmt mati formanns nefndar,
sem skipuð var til þess að gera
athuganir í þessum efnum að
viðbættu óvissumati verðþáttar,
39,5% og í þriðja lagi hækkun
samkvæmt mati nefndarfor-
manns, að viðbættu óvissumati
verðþáttar og 5% vegna tjóna
varasjóða og/eða áorðins taps,
samtals 46,5%.
Hér fer á eftir greinargerð
Ef nahagsstof nunarinnar:
12. nóvember, 1971.
Greinargerð um þörf trygg-
ingafélaganna fyrir iðgjalda-
hækkun áhyrgðatrygginga bif-
reiða.
1. Inngangur.
2. Mat óvissuatriða.
3. Kostir á afgreiðslu málsins.
4. Nánari athugunarefni.
1. INNGANGliR
Heilbrigðis- og tryggingamála
ráðuneytið hefur með bréfi
dags. 28. okt. 1971 (tilv. 40. A.
1. /JI/AG), æskt nánari um-
sagnar Efnahagsstofnunarinnar
í framhaldi af skýrslu formanns
nefndar þeirrar, sem skipuð var
til að gera athuganir í þessum
efnum. Umsögn þessi fer hér á
eftir. Að loknum þessum inn-
gangi um málsmeðferð o.þ.h.,
verður leitazt við að leggja mat
á helztu óvissuatriðin og síðan
bent á helztu kosti, sem um er
að velja við afgreiðslu máls-
ins. Loks verður minnt á nán-
ari athugunarefni, sem telja má
nauðsynlegt að sinna til þess að
komast að niðurstöðu um varan
lega úrlausn þessa máls.
Efnahagsstofnunin hlýtur að
telja sér skylt að koimast nú að
tiltölulega afdráttarlausum niður
stöðum um meðmæli með
ákveðnum hækkunaraðgerðum.
I greinargerð stofnunarinnar
frá 15. april þ.á. var vísað til
atriða, sem kölluðu á nánari
skýringar, áður en full vissa
lægi fyrir um hækkunarþörf
ina. Átti það sinn þátt í að
efnislegri afgreiðslu málsins var
skotið á frest og því vísað til
nánari athugunar, enda þótt
tryggingafélögin hefðu skömmu
síðar getað skýrt með sennileg-
um hætti það, sem talið var
vannýting iðgjaldastofnsins.
Að sjálfsögðu eru bráðabirgða-
niðurstöður nefndarinnar ekki á
ábyrgð Efnahagsstofnunarinnar
né heldur takmarkast álit stofn
unarinnar af þeim. Eigi að síður
var álit nefndarinnar, svo langt
sem það nær, unnið í framhaldi
fyrri gréinargerðar stofnunar-
innar og að sama skapi hagan-
legast að byggja hér ofan á
þann grunn, sem lagður er með
skýrslu nefndárformanns.
liækkun
2. MAT ÓVISSUATRIÐA
Mat nefndarformanns á
hækkunarþörfinni byggðist á
verðlagi og kauplagi verðstöðv
unartímans, svo sem það lá fyr-
ir eða var metið í fyrri grein-
argerð Efnahagsstofnunarinnar.
Óvissuatriðin varða þvi áhrif
þeirra breytipga verðlags- og
kauplagsþátta, sem þegar eru
orðin á verðstöðvunartímanum,
eða munu verða á næstunni skv.
þegar gerðum eða væntanlegum
kjarasamningum. Ennfremur
kemur til álita sú tjónaþróun,
sem komið hefur í ljós á þessu
ári (sbr. lið 4.3. í skýrslu for-
manns), áorðihn taprekstur fé
laganna vegna synjunar um
hækkun (sbr. lið 4.2), svo og
væntanleg hækkun tjónavara-
sjóða, þegar verðstöðvun lýkur
(sbr. lið 3.5.). Verða þessir þætt
ir teknir til athugunar hver fyr
ir sig og siðan reynt að meta í
samhengi, hvert tillit skuli til
þeirra taka.
a. Verðþáttur t.jóna. Að þess-
um þætti er vikið i lið 4.1. i
greinargerð nefndarinnar. Hefur
nú verið gerð nánari athugun á
sennilegri hækkun þessa þáttar.
Tjónin skiptast í munatjón og
slysatjón. Greinist verðlag hins
fyrrgreinda í efniskostnað og
vinnukostnað, en hinn síðari
fylgir einkum almennri þróun
tekna, auk sjúkrahúskostnaðar,
sem jafnframt er næmur fyrir
breytingum launakostnaðar.
Efniskostnaður munatjóna
hefur hækkað mjög verulega af
völdum erlendra verðhækkana.
Samvegnar upplýsingar trygg-
ingafélaga sýna 17.5% hækkun
varahlutaverðs frá 1970, og verð
lag nýrra bila í vísitölu fram-
færslukostnaðar hefur hækkað
um 14.4% frá 1970-meðaltali.
Samvegun þessara hækkana gef
ur 16.1% hækkun. Til varúðar
er þó hin lægri látin gilda,
14.4%, um verð efnisþáttar, en
í fyrirliggjandi áætlunum hafði
þegar verið reiknað með 5%,
svo að 9% leggjast ofan á þær
áætlanir.
Vinnukostnaður bifreiðaverk-
stæða mun án nýrra samnings-
ákvæða hafa hækkað í byrjun
næsta árs um 8,5% án verðlags
aðlögunar. Frekari vinnutíma-
stytting að 40 stunda markinu
mun valda 2.5% hækkun. Auk
þess má ætla, að algjört lág-
mark hækkunar launaikostnaðar
að öðru leyti verði 5%- Alls
yrði hækkun launakostnaðar á
unninn tíma þá 16.8%. Ætla má,
að hámark þess, sem verkstæð-
in geta tekið á sig af þessu, sé
um 5%. Yrði hækkun vinnuþátt
arins þá 11.2% metin sem lág-
mark.
Þættir efnis og vinnu eru
vegnir saman í hlutföllunum
32.5 og 67.5, þannig að lág-
marksáætlun um hækkun verð-
þáttar nuinatjóna nemur 10.5%
ofan á fyrri áætlanir. Megin-
hluti þessarar hækkunar er þeg
ar á orðinn eða alveg fyrirsjáan
legur.
Verðþáttur slysatjóna kemur
bezt fram í almennri tekjuþró-
un. Umfram það, sem þegar er
innifalið í hækkunarmati, hefur
allt kauplag hækkað við verðlags
bætur um 2.9%. Sérstakar launa-
og tekjuhækkamir til opinberra
starfsmanna og sjómanna geta
numið um 10-11% ofan á þann
mælikvarða, sem þegar hefur ver
ið notaður, og þá reiknað fram til
meðaltals 1972. Til fullrar vissu
um að ofgera ekki áætlun um
áhrif þessa á slysatjón, verður
að sinni aðeins reiknað með 5%.
Því til viðbótar þarf að gera
ráð fyrir almennri launahækk-
un. Algert lágmahk má teljast
7% að heildarmeðaltali, jafnvel
þótt aðeins sé litið til beinna
kauphækkana, en auk þess hlýt-
ur vinnutimastyttingin að koma
að talsverðu leyti fram í aukn-
um launagreiðslum (þ.e. vegna
samsvarandi hækkunar tirna
kaups og áframhaldi fyrri
vinnu að nokkru í formi yfir-
vinnu). Að þessu samtöldu mun
hækkun verðþáttar slysatjóna
nema 14.9%, og telst það algjör
lágmarksáætlun.
Þættir muna- og slysatjóna
eru vegnir saman i hlutföllun-
um 58 og 42%, Verðþáttur tjóna
mun skv. þvi hækka um 12.4%.
b. Magnþáttur tjóna. 1 skýrslu
nefndarformanns, lið 4.3., er
fjallað um stórfellda og ugg-
vænlega aukningu tjóna og
slysa, án þess að af því hafi
verið dregnar ákveðnar töluleg
ar ályktanir. Hafa þessar stað-
reyndir verið athugaðar
nokkru nánar. Hér virðist að
verulegu leyti um varanlegt stig
framvindu að ræða, nema tak-
ast megi með beinum og væntan
lega langvinnum aðgerðum i um
ferðarmálum og ábyrgð öku-
manna (tryggingartaka) að
bæta úr. Mjög ljóst samhengi
virðist ríkja milli efnahagsár-
ferðis og meðaltals tjóna á
hverja bifreið, enda akstur að
jafnaði mun meiri i góðæri. Má
og ætla, að við aukinn akstur
aukist mót ökutækja í umferð-
inni yfirhlutfallslega (þ.e. við
margfeldi aukningarþátta), og
þar með árekstrar. Ör fjölgun
ökutækja og ökumanna, samfara
þéttingu umferðar, auknum
hraðbrautaakstri o.þ.h. hefur í
för með sér óvanaafglöp, sem
geta dvínað með tímanum.
Fjöldi munatjóna hefur auk-
izt um 22% frá jafnlengd fyrra
árs, eða um rúm 6% að meðal-
tali á bifreið. Auk þess virðast
tjónin hafa þyngzt að meðal-
tali. Til varúðar er varanleg
aukning á magni munatjóna þó
aðeins metin 5% á hverja bif-
reið, eða 3% umfram þegar
reiknað (2% vegna verkfalls).
Slysatjónum hefur fjölgað gíf
urlega, eða um 58% í Reykjavík
í jan.—sept. m.v. sama tíma 1970
eða um 37% ofan á bílafjölg-
un. Fjölgunin hefur orðið á öll
um slysa,,gráðum“, án þess að
aðgreining sé fær að sinni.
Verður að gera ráð fyrir, að
aukning smáslysa eigi mikinn
þátt í fjöldanum og ekki fært
að gera ráð fyrir nema helmingi
aukningarinnar til næsta árs.
Aukning á magni slysatjóna er
Framh. á hls. 23
FLUGELDAMARKAÐUR
HJÁLPARSV EITAR SKÁTA
ER NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM:
SKÁTARÚÐINNI SNORRABRAUT
VOLVOSALNUM, SUBURLANDSBRAUT 16 OG
MIÐBÆJARMARKA ÐINUM ADALSTRÆTI
OPID TIL KL. 10 ÖLL KVÖLD
EINNIG SELT ÚR BÍLUM VIÐ
MELABÚÐINA, AUSTURVER,
OG ÁRDÆJARKJÖR
Yæ WBk vA
£1 HVERGI MEIRA URVAL
HJÁLPARSVEIT SKÁTA