Morgunblaðið - 28.12.1971, Síða 23
MORGUN'RLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1971
23
— Efnahags-
stofnunin
Framh. af bls. 21
því áætluð 18.5% á hverja bif-
reið.
Muna- og slysatjón eru vegin
saiman I hlutföUumuim 58 og 42%.
Samveginn magnþáttur tjóna
mun þvi skv. framangreindum
áætlunum hækka um 9,5%. Er
sú áætlun þó mun meiri óvissu
háð til beggja átta en tilsvar-
andi áætlun um verðþáttinn.
c. Tap & yfirstandandi ári.
Gerð er grein fyriir því í skýrslu
nefndarformanns, að það muni
nema a.m.k. 16% af iðgjalda-
stofni. Hér er fremur um mats-
atriði en óvissu að ræða. Eigi
að viðurkenna rétt tryggingaáé-
laga til að vinna upp þetta tap,
sem stafar af synjun eða frest-
un hækkunarbeiðna, er væntan
lega um að ræða að miða við
2—3 ár, þ.e. 5—8% hækkun.
d. Hækkun tjónavarasjóða
vegna verðhækkunar tjóna er
Svipaðs eðlis. Þar sem tjóna-
varasjóðir eru svipaðir iðgjalda
stofni heils árs, gæti hækkun-
in fræðilega numið alls svip-
uðu hlutfalli og hækkun verð-
þáttar þ.e. 39,5. En sú hækkun
væri í eitt skipti fyrir öll og
ætti að falla úr gildi eftir árið,
og þá e.t.v. önnur að taka við,
imiðuð við verðhækkun næsta
árs. Tryggingafélögin hafa teþ-
ið hófsamlegar á þessu atriði og
óskað reglubundins þáttar ið-
gjalda til að mæta þessu, en að
algjöru lágmarki að það mæti
vöxtum af tjónavarasjóði. Til
móts við vaxtaforsendu í út-
reikningi nefndarformanns
(s'bi’. lið 3.7.,) eir þannig um 5%
lágmarkskröfu að ræða.
Þótt hér sé um eðlilega kröfu
að ræða með hliðsjón af ríkj-
andi skipan og venjum, er það
að sjálfsðgðu ófremdarástand
að þurfa þannig sífellt að verð-
bæta eldri stofn af nýjum ið-
iðgjöldum. Ef verðtryggð
geymsla fjármagns á nokkurs
staðar við, þá er það í tilvik-
um sem þessu. Atlhugun á mögu-
Leikum til þess er meðal þeirra
atriða, sem framhaldsathugun
þyrfti að beinast að.
3. KOSTŒÍ A AFGREIÐSLU
mAlsins
Hér er vissulega úr vöndu að
ráða. Séu teknir saman framan
gréindir hækkunarþættir, þ.e.
verðþáttur tjóna 12.4% magn-
þáttur tjóna 9,5%, uppvinnsla
taps á þessu ári 5% og verðbót
á tjónavarasjóði a.m.k. 5%, nem
ur heildarhækkunin 35,7%
(hækkunarhlutföllin standa i
margföldunarsamhengi). Þessi
hækkun reiknuð ofan á fyrri
niðurstöðu 24% hækkun, mundi
leiða til 68% hækkunar frá nú-
gildandi iðgjðldum.
Að vísu er hér ekki að öllu
Ieyti um eiginlega verðhækkun
að ræða. Að nokkru ætti hækk-
unin að deilast á aukið aksturs-
magn, og að sínu leyti er hér
um viðurlög við ábyrgðarlausu
atferli að ræða. En engin tök
eru á þvi að breyta reiknings-
hætti vísitölunnar án frekari
undirbúnings.
Þegar borið er saman við mat
övissuatriða, sem hér hafa ver-
ið tekin til meðferðar, kemur
fram sú niðurstaða, að hækkun
airbeiðni tryggingafélaganna
myndar lágmark, enda gerð með
fyrirvara um frekari hækkun
skv. síðari endurskoðun.
Virðast því eftirtaldir kostir
á afgreiðslu málsins standa opn
ir:
a. Hækkun skv. lágmarkskröfu
tryggingafélaganna, með fyr-
irvara um endurskoðun
34,5%
b. Hækkun skv. mati nefndap
formanns, að viðbættu óvissu
mati verðþáttar 39,5%
c. Sama og b, að viðbættum 5%
vegna tjónavarasjóða og/eða
áorðins taps 46,5%
Tilviki b gæti fylgt fyrirvari
um síðari endurskoðun, en tæp-
lega tilviki c. Sökum óvissuatr-
iða varðandi magnþátt verð-
tjóna o.fl. er ekki fært að mæla
með meiri hækkun en skv. til-
viki c. Ennfremur má líta svo
á, að það verði sérstaklega við
fangsefni nefndarinnar, að ráða
bót á hinni miMu tjónaauikningu
og áhrifum hennar á iðgjöldin,
verði henni falið að starfa
áfram. Vísitöluáhrif ofan-
igreindra hæKkunarslkrefa munu
nema 0.28, 0.32 og 0.37 K-stigum
i sömu röð talið.
Að þessu sinni hefur ekki ver
ið leitað sérstaklega umsagnar
um hækfkun húftrygginiga
(kasko). Skal þó minnt á, að sú
þörf var talin lítið eitt minni en
vegna ábyrgðartrygginga, eða
um 2% minni hlutfallslega
reiknað. Verði húftryggingar
áfram undir verðlagshömlum,
má bæta hækkun ábyrgðairtry'gig
inga eilitið upp með þvi að láta
hana einnig gilda um húftrygg-
ingar.
4. NÁNARI
ATHU GUN AREFNI
1 fyrri greinargerð Efnahags-
stofinuniarmnar var vilkið að atr-
iðum, sem kölluðu á frekari at-
huganir. Nefndin, sem skipuð
var til að endurskoða skipulag
og framkvæmd trygginganna,
hefur enn aðeins að litlu leyti
annað þessum athugunum vegna
þess bráðabirgðaverkefnis síns
að meta hækkunarþörfina. Er
þessi greinargerð einnig háð
þeim annmarka, sem af þessu
leiðir. Er hér að lokum aðeins
minnt á nokkur þessara atriða.
a. Áhrif bónus-kerfis og hlið-
stæðra aðgerða á nettóiðgjöld,
tjónamagn og iðgjaldaþörf.
b. Viðeigandi verðmælikvarði
iðgjalda í vísitölu framfærslu-
kostnaðar, þ.m.t. athugun á,
hvort verðhækkun hefur verið
ofmetin.
c. Aðferðir til verðtryggðrar
vörzlu tjónavarasjóða til að fyr
irbyggja sérstaka hækkunar’
þörf af þeim sökum.
d. Eftirlit með ábyrgðartrygg
ingum bifreiða, og þá ekki sízt
með nýstofnun félaga og sam-
keppni á kostnað traustra tjóna
varasjóða.
Skuttogari
Getura útvegað um 900 tonna skuttogara
STRAX. Vel búinn vélum og tækjum. Verð
innan við 90 millj. kr,, ef samið er strax.
Upplýsingar í skrifstofunni 1 Hamarshúsinu,
5. hæð.
L. M. JOHANNSSON & CO.,
skipamiðlarar.
ORÐSENDING
Um þessar mundir er njtt píputóbak boðið til sölu á
islen^kum markaði í fyrsta sinn. Tóbak þetta er ólíkt
þeim gerðum tóbaks, sem nú fást hérlendis. Tóbaks-
blandan er að mestu úr Burlej og Marjland tegundum að
viðbœttum vindþurrkuðum Virginiu og Oriental laufum.
Þessi njja blanda er sérlega mild í rejkingu, en um leið
ilmandi og bragðmikil. Tóbakið er skorið í cavendish
skurði, löngum skurði, sem logar vel án þess að hitna of
mikið. Þess vegna höfum við gefið því nafnið
EDGEWORTH CAVENDISH.
Rejktóbakið er selt í poljethjlene umbúðum, sem eru með
sérstöku jtrabjrði til þess að trjggja það, að bragð og
rakastig tóbaksins sé nákvcemlega rétt.
Við álítum Edgeworth Cavendish einstakt rejktóbak, en
við vildum gjarnan að þér sannfœrðust einnig um það af
eigin rejnslu.
Fáið jður EDGEWORTH CAVENDISH / ncestu
búð, eða sendið okkur nafnjðar og heimilisfang svo að við
getum sent jður sjnishorn. Síðan þcetti okkur vcent um
að fá frá jður línu um álit jðar á gceðum
EDGEWORTH CAVENDISH.
Heimilisfangið er: EDGEWORTH CAVENDISH
Pósthólf: 5133, Reykjavík.
HOUSE OF EDGEWORTH
RICHMOND, VIRGINIA, U.S.A.
Stærstu reyktóbaksútflytjendur Ðandaríkjanna.