Morgunblaðið - 28.12.1971, Page 25
MQRGUNBLAÐIÐ, Í>RÍÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1971
25
uniii, jafnvel í svartasta sfcamm-
diegi, sódiskin min.ninga, sigra og
yona.
Dætur og tengdasynir, ömmu-
böm setja svip sinn á bæinn,
með ræðuhöldum og heilsulind-
um í léttum dúr og gleðiblæ gró-
andi borgar.
Gunnarshólmi angar enn sem
fyr og áin við heiðarbarminn er
söm við sig, þó'tt kynslóðir komi
og fari. Lygn streymir Hólmaá
við holtin falin, en heldur þó
áfram að streyma.
Hún er lífæð frá hjarta lands-
ins, móðir af mildi Drottins veitt,
og sú uppspretta er falin bless-
un fjallanna og af djúpum sefa
hiimins og jarðar í senn. Mun
ekki bregðast né breytast, með-
an Guð gefur gróanda lands og
fólks. Hvort mundu ekki land-
verndarkynslóðir komandi tima
mega muna kaupmannshjónin í
heiðinni við Hólmsá, sem gerðu
sinn draum að veruleika í lífi og
starfi, sem vormenn fstands voru
fyrirmynd, sem lengi mun lifa,
ristu sundur brunabörð og
breyttu þeim I græna jörð.
Og Margrét í Von er af tærri
og þróttmikilli uppsprettu, moli
úr bergi mikilla fjalla.
Hún er fædd 28. desember
1891 að Þorbrandsstöðum í
Langadal í Húnavatnssýslu. Fað-
ir hennar var Gunnar Jónsson
frá Glaumbæ í Skagafirði, Jóns-
sonar, og móðir hennar Guðríð-
ur Einarsdóttinr, Andréssonar,
skálds frá Bóilu í Skagafirði. For-
eldrar Margrétar vildu klífa
þrítugan hamairinn, jafnvei flytj
ast til framandi landa til að geta
veitt börnum sínum, sem bezt
uppeldi, og menntun en þurftu
þess ekki, það tókst samt.
Margrét lauk prófi frá Kvenna-
skólanum á Blönduósi og fliuttist
til Reykjavíkur 27 ára að aldri.
Giiftist 12. mad 1921 Gunnari Sig-
urðssyni, kaupmanni í Von,
Laugavegi 55. Og þar hafa þau
átt sitt óðal í borginni. Gunnar
lézt 2. febrúar 1956. En hún er
enn á sama stað. Árið 1928 lögðu
þau Margrét og Gunnar horn-
steininn að Gunnarshólma, ef
svo mætti orða landnám þeirra i
heiðinni. Það sama ár dó faðir
hennar. En móðir hennar eign-
aðist þá hamingju að mega fylgj-
ast með og vera þátttakandi á
sinn hátt í ræktunarstarfi og vel-
gengni dóttur sinnar bæði í borg-
inni og sveitinni. En það var
hliuti af heil'lum Margrétar, sem
unni foreldrum sinum mjög og
virti þau að verðleikum.
Frá þeim eru hennar eðliskost-
ir erfðir, festan, tryggðin, hag-
mælskan, hreinskilnin, ljúflynd-
ið, dáð hennar og drenglund.
Aldrei hefur meira traust ver-
ið lagt í orð eiginmanns en þessi
daglegu ummælli kaupmannsins
Von og landnemans í Gunnars-
hólma:
„Hún sér um þetta, hún Maggý
min.“ Og veit nokfcur til, að hún
hafi brugðizt því trausti.
Dætur eignuðust þau fimm að
töLu sem einu sinni voru litlu
stúlkurnar „unga rnannsins1' úr
Kennaraskólanum en eru nú fín-
air og ríkar frúr í Reykjavik.
Þær heita:
Gyða, gift Kristjáni Hafliða-
syni, póstfulltrúa,
Guðriður, gift Daniel Helga-
syni, flugumferðarsitjóra,
Sigríður, gift Jóhanni Jónas-
syni, stórkaupmanni.
Auður, gift Haraldi Árnasyni,
deildarstjóra,
Edda, gift Konráði Adolphs-
syni, viðkiptafræðingi.
Margrét á því fagra framtíð
sem ættmóðir á íslandi. Mér
ffinnst hún ennþá ung. — Að
minnsta kosti er hún falleg og
góð. Og getur fegurðin orðið
gömul og góðleikinn dáið?
Eins og Hólmsá streymir við
heiðarbarminn sem lind frá
hjartastað landsins og gefur gró-
andi líf, þannig munu konur
Margréti líkar vemda ættstofn
og göfgi íslenzka þjóðarmeiðs-
ins um ókomin ár og aldir. Lengi
iifi Margrét í Von, húsfreyjan á
Gunnarahólma. Heill þér og þin-
um, kæra vinkona.
Á jólanóttina 1971.
Áreiíus Nielsson.
„Skiliurðu nú, hvers vegna þú
mátt ekki segja öðru fóllfci frá
því, sem við töium uim hér
hieima?"
Svarta stúlkan lieitir Wilma Chestnut og er 18 ára gömul. Hún
er blind eftir að ráðizt var á bana fyrir nokkru siðan og telur Iög-
reglan, að árásarmaðtirinn hafi ætlað að reyna að koma í veg f.vr-
ir að hún gæti borið vitni í þjófnaðarmáli. Hún liefur nú innritazt
í blindraskóla og liér sést hún fá kennslu í meðferð straujárns.
Árásarmaðurinn náðist, én kveðst saklaus.
Hermenn í Japanska varnarliðinu, eins og það er kallað, sjást
hér troða niður snjóinn i svigbrautinni í Teine-fjalli í Japan, þar
sem næstu vetrar-OlyntpíuIeikar fara frant í febrúarmánuði á
na?sta ári.
Þetta eru liúsmæður i Cbile, sem mótmæla liarðlega miklum
vöruskorti í matvöruverzlunum. Veifa þær yfir höfðum sér „sti'tt-
arverkfærununt", pottum og pönnuni, og þrannna síðan i fylk-
Lngu niður eftir breiðstrætunum í Santiago.
„Hvenær finnst sjúiklin’gunum
ég vera orðinn nógu gamalil til
að vita hvað ég er að tala uim?“
„Þangað til að ég kynntist þér,
herra Jensen, hafði ég eniga
lyst á að láifa!“
Ellen Connette, bandarísk kennslukona, 28 ára gönittl, og Ben
Crow, tvítugur náiiisiitaður frá Bretlandi, brosa hér við ljósmynd-
aranum í fangelsi í Jessore í Austur-Pakistan, en þar höfðu þau
setið í tvo niánuði af tveggja ára varðhaldsdómi, sem þau blutu
fyrir að fara inn í landið á óiögiegan hátt. Þau voru í brezkwm
lijálparflokki, sem reyndi að brjóta bann Pakistanstjórnar við að
konia nauðjiurftum inn í landið eftir að bardagar hófust þar f
marz.
Fullorðin skrilstofudama
Reynd, dugleg og örugg, getur fengið atvinnu nú þegar eða
á næstunni á skrifstofu i Kópavogi.
Góð laun fyrir hæfa dömu.
Umsóknir feggíst inn á afgr. Mbl. fyrir 5. janúar merktar:
„öryggi — 55G4“,