Alþýðublaðið - 10.07.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.07.1958, Blaðsíða 4
4 Alþýðublaðið Fimmtudagur 10. júH 1958 Sunnudagur. . . . VIÐ ERUM stödd niðri í dimmum kjallara, ljósin eru dauf og ryklag á lömpum, bit- ar g.ldir og fornlegir, svartir af reyk og bruna, í rjáfrum hanga dauðir kettir, hérar og önnur kvikindi, löngu skorpin og uppþornuð, veggir óhreinir og litarlausir, aflsettir eldgciml um frímerkjum og hvers kon- ar -álímingum, á gólfinu mylsna eða salh, sem skrepp- ur Og marrar undir fótum. Hér er margt um manninn. Er fólkið þá í samræmi við staðinn, tötrum klætt og forn- fálegt í klæðaburði? Síður en svo. Þarna siglir jungfrú nið- ur stigann í fylgd með síáss- klæddum herra. KjólUnn er víður eins og'sekkur, bládrop óttur og mikill af eínj, rétt , neðan við hnén þröng gjörð, svo pokinn kemur enn betur í ljós ,engar ermar, en hvítir hanzkar, hatturinn mikili hlemmur, frítt andlitið málað eins oe fyrir leiksýningu. — Tízkumeyjan á harla bágt með að ganga niður brattan stig- ann í þessari munderingu, — styðst við arm. síns prúðbúna kavaléra Hvað eru þau að vilja niður í þennan kjallara, þessj prúðbúnu tízkuhjú? Þau eiga sama erindi og aðrir. — Hér er ails konar fólk, prúð- búið og þokkalegt og eins og gerist og gengur og ekki meir en það, ferðamenn og heima- fólk. Við skulum fylgjast með tízkudrósinni og hennar kava léra. Þau skima um, ganga síðan að öðru barborðinu, fá sér dropa í glas. Já, þú átt kollgátuna. Við erum stödd í einni fornfræg- ustu krá Lundúnaborgar, Vín- krá Skítuga-Dicks. Sagt er, að endur fyrir löngu hafi átt hér litla krá ungur og gjörvi- ■legur maður, nefndur Dick. Sá var trúlofaður ungri stúlku — eins og títt er ran unga menn, en hún kaus sér annan svein, eins og fyrír kemur. Haraldur hárfagri hét að klippa ekki hár sitt og skegg og vinna Noreg fyrir sína elsku, en Dick var ekki svo stór í sér: Hann hét að þvo sér aldrei né snyrta ef.tir brott hlaup unnustunnar, og efndi hann heit sitt, ekk; bara fyrir sig, heldur kom kráin sjáif undir sama hatt. Og menn tóku að gerast tíðir gestir hjá Skítuga-Dick, þar var gott að stanza á löngum ferðum, og þorpsbúar kunnu vel við karl, þótt skítugur væri. Svona er sagan um Vínkrá Skítuga Dicks. Nú er hún inni í sjálfu hjarta borgarinnar, rétt hjá Englandsbanka og kauphöllinni, en kjallari Skít- uga-Ðicks karlsins er með svíþuðum ummerkjum og áð- ur. Uppi er svo venjuleg krá, ef menn una því ekki að súþa úr glasj unáir sótugu rjáfri, dauðum köttum, skúrni og skítugum vefjum. Mánudagur. * Ég. hef ekið og géngið mikið um East End í dag, hin gömlu og illlræmdu fátækra- hverfi. Hér er mikii breytmg á orðin. Fólkið er ekk; larfa- legt, óhre.nt og hirðulaust. — Börnin eru bústin og vel klædd, þarna eru cveir strák- ar að klifra upp hafnarbakka- girð.ngu, þeir eru kar'lar í krapinu, auðsjáanlega vanir að flakka um bakka og port, en þeir eru ekki óhreinrLj en strákar almennt gerast, og ekki dettur þeim í hug að kássast neitt upp á ferða- mannsjússu, þótt hann sé að snatta hér, — og þarna labbar jungherra með kornunga elsk una sína á eftirmiðdagssýn- ingu í bíó, og hún sprangar á hvítum kjól, víðum og stutt- um, og niður undan faldinum danglar stássleg blúnda í ber um, hnésbótunum, margföld og margslungin, svo sem eins og til að gefa til kynna öll hin miklu fyrirheit, eins og ve.ra ber, — og þarna eru kornung börn að leika á nýjum rólu- velli, þau eru þo'kkaleg og sæl, engin sér á þeim merki nær- ingarskorts né fátæktar, og neðan við götuna, East India Dock Road, eru skipakviarnar og stór úthafsför í röðum, en ofan við hana ný íbúðarhverfi, nýtízku skólar og almennings bókasöfn, kirkjur í nútímastíl og opin svæði. Hér hefur ver- ið gert mikið átak. Þetta er sá hluti Lundúna- borgar, sem harðast varð úti í loftárásum fyrir fimmtán til átján árum. Rústir sjást hér víða enn, þótt mikið haf; ver- ið hreinsað tij og byggt upp að nýju. Það er víst ,að hvergi og aldrei hefur orðið meiri breyting í Bretlandi á fíu ár- um en í þessu hver’fi, Nýi tím inn hefur rutt sér til rúms og byggt á rústunum, eyðilegg- ingu og hörmungum styrjald- arinnar, þótt enn sjái hér merki ómenningarinnar. — Reykjareimur og kolaryk blandast. mildu og kyrru loft- jnu sem fyrr, en uppbygging- in vitnar um bjartsýni og þrek, og fólkið er vitni hins nýja lífs, sem aldrei mun sætta s:g við fyrri aðbúnað og kjör. Og þegar maður reikar hér um þessi hverfi, sem mest minna á stríðið, rís hið innra með manni sú volduga ósk og krafa, að mannkynið hafi næg an þroska til að sneiða hjáend urtekningu hörmunganna, ó. mennskunnar og skrilsæðisins. Þriðjudagur. ... I dag þurfti ég að hringja í síma og brá mér inn í lítinn almenningsklefa á götuhorni. Þessi klefi er einn af fjölmörgum, sérstæðum skápum, sem standa hér opmr á gangstéttum. Inni var síma- skrá í mörgum bindum, og allt var hreint og þokkalegt. Meðari ég beið eftir svari, kom mér í hug, að ólíkt væri þessu farið og heima í Reykjavík Ekki fengi svona frístandandi opinn sím'klefi að vera þar ir. Og símaskrárnar? Yrðu þær ekki fljótt ein'hverjum ó- vönduðum og hirðulausum að bráð? Hér eru líka alls staðar óhreyfðar ruslakollur á staur. um, sjáanlega lausar við að vera skotmark og þolendur skemmdarfýsnar og ónáttúru. Ekki fer hjá því, að maður spyrji sjálfan sig, þegar maður sér þessa nauðsynjahluti ó- hreyfða á hverju götuhorni, hvað valdi hirðuleysinu og skemmdarnáttúrunni í um. gengni við slíka hluti heima. Er það skortur á uppeldi, v;rð ingarleysi fyrir verðmætum og almenningseign? Sennilega > er hvergi meira um almanna- stofnanir og a'lmenningseignir en á íslandi, en samt vantar átakanlega tilfinningu fyrir réttri umgengni við hluti og áhöld, sem almenningi eru til hægðarauka, gagns og þarfa. Eigum við kannski að kenna gelgjuskeiðinu í bæja- og borg arlífi enn einu sinni um þessa vöntun á háttvísi og menn- ingu? Er ekki þegar komið nóg í það skálkaskjól? Eða eigum við að segja, að okkur sé að fara fram í þessum efn- um? Víst væri gaman að geta sagt það. Miðvikudagur. . . . Mig minnir það vera Priestly, eða einíhver ámóta höfundur brezkur (og sá mundi (sér)vitringum heima nú ekki þykja mikill bógur!), sem eitt sinn gaf út lítið kver, er hann nefndi Yndisgjafa — eða eitthvað í þá átt. Þessi bók lá eirihvers staðar fyrir mér, þar sem ég var á ferð, og ég hafði gaman að henni. Höfund ur lýsti þar í örstuttu máli og á snjallan há'tt ýmsu því, bæði kviku og dauðu, er veitti hon. um yndi á líðandi stund. Það verða sem' betur fer margir yndisgjafar á vegj manns, ef maður kann að njóta þess, sem í kringum mann er, og hvers virði væri lífið annars? Ef ég ætti að segja, hvaða yndisgjafar yrðu oftast á vegi mínum á rangli mínu hér í London, mundi ég hiklaust segja, að það væru litlu gras. garð’arnir, sem maður rekst á hvar sem er í þessari borg. — Þessa litlu austurvelli er alls staðar að finna, og það dásam legasta við þá er það, að þeir koma manni alltaf á óvart. — Maður arkar um gráar götur, gömuL tígulsteina'hús á báða bóga, en handan við hornið birtist allt í einu grasflöt með blómabeðum og háum trjám, bekkir meðfram gangstígum, og fólk situr þar og nýtur úti- verunnar. Þessir austurvellir geta verið alla vega í lögun, rétthyrndir, þrílhyrndir eða kringlóttir, en þeir eru alltaf fallegir og flestir sérkennileg ir á einhvern hátt, og húsin umhverfis þá .eru gömul og' sérstæð og stílfögUr á gamla vísu, í hvérju horni lúrjf dul fyrri fímg.. _ . Að sjálfsögðu eru þorpsflat Allt í kringum borgina er fjöldi borga, bæja og þorpa, sem í rauninni eru hluti af forna nafn og halda sínum sér London, en bera þó enn sitt einkennum. í flestum þessum úthverfum er stór flöt í miðju — gamla leikja-, samkomu og markaðsflötin, — enn er hún. gatna og bygginga. Þessar óihreyfð, græn stétt í gráma þorpsflatir eru mikið gerserni. En. mestu yndisgjafar ferða langs, sem nýtur þess að reika um stræti og ókunn hverfi, eru litlu vinjarnar innj í sjálf. ri borginni, óhreyfðu grasflat irnar og trjálundirn:r mitt í örtröð umferðar, fólksmergð- ar og viðskipta, er voru kann ski áður garðlönd auðmanna eða þorpsflatir, en nú eru öll. um borgar’búum til yndisauka, gagns og ánægju. Það er sann arlega furðu mikill gróður inni í sjlálfri milljónaborginni, þótt mörgum finnist hún sót- ug, grá og guggin. Fimmtudagur. . . . Mér hafa alLtaf þótt betlarar óhugnanlegir. Ein- hvern veginn hef ég aldrei get að skilið þá tilhliðrunarsemi af yfirvöldunum' og almenningi að leyfa fólki, oft og illa á sig komnu og aumkunarverðu ásýndum, að standa á almanna færi og biðja um aura. Ég hef aldrei getað vanizt þessum ó- sóma. Hér í London er talsvert um betlara, en mér virðist þeir fara fækkandi. Þeir eruflestir gamlir og miður sín á ein- hvern hátt, sem eftir eru. Ég fæ ekki séð, að nýir bætist við, og vonandi er það rétt athugað hjá mér. Annars á það að heita svo, að enginn megi hetla hér í borg, nema hann hafi em- hverja til'burði til að gera eitt hvað um leið. Því selja þeir eldspýtustokka, sem naumasf geta á þeim haldið, hásir syngja og líttmiúsikalskir spila — og auðvitað á helztu götum, þar sem mest er mann von. Það er næsta hvimleitt að sjá örkum(a ög fariama aumingja, oft með röð heiðurs merkja úr hinum ýmsu styrj. öldum heimsmenningarinnar dinglandi utan á óhre.num lör'fum, standa framan í prúð- búnu, heilbrigðu fólki á glæsi legum götum og við háreist hús, rekandi upp annarleg ösk ur úr sjálfs sín barka eða kreista þau út úr sér gegnum hljóðfæraræksnunum, eða bjóðandi eitthvert skítti, sem fæsf alls staðar í búðurn í kring. Þetta er sannariega öni urlegt ,,sjó“ og vitnar um lít- ið annað en ómenningu. Sumir betlarar reka ,,at- vinnugrein“ sína af fádæma ýtni og bissnessanda, eins og t. d. „hljómsveitin", sem Jék á Piccadilly í dag — og létu sinn manninn ganga á hvorrj gangstétt og hrista sníkjudall- inn frekjulega framan í fólk, með álíka hvatningarorðum um ölmusu og ágeng gyðinga- sölukona í smáverzlun i Ox- ■ford Street,- Nei, ég kem áreiðanlega aldr ei svo oft til London, að ég venjist betlurum, þótf sumir geti verið dálítið skemmtiieg- ir. Og sama mál gegnir raun- ar um drykkjupeninga. Það hefur mér alltaf fundizt leið- inda verzlunarmáti, og ra-unar gefur drykkjupeningafargan. ið engar upplýsing!ar um verð lag á mörgum sviðum. íslend- ingar eru sannarlega hólpnir að vera að mestu lausir víð betl og dykkjupeningafargan — némaiþá x svb;stónrai slíl, að það reiknast sem. pólitík, atvinnurekstur og bissness! Föstudagur. . . . Þetta er í fimmta s:nn, sem ég kem til London, og þó vissi ég það alarei áður, að fólk. byggi á bátum hér á Thamesánpi ;nni í miðri borg. Það hefur einhvern veginn aUt af farið fram hjá mér. Þó hafði ég óijósa hugmynd um, að fólk leigði sér húsatoáta sera sumartoústaðj ofar á.fljótinu, lengst ofan við borg. En í dag gekk ég fram á árbakkann gegnt Batterseaskemmtigarð- inum, sem er allmyndarlegt Tivoli, — og þar liggja nokkr- ir húsabátar við bakkann. — Þetta eru gömul „sk:p“, sumt flutningaprammar, sem vista- verur fólks hafa verið byggð ar á, og eru sjálfsagt eitthvað smávegis í förum með vörur á fljótinu. En flestir „bátanna“ eru aðeins bústaðjr fó’ks, sem vinnur í landi, eða um borð, flytur sig til eftir árstíðum og liggur við bakkann, þar sem rafmagn er að fá og ef til viil gas. ^ Mér þótti skrýtið að sjá þess ar vistarverur fljótandi hér fyrir neðan borganhverfi, sem talin eru með „betri“ hverf- um. Húsin eru hreinf ekki ó- snotur, gluggar stórir, mörg vel máluð. Þarna hangir þvott ur á snúru um borð í einum bátnum, fólk liggur í garðstói um á öðrum. Mér sýnast þetta vera listamenn, enda mun ekki fátítt að listamerm reyni að klófesta svona húsakynni, þeir hafa þá frjálsræði meira en í landi og geta flutt sig með fram bakkanum eftir vild. Hins vegar niá gera ráð fyrir, að sumir þessir bátár séu þtt „sjófærir“. Samt verða þeir að vera skráðjr sem skip, annars fá þeir ekki að fljóta! Laugardagur. . . . Ætli ég megi ekki ti.l að minnast á veðrið, það er ekki svo lítið um það talað hér; þ. e. a. s. fram yfir það, sem venjulegt er. Veðrið er nefni- lega hreint ekki eins og ,.p!ag eraðvera“. (Þetta er orðtæki karls, sem uppi var fyrir mína tíð í einhverju kotinu heima. Hann háfði umgengizt heldra fól'k, sem tíðum sletti þá dönsku, og þegar hann var há tíðiegur og vildi vera fínn eins og hift fólkið, sletti hann jafnan líka. Þegar hanri köm einhvers staðar og var spurð ur að venju um iloan og á- stand heima fyrir, sagði hann ekki „allf svona venjulegt,“ eða „allt mannheilt og ósjúkt“ eins og tíðkaðist, heldur hóf hann sig upp úr öllu valdi og sagði kvellrórna upp á sína- dönsku: „Það er nú eins og plageraðvera11). Nei, veðrið hefur hreint ekki verið venjulegt hér í Eng landi þetta sumarið. í júní, núna, rigndi meira en nokkurn tíma í sextíu ár, flóð kemur í ár, hítastigið er oftast langt undir meðallagi, o. s. frv. Þær þrjár vikur, sem. ég hef verið hér í London, hafa naumast komið meira en þrír verulegir góðviðrisdagar, og þó ekki all ír heitir. Síðasti sunnudagur var himneskur, og í gær var ágætt veður síðdegis. Annars ber fólk sig illa, því að nú standa sumarfrí y'fir. Bretar geta naumast ógrátandi á veðr ið minnzt! Svo er hér blað, sem mér finnst vilja negla þessi ósköp á mig! Það lætur sér ekki nægja í veðurfregnum að hafa fyrirsögnina: Veðurútlit eða Framhald á 7. síðu. lengi ti'l friðs,; hVað-þáí marg- irnar í úthveffunum 'Stærri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.