Alþýðublaðið - 10.07.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.07.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. júlí 1958 Alþýðublaðið 5 GIAN CARLO MENOTTI hef- Ur nú samið nýja óperu, er heitir „Maria Golowin“. Einnig að þessari óperu sinni hefur tónskáldið siálft samið text- aníi; sem hann kallar „róman- tískan sorgarleik“ um afbrýð- issemi og vonlausa ást. Leikur- inn gerist á Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöldina, og eru aðal- persónurnar þrjár, stríðsfangi, gift kona og blindur maður, sem konan elskar. í óperunni leika aðeins átta manns, og átta manna kór syngur að tjaldabaki, en hljómsveit er af venjulegri stærð. Óperuflokkur N.B.C. (Natio- nal Broadcasting Company) mun sýna óperuna í ágústmán- uði næstkomandi á heimssýn- ingunni í Brússel, og auk þess mun N.B.C. sjónvarpsstöðin út- varpa henni á næsta vetri. Leonard Bernstein, höfund- tir dans- og söngleiksins „On the Town“, hefur einnig samið nýja óperu, sem hann nefnir s,Trouble in Tahiti“, og var verkið frumsýnt í vor í New York City óperunni. Seymour Lipkin stjórnar óperunni, ung- ur píanóleikari og hljómsveit- arstjóri, er vann Rachmaninoff -verðlaunin árið 1948, en á frumsýningunni var Bernstein sjálfur stjórnandinn. Eins og mörgum er kunnugt, var Leo- nard Bernstein nýlega ráðinn hljómsveitarstjóri hinnar heimskunnu hljómsveitar New York Philharmonic Orchestra. I aprílmánuði síðastliðnum voru leikin og sungin tvö verk eftir Haydn: „Haydn-messan“ og ,,Missa rorate coili desuper“, á tónlistarhátíð í Bandaríkjun- um. Handritið að tónverkum þessum héldu menn glötuð, en þau höfðu horfið úr skjalasafni Goettweigklaustursins í Aust- urríki, þar sem þau voru gevmd. Amerískur tónlistar- fræðingur fann handritin aftur vorið 1957. Rússneskir her- menn höfðu látið greipar sópa um klaustrið. Handritunum höfðu þeir fleygt út fyrir veg- arbrún, í þeirri trú, að þau væru til einskis nýt. Ausíur- rískur skógarvörður fann þau og færði klaustrinu aftur, en þar var það, sem Lando hafði upp á þeim. Sigurvegarinn á alþjóðatón- listarkeppninni í Moskva í vet- ur, ameríski píanóleikarinn Van Cliburn, 23 ára, hefur ver. ið valinn til þess að leika með New York Philharmoníum- hljómsveitinni undir stjórn Leonard Bernstein. Van Cli- burn mun leika 3. koncertinn eftir Rachmaninoff, en það tón- verk færði honum heim sigur- inn í Moskvu. Tímaritið „Publisher’s Week- Iy“ birti nýlega skýrslu um Bókaútgáfu í Bandaríkjunum árið 1957. Á árinu voru gefnar út 13.142 bækur, og hafa ekki verið gefnar út jafn margar bækur á einu ári í Bandaríkj- unum síðan árið 1910, en þá nam heildarútgáfan 13.470 bók- um. Þó skal tekið fram í þessu sambandi, að árið 1910 voru bæklingar taldir m!eð bókum, en eru nú aðeins reiknaðir með að vissu marki. Þrjú hundruð tuttugu og tveir bókaútgefend- ur sendu frá sér 88% af heild- arútgáfu ársins, eða 11.566 bæk ur, og hin einstöku fyrirtæki gáfu út hvert um sig frá 5 og upp í 401 bók. Eftirtalin fyrirtæki voru fremst í röðinni: MacMillan Company (401), Harper Broth- ers (349) og McGraw-Hill (311). Þar næst koma Doubleday & Company, Oxford University Press og Prentice-Hall. Leíkhús e?f!r Cláudé. Hapier. Þýðéndi og: [eiksfjéri: Lárus Páfsson. FYRiR ekki svo ýkjamörgum árum. þótti gott ef eitt leik- félag átti sæmilegri aðsókn á sýningar sínar að fagna vfir há- vetur.nn, þegar fátt var ann- arra skemmtana og fæstir höfðu nokkuð sérstakt fyrir stafni að loknum venjulegum vinnutíma. Nú eru hér starfandi tvö „sum- arleikhús“, og fari aðsókn á næstunni nokkuð eftír því sem var á frumsýningunni 1 „Sum- arleikhúsi Heimdallar“ s. 1. þriðjud.kvöld virðist það fyrir- tæki ekki þurfa neinu að kvíða. Og þvf ekki það, — þarna er um léttan, — meira að segja ákaflega léttan og fjörugan gamanleik að rae.ða; franskan að uppruna, elckj spillir það. Efnið er hinn klassiski, franski þrí- hyrningur, og kemur þar að vonum fátt nýtt fram, en það nýtur sín prýðilega í þeim fransk-ensk-íslenzka búningi, sem það er flutt, enda verður ekki annað sagt en það sé í góðum höndum. Lárus Pálsson annast leik- stjórn og leikur sjálfur eigin- nvanninn af gáska og fjöri, og þe:m léttleika að vel mundi sóma sér í ættlandi viðfangsefn isins, — að svo miklu leyti sem það á sér eitt ættland öðru fremur. Þau Helga Valtýsdótt- ir, sem leikur eiginkonuna, og Rúrik Haraldsson, sem leikur „staka hrafninn", eru að vísu þyngri í vöfum, en leikur beggja er bráðskemmtilegur engu að síður. Enda var mikið hlegið á meðan á sýningu stóð, og allt útlit fyrir að ieikendum yrði vel þakkað í jeikslok, en Aoaileikendur í Sumarleikhusi Heimdallar: Helga, Larus, Rúrik — og legubekkurinn. því miður hafði ég ekkj tíma til að bíða þeirra. Og áttu það sannarlega skilið að hljóta bæði blóm og lófklapp fyrir vikið. Léttmeti, •— vitanlegg er þarha um léttmeti að ræða. —- Vitanlega er þetta ekki sam- bærilegt við Hamlet eftir S'hakespeare. En það er mála sannast að maðurinn lifir ekki af einu saman brauðíi, ekki heid ur af klassikkinni einni sam- an; jafnvel virðuleikinn getur tekið á taugarnar þegar til lengdar lætur og snilldin orðiS manni leiðigjörn. Kjólfct eru hinn ágætasti klæðnaður við viss tækifæri, — en herra nxinn trúr, hver gæti lagt það á sig að ganga þannig klæddur alla daga og bera alla daga þann svip, sem þeim heyrjr til. — Nei, — léttmetið á Iíka fylista rétt- á sér. þegar það er í senn vel matreitt og smekklega fram borið . . . Loftur Guðmundsson. fæst á flestum blaðsölustöðum í Reykja- vík og nágrenni bæjarins. Kaupið AlþýðuMaðið Fá 24 þúsund krónur fyrir veiðina. Samtal við annao bræ'ðranna. þið? — Venjulegar haglabyssur, númer 12 — Hvar heldur minkurinn sig helzt? TVEIR BRÆÐIIR í Borgar- : firði hafa á tæpum mánuði eytt eitt hundrað og tuttugu i ininkum. Þeir heita Svein- björn og Jón og eru synir Bj örns bónda Blöndals að Laugarholti. Blaðið átti í gær stutt samtal við Sveinbjörn og innti hann nánari frétta af minkaveiðunum. — Hvar veidduð þið mink- ana? — Við náðum þeim í þrem- Ur sveitum í Borgarfirði, í Andakílshreppi, Lundarreykja daj o£ í Reykholtsdalslneppi. Við fórum tveir saman bræð- urnir á jeppa um sveitirnar og reyndum að leita nokkuð vel. —- Hvernig veiðið þið dýr- jn? — ViS höfum með okkur ivo hunda, Golíat og Skeggja. <£sa@kkur leiðina. Hund- 1 arnir þefa uppi minkaslóðir og annað hvort elta uppi minkana og drepa þá sjálfir, eða þá að við komum til með byssurnar. —• Hvernig byssur notið — Meðfram ám og Iækjurn eða í holtagjótum. Þeir leyn- ast hvar sem er og oi't ótrú- lega nálægt bæjum. — Á hverju lifir minkur- inn? fslenzkur minkúr. — Ljbsm. JúlíuS Daníelssön. *— Ég held að hann Iifi einna helzt á silungi, auk þess á e-ggjum. Fuglalífíð hefur lát ið á sjá síðustu árin. Hann rænir hreiðrin og étur scrstak- íega álftaregg. Hann hefur hvað eftir annað gerzt nær- göngull á hænsnabúunum og drepur hænsnin, staflar þcim dauðu skipulega upp í eina hrúgu, drekkur blóðið en snertir ekkj við hræjunum að öðru leyti. — Telur þú mikið af minki í Borgarfirðinum? — Þó að við höfum drepið 130 stykkj í þremur sveitum, þá er það aðeins óyeruleg fækkun. IJppi á Arnarvatns- heiði er minkurinn áreiðan- lega í hundraðatali. — Leggjast minkar á lömh? — Minkar munu eitthvað bíta lömb, sérstaklega ung- lömb, en eftir þennan tíma eru áreiðanlega ekki mikil hrögð að því. — Eru minkaskinn nokkuð nýtt? — Minkaskinnin eru ekki hirt. Þau eru verðlaus urn þess ar ntundir. Fyrir þau er eng- inn markaður. Hins vegar mun vera markaður fyrir lif- andi minka. En um það er ekki hirt. — Aftur á móti hirðum við skottin a£ minkunum, sagði Sveinhjörn Blömlal að lo'kurn. Sveinbjörn Blöndal. Viðí fáum. 200 krónur fyrir hvern mink, sem við verðui/w að bana, réttara sagí: fyrír hvert skott, sem við leggjum fram. — Samkvæmt því hafið þáð aflað tuttugu og fjögur þús- und króna launa með þessut mánaðarstarfi ykkar. — Já, það er rétt, tuttugu og fjögur þúsund, brúttó. : U.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.