Alþýðublaðið - 11.07.1958, Blaðsíða 6
6
AlþýðublaSið
Föstudagur 11. júlí 1958
c
KÉNVER.SKI kommúnista- S
flokkurinn hefur í allan vetur 1
geng.ð feti Lengra í baráttunni;
gegn Tító og endurskoðunar-
stefnunni, heldur en sá rúss-
neski, og nú hefur sú barátta
náð hámarki sínu — í bili —
með aftökunum í Budapest.
iSÞað er þó ekki víst aö þeim
rússnesku hafi leiðst mjög of-
stæki kín.versku kommúnist-
anna, að minnsta kosti varla
foringjum þeirra. Krústjov hef
ur að undanförnu leik ð það
bragð að beita öðrum kommún-
istaflokkum kerfisbundið fyrir
sig, — þeim kínversku, austur.
evrópsku og jafnvel þeim vest-
urevrópsku, til þess að Rússar
sjálfir yrðu ekki sakaðir um
heimsyfirráðastefnu.
Á kommúnistaþingmu sem
haldið var i Moskvu í sambandi
við byltingarafmælið í nóvem-
ber, voru kínversku fulitrúarn-
ir, sem beittu sér fyrir því að
íhafin yrði miskunnarlaus bar-
átta gegn endurskoðunarsinn-
um, og viðurkennt forystuvald
Rússa innan austurblakkarinn-
ar.
þegar Krústjov var, —
jafnvel eftir júgóslavneska
flokksþingið í maí s. 1. — dálít-
ið smeykur við að taka upp aft-
ur stefnu Stalíns gagnvart
Tító, þá var það aðalmálgagn
kínverska komrnúnistaflokks-
ins, sem birti samþykkt komin-
forms frá 1948 varðandi Tító og
sló því föstu að sú sambykkt
væri rétt í öllu er máli skipti.
Utan úr heimi )
Mao tse-tung.
„Rauði fáninn“, málgagn kín-
verskra ungkommúnista, hefur
tekið upp aftur orðbragð það
gegn Tító ,sem notað var á vel-
mektartímabili kominforms. —
„Endurskoðunastefna júgóslav
neska kommúnistaflokksins er
ekki annað en dulbúin undirróð
ur heimsveldissinna", og síðan
er Júgóslövum lýst sem svik-
urum og málaþegum auðvalds
ins. Krefjast Kínverjar þar í
raun réttri að kominformstefn
an sé tekin upp aftur, — og
virðast nú hafa fengið því fram
gengt.
Kínversku kommúnistaleið-
togarnix hafa sínar góðu og
gildu ástæður til að reka slík-
an áróður. Þeir hafa sjáífir full
not fyrir lán það, sem Júgóslöv
um var ætlað og hver veit nema
Kína yrði þá afskiptara, ef Sov
étleiðtogarnir tækju aö vinna
að því að úr viðsjám drægi við
Vesturveldin. En meginorsakar
innar er þó að leita í innanrík-
isstjórnmálum Kínverja.
Tilraun Maos varðandi
„hundrað blómin“ kom af stað
s’líkri skriðu af gagnstæðum
skoðunum og sjónarmiðum að
flokkurinn varð svo óttasleginn
að hann sá sér þann kost vænst
an að taka tafarlaust upp strang
asta og öfgafyllsta Stalinisma.
Um þessar mundir er verið
að hreinsa til í flokknum af
kappi miklu. Og ekki nóg með
það, heldur verður margur ó-
flokksbundinn fyrir henm, ein-
ungis fyrir þá sök, að þeir
leyfðu sér að bera fram gagn-
rýni á flokkinn, — einmitt þeg-
ar framámenn hans æsktu eft-
ir gagnrýni. Þá eru og mennta
menn margir og rithöfundar á-
kærðir fyrir fyigi við endur-
skoðunarstefnuna og flokks-
st.arfsmenn fyrir hneigð til
frjálslyndis.
Þessir kínversku endurskoð
unarfylgjendur eru vægðar.
laust settir á bás með austur-
evrópskum uppreisnarseggjum,
og þó fyrst og fremst þeim Tító
og Nagy. Kínversku flokksleið-
togunum er því mjög í mun að
endurskoðunarfylgjendur í Evr
Íslenzk og erlend úrvaSsijóS:
effir Hufdu.
í FJARLÆGUM, fögrum skógi
ég friðsælt rjóður veit.
Þar skjá'lfa geislar í grasi,
þar ganga hindir á beit.
Á bak við blávötn og akra
rís borgin með þys og ljós,
en skóggyðjan felur í faðmi
friðarins hvítu rós.
Þar líður tíminn og líður —
sem laufelskur, mildur blær.
Og yfir nöfnunum okkar
á eikinni börkur grær.
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
>
s
s
s
s
s
s
\
l
s
I
s
ópu verði beittir ekki minni
hörku en tíðkast nú í Kína.
Því hafa þeir viljað láta aust
urblokkina taka upp sína eigin
stefnu.
Þegar Mao hóf blómatilraun
sína bentu margir vestrænir
rithöfundar á það hve hún væri
Lík um flest þeim hugmyndum,
sem hægri klíkan í 'kommún-
istaflokk Sovétríkjanna hafði
á oddimun árin 1923—’28, und
ir forystu Bukharins, sem lengi
vel átti Stalin að samiherja-.
Þessi hægri klíka vildi jsoma
á tiltölulega hægfara iðnvæð-
ingu. Vildi hún leggja megin
áherzluna á framleiðslu neyzlu
varnings, þar sem bændurnir
royndu auka framleiðslu sína,
ef þeir ættu völ á nægum
neyzluvarningi í staðinn,
Framhaldandi þróun til sósíal
isma átti síðan að verða smám
saman. Lífskjörin myndu fara
batnandi með ári hverju, en
bændur, og aðrir, sem ekki
voru sem áreiðanlegastir fylg-
ismenn, myndu komast á þá
skoðun að það borgaði sig bezt
að fylgja flokknum að málum.
Þá mundi friður og sátt ríkja í
landinu og ekki koma til blóð-
ugra reikningsskila og átaka
innbyrðis.
Framhald á 11-
58
B A R N A G A M A N
BARNAGAMAN
59
Frímann Jónasson:
Á
Valda þangað, færði
þann úr blautum frakk
anum og lyfti honum
næst upp á bekkin.
Valda þótti skringilegt,
að sjá hvernig gleraug
an færðust fram á nef-
ið á manninum þegar
hann laut áfram. Og
svo var hann svo maga
Stór að Valdi hafði
aldrei séð annað eins.
Honum fannst þetta
svo kátlegt, að það mun
aði minnstu, að hann
gæti farið að hlæja.
Þarnú sat nú Valdi í
Götu uppi á Legubekk
ihni í skrifstofu hjá rík-
um líaupmanni í Ríeykja
vík. Hann horfði undr-
andi og feiminn í kring-
um sig, upp um hillur
og skápa, sem voru full
flf bókum og skjölum.
Starsýnast varð hon-
um samt á þennan gild-
vaxna mann, sem ætl-
aði að hjálpa honum að
finna mömrnu sína aft-
ur. Maðurinn var nú aft
,ur seztur við borðið, en
á því voru ýmsir ein-
kennilegir hlutir, sem
Valdi hafði aldrel séð
fyrr.
Hann sá nú ut undan
sér, að kaupmaður fór
að pota með fingrinum
í kringlótta plötu á einu
áhaldinu. í hvert skipti
snerist platan og um
leið heyrðist í henni dá-
lítið urr. Svo tók mað-
urinn eitthvað, hélt öðr-
um endanum upp að
eyranu, en fór að tala
í hinn. Þá þóttist Valdi
vifa, að þetta væri sími.
Hann hafði einu sinni
verið viðstaddur, þegar
talað var í síma. Það
Var á Hofi, þar sem sím
stöðin var. En þessi sími
var allt öðruvísi. Á Hofi
,var síminn uppi á þili,
og þar þurfti alltaf að
vera að segja halló,
þalló, og það þurfti áð
kalla voða hátt í sím-
ann á Hofi. — En mað-
urinn við skrifborðið
talaði svo lágt, að Valdi
heyrði varla hvað hann
sagði.
Allt í einu varð hon-
um það Ijóst, að maður-
inn væri að tala eitt-
hvað um hann sjálfan
í símann. Hann fór að
leggja við eyrun. Hann
heyrði manninn nefna
lögreglustöð. Honum fór
ekki að verða um sel
og fékk hjartslátt. Eitt-
hvað hafði hann heyrt
um það, að lögreglan
væri ekkert lamb að
leika við.
Katipmaður lagði nú
frá sér áhaldið, sneri sér
að Valda og sagði:
— Ég var að tala við
menn sem ætla að'hjálpa
þér til að komast heim
til mömmu þinnar. Þeir
ætla að koma og sækja
þig í bíl. Svo ferðu með
þeim og þeir ætla að
reyna að finna húsið
hans frænda þíns.- En
þú verður að hjálpa
þeim og segja þeim allt,
sem þú veizt og þeir
spyrja þig um.
Að svo mæltu gekk
kaupmaður að ofninum,
þar sem hann hafði
hengt frakkann til þerr-
is. — Hérna er frakk-
inn þinn. Farðu nú í
hann, þó hann kannske
sé ekki orðinn vel þurr.
Þeir geta komið á hVsrri
stundu. Svo hjálpaði
NÚ FÓR ILLA!
Óli Litli kunni ekki umferðarreglurnar. Hann var ekki nógu
gætinn. Og því fór sem fór. S-plunkunýja hjóLið hans fór alveg
í klessu.
hann Valda í frakkann.
Þar næst seildist hann
upp á hiílu og kom með
súkkulaðiplötij í fallegu
bréfi. — Gerðu þér gott
af þessu — ég sting því
hérna ofan í frakkavasa
þinn.
Valda hafði verið
kennt að þakka fyrir
sig. Hann tók í hönd
mannsins og sagði undir
leitur og feiminn:
— Þakka þér fyrir
í sama bili heyrðist
bíll baula úti á götunni.
— Þarna eru þeir þá
komnir, sagði kaupmað-
ur og leiddi Valda með
sér fram í gegnurn búð-
ina. Lítill, svartur bíll
beið fyrir utan dyrnar.
Þegar Valdi sá mann-
inn við stýrið, hnykkti
honum við. Maður.ihn
var með gyllta hnappa
og borðalagður , með
gljáandi belti og húfu
eins og herforingi. Þann
ig búning hafði Valdi
séð á myndum. Hann
hefði getað trúað, að
þetta væri kóngurinn
sjáKur.
Kaupmaðurinn talaði
nokkair orð við. þann
borðalagða, tók því
næst Valda og lyfti hon-
um upp í sætið við hlíð-
ina á honum. Tók því
næst í höndina á drengn
um og sagði:
—- Vertu nú sæll, og
ég er viss um, að bráð-
um verður.ðij. kom.inn
heini til mömmu þinn-
ar.
Og áður en Valdi
fengi ráðrúm til að taka
undir kveðjuna, var bíll
inn rokinn af stað.