Morgunblaðið - 25.01.1972, Side 17

Morgunblaðið - 25.01.1972, Side 17
17 •...—--—:---:......*———“4- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1972 EMERSON, LAKE & PALMER — vinsælasta hljómsveitin í Englandi 1971 Melody Maker, útbreiddasta pop-blað veraldar, efndi til kosninga um vinsælustu hljóm- sveitir og hljóðfæraleikara heimsins á árinu 1970. Það ár kusu lesendur blaðsins Emerson, Lake & Palmer sem sína björt- ustu von í pop-heiminum, þrátt fyrir að þremenningarnir hefðu þá ekkert látið frá sér heyra, hvorki á hljómleikum né hljóm- plötum. Ekki virðast lesendur hafa orðið fyrir vonbrigðum, því að hljómsveitin var kosin nr. 1 í Englandi í kosningum blaðsins 1971, en úrslit þeirra birtust í blaðinu i september, 1971. Auk þess sem hljómsveitin var nr. 1 var Keith Emerson valinn píanó /orgelleikari nr. 1 og nr. 7 á ýmis hljóðfæri; Carl Palmer var valinn nr. 1 sem trommuleikari; Greg Lake var nr. 2 sem bassa- leikari (á eftir Jack Bruce), og númer 5 sem karl-söngvari; Keith Emerson og Greg Lake nr. 2 sem tónlistarhöfundar (og texta) og nr. 2 fyrir útsetning- ar og loks áttu þremenningarn- ir breiðskífu nr. 1, Tarkus og einnig nr. 9, Emerson, Lake and Palmer, sem þeir gáfu út snemma á árinu. Sem sagt, Emerson, Lake & Palmer eru komnir á toppinn. Og þeir virðast eiga það skil- ið. Þá 18 mánuði, sem þeir hafa spilað saman hafa þeir unnið dag og nótt, farið í hljómleika- ferðir, tekið upp hljómplötur og sífellt leitað nýrra hugmynda. Þriðja breiðskifan er nú kom- in á markaðinn, jafnvel til ís- lands, og verður ekki annað sagt en að hún gefi hinum ekki eft- ir. Vinna þeirra hefur borið ávöxt. Bandaríkin eru enn ekki búin að jafna sig eftir siðustu hljóm- leikaferð þeirra félaga þangað. Tarkus bolaði skífum Rolling Stones, Yes og George Harrison til hliðar og lenti i efsta sæti. Framtiðin virðist örugg. Fleiri sigrar og betri pop-hljómlist. Lake segir í viðtali við Melody Maker; „Það er erfitt að segja hvert við stefnum í hljómlist- inni. Keith er búinn að semja nýja fúgu og Greg er að semja. ég er sjálfur að fást við útsetn- ingar. Svo blandast þetta sam- an — einhvern veginn! Á sviði erum við farnir að breyta ýms- um verkum, t.d. Tarkus, nokkuð mikið. Mér þykir enn gaman að spila „Take a Pebble“, það er flókið og skemmtilegt vei'k." Því má að lokum bæta við, að Emerson, Lake & Palmer eru taldir einhver skemmtilegasta hljómsveitin á sviði, enda hljóm leikahaldarar hér heima farnir að velta fyrir sér möguleikum á að fá hljómsveitina hingað, þrátt fyrir að hún muni vera mjög dýr skemmtikraftur. Og þeim sem enn hafa ekki heyrt skifur þeirra, er ráðlagt að ganga við i skífusölu og leggja við hlustirnar. Það mun óþarfi að ég mæli með hljóm- sveitinni. Neyzla örvandi og deyfandi efna, hefur mjög mikið verið á dagskrá hér á landi að undan- förnu og nú síðast s.l. þriðju- dag, var um þessi mál fjallað i sjónvarpsþættinum „Sjónar- horni“ undir stjórn þess vel þekkta sjónvarpsmanns Ólafs Ragnarssonar. Fyrir þá, sem ekki sáú þann þátt, og reyndar aðra, að rétt að skýra frá hvernig þessi þáttur var uppbyggð- ur. Var það á þann hátt, að Ólafur Ragnarsson fékk til viðræðna við sig Odd Ólafsson, alþingismann og lækni, sem flutti fyrir jól tillögu fyrir Is- lands hönd um þetta efni á þingi Sameinuðu þjóðanna, Krist- j'án Pétursson, deildarstjóra toll gæzlunnar . á Keflavikurflug- velli, sem sdðustu árin hefur haft mikil afskipti af þessum málum. Ásgeir Friðjónsson, lögreglufull trúa, og að síðustu Jón Thors deildarstjóra í dómsmálaráðu- neytinu. Milli viðræðna var svo sýnt viðtal, sem Ólatfur Ragn- arsson átti við móður 18 ára pilts, sem eftir viðtalinu að dæma hefur mikið notað um- raxlrl efni. Athyglinni var að mestu beint að eituriyf janeyzlu íslenzkra ungmenna, sem yfirvöld telja að vaxi mjög ört og muni leiða til mjög alvarlegs ástands innan tíðar, verði ekkert að gert. Kristján Pétursson kvaðst áiíta, að hundruð ungmenna neyttu fikniefna að staðaldri og þús- undir ungmenna hérlendis hefðu prófað þetta efni, mun hann þá hafa átt við hass og marijuhana, og las fyrir sjón- varpshlustendur skýrslu, tekna af ungum manni, sem nú er sjúkl ingur að hans sögn og fór m i eituriyfjaneyzlu erlendis. Ásgeir Friðjónsson minnti á afskipti lögreglunnar af þessum málum og þar fram eftir götun- um. Oddur Ólafsson, sem mér fannst reyndar sá eini, ,er taí- aði um þessi mál á skilningsrí'k- an hátt, sagði m.a. um lausnina á þessu vandamáli, að fræða þyrfti unga fólkið um afleiðingu neyzlu örvandi og deyfandi efna, en það þyrfti að gera á þann hátt að það sem fræðar- inn bæri á borð verkaði ekki öfugt á unga fólkið — og þar með er komið að kjarna málsins. Umræddur sjónvarpsþáttur var þannig uppbyggður, að ég er þess fullviss, að áróðurinn gegn eiturlyfjaneyzlu, sem fólst í honum, hafði ailt önnur áhrif á þann f jölda ungmenna, sem á hann horfðu en umsjónarimaðtir hans heíur líklega ætlað sér. 1 stað þess að fjalla eingöngu ann aðhvort um sterk skynvilludyf eins og LSD og meskalín og sterk örvándi lyf á borð við efni, sem falla undir svonefnt „speed“ og lyf eins og heróín •— eða fiknieínin hass og mariju hana, var öilu blandað saman og útkoman var því sú, að hass, marijuhana, speed, meskalín og heróín, virtust öll jafn hættu- leg. Nú vita hins vegar þúsund- ir ungmenna, sem reysnlu hafa í þessum efnum, að langt bil er á milli hass og marijuhana og hins vegar hefóíns. Þau vita af reynslunni, að hass og mariju- hana hafa alls ekki verri áhrif á þau heldur en áfengi, fremur þvert á móti og álíta, m.a. sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem sérfróðir menn hafa látið frá sér fara um þetta efni, að fíkniefn- in hass ög marijuhana geri þeim mun minni skaða heldur en Sjónvarpið hefur nýlega sýnt mjög góða þætti frá Bret- landi, annan um FAMILY og hinn um Jack Bruce. Er von- andi að þetta sé upphaf. nýrra tíma og sjónvarpið okkar geri meira af því í framtíðinni að not færa sér þá fjölmörgu ensku pop-þætti, sem því standa til boða. Family er ofarlega á blaði i Englandi, og reyndar einnig á Islandi, einkum eftir að hin vin- sæla breiðskífa þeirra, Fearless, kom á markaðinn. Þátturinn, sem áður er getið, var tekinn upp meðan Weider, bassa- og fiðluleikari þeirra var enn með þeim. Nú hefur John Wetton tek ið við bassanum, og leikur hann hér vera um sjómennsku að ræða, þvi hljómsveitin er í vandræðum með Rogga á æf- um líka, og er brambolt hans nokkuð kostnaðarsamt. Deep Purple brjóta hins vegar aðeins ódýrar tegundir gítara, og að- eins fyrir áhorfendur. Roger er nefndur villimaður- inn í Bandaríkjunum og brjál- æðingurinn í Bretlandi, en hann mun ekki vera hafður í járnum. Öll sviðsframkoma Family mót ast af gífurlegri orku, og marg- ir hafa getið sér þess til að þeir notuðu örvandi lyf (speed) á hljómleikum, sem ekki er óal- gengt hjá hljómsveitum, sem sí- fellt eru á ferðalagi og koma fram á hljómleikum kvöld eftir áfengi. En stærsti munur- inn milli þessara fíkniefna og áfengis er sá, að áfengi er leyfi- legt en fíkniefnin ekki. Nú skal tekið fram að öll neyzla svonefndra eiturlyfja og þar er áfengi ekki undanskilið og varla nikótín heldur, er ekki réttlætanleg athöfn. Hins vegar verðum við að vera sjálfum okk ur samkvæm i þessum efnum og þeir sem prédika um þessi mál verða að gera sér grein fyrir því að ungt fólk er vel uppfrætt um slíka hluti, og það er af sem áður var, að fullyrð- ingar á borð við þa'r, sem fram komu í umræddum sjónvarps þætti, geri fólk agndofa yfir boð skapnum. Hvað vita þeir Ólafur Ragnarsson, Kristján Pétursson og Ásgeir Friðjónsson um skað- semi hass og marijuhana, þótt þeir dragi að sjáifsögðu þá ályktun af áhrifum speed, meskalins, LSD og heróins, að slík efni valdi eyðilegging- um á heilastarfsemi og líkama neyténda, og hvað vita þeir um það hvers vegna unga fólk- ið neytir hass og marijuhana? Væri nú ekki réttara að ræða við sálfræðiiniga urh þessi efni og jafnvel neytendur sjálfa, i stað þess að kalla alltaf menn frá lög regluyfirvöldum á sinn fund, og ég tala nú ekki um, að ræða við einhvern annan um áhrif hass og marijuhana heldur en móður geðveiks pilts, sem örugg- lega ekki var eða er á leið til glötunar vegna þess eins, að hann byrjaði að neyta þess- ara fíkniefna. Við skulum hætta um stund að ræða um öll þessi efni í einni svipan, og sundur- greina þau, svo að vonandi fá- ist einhverjar niðurstöður en ekki einn hrærigrautur, sem aldrei getur neitt gagn gert. Hljómsveitin Faniily. SJÓNYARPIÐ SÆKIR SIG á bassann og pianó á nýju skif- unni. Ejnnig syngur John þessi, sem innan hljómsveitarinnar er kallaður Ken til aðgreiningar frá hinurn Jónunum tveimur, með Roger Chapman, aðalsöngv ara hljómsveitarinnar, sem nú mun vera þriðji vinsælasti söngvari Breta. Það er ekki auðvelt að kom- ast i starf hjá Famiíy, því að Ken hlaut stöðuna af um 150 fram- bjóðendum, sem margir höfðu verið „prófaðir“ með hljómsveit inni. Satt að segja kann ég bet- ur við hljómsveitina eftir að fiðl an hvarf, þótt hún sé ágætis hljóðfæri, því að heildin virðist nú koma mun betur út. Roger Chapman var hálf fá- vitalegur í þættinum, en fréttir herma, að á hljómleikum láti hann illa, brjóti allt og bramli, jafnvel sjálfan sig. Ekki mun kvöld og þurfa alltaf að vera jafn ,,æðislegir“. Þessum áburði neita þeir félagar algjörlega. Framkoma þeirra sé eins og hún er vegna þess, að þeir þurfi að fá útrás, sem þeir geti hvergi fengið annars staðar. Og músik þeirra ber þessa vott. John Simon Asher Bruce stundaði nám við skozku tónlistar akademíuna frá 17 ára aldri, eft ir að hafa unnið verðlaun fyrir tónsmíðar, Honum var boðin staða sellóleikara í sinfóníuhljóm sveit — en hafnaði henni (sem betur fer). Jack var um tíma í vinnu við rúðuþvott og spilaði á kvöldin með jassgrúppum í Glasgow. Með einni slikri spilaði hann í Cambridgeháskóla og þar lék á sama tíma hljómsveit sem hét Bert Courtley Octet með Framh. á bls. 24 Jens R. Ingólfsson. HRÆRIGRAUTUR UM FÍKNILYF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.