Morgunblaðið - 25.01.1972, Side 24

Morgunblaðið - 25.01.1972, Side 24
24 MORGUNKLAÐIÐ, Í»RIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1972 — Sjálfsforræði byggða l’ramh. af bls. 11 um frekari ítök en nú er varð- andi dreifingu orkunnar. Ég óttaðist, að stefnan væri önn- ur. Einstaka rafveitur og sam- tök smærri sveitarfélaga geta annazt dreifingu raforkunnar. Uppbygging raforkukerfanna er nú á lokastigi en framundan er rekstur og dreifing. Ég ætti bágt með að hugsa mér t.d. að Rafveita Vestmannaeyja, sem er næstelzta rafveita á landinu, stofnuð 1914, þyrfti að leita undir Rafmagnsveitur ríkisins. Ég segi þetta ekki út í bláinn. Við höfum ástæðu til að óttast þetta. Á tímum fyrri vinstri stjórnarinnar var gerð gangskör að því að ná undir Rafmagns- veitur ríkisins smærri rafveitum og tókst það að nokkru marki. t>á var einnig reynt mjög að ná stærri rafveitum undir Raf- magnsveitur ríkisins, eins og t.d. Rafveitu Vestmannaeyja og mjög var lagt að okkur á þeim tima. En við töldum öruggast að hafa þetta í eigin höndum. En ef það kemur fram að einstök- um rafveitum verði gefinn frek- ari kostur á beinni aðild, tel ég að fagna beri því. — Borgarstjórn Kramh. af bls. 11 þeirra flokka í borgarstjórn, sem ekki ættu fulltrúa í borg- arráði, rétt til setu á fundum þess með málfrelsi og tillögu- rétti. Eitt af verkefnum borgar- ráðs væri einmitt að fjalla um lóðaúthlutanir. Til þessa verk- efnis hefði borgarráð kallað tvo af embættismönnum borgarinn- ar sér til aðstoðar, þá skrif- stofustjóra borgarverkfræðings og borgarritara. Þó að þeir störfuðu að þessum málum, borg arráði til aðstoðar, hefði ekki verið getið út sérstakt skipunar bréf þeim til handa, enda hefði borgarráð ákvörðunarvaldið og bæri ábyrgðina á lóðaúthlutun- inni. Birgir Isleifur Gunnarsson sagði, að á undanförnum árum hefði verið hægt að sinna um- sóknum um lóðir í ríkum mæli svo að ekki hefði komið til um- talsverðra vandkvæða í þvi efni. Enda hefðu umsóknir um lóðir í mörg ár undantekninga- laust verið afgreiddar ágrein ingslaust. Hann kvaðst minnast i úthlutunar lóða í Fossvogi frá 1966, en þar voru umsóknir tals vert fleiri en lóðirnar. Þá hefði borgarráð eytt miklum tima i að rannsaka umsóknirnar, áður en úthlutað var. Og hefði sú úthlut un síðan farið fram ágreinings- laust, eins og bera bar. Teldu borgarráðsmenn sig vanhaldna af upplýsingum um lóðaumsækj endur hefðu þeir fullan aðgang að öllum þeim upplýsingum, sem fyrir hefðu legið. Hefði það kom ið fyrir, að einhver borgarráðs- manna teldi að ekki væri gætt réttra sjónarmiða við tillögu- gerð um úthlutanir lóðanna hef ði viðkomandi úthlutun ávallt ver- ið frestað. Sagði ræðumaður sið asta dæmið um ágreining í borg arráði, sem hann minntist, vera frá 1964, en þá hefði einn borg- arráðsmanna af fimm, Alþýðu- bandalagsmaðurinn, verið á móti úthlutun. Þetta sannaði, hve vel núverandi vinnubrögð hefðu gef izt. Samkvæmt framansögðu kvaðst borgarfulltrúinn vilja bera fram frávísunartillögu svo hljóðandi: 1 tilefni framkominnar tillögu borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins vekur borgarstjórn at- hygli á eftirfarandi: 1. Eitt af verkefnum borgar- ráðs, en í því sitja fimm borg- arfulltrúar, kosnir hlutfalls- kosningu i borgarstjórn, auk áheyrnarfulltrúa, er að vinna úr umsóknum um byggingarlóð- ir og gera tillögur um úthlutun. 2. Hver einstakur borgarráðs maður svo og borgarráð í heild, hefur aðstöðu til að kynna sér öll þau atriði, sem talin eru máli skipta varðandi lóðaúthlutun. 3. Borgarráð hefur fengið sér til aðstoðar tvo embættismenn, sem skipa svokallaða lóðanefnd og hafa það verkefni að taka á móti lóðaumsækjendum og veita þeim upplýsingar, fara yfir um- sóknir og safna gögnum og vinna að öðru leyti í umboði borgarráðs að lóðaúthlutun. 4. Kjörnir borgarfulltrúar hafa aðgang að öllum skjölum borgarinnar og geta farið fram á upplýsingar um öll mál, þ.ám. undirbúning lóðaúthlutunar. 5. Borgarráð setur lóðanefnd starfsreglur og er það að sjálf- sögðu á valdi borgarráðs og borgarstjórnar að taka þær regl ur til endurskoðunar hvenær sem er. Með tilvísun til þess, sem að I framan getur, vísar borgar- CEÐVERNDARFÉLAG ÍSLANDS Hoppdrætti Geðverndarlélogsins Vinsamlegast gerið skil. Skrifstofutími almenna starfsdaga kl. 2—4 siðdegis að Veltusundi 3. Póstgíró 3-4-5-6-7. Pósthólf 5071, Reykjavík. Happdrættisbifreiðin, RANGE-ROVER 1972, er staösett við Lækjartorg. Vöntun er nú orðin á miðum til lausasölu. Góðfús- lega sinnið því beiðni þessari um skil á miðum eða andvirði þeirra. GEDVEKM) stjórn frá framkomnum tillög- um. Sigurjón Pétursson sagði frá- vísunartillöguna ekki hafa kom- ið sér á óvart en hins vegar hefði það komið sér á óvart, hve gustmikil Steinunn hefði verið, er hún kom í ræðustólinn. Hún hefði talað um giftingu Alþýðu- bandalags og Framsóknar vorið 1970. Þá hefði hún verið björt mey og hrein og ekki verið í hjónabandshugleiðingum við einn eða neinn, er að því kom að kjósa skyldi í nefndir. Ræðumaður sagði nokkuð vera til i þvi, að koma ætti á fót kvótakerfi. Yrði tillagan samþykkt væri komið í veg fyr- ir, að sami aðilinn réði öllu einn. Sagði hann það ekki vera ætlun sína, að úthluta ætti lóð- um milli flokkanna eftir kjós- endafjölda hvers og eins. í til- lögunni væri gert ráð fyrir, að borgarráð setti reglur, sem nefndin ætti að starfa eftir. Steinunn Finnbogadóttir sagð- ist ekki vera komin tii með að signa yfir ásjónu Sigurjóns Pét- urssonar, ef kjósa ætti fimm manna nefnd og Alþýðubandalag ið fengi engan fulltrúa i henni. Örugglega væri betra, að borg- arráð hefði verkefnið með hönd um, en að fimm manna nefnd hefði það. Steinunn kvaðst ekki hafa sverzt neitt siðan 1970, en það hefði svo sannarlega ekki verið auðvelt að vera björt mey og hrein í þessari borgarstjórn þá. Iíristján B*-nediktsson (F) kvaðst styðja það sem fyrr, að kosin yrði sérstök nefnd til að sinna verkefni því, sem hér um ræddi. Hann myndi því greiða atkvæði gegn frávísunartUlög- unni. Hann taldi þá, sem unnið hafa að þessum málum ekki öf- undsverða — hér væri um erfitt verkefni að ræða. Sagðist hann alls ekki vilja væna þá um neitt í þvi sambandi. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) sagðist hafa talið tillöguna rétt lætanlega, áður en hún kom á fundinn, og fyllilega verið át- hugandi, hvort tillagan hefði átt að ná fram að ganga. Eftir að hafa hlustað á framsöguræðu Sigurjón.s Péturssonar og orða- skipti þeirra Steinunnar Finn- bogadóttur hefði hún skilið, hvað að baki lá, og væri því orðin tillögunni algjörlega and- snúin. Lóðaúthlutun ætti ails ekki að vera pólitisk. Albert Guðnmndsson (S) kvaðst hafa ætlað að samþykkja tillöguna, en framsöguræðan og orð Steinunnar Finnbogadóttur hefðu opnað augu sin fyrir því, Ueizlumatur Smurt bruuð og Snittur SÍM)SFISKUIt Hrútnrinn, 21. niar/ — 19. apríl. l»ú «ræðir á því að rifja upp gömul kyimi. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Árvttkni þín cr i liámarki og það skaitii notfæra þér. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Iattu dálítið yfir vork þitt, áður en þá hættir þér út í yfirgenffi- logar framkvæmdir. I.áttu ekkert verk vera hálfunnið lengi. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. Starf þitt gongur einkar vel, ekki sí/.i það, sem skipulagt hefur verið. I.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. f»ú skalt kunngpra starfsemi þína á rétinni stöðnm, einknm, ef þú ert með sérverkefni. Mærin, 23. ág:úst — 22. septenibor. I»ú hefur tækifæri til að vinna þér inn drjúuan skildiiwg. Vogrin, 23. september — 22. október. I.eiðlnlefft verk verðurðu að leysa af hendi á næstnnni, og er ongrar nndankomu nuðið. Sporödrekinn, 23. október — 21. nóvember. I»ú verður sjálfur að kynna þér það, sem þú ættir að vita, ogr hefur farið fram hjá þér nýlegra. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. deseniber. I.íttu í krlnjium þig' og gerðu samanburð. Stcingeilin, 22. deseiiitei — 19. jai.úar 1*0 færð geysimikinn kraft á næstuuni. Þær ákvarðauir, sem )>n tekur eru uiinaOhvort framkvæmdar strax, eiia |»á sleppir þeim alvee. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. I*ú verður margs vlsari frá furðulegustu heimildum. Vrra kann, að vinnuskilyrði þín breytist. Kiskarnir. 19. fehriiar — 20. marz. Kímnigáfa þín er mikils virði í dag. Fjiilskyldan er þér gðð. að hér væri hætta á ferðum. Sagði ræðumaður, að ekki væri hægt að láta það átölulaust, þeg ar embættismönnum borgarinn- ar væru borin á brýn embættis- afglöp, með fullyrðingum út i loftið án allra raka eins og Sig- urjón Pétursson hefði gert. Kristján Benedikt<sson kvaðst vilja benda Sigurjóni á að haga málflutningi sínum í framtíðinni svo, að hann fengi a.mk. þessa borgarfulltrúa meirihlutans til að ljá málum sínum lið. Að umræðu lokinni var frávís unartillagan samþykkt með 9 at- kvæðum gegn 6. - INNSÝN Kramh. af bls. 17 trommuleikara sem hét Ginger Baker. Jack hreifst af því sem Octettinn var að gera og tókst með nuddi að fá að taka í bass- ann. Eftir eitt lag yfirgaf hann staðinn, og skildi hljómsveitar- mennina eftir gapandi. Þeir eyddu síðan hálfum mánuði í að reyna að hafa upp á honum til að bjóða honum stöðu bassaleik arans i hljómsveitinni. Ginger Baker og Jack Bruce léku síðar með Alexis Korner og Graham Bond lék með Jack um tíma. Jack lék seinna með John Mayall og í þeirri hljómsveit iék hann með og kynntist Eric Clapton. Eftir að hafa leikið um tíma með Manfred Mann, hringdi Ginger Baker í hann og bað hann að koma í hljómsveit með sér og Eric Clapton. Það var upphafið að super-grúppunni Cream. Sögu Cream er óþarft að rekja. Þeir komu, sáu, sigruðu og hættu að spila saman. Þeir hafa nú haldið hver í sína átt- ina. Baker og Clapton fóru •Tack Bruce tók lífinu með ró um tíma. Nú hefur hann stofnað Jack Bruce Band, þar sem Graham Bond leikur með honum. Hljóm- sveitin kom upphaflega saman til að gera hljómskífuna Harm- ony Kow, sem er öll eftir Jack og hefur gert hljómsveitina mjög svo vinisæla. Siðan spiluðu þeir í Hyde Park til að safna fé fyr- ir aðþrengda skipasmiði i Skot- landi og upp úr því var ákveðið að hljómsveitin héldi áfram og byrjaði hljómleikaferðir. Og sem sagt, við höfum fengið að sjá Jack i sjónvarpinu. Um hingað- komu hans er engu að spá, en ekki er líklegt að hann verði á ferðinni hér alveg næstu mán- strax út í önnur verkefni, en uði. En breiðskífan, Harmony Row, ætti að vera íslenzku popáhugafólki nokkur huggun. Og úr því við erum að tala um sjónvarpið, vil ég óska Óm- ari Valdimarssyni til hamingju með hinn frábæra þátt hans, 2%. Þessd þáttur sýndi, að bljómlist þarf ekki að vera ,,heavy“ til að vera áhugaverð. Þjóðlagatrió in og söngvararnir, sem Ómar hefur gert að sérgrein sinni inn- an íslenzkrar pop-lögsögu, stóðu sig frábærlega vel. Er vonandi að við fáum að heyra Litið eitt á hljómskífu, ef útgefendur eru ekki allir dottnir upp fyrir. Eft- ir frekar lélegan sjónvarpsþátt, sem nefndur var 1, og þátt sem var frekar undirfurðulegur og nefndur 2. var 2 '/■> óvænt upp- lyfting. Er vonandi að Ómar fái að ráða meiru í pop-kvartettin imi í framtiðinni. m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.