Morgunblaðið - 05.03.1972, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
5
Wmmá
wWi
ÆmSBm
ffBplps
.•■V' i;
Sigurður Pétursson
útgerðarmaður 60 ára
Á morgiun, mánudaginn 6.
marz, verður Sigurður Péturs-
son, útgerðarmaður', Stígahlíð 43,
Reykjavík, sextugur, en hann
er íæddur í Bolungarvik 1912.
Foreldrar hans voru Pétur Sig-
urðsson skipstjórt og kona hans
Kristjana Einarsdóttlr. Móður
sína missti Sigurður þegar hann
var bam að aldri, en faðir hans
kvæntist afitur, hinni ágætustu
konu, Guðbjörgu Magnúsdóttur,
sem reyinzt hefur Sigurði og systk
inum hans sem hin bezta móð-
ir, en hún nýitur nú ævikvölds-
ins og dvelur á Hrafnistu.
Sigurður hóf starfsferil .'inn
á sjónum eins og titt var og er
enn meðal ungra manna á Vest-
fjörðum, og fékik sína fyrstu
skólun í skipsrúmi hjá föður sín
um, kunnum sjósðknara og skip
stjórnarmanni.
Sigurður naut menntunar í
Núpsskóla og minnist oft ára
sinna þar og rnargra skólafélaga,
sem nú eru kunnir menn. Hefur
námið þar verið haldgott vega-
nesti ungum manni, framgjörn-
um, með viljaþrek og trú á eig-
in starfis- og stefnumótun, enda
liðu ekki mörg ár þar til Sigurð
ur eignaðist sinn fyrsta bát, þá
kominn norður i Reykjarfjörð á
Ströndum. Árin á Djúpuvík
urðu mörg, stundum erfið og
annasöm, öll þó, hans beztu ár í
minmingunni. Þar lagði hann
grundvöll að framtíð sinni og
fjölskyldu, — útgerðarmaður
sem annaðist um áætlunarferðir
á Húnaflóa, oddviti hreppsiins,
stöðvarstjóri Pósts og sima, svo
eitthvað sé nefnt. Hann stofn-
aði fyrsta verkalýðsfélag i Ár-
neshreppi og var formaður þess
um árabil, og i framboði þar i
sýslunni til Alþingis fyrir Al-
þýðuflokkinn. Fjölmörgum trún
aðarstörfum gegndi hann fyrir
sveit sína, enda oftast til Sigurð
ar leitað bæði af vinum og
vandalausum, því drengur er
hann góður, baráttumaður fyrir
hverjum góðum málstað, hollráð
ur, glettinn og kátur að jöfnu,
og mikill vinur vina sinna.
Árið 1956 flytur Sigurður með
fjölskyldiu sína til Reykjavikur
og hefur útgerð þaðam sama ár.
Gerði hann út tvo báta, nú á sið
ustu árum, myndarleg aflaskip
og rak á tímabili fiskverkun, en
dró sig að mestu leyti í hlé frá
útgerðarstörfum fyrir tveim ár-
um, sökum heiilsubrests.
Sigurður hefur starfað mörg
ár i verðlagsráði sjávarútvegs-
ins og í ýmsum nefindum fyrir út
vegsmenn og á vegum hins opin
bera, enda er hann ósérhlífinn
og fastur fyrir ef að er sótt.
Ekki er frásögn mín öll fyrr
en ína er komin inn í myndina,
enda ekki nema hálf sagan sögð
ef hennar er að eingu getið.
Eiginkona Sigurðar, Sigvaid-
íná Jensen, er fædd 2. október
1911, kjördóttir Carls Jensen,
kaupmanns í Kúvíkum við
Reykjarfjörð, og koniu hans Sig-
ríðar Jensen. Ina varð sextug i
haúst og brugðu þau hjón sér
þá út fyrir landsteinana til að
gera sér dagamun.
Ina ólst upp á gestkvæmu
risnuheimili þar sem komur hér-
aðsmanna voru tíðar, svo og
ferðalanga, innlendra sem er-
lendra. Vandist hún ung, á að
taka tii hendi, og við móttöku
margmennis, sem kom sér vel,
þvi upp úr fermingu missti hún
móður sína og kom þá öll hús-
stjóm á hennar ungu herðar.
Það var fagurt veður yifir
Reykjarfirði, þegar undirritað-
ur kom þangað í fyrsta sinn, í
fýlgd þeirra inu og Sigurðar, en
báðar hliðar veðráttunnar
sýndiu sig áður en dvölin þar
var á enda, því Strandimar eru
stórbrotnar, bæði landslag og
veðrátta. Sagt er að landshætt-
ir móti að einhverju leyti skap-
gerð manna, og nokkuð er vist
að ina er stórhrotin kona, sem
staðið hefur við hiið manns síns
í blíðiu og striðu. Eiga þau sjö
dætur og tvo syni og eina dótt-
ur átti Sigurður fyrir, áður en
hann kynntist Iniu. Hefiur ína
því alltaf átt annasama daiga um
ævina og þó líklega hvað flesta
á Djúpuvík, því við stórt heimil-
ið bættist svo móttaka gesta og
gangandi, sem var daglegt
brauð, og bein afleiðing af fjöl-
breyttum störfum manns hennar.
Þaðan gekk enginn þurfandi,
hvorki þingmaður i yfirreið né
umirenningurinn á göngu sinni,
enda hefur gestrisni og rausn
verið hennar aðail alla tið.
Öll eru börn þeirra ínu og
Sigurðar uppkomin, mannkosta-
fólk og barnabörnin orðin 25.
Æviferill og störf þeirra
hjóna er óskráð saga, ein af
mörgum um atorkufólk, sem átt
hefur hvað mestan þátt I upp-
byggingunni á tuttugustu ö!d-
inni og gert hefiur Island að því,
sem það er í dag.
Undirritaður og fjölskylda
hans færa Inu og Sigurði beztu
árnaðaróskir á þessum tímamót-
um, þess meðvitandi að undir
það taka hinir fjöilmörgu vinir
þeirra viða um land, með þakk-
læti fyrir ánægjulegar samveru
stundir og trygga vináttu lið-
inna ára.
Árni Friðjónsson.
frú Inu Jensen, sem líka átti
sextugs afmæli þann 2. október
s.l. En hiver gat þá fengið af sér
að minna konu á bezta aldri á
það, að árin væru allt í einu
orðin svona og svona mörg, ekki
sízt, þegar hún, á þeirri sömu
stundu, unir suðrænum himni við
sólar skin og söng blæsins í
vaggandi pálmakrónium, vafin
ást og umhyggjiu sins ekta-
maka, sem er skammt undan og
leikiur liistir sinar fyrir hana
eina, byltandi sér í dimmbliáum
öldum sólheitra vatna. Og hvað
getur hann sosum gert að því,
þótt hrifnir áhorfendur greini
þarna mikil sundafrek og sæmi
hann fyrir skrautliegum „diplóm
um“, sem, kringd höfgum um-
gjörðum, verða heimkomin heim-
ilisprýði, stolt húsbóndans og
uppspretta glaðværðar og
skemmtilegheita utan enda.
En þá er i rauninni komið að
kjama þessa mái'Bt
„Glaður og reifur
skyli gumna hver,
unz sinn bíður bana.“
Þessi fleyga lífsspeki Háva-
máia kemur mér jafnan í hug,
þegar ég er samvistum við Sig'-
urð Pétursson. Hún einkennix
svo allt hans viðmót og dagfar.
Hvar sem hann kemur, verður
óhjákvæmilega líf og kæti
og þá mega málin vera komin
í mikið óefni, ef honum tekst
ekki að sjá á þeim einhverja
spaugilega hlið.
Það er mikil unun að dvelja
á heimili þeirra hjóna. Hverjum
gesti er tekið, eins og hann
væri hinn glataði sonur, belgd-
ur út af dýrindis krásum á
svignandi borðum og dildað á
meðan með spaklegum viðiræð-
um um landsiris gagn og na-uð-
synjar eða þá skopsögum og
skritlum, eins og þær gerast
beztar. Húsfreyjan lætur heldur
ekki sitt eftir liggja, viðmótið
svo hlýleigt og móðurlegt og gætt
látlausri reisn. Á svona heimili
h'.ýtur að verða gestkvæmt. Þar
er andleg heilsubót að vera.
Það á ekki við, að fjölyrða nú
um ættir afmælisbarnanna, vitna
i kirkjubækur eða tíunda emb-
ætti og einstök afrek athafna-
mannsins, svo hár er nú aldiur-
inn ekki orðinn enn. Ég vildi
aðeins árna þeim hjónum heilla
með farsæl timamót og áfanga á.
lifsleiðinni, þaklka hin góðu
kyinni og það ekki sízt að hafa
fengið að draga það úr eigu
þeirra, sem mér er öðru dýnmæt-
ara.
Friðbjörn Gunnlaugsson.
Velkcmin í ^
Valhúsðösn hf.
KOMIÐ OG SKOÐIÐ í GLUGGANA UM HELGINA
60 cm
37cm
Á morgun, mánudaginn 6.
marz, verður Sigurður Péturs-
son, útgerðarmaður, Sigahlið
43, Reykjavik, sextugur.
Mér finnst einnig, að vel fari
á því að helga þetta ldtla afmæl-
isspjali hans ágætu eiginkonu,
Víalhúsgögn1
ÁRMÚLA 4 SÍMI 82275
UM PASKA
BROSANDI SUMARSÓL Á
COSTA DEL SOL
ENGINN STAÐUR EVROPU
GETUR KEPl’T VIÐ COSTA DEL SOL UM VEÐURSÆLD
OG VINSÆLDIR.
NÚ ERU SÍÐUSTU FORVÖD AD TRYGGJA SÉR SÆTI
í PÁSKAFERDINA VINSÆLU 28. MARZ — 4. APRÍI,.
ÞOTUFLUG FLUGFÉLAGS ÍSLANDS — 1. FL. GISTING.
VERD FRÁ KR. 15.500.
PERÐASKRIFSTOFAN
ÚTSÝN
AUSTURSTRÆTI 17. SÍMAR 20100/23510/21080.