Morgunblaðið - 05.03.1972, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
11
Æskulýðsdagurinn er í dag
10 ungmenni svara spurningunni,
hvað þeim virðist um Krist
I dag er svonefndur Æsku
lýðsdasrur haldinn í kirkjum
landsins. Sérstakur dagur,
þar sem hinu unga íslandi er
sérstaklega boðið að hlýða á
guðsþjónustu, ogr má það
þykja til tíðinda, eftir öll
skrifin Um popmessur og
fleira, að nú er æskulýðnum
í dag boðið upp á ósköp
venjulega messu. Gamaldags,
munu máski einhverjir segja,
en við hinir eldri föllumst
hiklaust á þá skoðun, að
íhaldssemi í trúmálum á svo
sannarlega rétt á sér. Af
þessu tilefni fengum við á
fund okkar ungmenni úr hin
um ýmsu sóknum Reykjavík-
ur og úr iingiingadeildum
KFUM og K, sem eru sam-
bærileg æskulýðsfélög.
Björg Ólafsdóttir
★
Fyrsta hitti ég að máli
Björgu Ólafsdóttur úr Hjúkr
unarskólanum, sem sagðist
útskrifast úr skólanum í
september 1974, ef allt gengi
að óskum.
„Hvernig komst þú inn í
málið varðandi þennan Æsku
lýðsdag?"
„Jú, ég var kjörin í Æsku-
lýðsstarfsnefnd Þjóðkirkj-
unnar, sem fulltrúi skipti-
nema. Ég var heilt ár í Höne-
foss í Hringaríki í Noregi, en
í þessari nefnd höfum við
haldið fundi frá jólum tvisv-
ar í viku. Við vinnum þann-
ig, að við gefum út bækling,
þar sem við skýrum frá
hinni almennu messu, og i ár
er meiningin, að bjóða ung-
dóminum upp á þetta gamla,
sígilda messuform. Messan á
að vera aðalatriðið. Engin
popmessa, heldur messa, sem
á bæði að geta verið fyrir
unga og aldna. I þess-
ari messu lesa unglingar
skýringar við messuform-
ið, og í sumum kirkjum
a.m.k. prédika unglingar; ég
veít ekki í hve mörgum."
„Þá er mín síðasta spurn-
ing, Björg til þín þessi: Hvað
virðist þér sjálfri um Krist?“
„Þú ættir máski að orða
spurninguna öðru vísi, eins
og t.d.: Hvað er Jesús fyrir
mér? Fyrir mér er hann
þannig: Hann lifði og dó,
hann reis upp, allt fyrir mig.
Hann hefur í sannleika ver-
ið mér ákaflega mikill styrk
ur, og þá ekkert frekar í
mótlæti en - meðlæti. Og Jes-
ús lagði á sig allar þessar
þjáningar fyrir mig. Það
finnst mér máski vera aðal-
atriðið."
„1 hvaða söfnuði ertu,
Björg?“
„Ég er í Óháða söfnuðin-
um, og þar rikir mjög mikil
eindrægni og eining.“
Tryggvi Gunnarsson
★
Og áður en ég vissi af, var
staddur hjá mér Tryggvi
Gunnarsson, 16 ára nemandi
í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar, sem tekur þátt í
Æskulýðsstarfi í unglinga
deildum KFUM.
„Við höldum hálfsmánaðar
lega fundi, þar kynnist fólk
oft mjög náið, vinátta skap-
ast. Á fundunum erum við
með létt efni, helgistundir,
en frá þvi er frómt að segja,
að aðsóknin mætti vera betri.
Og við sækjum kirkjur á
sunnudögum. Svo eigum við
bústað uppi við Úlfars-
fell, og erum þar oft um helg
ar.“
„Hvað virðist þér um
Krist, Tryggvi?"
„Jesús Kristur spurði læri
sveina sína um þetta. Þeir
svöruðu ýmsu. Pétur Símon
sagði: „Þú ert Kristur, sonur
hins lifandi Guðs.“
Fólk svarar enn í dag á
ýmsa vegu. Það segir,
að Kristur hafi verið mikill
spekingur, en kirkjan bygg-
ir á þessari játningu Péturs,
að hann sé sonur hins lif-
andi Guðs, sem er ennþá lif-
andi og virkt afl í kirkjunni,
og i kirkjulegu starfi er játn
ing þessi boðuð. Fyrir mér er
Kristur allt, og ég tek und-
ir með Pétri og bæti við:
Kristur er fyrir mér fre’.sari
minn, sem fyrir mig dó á
kossi.“
Ásta Öskarsdóttir
★
Þá hitti ég að máli 16 ára
stúlku úr Kvennaskólanum,
Ástu Óskarsdóttur, en hún
er í Æskulýðsstarfsnefnd,
þeirri sem undirbýr æsku-
lýðsdaginn á sunnudag, og
við lögðum fyrir hana spurn
inguna: Hvað virðist þér um
Forsíða bæklingsins, sem
æskulýðsnefndin gefur út.
Krist? Ásta svaraði þvi til,
að fyrst og fremst tryði hún
á Krist, og ságði að margt
hefði orðið sér ljósara og
skýrara eftir að hún tók að
starfa með æskulýðsnefnd
inni. „Á þessum æskulýðs-
degi, ætlum við að kynna
hina venjulegu messu, og
bæklingurinn, sem við gefum
út, skýrir það.“
„Af hverju heldurðu, að
ungmenni komi í kirkju?“
„Hugsazt getur, að þau
lcomi af forvitni fyrst, seinna
af þörf, og ég er viss um,
að margt ungmennið mun
sækja kirkjur á sunnu-
daginn. En þessar messur
eru þó engu síður fyrir hina
eldri. í kirkjunni geta kyn-
slóðirnar rnætzt."
★
Næst kom til mín Málfríð-
ur Finnbogadóttir, 18 ára
nemandi úr Kennaraskólan-
um. Hún kvaðst vera í Ungl-
ingadeild KFUK. Þær héldu
fundi vikulega, þar sem væru
flútt ávörp og erindi,
og stundum væru saumafund
ir og kvöldvökur með blönd-
uðu efni.
Framhald á bls. 27.
HÖFUM 10-150 MANNA SALI FYRIR RÁÐSTEFNUR, FUNDI, SPILAKVÖLD,
FERMINCARVEIZLUR, BRÚÐKAUPSVEIZLUR OC FLEIRA
Sjáum um veitingar, mat og drykk. Dansgólf - Bar.
FUNDARSALUR
heill, tvískiptur eða þriskiptur
Í—J.
FUNDAR
HERBERGI
jW'j'o'j '-^y-SQZ SOi
BAR SETUSTOFA
ln [H| — i
UPPLÝSINGAR f SÍMA 82200
rt • ívt*;; í ■ vj Ji f'í A