Morgunblaðið - 05.03.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
Tekjustofna- og skattafrum-
vörpum ætti að vísa frá Alþingi
— Frá umræðum í Borgarstjórn Reykjavíkur
HÉR birtist framhald umræðna
I Borgarstjórn Reykjavíkur frá
því á fimmtudaginn, er til um-
ræðu var áJyktimartillaga sjálf-
Btæðismanna um sjálfstjórn
Bveitarfélaga og tekjustofna
þeirra, en í blaðinu í gær var
ályktunin birt ásamt frásögn af
framsöguræðu Geirs Ilallgríms-
sonar, borgarstjóra.
Steinunn Finnbogadóttir (SFV)
Ikvaddi sér hljóðs næst á eftir
borgarstjöra. Sagði hún tilgang-
inn með tJUöguflutningi þessum
yera að undirstrika málþöf Morg
unblaðsins um skattamálin.
Ástæðan sem lægi til grundvallar
væri sú staðreynd, að borgar-
Stjórnarmeirihl. Sjálfstæðisfl.
styddist ekki lengur við ríkis-
stjörnina í landinu. Þá kvað hún
tafimar, sem orðið hefðu á af-
'gíreiðslu tekjustofnafrumvarps-
ins í Alþingi, stafa af því, að
tóm hefði verið gefið til að koma
til móts við sjónarmið sveitarfé-
laganna. Taldi hún ástæðulaust
að óttast, að Reykjavíkur-
borg fengi ekki nægar tekjur
á árinu, enda hefðu tekjustofn-
ar hennar ekki verið fullnýttir
hingað til. Hún kvaðst vona, að
tekjurnar yrðu nógar — reynsl-
an myndi skera úr þvi.
Kristján Benediktsson (F)
sagði ummælii borgarstjóra um,
að skipan nefndarinnar til að und
irbúa tekjustoínafrumvarpið
hefði verið stefnt gegn sveitar-
félögunum, ekki fá staðist. Rakti
hann síðan, hverjir hefðu setið í
timræddri nefnd og taldi, að þeir
menn hefðu ávallt verið hliðholl-
ir sveitarstjómunum i landinu.
Bongarfulltrúinn sagði ástæð-
una fyrir því, hve seint frum-
varpið hefði komið fram á Al-
þingi vera, að fyrrverandi ríkis-
stjóm hefði hundzað óskir Sam
bamds íslenzkra sveitarfélaga um
aukna sjálfsstjórn og skýrari
verkaskiptingu milli rikis og
sveitarfélaga. Óskir um gjald-
skrárhækkanir Rafmágnsveitu,
Hitaveitu og S.V.R. taldi hann
vera óeðlilega miklar — of mikl-
ar til að hægt væri að taka þær
í einum áfanga. Þörfin á þessum
hækkunum nú væri ein af afleið-
ingum hrollvekjunnar svoköll-
uðu. Þá taldi hann ótimabært nú
að tala um, hvernig tekjustofna-
frumvarpið kæmi út fyrir fjár-
hagsáætlun borgarinnar, þar sem
frumvarpið væri ekki enn af-
greitt sem lög frá Alþingi. Enn-
fremur mótmælti hann þvi, að
frumvarpið skerti sjálfstæði
sveitarfélaga. Mælti hann að lok
um fyrir breytingartillögu, sem
borgarfulltrúar Framsóknar, Al-
þýðubandaiags og Samtaka frjáls
lyndra fluttu við tillögu Sjálf-
stæðismanna, i þá átt, að borg-
arstjórnin lýsti ánægju sinni yf-
ir tekjustofnafrumvarpinu og
treysti því, að Alþingi og ríkis-
stjóm standi hér eftir sem hing-
að tii vörð um sjálfstæði sveit-
arfélaga og tryggi þeim næga
tekjustofna til að framkvæma
þau verkiefni, sem þeim hverju
sinni væri ætlað að leysa.
Birgir Isleifur Gunnarsson (S)
sagði, að þegar borgaæráð hafi
byrjað að undirbúa gerð f járhags
áæft'ilunar í október síðastliðnum
hafi sá orðrómur komið upp, að
ríkisstjómin hygðist gjörbreyta
tekjustofnakerfi sveitarfélag-
anna fyrir áramót. Þá hafi Kristj
án Benediktsson sagt, að ekki
kæmi til greina að pressa ætti
fram slika gjörbreytingu með
svo skömimum fyrirvara. Við
þessa yfiriýsingu borgarstjórnar-
fullitrúa eins stjórnarflokksins
hafi fulltrúum r eirihlutans i
borgarráði létt mikið og áfram
hefði verið unnið að fjárhags-
IJiætluninni með venjulegum hætti.
Nú réðist þessi sami borgarfull-
trúi í það lítt öfiundsverða hlut-
verk að verja gerðir ríkisstjórn-
arinnar gegn beinum hagsmun-
um Reykjavíkurborgar og gegn
hagsmunum umbjóðenda sinna.
Ræðumaður sagði, að varla
þyrfti að rif ja upp tilgang stjórn
arskrárgjafans, er hann setti á-
kvæði um sjálfsstjórn sveitar-
félaga í stjórnarskrána.. Meg-
insjónarmiðið fyrir því f yr-
irkomulagi væri, að málefnum
hvers héraðs væri bezt komið
hjá fólikinu í héraðinu. Frum-
kvœði fólksins á hverjum stað
væri Iíklegast til að auka hag-
sældina. Þetta hefði Samband
islenzkra sveitarfélaga séð á-
stæðu til að álykta um á fundi
sínum 19. janúar sl. Nú gerðist
það, að ríkisvaldið tæki tvo mála
flokka undan sveitanfélögunum,
jafnframt því, að draiga úr tekju
möguleikum þeirra mun meira
en þessum málaflokkum næmi.
Hér kærni fram tiihneyging rik-
isvaldsins til að ganga á sjálfs-
ákvörðunarrétt sveitarfé’aga, en
sú tilhneyging kæmi fram á ýms
um fleiri sviðum.
Hann sagði, að óvissa sú, sem
ríkti um tekjur ársins væri mjög
bagafeg. Ennfremur væri óvissa
um, hvort hin ýmsu íþyngjandi
ákvæði frumvarpsins stæðust fyr
ir dómstólum landsins, hvað aft-
urvirk áhrif þeirra varðar. Mjög
liklegt væri, að einhverjir yrðu
til þess að láta reyna á það.
Birgir Isteifur Gunnarsson
kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigð-
um með, hvernig afstaða ein-
stakra fulltrúa í borgarstjórn til
tillögu sjálfstæðismanna væri.
„Finnst þessum borgarfuK'rrúum
ekkert athugavert við, að nú, er
tveir mánuðir eru liðnir af ár-
inu, vita þeir ekkert um tekjur
borgarinnar á árinu; að stórkost
lega kemur til með að vanta á
ráðstöfunarfé Reykjavíkurborg-
ar á árinu; að skera þurfi niður
framkvætmdir borgarinnar á ár-
inu og að íbúar borgarinnar viti
ekkert um fjárhagsafkomiu sí:ia
á þessu ári?“ spurði borgarfull-
trúinn að lokum.
Adtla Bára Sigfúsdöttir (Ab)
kvað það vera rétt, að ekki væri
gert ráð fyrir nægjanlegum
sveigjanleika í tekjustofnafrum-
varpinu til handa sveitarfélögun-
um. Sagði hún, að meira svig-
rúm heíði mátt vera, hvað varð-
ar álagningu aðstöðugjalda. Bar
hún fram tiillögu þess efnis, að
borgarstjórn beindi tilmælum til
Alþingis um, að rýmkuð yrði
heimildin til álagningár aðstöðu-
gjaldanna. Meðfliutningsmaður
hennar að tiliögu þessari var
Kristján Benediktsson.
Björgvin Guðniiindsson (A)
kvaðst geta tekið undir flest atr-
iðin í tililögu sjálfstæðismanna og
myndi hann greiða atkvæði með
tillögunni.
Kristján J. Gunnarsson (S)
sagði, að augljósit væri, að mjög
hefði höndum verið til kastað við
undirbúninginn á tekjustofna-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Steinunn Finnbotgadðttir hefði
sagt eittihvað á þessa leið: „Von-
andi reynast tekjur nógar —
reynzlan sker úr því.“ í þessum
orðum bargarfullitrúans, sem
raunar hefði átt sæti í nefnd-
inni, sem samdi frumvarp-
ið, mætti lesa þá óskhyggju,
sem ráða virtist ríkjum
hjá höfundum frumvarpsins.
Steinunn hefði ekki haldið,
að frumvarpið rýrði sjáiísstjórn-
arrétt sveitarfélaga. Hún ætti að
a'thuga í hvaða félagsskap hún
og hennar flokkur væri í ríkis-
stjórninni. Þar væri einn filokk-
ur, Alþýðubandálagið, sem hefði
það fyrir yfirlýsta stefnu að
draga stöðugt fleiri mál undir
ríkisva'dið. Þetta frumvarp væri
enn eitt dæmið um áhrifamáitt
þeirrar stefnu á stjórnarstefn-
una.
Sigur.jón Pétnrsson (Ab) kvað
eína tillögu hafa komið fr-am á
fundimum, sem væri raunhæf
feið til úrbóta, en það væri til-
lága Öddu Báru og Kristjáns
Benediktssonar. Hann sagði það
lengi hafa verið kröfu sveitarfé-
Ikganna að fá skýrari verka-
skiptingu milli ríkis og sveitar-
félaga. Með tekjustofnafrum-
varpi ríkisstjómarinnar væri ver
ið að koma til móts við þessa
kröfu. Þá saigði ræðumaður, að
þörfin á gjaldskrárhækkunum
Rafmagnsveitu, Hitaveitu og
Stræitisvagna væri angi af hinu
slœtma ástandi efnahagsmála,
sem fyirrverandi rikisstjórn hefði
skildð eftir sig.
Ólafur B. Tliors (S) sagði, að
nú væri svokölliuðu aðgerðarleysi
fyrrvérandi rikisstjórnar kennt
um, að tekjustofmamál sveitarfé-
laganna hefðu verið komin í bráð
an háska, svo mikinn háska, að
nauðsyntegt hafi verið að gjör-
byflta tekjustofnakerfinu i einu
vetfangi, án þess að nokkur gæfi
gert sér grein fyrir afleiðingun-
um — um þær ynði aðeins að
treysta á guð og lukkuna. Borg-
arfiulltrúinn kvaðis-t ekki hafa
skynjað þá bráðahættu, sem
gerði slíkt írafár nauðsynlegt.
Hvers vegna mætti ekki vinna
að þessu máli á eðli'legan hátt og
lláta lögin taka giildi árið 1973?
Ó'afur B. Thors sagði, það rétt,
að sveitarfélögin hefðu sjálf ósk-
að eftir skýrari vedkaskiptingu
milli rí'kis og sveitarfélaga. En í
slikri ósk hefði ekki falizt beiðni
um skerðingu á athafnafreisi og
fjárhagslegu frelsi. Að svo miMu
feyti sem skýrari verkefnaskipt-
ing hafi fengizt í frumvarpinu
væci því ekki mótmsalit. Það væri
hin stórkositlega skerðing tekju-
stofnanna, sem verið væri að
mótmæla.
Geir Hallgrímsson kvaðst vilja
leggja áherzlu á vonbrigði sín
með viðbrögð mininiihlutaÆlokk-
anina við tillögunni. Þeir hefðu
sagt, að bráðum kæmi í ljós
hverjar afleiðingar frumvarpið
hefði fyrir Reykjavíkurborg og
Steinunm Finnbogadóttir hefði
sagt, að vera mætti, að fasteigna-
gjöld yrðu eitthvað meiri en út-
reikningar sýna. Við undirbún-
ing lagafrumvarpa, ekki sízt
skattalagafrumvarpa yrðu memn
að gera sér sem bezta grein
fyrir því fyriirfram, hverjar af-
leiðingar lagasetningin hefði.
Borgars-tjóri sagði, að þótt
tekið væri tillit til þeirra breyt-
iingartillagna við tekjustofna-
frumvairpið, sem meixi hluti heil-
brigðis- og félagsmálanefndar
Alþingis hefði lagt fram fyrr
um daginn, væri fullijóst, að
álagsheimildir sveitarfélaga væru
takmarkaðar við það minmBta,
eða jafnvel ennþá mimna, sera
hægt væri að komast af með.
Hamn ítrekaði, að sveigjamilediki
þyrfti að vera í tekjustofmalög-
um, veigná þess hvað hinir ýmrmu
teikjustofnar gæfu misjafnilega
mikið af sér á himum misnvun-
andi gtöðuim á lan'dinu. Sú skerð-
íng, sem nú væri gerð á frjálsu
ráðstöfunarfé sveitarfélaganna,
jafngilti skerðingu á sjálfstjórn
þeirra, þar sem svigrúm til verfc-
legra framkvæmda væri skert.
Borgarstjóri sagði það rétt, að
í frumvarpinu fælust gleggri
skil á milli vei'kefna sveitarfé-
laga og ríkisins. Um það atriði,
í sjálfu sér, væri ekki ágrein-
inigur, en hanin kvaðst vilja
benda á, að með ályktunum sín-
um í þessa átt hefðu sveitarfé-
lögin viljað fá fleiri verkefni á
sínar hendur en verið hefði.
Krafa þeirra hefði verið, að
fyrst yrði verkefnaskiptin'gin
endursikóðuð og síðan yrði
ákveðið um tekjustofnama á
grundvelli þeirrar endurskoðun-
ar.
Adda Bára Sigfúsdóttir kvaðst
vilja ítreka þá skoðun sdna, að
til árangurs í málinu væri væn-
legast að borgarstjótnn sam-
þykkti tiliögu sína og Kristjáns
Benediktssonair.
Kristján Benediktsson sagði,
að borgarfulltrúar Sjáll'stæðis-
flokksinis ættu að geta samþykkt
tiillögu sina og Öddiu Báru, þar
sem í henni fiæhst nokkur gagn-
rýni á ríkisstjórnina.
Signrjón Pétnrsson ræddi
gjaldskrárhEekkanirnar og sagð-
ist vera þeim sammála, ef i ljós
kasmi, að tekjur borgarsjóðs á
árinu yrðu ekki nægar.
Geir Hallgrímsson bar fram
frávísunartillögu á tillögu Öddu
Báru og Kristjáns Beniedilktsson-
air á þá leið, að þair seim fyrir
boirgarstjórninini lægi önnur til-
laga, sem fæli í sér ályktun um
sama efni, teldi borgarstjórnin
ekki vera ástæðu til frekari
ályktana.
Að svo mæltu var breytingar-
tillaga Alþýðubamdalagsins, Fram
sóknar og Álþýðuflokksins við
t’ilösu Siátfstæðii'sEiokk'sins fe’’d
með 9 atkvæðum gegn 6 og til-
laga Sjálifstæðisflokksins samþ.
með sömu atkvæðum. Frávísun-
artillaga Geirs Hallgríms'sonar
var samþykkt, að viðhöfðu nafna
kálli, með 8 atkvæðum gegn 6,
en Steinunm Finmtoogadóttir sat
hjá.
Loftmynd af einu hinna nýju hverfa í Reykjavík.
Viðskulumekki
gleyma Hólum
EKKI hefir heyrzt mikið í fjöl-
miðlum frá Hólum að undan-
förnu. Við heyrum forystumenn
landbúnaðar auglýsa mjög, hve
mikið fjármagn sé veitt til
Hvanneyrar. Landbúnaðarskól-
arnir eru alls góðs maklegir, en
okkur Norðlendingum finnst
heldur halla á Hóla í fjárútlátum
hins opinbera, en þar þarf stór
átök að gera í framtíðinni ef stað
urinn á að vera starfi sínu vax-
inn sem uppalandi bændaefna.
Á Hólum eru nú 33 nemar, sem
kennarar segja mjög efniiega,
þar hefir verið og er hin ágæt-
asta verkleg kennsla, ásamt öðru
góðu kennaraliði.
Ágætur félagsandi ríkir í skól-
anum. Illa gengur þó að halda
uppi málfundastarfi, en áður
fyrr fengu margir piltar þar sína
fyrstu þjálfun í að koma skoðun
um sínum fram í mæltu máli. —
Starfsemi ungmennafélaga og
bændaskólarnir voru þá mikil-
vægir aðilar í þroskun ungl-
inga á því sviði. Nú er útvarp og
sjónvarp tekið við öllum frístund
um, enda sást það sl. miðviku-
dag, er margt. af um 80 manna
heimafólki á Hólum sat yfir sjón
varpi meðan Harpan, blandaður
kór frá Hofsósi, skemmti með
ágætum sönig á staðnum.
Árni Ingimundar frá Akureyri
tekur nú að sér þjálfun pilta í
söng um tíma. Fá þeir þar liinn
ágætasta stjómanda sem völ er á.
Skólapiltar eru nú farnir að
temja hross, sem þeir hafa með
sér, og eru 14 ungviði nú þegar
tekin í þjálfun af þeim. Auk þess
er ráðsmaður búsins, Magnús Jó
hannsson, með 7 hryssur og 5
stóðhesta í tamningu fyrir búið.
Má því sjá margan á hestbaki
um þennan tíma heima á Hólum.
Bústofn á staðnum er nú 540
fjár, 72 hross og 22 kýr. Fjósið
og ræktun nautgripa þar hefir
lengi verið áhyggjuefni skóla-
stjóra og ráðamanna á Hólum,
en þar þarf mikið fjármagn til
uppbyggingar. Það hefir þó ekki
legið á lausu.
Margt þarf að gera til viðhalds
og uppbyggingar skólasetri,
sem Hólum, og erum við Norð-
lendingar allt annað en ánaegðir,
ef Hólar eiga að vera hálfgerð
hornreka, við viljum alltaf geta
sagt með stolti: Heim að Hólum.
Ennþá setur svip sinn á Hóla-
stað öldungurinn Friðbjörn
Tmustason, fyrrverandi kennari
þar. Hann gengur enn um næstum
beiinn í baki þótt ekki sé hann
eins kvikur og áður var, en jafn-
vel aldraðir Hólameinn muna
hann sem söngkennara sinn og
hressilegan félaga. Hin rammís-
lenzka tryggð við æskustöðvar
feemur einmitt glögglega fram
hjá þessum aldna heiðursmanni.
Heilbrigði hefir verið á staðn-
um í vetur og ánægjulegt heim-
ilislPf.
— Björn í Bæ.