Morgunblaðið - 05.03.1972, Síða 30

Morgunblaðið - 05.03.1972, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972 Bölsýni í Saigon Mótma'laaðgerðir í Saigon gegn forsctakosningiinum í haost. BÖLSÝNI er aftur ráðandi I Víetnam. Bjartsýnin, sem ríkti fyrir aðeins örfáum mánuðum, kemur aðeins fram í yfirlýsingum örfárra ráðamanna, sem tala enn um sigur. En varla fyrir- finnst nokkur Suður-Víet- nami, sem trúir yfirlýsing- um þeirra. Margir Suður- Víetnamar hafa ekki kynnzt öðru en stríði allt sitt líf. Stríðsþreytan veldur von- leysi. Heimsókn Nixons for- seta til Peking er eina von- arglætan, sem menn þykj- ast sjá í Saigon, en raunar eru menn vantrúaðir á að Kínverjar vilji eða geti beitt áhrifum sínum til þess að binda endi á stríðið. Stríðsreytan veldur von- Reyndar er alls ekki víst að stríðið sé tapað. Að minnsta kosti getiur liðið lang'ur tími þangað til. Kjarni málsins er sá að striðið heldiur áifram. Mannfall er ennþá miikið i liði Suður-Víetnama og var í fyrra 23.000 menn fallnir eða meira en það hefur verið síðan 1968. Þrátt fyrir þetta lifir geysimik ill fjöldi Víetnama tiltölulega öruggn, þægii'egu og jafn- vel góðu lifi i mörgum hiiutum iandsins. Undantekningin er norðurströnd iandsins. Bandarís'kur fréttaritari, sem er nýkominn til Bandarikj anna eftir eins og háifs árs dvöl í Indókína, Peter A. Jay, segir áberandi hversu miki! bjartsýni rikti í Saigon þegar hann kom þangað fyrst og hversu milkil bölsýni ríkti þeg- ar hann fór þaðan. Bftir Tet- sóknina 1968 voru margir sann færðir um að Bandaríkjamenn og Suður Vietnamar hefðu loks ins lært réttu aðferðirnar við að heyja þetta strfð. Innrásin í Kamhódíu virtist vaida Norð- •ur-Víetnömum alvarfegnl áfaili, sem gæti riðið þeim að fullu. Bandarískir embættismenn sögðu sumarið og haustið 1970, að stríðið gengi svo vel að Indókina væri horfin af forsíð- um heimsbiaðanna. • ÞVERRANDI B.IARTSÝNI Friðunaraðgerðum miðaði einnig vel áfram, og í fyrsta skipti í tíu ár, gátu menn ekið um landið þvert og endilangt, tiltöluleiga óhultir og eftir góðum vegum. Þingkosningarn ar í ágúst 1970 virtust sýna, að enn væri von til þess að lýð- ræði festi rætur í Suður-Víet- nam, og sigurvegararnir voru bæði andstæðingar kommúndsta og stríðsins. Menn sáu fram á iýðræðislegar forsetakosningar að ári liðnu, og stóihardöigum virtist iokið. Bæði í Saigon og Washington þóttust menn sjá fyrir endalok stríðsins, það er að segja: ef suður-víetnamskur hemaðarsigur væri óhugsandi, þá væri hernaðarlegur ósigur 'ííka óhugsandi, og ef fjand- mennirnir viðurkenndiu þetta, þá mundu bardagarnir hætta. Þróunin hefur vitaskuld orð- ið á annan veg. Nixon forssta hefur í það minnsta tekizt að rnúa við þróun hjutdeiidar Uandaríkjamanna á þann veg, fð gera má ráð fyrir því að minnsta kosti sem möguieika rð henni verði hætt jafnvei ] ótt þv'í sé ha'd'ð frarn að enn íé ekki hægt að sjá fyrir end í nn á íihiutun Bandaríkja- xnamna. Litið hefur gerzt siðan haust 5 S 1970, og nú er svo komið að bjartsýnismennirnir, sem áher- andi voru fyrir einu og hálfu ári, eru flestir horfnir af sjón- arsviðinu. Norður-Víetnamar hafa ekkert gert tij þess að iægja átökin. Beztu hermenn Suður-Víetnama guldu mi'kið afhroð í hinum blióðugu bar- dögum í fjöWum Suður-Laos í fyrra, og sjálfstraust þeirra hef ur greinilega dvínað. Liðs- og birgðaflutninigum er stöðugt haldið áfram, og á hverju kvöldi streyma hundruð vöru- flutningabifreiða gegnum fjallaskörðin á landamærum Norður-Víetnam og víðar eftir Ho Ghd Minh-slóðanu.m þrátt fyrir sprengjiuregn bándarískra flugvéla. • ÚTVÍKKUN ÁTAKANNA Bardagar haía aftur blossað upp í Laos. Að vísu eru það árvissir atburðir, og sigrar og ósigrar kommúnista og and kommúnista eru eims og flóð og f jara, sem monsúnregnin verka á, og alltaf er barizt á sömu slóðum á Krukkusléttu. En að þessu sinni er lið fjandmann- anna öflugra en áður, og árás imar byrja fyrr en áður. Það er búið nýjum sovézkum skrið- drekum og betri loftvarmavopn um, og striðið, sem það heyir, er ekki lengur skæriustríð. 1 Kambódíu hefur smátt og smátt gufað upp sú kröftuiga þjóðernishyigigja, sem erlendir gestir hriifust svo mjög af á fyrstu vikum stríðsins gegn „les agresseurs Communistes Vietnamiens" og var alger and stæða hugarástands fóJksins í Suður-Víetnam, þar sem þjóð- emishyiggja hefur ekki vaknað þrátt fyrir 16 ára tilraunir til þess að 'kynda álíka þjóðernis kemnd. Kamibódíumenn hafa beðið alvarlega ósiigra meðfram hinum mikilvægu þjóðbraut- um landsins, og ekkert hefur orðið úr stórkostlegum ráða- gerðum Lon Nols marskál'ks um að endurheimta norðaustur- héruðin, sem eru á valdi fjand mannanna. Hrísgrjónaskortur gerir trúlega vart við siig á þessu ári. Gamilir griðarstaðir Vietcong, sem skæruliðar gátu notað og notuðu að vild til árása þar til í maí 1970, eru hins vegar emn á valdi Suður-Víetnama Kam- bódiíumegin landamæranna. Mekongósasvæðið, matarforða- búr Suður-Vietnama, verður þvi tryggt meðan þessir griðar staðir eru á valdi stjórnarher- sveita, og þetta öryggi er hald gott og batnar stöðugt. Margir á ósasvæðinu segja, að þar sé ekkert um að vera nema hreins unaraðgerðir. Meirihlutinn býr á svæðum, sem eru undir ýfir- ráðum stjórnarinnar. • EINANGRUN ÍBÚANNA En bölsýnismenn eru vantrú aðir á friðunaraðigerðirnar og vitna tii reynslu Frak'ka. í>eir segja, að stjórnin hafi gefizt upp við að einangra VietoQng frá ibúunum og þess vegna hafi hún reynt að einangra íbúana frá Vietcong, fyrst með þvi að flytja þá i víggirt þorp og seinna í þorp, sem auðvelt er að komast til, tiil dæmis vegna góðs vegasambands, en eru ekki víggirt. Þetta hefur borið tilæt'laðan árangur eins og viðurkennt er í skjöl- um, sem haifa náðst frá Viet- cong, því að skæruliðarnir gátu engin not haft af íbúun- •um, og skipulögð umsvif fjand mannanna lögðust niður. En harðasti kjarni Vietcong er eklki útdauður, oig enn haf- ast sikæruliðar við í litdum stöðvum, þar sem erfitt er eða ógerleigt að komast að þeim, þótt þeir geri lítið annað en að 'halda í sér Mfinu, og kyrrð og öryggi rikir í sveitahéruð- unum. En einmitt þess vegna vilja smábændurnir fá að snúa aftur til jarða sinna, og fái þeir synjun vekur það gremju og efasemdir um hvort öryggið er eins tryiggt og af er látið. Pái þeir hins vegar leyfi til þess, komast skæruliðamir aft ur í samband við íbúana, og endurski.pulagnin'g ÞjóðfreCsi.s- fyl'kingarinnar hefst á nýjan leik. Bandaríkjamenn hafa jafnan haldið þvi fram, að viðtækur sbuðningur almennings sé skil- yrði þess að nokkur stjórn geti haldizt við vöQd í Sai.gon til langframa, að öðrum kosti byggist völd hennar aðeins á hernaðariegri og efnahagsílegri aðstoð Bandaríkjanna. En mörg um finnst stjómin ekkert gera tii að afla sér sliks stuðnings. Mörg dæmi eru um það, að Saigon-stjórnin getur ekki veitt þá forystu, sem er nauð- synleg, ef Suður-Víetnam á að halda áfram að vera sjálfstætt ríki. • ÓVINSÆLIR EMBÆTTISMENN Herforingjarnir, sem stjórna í umboði stjórnarinnar á Oands byggðinni, gerast oft sekir um hroka, yfirgang oig spiliingu með þeim afleiðingum að þeir baka sér hatur íbúanna. Völd þessara umboðsmanna byggjast á persónulegum áhrifum þeirra í Saigon, og þeir eru ekki fjar- lægðir. Segja má, að Vietcong geti ekki hugsað sér eins góða fjandmenn til að berjast við. Þeir geta jaifnvel fengið marga unga menn tM að ganga í Viet- cong. Þeir eiga sök á því, að bandarisikir ráðgjafar gefast hreinlega upp, sérstaklega ef þeir eru ungir, og fyllast jafn- vel fyrirlitningu á Víetnömum. Undarlegt er, að góðir o.g gegnir fulltrúar Saigon-stjórn- arinnar, sem vitasikiu'ld eru líka til, eru oft einangraðir, og við- leitni þeirra oft kæfð vegna skri’ffinnsku eða beinlínis af ráðnum hug. Einn sllkiur full- trúi nýtur almennra vinsælda og trausts, ástandið ií umdœmi hans er eins og bezt verður á kosið, en honum er haidið niðri af því hann er sannfærður um að „stjórnin i Saigon sé rotin“. Annað dæmi er fjármála- ráðherra Saigon-stjórnarinnar, Ha Xuan Truing, ve'lmenntaður maður, aðeins 29 ára gamail, sem hefur í sinni þjón- ustu unga og íæra aðstoðar- menn, sem lí'ka eru velmennt- aðir og vilja að stjórnin geri eitthvað til úrbóta. En þeir byrjuðu á þvi að reyna að gera umbætur á skattaikierfinu, og ár angurinn er sama sem emginn, ef til vill af ástæðum, sem eru skffljanlegar. Dæmi eru Iíka um héraðsfulitrúa stjórnarinnar, duiglega, hugrakka og óspifflta, sem hafa verið settir af. Mót- mæli gegn slúku stoða ek'ki, bandarískur ráðunautur, sem mótmæMi meðferðinni á héraðs fulltrúa, var settur af, látinn fá tilgangs'Iaust starf, og hætti hermeninsku. • F.IARAR STRlDID ÚT Surnir bjarsýnismenn vonast eftir einhvers konar samkomu- lagi á þá lund að fram'hald á manndrápum sé tMgangsIaust og gagnkvæmar tilslakanir öhjákvæmilegar. Hvor'ki stjórn in í Hanoi né stjómin í Saigon hafa sýnt áhu.ga á samningum sin á miilli, og sli'kt virðist öhugsandi meðan þær sitja við völd. Þetta horfir hins vegar tiokkuð öðru vísi við á lands- öyggðinni. Þannig mæt'ti hugsa sér, að Vieteonig-'forimgi komi að máli við yfirmann úr stjóm- anhernum og segi: „Sjáðu nú til: þú veizt að þið munuð tapa. Við vitum það báð- ir. Vertu kyrr í virki þánu þangað til stríðinu lýkur, og við skulum láta þig í friði.“ Eitthvað þessu líkt gerðlst þeg ar Frakkar töpuðu á sinum tíma, og eibthvað þessu Mkt virðist vera að gerast á mörg- um svæðum í Suður-Viet- nam um þessar mundir. „Við höfðumst við rétt hjá út virki, og hermennirnir skutu ekki á Okkur og við skutum ekki á þá,“ sagði fyrrverandi skæruiiði við bandariskan fréttamann nýlega. LíkJegt er. að þetta færist í v’öxt eftir því sem Ban darikjamenn draga sig út úr stríðinu. Reyn.slan sýnir, að ekki er hægt að gera sér mikiar vonir um framtiiðina i Víetnam. Vera má, að stríðinu jjúki þannig, að Suður-Vietnam — og Laos og Kambódía — verði áfram sjáifstæð rí’ki á braut til friðar oig velsæidar. En ek’ki bendir margt til þess, að það gerist bráðlega. Vietnamar hafa barizt i meira en aldarfjórðung, og skiljan- iegt er að þeir velti því fyrir sér hvort stríðinu ljúki nokk- urn tíma. (Washington Post). Uppgjafalierinenn í Suðnr-Víetnam hafa mótmælt bágum kjör-um sem þeir búa við. Á mynd inni er örkumla hermaður með tvaer handsprengjur og annar krúnurakar hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.