Morgunblaðið - 08.03.1972, Page 17

Morgunblaðið - 08.03.1972, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1972 17 Æðsti dómstóll í deilumálum þjóðanna: Alþjóðadómstóllinn var stofnaður samkvæmt stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, sem tók gildi í október 1945. Kom Al- þjóðadómstóllinn í stað svo- nefnda Fasta milliríkjadómsins í Haag, sem stofnaður hafði ver ið 1921 og þá í tenigslum við Þjóðabandalagið. Öll aðildar- rlki Sameinuðu þjóðanna eru aðilar að Alþjóðadómstóln- um án sérstakrar skuldbind- imgar þar um. Riki utan sam- takanna geta einnig orðið að- ilar að dóminum með þeim skil- yrðum, sem Allsherjarþing- ið ákveður hverju sinni, enda mæli Öryggisráðið með því. Að ildarríki Sameinuðu þjóðanna skuldbinda sig til þess að hlíta úrskurði Alþjóðadómstólsins í öllum þeim málum, sem þau eru aðilar að og hið sama myndi að sjálfsögðu gilda um ríki utan samtakanna, sem gerast aðilar að dóminum. Ef aðildarrdki fullnægir ekki skyldu sinni samkvæmt úrlausn dómstólsins, getur Öryggisráðið tekið til sinna ráða gagnvart því, enda óski gagnaðili atbeina þess í því efni. En aðilum er frjálst að leggja deilu.mál sin fyrir annan dómstói, ef þeir hafa samið svo um áður. Mynd þessi sýnir Alþjóðadónistölinn í Haag aö dónistörfum. Dómararnir eru, talið frá vinstri: Ignacio-Pinto, Dahomey; C.H. Onyeama, Nigeríu; S. Petren, Svíþjóð; A. Gross, Frakklandi; I. Padiila-Nervo, Mexico; F. Ammoun, Libanon, sem er varaforseti, þá forseti dómsins, M. Zafr- ulla Klian, Pakistan; G. Fitzmaurice, Bretlandi; I. Forster, Senegal; C. Bengzon, Filippseyjum; M. Lachs, Póllandi; H.C. Dillers, Bandaríkjunum; F. de Castro, Spáni og E. Jiminez de Arecliaga, Uruguay. Á myndina vantar Morozov frá Sovétríkjunum. sakir. En þegar dómandi, sem er sama þjóðernis og annar hvor málsaðilja situr í dómi, hefur gagnaðilinn rétt til þess að velja sér mann til meðferð ar dómstarfa i því máli. Þeg- ar enginn maður situr í dómin- um sama þjóðernis og aðiljar, er hvorum þeirra rétt að velja sér dómara til setu í dóminum. Á þetta að tryggja, að í dóm- inum sitji jafnan menn, sem hafa nána þekkingu á hög um málsaðilja. Dómendur skulu njóta söma sérréttinda og friðhelgi og stjórnarerindrekar erlendra ríkja. Alian kostnað vegna Al- þjóðadómstólsins greiða Sam- einuðu þjóðirnar með þeim hætti sem Allsherjarþingið ákveður og eru laun dómenda einnig ákveðin af því. Valdsvið og verkefni dómsins Valdsvið dómsins er bæðl bundið við aðilja og máJl. Ein- ungis ríki geta verið málsaðilj- ar fyrir Alþjóðadómstólnum. Hins vegar geta hvorki ein- staklingar né neins konar fé- lög eða annars konar stofnan- Alþjóðadómstóllinn í Haag EINS og fram hefur komið í fréttum, hefur brezka stjórnin ákveðið að vísa deilunni um útfærslu íslenzku landhelginnar til Alþjóðadómstólsins í Haag. Þá hefur það jafnframt komið fram, að Vestur-Þjóðverjar hafa náið samstarf við Breta varðandi aðgerðir í landhelg- ismálinu og hafa þeir lýst því yfir, að einhliða útfærsla landhelginnar við Island sé brot á alþjóðlögum. Er því ekki ólíklegt, að þeir fari eins að og Bretar og vísi málinu til Alþjóðadómstólsins. En hver er þá þessi stofnun, Alþjóðadómstóllinn í Haag, sem hefur vald til þess að kveða upp dóma, sem binda eiga ríki sín í milli? í grein þeirri, sem hér fer á eftir, er í stuttu máli gerð grein fyrir helztu atriðum, sem Alþjóðadóm- stólinn snerta svo sem tilurð hans, skipan dómsins og valdsvið, málsmeðferð og nokkur atriði önnur. Skipun dómsins — Dómaraskilyrði Samkvæmt samþykktum Al- þjóðadómstólsins skal hann skipaður 15 dómurum, sem bún ir skulu þeim kostum, sem heimtaðir eru í landi hvers þeirra um sig til skipunar I æðstu lögfræðiembætti eða vera viðurkenndir sérfræðing- ar í þjóðarétti. Þjóðerni þeirra skiptir ekki máli, en þó mega engir tveir dómendur vera þegnar sama ríkis. Dómiendiurn- ir eru kjörnir af Alls- herjarþinginu og Öryggisráð- inu úr hópi manna, sem til- nefndir eru af dómaranefndum hvers ríkis. Fyrir dómarakjör skal aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna senda með ekki minna en þriggja mánaða fyrirvara dómaranefndum hvers ríkis skrifleg tilmæli um það, að þær tilnefni hæfa menn til setu í dómstólnum. Engin dómaranefnd má til- nefna fleiri en fjóra, enda mega ekki fleiri en tveir vera samþegnar hennar. Gert er ráð fyrir, að sérhver dómara- nefnd ráðfæri sig við æðsta dómstól sinn og helztu mennta- stofnanir sínar í lögum, áður en hún tilnefnir dómaraefni. Á sú ráðstöfun auðvitað að vera til tryggingar þvi, að þeir ein- ir verði valdir dómaraefni, sem til starfsins eru hæfir og njóti óskiptrar virðingar og trausts. Þegar tilnefningarnefnd- ir hinna einstöku ríkja hafa gert tillögur sínar, skal aðalframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna »gera skrá í stafrófsröð um öll tilnefnd dómaraefni. Leggur hann síðan skrá þessa fyr- Ir AUsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið, er hvort öðru óháð skulu síð- an velja dómendur. Dómara- efni, sem fá meirihluta greiddra atkvæða í Allsherjar- þinginu og I Öryggisráð- inu, skulu teljast kjörin. Við kosningar þessar í Öryggisráð- inu skal enginn greinarmunur gerður á atkvæðum hinna fösfiu og hinna kjörnu meðlima þess. Dómarar Alþjóðadómstólsins skulu kosnir til 9 ára í senn og þá má eudurkjósa. Til þess að tryggja það, að jafnan sé í dóminum kostur dómara, sem hafa reynslu í störfum dómstólsins, er mælt svo fyrir, að fimm þeirra dómenda, sem I fyrsta sinni voru kjörnir, skuli fara frá að þremur ár- um liðnum og að aðrir fimm dómendur skuli fara frá eftir sex ár.. Verði dómarasæti laust, hvort sem það er vegna lausnarbeiðni, dauða eða af öðrum ástæðum, skal skipa í hið auða sæti með sama hætti og að framan greinir. Dómari, sem kosinn hefur verið í stað dómara, sem ekki hefur endað kjörtíma sinn, skal gegna stöð- unni, þar til kjörtími fyrirrenn ara hans er liðinn. Þegar dómari hefur tekið sæti í Alþjóðadómstólnum, verð ur hann að láta af öllum öðrum störfum. Hann má ekki gegna neinni opinberri stöðu né atvinnusýslan og ekki má hann heldur taka nokkurn þátt í stjórnmálastörfum. Úr öllum vafaatriðum varðandi einstaka dómara sker Aliþjóðadómstóll- inn sjálfur. Dómanda verður ekki vikið frá störfum, nema hann hafi samkvæmt einróma áliti meðdómenda misst lögmælt skilyrði til setu í dómin- um. Allsherjarþingið og Örygg- isráðið hafa þannig engan rétt til þess að vikja dómurum frá. Eftir að þessir aðilar hafa kjör ið dómendur á lögmætan hátt, hafa þeir engin áhrif á skip- an dómsins. Eru dómararnir með þessum hætti gerðir óháð- ari og réttarstaða þeirra trygg ari. Alþjóðadómstóllinn velur forseta sinn og varaforseta til þriggja ára i senn og má end- urkjósa þá. Eins og þegar hefur komið fram, þá hefur Alþjóðadómstóli inn aðsetur í Haag í Hollandi. Dómurinn getur þó komið sam- an hvar sem vera skal annars staðar, telji hann það æskilegt. Forseti dómsins og ritari skulu vera búsettir í Haag. Dómendur skulu allir taka þátt í meðferð hvers máls, nema á annan veg sé mælt fyr- ir í samþykktum hans. Aldrei mega færri en 9 dómarar sitja dómþing. Þrátt fyrir þessi ákvæði er dómstólnum heimilt að skipta sér í fleiri deildir, bæði til meðferðar einstakra mála og sérstakra tegunda mála. Það er sérstaklega tekið fram í samþykktum Alþjóða- dómstölsins, að þó að dómandi sé sama þjóðernis og annar hvor málsaðilja, þurfi hann ekki að víkja sæti fyrir þær ir verið aðiljar. Dóminum er skylt að dæma í málum allra þeirra ríkja, sem gerzt hafa að- iljar að samþykktum hans. Alþjóðadómstóllinn hefur fyrst og fremst lögsögu í öli- um þeim málum, er aðiljar koma sér saman um að leggja fyrir hann. í öðru lagi hefur hann lögsögu í öllum þeim mál um, sem sérstaklega greinir í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna eða í gildandi milliríkjasamn- ingum. 1 þriðja lagi geta aðilj- ar að samþykktum dómstólsins bundið sig gagnvart öðrum að- iljum, sem gangast undir sams konar skuldbindingu, til þess að hlíta lögsögu dómstólsins um allan lagalegan ágreining varðandi eftirgreind atriði: Túlkun millirikjasamninga, vafamái um þjóðréttarregl- ur, t.d. hvort reglurnar um sendiherra taki til ákveð- ins manns, hvort staðreynd sé fyrir hendi, sem fela myndi í sér brot á samningi, ef sönn- uð væri, t.d. hvort tundurdufl hefðu verið lögð í sund, er frjáLs sigling á að vera um og hvers konar bætur og hve mikl ar gjalda skuli fyrir brot á skyldu í skiptum milli rikja. Dómstóllinn sker sjálfur úr því, hvort hann hafi lögsögu í ákveðnu máli. Þegar máli er vísað til dóm stólsins, rís sú þýðingarmikla spurning, eftir hvaða lög- um hann eigi að dæma. Alþjóða dómstóllinn er þar allt öðru vísi settur en venjulegir dóm- stólar. Hann hefur ekki lögin til þess að halda sig við eims og þeir. Til þessa hafa réttar- heimildir þjóðaréttarins verið næsta ófullkomnar. 1 38. grein samþykktanna um Alþjóðadóm stólinn er leyst úr þessari spurningu á þann veg, að við úrlausn ágreiningsmála skuli dómstóliinn fara eftir eftir greindum heimildum: Milliríkja Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.