Alþýðublaðið - 16.07.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. iúlí 1958
Alþýðulilaðið
5
Hew York háskóli veitir ísl.
námsmönnum sex siyrki
i^ar af eru tveir til náms í meðferð og
lækningu íamaðs fólks og bæklaðs.
NEW YORK HÁSKÓLI hefur nýlega boðizt til að veita
sex íslenzkum menntamönnum styrkj og ívilnanir við háskól-
ann til að stunda þar framhaldsnám á næsta háskólaári. Er
hér sim að ræða tvo styrki, annan fyrir lækni og hinn fyrir
hjúkrunarkonu eða tæknisérfræðing til náms í notkun gervi-
iima og öðru því, er lýtur að meðferð og Iækningu þeirra, sem
orðiö hafa fyrir lömun eða bæklun. í hinum fjórum tilfellun-
um er um að ræða eftirgjöf á skólagjöldum, sem mun nema
mjög verulegri fjárhæð.
HANMES Kjartansson, aðal-
ræðismaður íslands í New
Y'ork, og Gunnlaugur Péturs-
son, formaður íslenzk-amer-
íska félagsins hér, skýrðu blaða
mönnum nokkuð frá þessum
styrkjum^ í gær.
Kvað Hannes forsögu máis-
ins vera þá að dr. Carsoll V.
Newsom, forseti New York há
skóla, hefði á sínum tíma lesið
hina frægu grein Porters Mc-
Keevers í Harper’s Magazine,
er néfndist „How to throw
away aii air-base“ (eða: hvern
íg fara á að því að kasta frá
sér herstöð), sem mikla athygli
vakti á sínum tíma. Fór dokt-
orínn þá að velta fyrir sér,
hvernig bezt mundi að auka
samskipti og skilning milli
Bandaríkjamanna og íslend-
inga. Var stofnúð allfjölmenn
nefnd áhugamanna um þetta
mál.
I fyrstu var hugmyndin að
setja á stofn kennaraembættj í
íslenzku við New York háskóla,
þar sem kennarinn hefði hálfa
kennsluskyldu, en staríaði að
öðru leyti að því að hafa sam-
foand viö viðurkennda háskóla
um öll Bandaríkin, svo og þá
sjóði, er styrkja væri að vænta
úr, með það fyrir augum að
útvega íslenzkum námsmönn-
um styrki, er gera mættu þeim
kleift að stunda nám í Banda-
ríkjunum á sama kostnaði og
þeir þurfa að bera t. d. á Norð-
urlöndum.
Hugmynd þessi hefur breytzt
nokkuð í meðförum, en svo
langt er nú komið, að New
York háskólj býður fyrrgreinda
sex styrki á næsta ári, Enn er
óvíst um áframhaldíð, en byrj-
unin lofar góðu, er jafnmerk
menntastofnun ríður svo stór-
mannlega á vaðið. Nemur hvor
styrkurinn um sig 250 dollur-
,um á mánuði, ef styrkþeginn sér
sjálfur um að greiða húsnæði
sitt og fæði, eða 125 dollurum
á mánuði, ef háskólinn á að sjá
honum fyrir húsnæði og fæði.
Hinir styrkirnir fjórir eru
ætlaðir þeim, sem þegar hafa
lokið háskólaprófi og hyggðust
t. d. lesa undir meistarapróf í
einhverri af þeim mörgu vís-
indagreinum, sem kenndar eru
við hinar ýmsu deildir New
York háskóla. Styrkir þessir
munu nægja fyrir öllum skóla-
gjöldum.
Formaður íslenzk-ameríska
félagsins hér, Gunnlaugur Pét-
ursson borgarritari, hefur ver
ið beðinn um að vera formað-
ur sérstakrar nefndar, sern
mun taka á móti umsóknum
um þessa námsstyrki og á-
kveða hverjir þá skulu hljóta.
Aðrir meðlimir í nefndinni eru
þeir dr. Sig. Sigurðsson bérkla-
yfirlæknir og Mr. Donaltl Wil-
son, forstöðumaður Uppljlsinga
þjónustu Bandaríkjanna í
R.eykjavík.
Mr. Porter McKeever lét
þess séijstaklega getið, þegar
kunngert var um námsstyrk-
ina frá New York háskóla, að
aðalræðismaður íslands í New
York, Hannes Kjartansson,
hefði lagt fram mjög mikið og
ótrautt starf við að koma á fót
þessum menningarskiptum.
Styrkirnir sex, sem hér eru
auglýstir, koma að öllu leyti
frá New York háskóla sjálfum,
og ekki hefur nefndin varið
neinu af því fé, sem henni hef
ur safnazt, til þeirra. Hins veg-
ar hefur nefndin á prjónunum
ýms önnur verkefni, sem efia
mega menningarstarf milli
landanna, og er nú í undirbún-
ingi að koma á fót íslenzkri list
sýningu vestan hafs, þótt slíkt
I fyrirtæki eigi nokkuð langt í
land ennþá.
Þeir, sem styrkina hljóta,
þurfa að hefja nám við háskól-
ann í byrjun septembermánað-
ar nk. Skrifstofa ísl.-ameríska
félagsins, Hafnarstræti 19, mun
veita væntanlegum umsækj-
endum allar nánari upplýsing-
ar um þessa styrki en umsókn-
ir um þá þurfa að berast skrif-
stofunni fyrir 25. þ. m.
Sú nefnd áhugamanna, sem
áður er getið, Og haft hefur
milligöngu um að styrkir þess-
ir yrðu veittir íslenzkum náms
mönnum, var stofnuð fyrir
rúmu árj síðan. Eins og fyrr
segir, er Porter McKeever for-
maður nefndarinnar, en aðrir
BARNABOÐ
AFMÆLISBOÐ barnsins get-
ur orðið vel heppnað og ánægju
legt fyrir alla aðila, ef það cr
vel skipulagt og því stjórnað
lítils háttar af þeim fullorðnu.
Það er mjög áríðandi að athuga
að eigi boðið að heppnast vel
þarf að sjá börnunum fyrir ein-
hverju skemmtilegu, sem hæfir
aldri þeirra. Hér á eftir fara
nokkrar tillögur um hvernig má
hafa svona boð hjá hinum
ýmsu árgöngum.
Sé barnið fjögurra ára gam-
alt, þá er um að gera að hafa
allt sem einfaldast, því að slíkt
fellur þessum árgangi bezt. Það
er til dæmis óráðlegt að bjóða
mjög mörgum börnum, helzt
ekki fleirum en átta, og helzt
ættu mæðurnar að vera með
börnum sínum í slíku boði allt
boðið út. Nota má setustofuna
fyrir barnaheimili, þar sem
þeirra er gott og séð um að þau
hafi leikföng og þá jafnvel hafi
einhvern . lítinn ódýran hlut,
sem hverju barni er gefinn til
að leika sér að.
Gott er að leyfa börnunum
að leika sér sem mest í um það
bil klukkustund, því að erfitt
er að stjórna þessum árgangi í
leik og því bezt' að hafa þau
sem frjálsust, en gæta þess samt
vel, að þau skemmi ekkert eða
valdi hvoru öðru óþægindum.
Það ríður á að hafa mat- j
seðilinn sem einfaldastan. t. d. j
bara ís, köku og glas af mjólk |
eða kakó. Það fíítti að nægja að I
vera um það bil hálfan tíma 1
meðlimir hennar eru m. a.:
Thor Thors sendi'herra og dr.
Carrell V. Newson, forseti New
York háskóla, en þeir eru báðir
heiðursformenn nefndarinnar.
David Summerfield, fram-
kvæmdastjóri Éimskipafélags
íslands í New York, gjaldkeri;
frú Freda Hlíðdal ritari; frú
Agnes Allen, aðstoða.rritstjóri
Reader’s Digest; Hjálmar
Björnsson, Minneapoiis; Valde-
mar Björnsson fjármálaráð-
herra, Minnesota; Thomas E.
Brittingham jr., Wilmington,
Delaware; Nicholas Craig, fram
kvæmdastjóri Loftleiða í New
York; Raymond Dennett, for-
seti American-Scandinavian
Foundation; Riehard M. Egan,
framkvæmdastjóri fyrir fyrir-
tækinu Structural Concrete
Products Corporation; Hannes
Kjartansson, aðalræðismaðu,r
íslands í N’ew York; Bjarni
Magnússon, framkvæmdastjóri
Sambands ísl. samvmnufélaga
í New York; Albert Sims, vara
forseti fyrir Institute of Inter-
nationaf Eduiation of Dr. Vil-
hjálmur Stefánsson, Dartmouth
háskólanum.
undir borðum, og að því loknu
ætti hver að fara heim til sín.
Þá fengju börnin að taka heim
með sér það sem þeim var gef-
ið, t. d. mætti gefa þeim blöðru
eða eitthvað álíka.
Úr slíku boði er nokkurn veg
inn öruggt að allir færu ánægð-
ir.
Sé barnið hins vegar orðið
sex ára, þá þarf að skipuleggja
leiki þess, þ. e. a. s. barnanna,
sem koma i heimsóknina. Hafið |
ýmsa leiki eða spil tilbúin fyr-
ir þau að leik sér að þegar þau
koma og látið þau strax taka
til við þau.
Það' er engan veginn nauð-
synlegt fyrir mæðurnar að vera
með þessum árgangi, þvi að auð
velt er að skipuleggja leiki og
hafa eftirlit m»ð flestum börn-
um á þessum aldri.
Gptt er að hafa einhverjar-
skemmtilegar veitingar fyrír
þessi börn, t. d. útskornar kök-
ur í alls konar myndum eða
annað skemmtilegt. T. d. sé
hægt að fá lítil plastdýr, eins og
stundum eru innan í búðings-
pökkum þá er tilvalið að binda
sitt við hverja kökri og sjú um
að hvert barn fái aðeins eina,
Að borðhaldi loknu má gjarn
an sýna þeim skuggamjmdir eða
stuttar kvikmyndir séu þær fyr
ir hendi.
Þá er mjög vinsælt hjá þess-
um aldursflokki að fara út sð
ganga í'hóp.
Sé svo barnið orðið níu ára,
þá er hægt að skemrnta gest-
unum með erfiðari leikjum, í.
d. með því að geta gátur eða
láta þau leysa einhverjar þraut-
ir. Jafnvel má háfa smáveríh-
laun handa þeim sem vmna.
.Níu ára börnum þykir gaman
að glíma við þrautir og kunna
.yfirleitt að tapa án þess að taka
því illa. Lika má láta þau
teikna hest eða eitthvað annað
á blað með blýanti, með bundið
fyrir augun,
Einnig þarf að hafa vandaðri
veitingar fyrir þennan aldurs-
flokk, þótt hann kunni einníg
vel að meta smáskemmtun í
sambandi við það, sem á borS
er borið. Vona .ég svo að næsta
barnaboð takist vel.
•v--.
Sá ég Spóa
nýir og gamlir
„Spóa“-þættir
eftir svavar gests.
Hjá höfundi fer saman
rikt hugmyndaflug á-
samt hárfínu og hnit-
miðuðu skopi.
Skopteikningar
eftir Atla Má..
Skemmtilegasta bók
sumarsins.
Omissandi í sumar-
leyfið.
Verð krónur 45.
Férðabókaútgáfan.
Notaðu nú tækifærið
jarmaðu.
og
Kaupum hreinar léreffstuskur
Prentsmiðja Álþýðublaðsins.
FRAM KSÍ KRR
í KVÖLD KL. 8,30 KEPPA
Danska úrvalsliðið - KR
Reykjavíkur-
meistararnir
á Melavellinuni. — Dómari: Guðjón Einarsson.
Línuverðir: Gunnar Aðalsteinsson, Valur Benediktsson.
KR-ingar sigruðu Bury. — Tekst þeim að sigra Danina?
Verð aðgöngumiða kr. 15 stæði — kr. 20 sæti, — kr, 35
stúkusæti, — kr. 5 fyrir börn.
Móttökunefndin.