Morgunblaðið - 25.03.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.1972, Blaðsíða 16
1(5 MORGQNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 25. MARZ 1972 tttgefandi hf. Árvekuc Rðylfljavík Fram'kvaamdastjóri Haral'dur Sveinsson ■Riitstjórar Mattihías Johannesson, Eyjólifur Konráð Jórisson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarss'on. Ritstjórnarfulltrúi Rorbjönn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóíhannsson Auglýsirvgastjöri Ámi Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgrelðsla Aðalstrærti 6, sími 10-100. Augi'ýsingar Aðalstreeti 6, sfmi 22-4-80 Ás'kriftargjald 225,00 kr á 'mániuði innanlands I laiusasöifu 15,00 ikr eirvtakið CRöðugar og verulegar verð- ^ hækkanir undanfarnar vikur hljóta að valda vax- ándi áhyggjum. Ef svo held- ur fram sem horfir, verður óðaverðbólgan orðin óstöðv- andi, þegar kemur fram á sumar. Frá áramótum hefur orðið allt að 36% verðhækk- un á búvöru, þ.e. daglegum neyzluvörum alls almennings. Að sumu leyti stafar búvöru- hækkunin af því, að ríkis- stjórnin ákvað að lækka veru- lega niðurgreiðslur búvöru, þrátt fyrir 50% hækkun á heildar útgj öldum fj árlaga. Að öðru leyti má rekja rætur þessarar miklu búvöruhækk- unar til kjarasamninganna í desember, en bændum ber lögum samkvæmt svipuð kjarabót. Búvöruhækkunin ein frá áramótum hefði orð- ið launþegum og þá sérstak- lega láglaunafólki þung í skauti, sérstaklega vegna þess, að þessi hækkun hefur ekki enn komið fram í kaup- gjaldsvísitölu vegna vísitölu- fals ríkisstjórnarinnar. En auk búvöruhækkunar- innar hafa fjölmargar aðrar neyzluvörur og þjónusta hækkað á undanförnum vik- um. Óþarft er að rekja mörg dæmi þess. Húsmæðurnar, sem að jafnaði annast inn- kaup á matvörum og öðrum nauðsynjum til heimilisins, þekkja þetta vel. Innfluttar matvörur hafa hækkað, bæði vegna verðhækkana erlendis, vegna sílækkandi gengis ís- lenzku krónunnar og vegna kostnaðarhækkana innan- lands. Margvísleg opinber þjónusta hefur hækkað og á eftir að hækka. Þessi verð- lagsþróun er mjög ískyggi- leg. Verði ekki gerðar raun- hæfar ráðstafanir til þess að hafa hemil á henni, boðar það illt eitt. Á miðju sumri á al- menningur von á miklum skattahækkunum, sem munu reýnast mörgum skattgreið- endum býsna þungar í skauti. Þær verðhækkanir, sem þegar hafa orðið frá því að kjarasamningar voru gerðir í desember sl., hafa tvímæla- laust leitt til mjög verulegrar kjaraskerðingar hjá launþeg- um og ljóst er, að sú launa- hækkun, sem þeir fengu út- borgaða í desember hefur verið étin upp með vísitölu- falsi og verðhækkun og raun- ar miklu meira en það. Vinstri stjórnin virtist hafa það eitt markmið í janúar- mánuði að fresta ákvörðun um verðlagsmál fram yfir 1. febrúar sl. til þess að koma í veg fyrir, að verðhækkanir kæmu fram í kaupgjaldsvísi- tölu 1. marz sl., en síðan hef- ur öllu verið sleppt lausu. Einhvern tíma hefði Alþýðu- samband íslands og verka- lýðsfélögin látið heyra til sín af minna tilefni heldur en þessu, Auk þess, sem verðlags- hækkanir hafa þegar skert lífskjör almennings og skatta- hækkanir munu gera það enn frekar, þegar líður á árið, hefur þessi ískyggilega þróun alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir hag atvinnu- fyrirtækjanna, stöðu þjóðar- þúsins út á við og fjármál hins opinbera, ríkis og sveit- arfélaga. Stöðugar kostnaðar- hækkanir hjá atvinnurekstr- inum vegna verðlagshækkana og kaupgjaldshækkana munu verða til þess, að enn verður knúið á um nýjar verðlags- hækkanir til þess að standa undir vaxandi tilkostnaði. Smátt og smátt byrjar þessi víxlverkun að grafa undan stöðu útflutningsfyrirtækj- anna og samkeppnisaðstöðu iðnaðarins heima fyrir og er- lendis. Verði ekki enn frek- ari verðlagshækkanir á ís- lenzkum sjávarafurðum á næstu mánuðum erlendis, er vá fyrir dyrum í fiskvinnsl- unni, þegar líða tekur á árið. Hin mikla þensla í efnahags- lífinu og mikil peningavelta mun einnig leiða til vaxandi innflutnings og stóraukinis þrýstings á gjaldeyrisvara- sjóðinn. Er ekki ólíklegt, að þess fari að sjást merki inn- an tíðar, að gjaldeyrisvara- sjóðurinn minnki fremur en að hann haldi áfram að auk- ast. Áhrif þessarar þróunar á ríkisfj ármálin verða mjög neikvæð og er þó ekki á það bætandi, þar sem ríkissjóður er nú í mikilli skuld við Seðlabankann. Vinstri stjórnin lýsti því yfir við valdatöku sína í sum- ar, að hún mundi sjá til þess, að kaupmáttur launamanna ykist um 20% á tveimur ár- um. Þetta ætti út af fyrir sig ekki að vera erfitt, en þó ber ekki á öðru en að hún mun svíkja það. Vinstri stjórnin lofaði því einnig að halda verðlagsþróuninni inn- an þeirra marka, sem verð- lagshækkanir væru í nálæg- um löndum. Þetta loforð er þegar rokið út í veður og vind. Engin merki eru sjáan- leg þess efnis, að vinstri stjórnin ætli að taka í taum- ana. Hins vegar sýnir önnur stórhækkun á verði áfengis og tóbaks á nokkrum mánuð- um, að örvænting er að grípa um sig hjá fjármálaráðherr- anum. Ekki er heldur ólík- legt, að hann hafi áhyggjur af yfirdrætti sínum hjá Seðlabankanum. En þótt öll- um sé ljóst hvert stefnir, sit- ur vinstri stjórnin aðgerðar- laus. Og ekki er við öðru að búast, þegar vitað er, að ein- stakir ráðherrar eru hættir að mælast við. HVAÐ ÆTLARÐU LENGI AÐ SITJA MEÐ HENDUR í SKAUTI, ÓLAFUR? Þáttaskil í málum * Norður-Irlands EFTIR MARGRÉTI B.IARNASON ÞÁ er að þvi komið, sem lengi hef- ur verið vænzt, að brezka stjómin svipti heimaþingið á N-Iplandi la.ga- og framlkivæimdavaldi um stundarsak ir og iaki stjórn landsins í eigin hend ur. Hafa þannig orðið þáttaskil í málum N-Irlands en spurnin.giln er, hvort næisti þátftur verður friðisaim- legri en sá síða.sti, h.vort hlutaðeig- andi aðilar hafa fengið nóg af deil- um oig hryðj.uverkum og fallast á málamiðlun eða tnvort þeir standa ■við fyrri yfi.rlýsiingar sínar um að berjast till úrslíta. Brezka stjórnin hefur sætf mik- illi gagnrýni fyrir aðlgerðarleysi í málum N-Irlands. En með nokikrum sanni má segja, að henni hafi ver- ið vorkiunin, því fátt, ef noikfcuð, hef- ur bemt til þess, að tillögum til mála- miðiiunar yrði jáfcvætt tefcið. Innan stjórnarinnar hefur rákt ágreiningur um hvað gera skyldi og er vafasamt, að hún hefði láitið til skarar skríða nú, ef hryðj'uverkastarfsemi Irska lýðveldishersins hefði efcki gen.gið jafn lamgft og raun bar vitni síðustu vifcurnar -— ag hættan á gagnað- gerðum mótimælenda farið að sama sfcapi vaxandi. Sú ráðstöfun brezfcu stjórnarinn- ar að svipta Stormont-þingið völd- um, þó ekki sé nema i eitt ár, á sennilega eftir að vekja reiði mót- mælenda. Er ekfci ólifcleg't, að þeir líti svo á, að hún hafi svifcið þá með því að gefast upp fyrir hryðjuverk- um IRA -— því það hefur verið eitt meginatriðið i afstöðu stjórnar Bri- ans Faulfcners, að láta eklki undan oflbelidi, heidur láta hart mseta hörðiu. Lífclega liitur Irsfci lýðvelðishermn einnig s.vo á, að hann hafi neyft brezkiu stjórmina til aðgerða, en vafa m'ál er, að forystulið ha.ns verði þar ifyrir fúsara tii friðar. Þegar firá þv.í var sfcýrt í brezk- um blöðum fyrir rúrwum mámuði, að í vændium væru tilllögur frá breztou stjóminmi til málami'ðlunar, sögðu ýmsir forysfiuimenn. kaþðlsfcra að þær væru viisbending um vamarafstöðu Stormont-stjómarinnar og Breta oig nú væri um að gera að láita kné fylgja kviði, hætta ekiki baráttunni fyrr en sigur væri unninn, Stormomt- þinigið endanile.ga leyst upp oig land- ið allt sameinað umdir eina stjóm. Vissul'ega má til sanns vegar færa, að þessar ráðstafanir brezfciu stjórn- arinnar feli í sér viðurfcenningu á því, að það stjórnarfyriifcomulag, sem Bretar settu N-Irlandi með sfcipt ingu landsins árið 1921, hafi efcki staðizt. Það hefur nú veri'ð vi’ð lýði í hálfa öld og hafa Bretar tiltölu- lega lírt.il afskipti haft af stjórnmála- lífiniu í Ulster. I skjóM þess afskipta- leysis hefiur meirihiliutanum, undir stjórn sambandssinna, tekizt að halda níðri kaþólska minnihlutanum og bei'ta hann misrétti, sem hefði aldrei liðizt i Englandi sjálfu. Við þessar aðstæður hafa eldar óánæigj- unnar nærzt, unz þeir urðu að báli, sem enginm fékk við ráðið. Skipting írlamds á sinum tíma var neyðarúrræði Breta, er ljóst varð, að brezk- ag skioZkættaðir mótmæl- endmr í landinu vildu ekfci við það una, að landlið flengi heimastjórn i heild oig þeir yrðu að lúta yfirráð- um kaþódsfcra íra. Mikið og lengi hafði verið barizt fyrir heimasfjórn fyrir Irland, meðal annars var Gladstone ötull talsmaður heima- stjórnar og einn af fyrstu meiri háitt- ar stjórmmiállamönn.um brezfcum, sem gerðu sér grein fyrir styrfcleika og dýpt þjóðerniskenndar Ira. Þá risu upp samtöfc Orangista á Irlandi og með aðstoð íhaldssamra afla á Eng- landi tófeist þeim að hindra fram- gang málsins. Er sagt, að Gladstone hafi tekið mjög nœrri sér ósigur í þessu máli enda þá orðinn aldur- hiniginn og heWsutæpur. Sfcömmu áður en heimsstyrjöldin fyrri hófst, voru Bretar aítur á móti reiðubúnir að veita Irum heima- stjórn, en aifltur sitrandaði máilið á andstöðu mótmælenda oig miunaði þá litltu að til borgarastyrjaldar kæmi. HeimsstyrjÖMin kom í veg fyrir hana — og frekari framtavæmdir í málimu — en átökin héldiu áfram jafnskjótt og hemni var lofcið. Fór svo, að Bretar treystu sér ekiki til að veita landinu hei'mastjórn gegn vilja mótmællenda og gripu til þess ráðs að skipta landinu. Þeir gerðu það híns vegar með þeim hætti, að innan stjórnarsvæðis mótmælenda varð þriðjiunigur ibúanna kaþólskrar trúar og andvitour skiptingunni. Imn- an áhrifa.svæði’s kaþólsifcm — nú írska lýðveMisins, Eire, varð einnig eftír talsverður fjöldí móitimæienda, — þeir eru nú eitthvað á annað hundrað þúsund — en þótt þeir hafi haflt yfir ýimsu að tavarta varðandli sambúðina í þessu harðkaþólsfca rílki, hefur hlutsfcipti þeirra ékfci ver- ið sambærMegf vi'ð hlutskipti himna kaþóllsfciu í Ulster. Á hinn bógim.n heflu.r tiliviist mót- mælenda á Mandi í sjiáMu sér átt þátt í þvi, að stjórnin í Du.blin hef- ur orðið að fara með gát varðandi deilurnar á N-írlandi. Þar kemiur Jíka til hve háðir Irar enu viðskipt- um við Breta, þei'r mega varla við frekari efnahagssfcerðingu vegna þessara deilna en orðin er með hinni mifclu tatomörtaun á ferðamanna- straumi tiil landsins. Sennilega bindiur meirihiluti íbúa N-Irland.s miiklar vonir við ihlubu.n brezkiu stjómarinnar, fólfcið er löng.u orðið þreytt á því að lifa í stöð- ugri Mfshættu, eiga spremgingu yf- irvofiamdi við hvert fótmál. Þeirri skoðun hefur óðurn vaxið flylgi, að Stormiont-stjórnin geti ekfci unmið buig á starfsemi Irsfca lýðveldishers- ins. Þær i'áðstafanir hemnar að fang- elsa hundriuð mamna, sem grunað- ir eru urn stuðnimg við IRA — án réttarihaldia — hafa einunigis aufcið á blóðsútheHlinigarnar og spremgjur IRA verða öflugri og afdnifaríkari með hverjum degi. Mótrmælagamga 50.000 mótmælenda í Belfast fyrir sfcömimu sýndi á hinm bóginn, að í þeirra fylkingum eru margir reiðubúnir til bardaga. Van- guard-ifyLking Williams Craiigs hefur lömgu lýst siig viðtoúna vo'pnaðri bar- áttu fiyrir frjiálsu Ulster, ef reynt verði að hrófla við stöðu Stormont og séra Ian Paisley er reiðubúinn til að tafca höndum saman við Oi'ai.g, ef nauðsyn krefur. Ef tiil viM verður bein stjórn Breta á N-trlandi till þess að tooma í veg fyrir bongarastyrjöld, — en Edward Heatlh venður áreiðamlega etoki öflundisverðuir af því hlu'tverki sem hann hefiuT tekið að sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.