Morgunblaðið - 27.04.1972, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1972
„Verða að berjast
gegn mér af alefli66
Segir Muskie eftir ósigrana
McGovern sigurvegari dagsins
Boston og Philadelphia,
26. apríl — AP-NTB
„ANDSTÆÐINGAR mínir
verða að berjast af alefli ætli
þeir að konia í veg fyrir að
ég hljóti útnefninguna sem
forsetaefni demókrata,“ sagði
Edmund Muskie, öldunga-
deildarþingmaður frá Maine,
eftir að hann hafði tapað
prófkjörunum í Massachus-
etts og Pennsylvaníu fyrir
George McGovern og Hubert
Humphrey.
Stjórnmálafréttaritararnir segja
þessa ósigra gífurlegt áfall fyrir
Muskie, en engan bilbug er að
finna á Muskie sjálfum.
Sigurvegari dagsins var Mc
Govern, sem fékk 52% atkvæða
í Massachusetts og þar með fylgi
allra 108 fulltrúa fylkisins á
flokksþinginu í Miami 10. júlí
þar sem forsetaefnið vérður val-
ið. Eftir kosningarnar í gær hef-
ur McGovern hlotið flesta full-
trúa, eða 234, Muskie hefur 128
og Humphrey 81. Stuðning 1509
fulltrúa þarf til þess að hljóta út-
nefninguna á flokksþinginu.
Muskie hlaut aðeins 22% at-
kvæða í Massachusetts.
I Peninsylvaniu sigraði Hubert
Humphrey, fékk 35% atkvæða,
Wallace og Muskie fengu 21%
hvor og McGovem kom á hæla
þeirra með 20%. Þess skal getið,
að McGovern háði nær enga
kosningabaráttu í Pennsylvaníu,
en einbeitti sér að Massachus-
etts. Muskie skipti sér hins veg- I fréttaritara að þau skipulagsmis-
ar á milli fylkjanna og hefur nú tök hafi orðið til þess, að hann
sannazt sá spádómur stjómmála- I tapaði báðum kosningunum.
George McGovern
— Parísarviðræður
Framhald af bls. 1
Kissinger ráðgjafa Nixons for-
seta.
Athygli vekur, að viðræðurn-
ar í Paris eru teknar upp svo
skömmu e.ftir leynilega ferð
Kissingers til Moskvu, en blaðið
Washington Post upplýsti í dag,
að Sovétstjórnin hefði á sínum
tíma átt talsverðan þátt í því, að
Parísarviðræðurnar hófust. Sam-
tímis hafi Sovét.menn séð stjórn-
inni í Hanoi fyrir miklu magni
nýtízkulegra vopna.
Bandaríkjaforseti ákvað 23.
marz sl. að hætta þátttöku í
Parísarfundunum til þess, að
hann sagði, að „reyna að stöðva
þriggja og hálfs árs málþóf Norð-
ur-Víetnama.“ Lagði hann þó jafn
framt áherzlu á, að Bandaríkja-
menn væru reiðubúnir til raun-
verulegra samningaumleitan.a,
Sjómaður — lista-
maður, snillingur
- Ummæli Sigurðar Bjarnasonar
*
sendiherra Islands, um
Jóhannes Kjarval
í Berlingske Tidende
Kaupmannahöfn, 26. apríl.
Frá fréttaritara Morgunbl.,
Gunnari Ryt'gf -d.
Berlingske Tidende birtu í
dag minningargrein um Jó-
hannes Kjarval eftir Sigurð
Bjarnason, sendiherra íslands
í Kaupmannahöfn. Voru þar
fyrst rakin æviatriði lista-
mannsins, frá því hann var
ungvir bóndasonur og sjómað-
ur, þar til hann gerðist einn
af ástsaslustu listmálurum ís-
lendinga, og þekktur sem stór
brotinn listamaður «m öll
Norðurlörid og víðar.
Siðar segir í grein sendi-
herrans:
Jóhannes Kjarval var ó-
gleymanlegur persónuleiki,
i-ár og grannur, augun leiftr-
andi og svipurinn mikilfeng-
legur. Plann var engum öðr-
um líkur. Sumum fannst á
stundum sem hann talaði ó-
ljóst. En hann var fjölgáíað-
ur, stundum dálítið bæðinn,
skáldmæltur og skrifaði sér-
kennilegar ba?kur og spaugi-
leg Ijóð.
Hið íslenzka landslag var líf
hans og yndi, hraunið, mos-
inn og fjöllin. Inn í landslags-
myndir hans blönduðust svo
ævintýrið, huldu.fólkið, tröll
og hafgúur.
Jóhannes Kjarval var í
senn snillingur og barn. Verk
hans voru eftirsóknarverðustu
og dýrmætustu málverk þjöð-
arinnar, en hann átti oft til
með að gefa þau vinum sín-
um, bílstjóranum sínum eða
þvottakonunni.
Hann elskaði í.slai.d og nátt-
úrufegurð. Hið mikla haf og
hina bláu strauma þungra
vatna.
Við and’át Kjarvals lýkur
merkum þætti í íslenzkri lista
sögu og menningarlífi. En.g-
inn myndiistarmaður hefur
markað dýpri spor í ís'.enzku
mennin.garlifi.
Það er Islendingum gleði-
efni, að Kjarval var ve! þekkt
ur meðal frændlþjóðanna á
Norðurlöndum, ekki sízt hér
í Danmörku. Hér eiga margir
listaverk eftir hann, og hér
var sérkennileg og stórbrotin
list hans míkils metin.
í lok greinarinriar getur Sig
urður Bjarnason þess, að bæði
börn Kjarvais og Tove Kjarv-
als, rithöfundar, konu hans,
Sveinn Kjarval arkitekt og
Aase Lökken, keramikker,
séu nú búsett í Danmörku.
Jóhannes Sveinsson Kjarval
hefur iokið sinni löngu veg-
ferð gegnum lífið og listina.
En verk hans lifa fram um
aldirnar. ísland og öll Norð-
urlönd hafa misst einn af sín-
um stærstu sonum, sagði
sendiherrann i lolk greinarinn-
ar í Berlingske Tidende.
bæði eftir opinberum og leyni-
legum leiðum.
Fyrir rúmri viku lýstu bæði
William Rogers, utanríkisráð-
herra, og Melviin Laird, land-
vamaráðherra Bandaríkjanna,
því yfir, að viðræðurnar í París
yrðu ekld teknar upp aftur fyrr
en sókn N-Víetnama í S-Víetmam
hætti. Sögðu þeir, að sendinefnd
N-Víetnams og Víet-Cong notuðu
fundina til þess eins að koma á
framfæri áróðri sínum og sýndu
enga raunverulega viðledtni til að
leysa málin.
Utanríkisráðherra N-Víetnamis,
Xuan Thuy, hafði á hinn bóginn
lýst því yfir á blaðamannafundi
17. apríl sl., að Le Duc Tho gæti
farið til Parísar, til áframhald-
andi leyniviðræðna, ef Banda-
ríkjamenn féllust á að taka aft-
ur upp hina vikulegu fundi þar
og hætta jafnframt loftárásun-
um á N-Víetnam. Nú hefur stjórn
N-Víetoams fallið frá kröfunni
um að loftárásum verði hætt og
Bandaríkjastjórn f.rá sinmi kröfu
um að sókn N-Víetnam.a í S-Víet-
nam linni.
AP hefur eftir Charles W.
Bray, talsimanni utanríkisráðu-
neytisins í Washimgton, að ekki
sé víst, að viðræðunum verði
haldið áfram eftir fundinn á
morgun, það fari alveg eftir því,
hvort þar komi fram einhver
alvarleg viðleitni til samninga.
Sem fyrr segir, hefur blaðið
The Washington Posit skýrt svo
frá, að Sovétstjórnin hafi „á
nofekrum erfiðum augnablikum“
lagt hönd á plóginm í því skyni,
að koma á friðarviðræðunum i
París, samtímis því, sem hún sá
Hanoi-stjórninni fyrir nýtízku-
legum vopnum til þess að mota
í Víetnam. Blaðið segisf byggja
þessar upplýsingar á skýrslu,
dagsettri 21. desemtoer 1969, sem
hafi verið unnin fyrir öryggisráð
bandaríska ríkisins. Virðist mega
ráða af frétt AP um mál þetta,
að skýrsla þessi sé sú hin sama,
sem New York Times, News-
week og dálkahöfundurimn Jack
Anderson hafa áður birt kafla úr.
Þar er að finma almennt yfirlit
yfir styrjöldina í Víetnam um
þær mundir, sem viðræðurnar í
París voru að hefjast og Banda-
ríkjamenn að draga úr loftárás-
um sínum á N-Víetoam.
í skýrslunni er talað um, að
Valerian Zorin, sendiherra Sovét-
ríkjanma í Washington, og Valem-
tin Oberemko, sendiherra þeirra
í París, hafi verið milligöngu-
menn um að viðræðurmar hæf-
ust. Þá hafi hins vegar
stjórnirnar í Moskvu og Hanoi
harðmeitað því, að Rússar ættu
þar nokkurn hlut að máli. — í
skýrslunmi segir, að Hanoi-stjórn-
in hafi ekki gefið Sovétstjórn-
inmi neitt neitunarvald varðandi
tilraunir til að hefja viðræðurn-
ar, en haft er eftir William P.
Rogers, utanríkisráðherra, að
hún hafi engu að síður gegnt
veigamiklu hlutverki í þeim efn-
Fishing News;
Gagnrýnir land-
helgisbæklinginn
I LEIÐABA brezka blaðsins
Fishing News 7. anríl sl. er
fjallað nm „áróður“ fsleiul-
inga til að réttlæta útfærslu
landlielginnar og hann gagn-
rýndnr liarðlega. Leiðarinn
fjallar um bækling, sem Hann
es .lónsson blaðafnlltriii ís-
lenzkn ríkisstjórnarinnar bjó
til prentunar.
I leiðaranom er spurt hvað
verði um frið og öryggi fiski-
manna þeirra landa, sem
verst verði úti veigna útfærsl-
unnar. Er í þessiu sambandi
vitn-að til ummæla Ólafs Jó-
hannessonar forsætisiráðherra
í lanidhelgisiumrseðiunum á Al-
þingi, þar sem hann sagði:
„Islendingar hafa ætíð orðið
að berjast fyrir rétti sinum.
Þeir hafa aldrei fengið neinu
framgemgt mieð öðrum hætti.
Eins og áður verða þeir nú
að tala það mál, sem kemur
andstæðingum okkair í skiln-
ing um að okkur er alvara.
Það þýðir ekkert að tala tæpi-
tungu, slikt hjálpaði aldrei í
sjálfsitæðisbaráttu Islend-
inga.“
Þá segir að Mklega hefði
bæklingurimn orðið ísilending-
um að meira gagni, ef hann
hefði verið takma.rkaðiur við
nokkrar blaðsíður, en ekki 48
síður og ef höfundurinn hefði
staðizt þá freistingu að vitna
í svo alvitran mann uim f.reis-
ið á hafinu, eins og Lee Met-
calf, öldunigadeildarþing-
mann frá Montanafylki, sem
hvergi liggur að sjó.
Þá segir í leiðaranum að
það sé leiðinlegiur galli á þess-
um opinbera bæklingi, hvern-
ig farið sé í kringum sann-
leikann. Notaðar töb.ir og stað
reyndir algerlega slitnar úr
samhengi úr greinum, sem
skrifaðar hafa verið í erlend-
um fjölmiðliuim, þar sem fek-
ið hefur verið undir staðhæf-
ingar íslendinga unn rányrkju
erlendra fisikimanna á Islands
miðum, þar sem brezkir fisiki-
menn eru höfuðpauramir.
M. a. segi í bækhn.gnium að
fyrir nokkru.m áruim hafi sild
verið um helmingur heildar-
afla íslendinga, en nú hafi
stofninn verið þurrausinn
vegna rányrkju margra er-
lendra þjóða. „Þessar mörgu
þjóðir, segir Fishing News,
„voru auðvitað íslendingar og
Norðmenn, sem sín á mi’lli
veiddu um 4/5 af himum gif-
urlega magni Atlantshafssild-
arinnar."
Leiðaranum lýkur á eftir-
farandi hátt.
„Skipaskráningabækur —
Lloyds eru notaðar sem heim-
iidir, þar sem segn að Bretar
áttu aðeins 9 to-gara yfir 900
lestir árið 1963, en 1969 hafi
þeir verið orðnir 31. Hins veg-
ar er ekkert á það minnzt, að
stóru skipin eru frystitogarar,
sem sjaldnast veiða á íslands-
miðum.
Þessi staðreyndaleit, leiðir
til nokkurra athyglisverðra
andstæðna. Á bls. 9 er okk-
ur sagt að stórveldin styðji
minni fisikveiðilögsögur, til
þess að þau geti sent hin risa-
stóru og velútbúnu verik-
smiðjuskip, sem næst strönd-
utm strandríkjanna. Á bls. 6
er aftur á möti bent á það að
meiri fjárfesting sé að baki
eins i.slenzks sjómanns en hjá
flestum öðrum fiskiveiðiþjóð-
um. Hann notar aðeins beztu
skip, tæfeni og tæfei. Hann
veiðir meiri fisk en sjómenn
annarra þjóða og 1969 var afl-
inn 143,3 lestír á hve-rn ís-
lenzkan sjómann, miðað við
60—90 lestir á sjómann hjá
„stórveldunum með stóru ný-
tízku fisfeiskipaflotana."
— Vietnam
Framhafel af bls. 1
Ein þeirra var á þorpið Thrung
Lap, sem er um 32 km fyrir norð
vestan Saigon. Af hundrað hús-
um í þorpinu stóð aðeins eiti
uppi í dag og fyrir utan dyr
hússins lá tveggja metra löng
ósprungin sprengja.
Lykilstaða S-Víetnama í strand
héraðinu Phu My við þjóðbraut
1 hefur verið undir stöðugri árás
í nær sólarhring, að þvi er frétta-
menn AP segja. Þeir herma og
að hermenn N-Víetnama hafi ein
angrað bæ einn í Bong Song-
héraði og neytt óbreytta borgara
með vopnavaldi til að starfa fyr-
ir sig.
Enn standa bardagar við borg-
ina An Loc, sem er um 95 km
norður af Saigon. Var hún undir
nær stöðugri skothríð N-Víet-
nama í allan gærdag.
— V-Í»ýzkaland
Fratnhald af bls. 1
að nokkrir þingmenn Frjálsra
demókrata, — ti.lgreindír eru
Wolfram Dorn, Wilhelm Helms,
Knut Von Kúhlmann-Stumm og
Gerhard Kienbaum — greiði at-
kvæði með stjómarandstöðunni.
Þorir eimginn að spá um úrslit
þessa máls.
1 NTB frétt frá Möskvu segir
að Nikolai Podgorny haf'i tjáð
nýskipuðum sendiherra Vestur-
Þýzkalands í Moskvu, er hann
afhenti forsetanum trúnaðar-
bréf sitt, — að Sovétstjórnin
muni ekki ganga til nýrra samn-
inga við Vestur-Þjóðverja um
griðasáttmála. Sagði Podgorny,
að Sovétstjórnin væri reiðubúin
að uppfylla öll ákvæði austur-
samninganna og starfa í fuliu
samræmi við anda og bátestaf
þeirra.
Lögreglan v-þýzka hefur uppi
talsverðan viðbúnað við þin.ghús-
ið í Bonn, þar sem búizt er við
því, að mannfjöldi safnizt þar
saman meðan atkvæðagreiðslan
fer fram, og jafnvel þegar i
kvöld eða nótt.
Egon Bahr, ráðuneytisstjóri,
sem hefur verið i Austur-Berlín
að ræða samgöngumálin milli
A- og V-Þýzkalands flaug
í skyndi í dag til Bonn, þar sem
hann ráðfærði siig við Brandt og
Walter Soheel, utanríkksráð-
herra. Var uppi orðrómur um
það í Bonn, að viðræðurnar um
samgöngumiálin væru alve'g á
lokastigi og hann hefði feomið til
að fá endanlegt samþyikki stjórn-
arinnar, áður. en hann skrifaði
undir. Er talið hugsanlegt, að
slá'kt -gætí haft einhiver áihrif á
atkivæðagreiðsluna á morgun.
Camre játar sök
Kaupmanmahöfn, 26. april.
— NTB. —
DANSKI þingmaðurinn Mog-
ens Camre játaði fyrir rétti í
dag, að hann hefði gerzt sekur
nm að hafa ólöglegt vopn í
fórum sínum.
Hann neitaði hins vegar að
vera sekur um ólöglegan
vopnaflutaing inm í Dan-
mörku. Skammbyssa fannst í
farangri Gamres á Kastirup-
flugvelli, þar sem hann var að
bíða eftir flugfari til Austur-
ríkis, en Camre hafði rétt áð-
ur komið frá Stolkkhólmi. —
Byssuna var Camre að geyma
fyrir vin simn, að því er hann
segir. Mál þetta vakti mikið
umtal er það komat upp 18.
októbar sl.