Morgunblaðið - 27.04.1972, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRlL 1972 17
Þorvaldur Gardar Kristjánsson, alþingismaður:
Fasteignaskattar og
réttlæti ríkisstjórnarinnar
Við setoimgu hinna nýju
skattalaiga héldiu stjórnar-
liðar fram, að þeir væru að
létta skattbyrðum af þeim,
sem verst væru settir í þjóð-
félaiginu, en að sama skapi að
leggja þyngri byrðar á hina
með breiðu bökin. Frá þessu
sjónarmiði sögðu þeir fjór-
fjö’.dun fasteignaskattsins
vera réttlætismál. En hvert er
nú þeirra réttlæti?
Fasteignaskatt'ur þýðir, að
ein tegund fjármunamyndun-
ar er skattlögð umfram aðrar.
Þótt ménn kunni að 'greina á
um fasteiignasikatta, fer þess
vegna naumast milli mála, að
fasteignaskattur er til þess
fallinn að draga úr f jármuna-
myndun í húsbyggimgum,
íbúðarhúsum og bygigingum í
þágu atvinnuveganna. Af
þessu leiðir, að fas-teignaskatt
ur er til þess fallinn að örva
fjármiunamynidun á einhverj-
um öðrum sviðum, svo sem
t.d. til að örva kaup verð-
bréfa eða hlutabréfa. 1 fram-
haldi af þessu má þá
spyrja, hvort ájstæða sé tii að
skattleggja meir þá fjármuni,
sem eru bunidnir við jörðina,
en hina, sem geymdir eru í
bankahólfum eða peninga-
skápum.
Fasteignaskattur hefir eitt
það einkenni, sem skilur á
milli hans og ancnarrar s!katt-
heimtu. Fasteignaskatturinn
er lagður á án' tiliits til hinn-
ar raunverulegu eiignar gjald
andans. Aftur á móti er önn-
ur skattheimta eftir hlut
'gjaidandans, hivort h-eldur er
í eign, tekjum eða neyzlu.
Þannig er söluskattur greidd
ur eftir þvi, hve neyzta gjald
anda er mikil. Tekjuskattur
og útsvar eru greidd í álkveðnu
hlutfalli við tekj'ur gjald-
anda. Og eignarskattur er
greiddur af eignarf jármunum
að frádregnum skuldum
gjaldanda eða nettóeiign. En
fasteignaskattur skai greiðast
jafnt af fátœka manninum,
sem á fasteign sína í sk'uld,
og hinum rí'ka, sem á fasteign
sína skuldlausa.
Fasteignaskattur kemur nið
ur á atvinn'uvegunum með af-
ar mismunandi hætti. Það er
mjög mdsjafnt, hvað atvinnu-
reksturinn þarf á miklum fast
eignum að halda. Sá atvinnu
rekstur sem við oft köll-
um framleiðsluatvinnuvegina,
þarf á mestum fasteignum að
halda. Það er sama, hvort það
er í sjávarúbvegi eða land-
búnaði, hvort það eru hrað-
frystihús og fiskimjölsverk-
smiðjur eða peningshús og
sláturhús. Fasteignaskattur
beinist fyrst og fremst að
þeim atvinnuvegum, sém
leggja verða mest í fasteign-
Þorv. Garðjir Krist.jánsson.
ir. Og innan einstakra at-
vinniugreina getur skattur-
inn einnig komið mjög mis-
jafnt niður, svo sem t.d. i
verzlun. 8ú verzlun, sem fæst
mest við svokailaða nauð-
synjavöru, þarf alla jaftnan
mest á fasteignum að halda
við reksturinn. En það er
hægt að reka umfangsmi'kla
verzlun með munaðarvörur
án þess að umtalsverðar fast-
eignir þurfi að koma til.
En svo mjög sem áhrif
fasteignaskatts eru vafasöm á
atvinnureksturinn i landinu,
þá fær almenningur fyrst oig
fremst smjiörþefinn af honum
í formi skattlagningar ibúðar
húsnæðis. Þetta á við allan
fjöldann. Það er algengara, að
einstaklingar eigi sitt eigið
íibúðarhúsnæði hér á landi held
ur en nokkurs staðar annars
staðar í nálægum löndum.
Þetta er svo algengt, að ann-
að telst nálega til undantekn
ingar. Þetta er almenna regl-
am, hvort heddur það eru efn
aðir borgarar eða 'fátækt
fólk. Það stefna allir að því
að koma sér upp þaki ytfir höf
uðið. Og það er mikið álag á
margt fólik og ekki sízt það,
að sjálfsögðu, sem verst er
sett fjárhagslega, fátækt
launafólk. En þetta fólk hef-
ir sýnt, að það hefir dug og
þrek til þess að framkvæma
þetta. Það framikvæmir
þetta oft á tíðum með nærri
ofurmannlegri vinnu, spar
semi og hagsýni. Með fjór
földun fasteiignaskatts er veg
ið að þessu fólki. Höggvið er
þar sem hlífa skyídi.
Allir þurfa þak yfir höifuð-
ið í einhverju formi. Hækkun
fasteignaskattanna aftrar ekki
þeim, sem eru vel efnum bún-
ir að búa í eigin húsnæði. En
hinum fátæku er gert erfitt
fyrir. Stefnt er því i átt til
þess, að eigið húsnæði verði
forréttindi hinna efnameiri
en leiguhúsnæði hl'Utskipti
hinna, sem minna mega sín.
Stefnt er frá jöifnuði þeim
og dreifinigu þjóðarauðsins,
sem fylgir hinni almennu
íbúðareign, til eignaraðildar
á færri höndum.
Þetta kemur sérlega hart
niður á umgu fólki, sem er að
hefja búskap og vill koma
sér upp eigið húsnæði. Það
hefir þótt á undaniförnum ár
um ærið átak. En nú er ekki
látið við það sitjá að marg-
falda fasteignaskattinn af
þessu húsnæði heldur jafn-
framt er þetta fióik svipt rétt-
inum til að draga frá til út-
svars vexti af lámum þeim.
sem það hefir þurft að taka
tii að koma upp húseign sinni.
Þegar svo er komið, þarf
emgan að undra, þó að margur
ungur maður fari að hugsa
sig vel 'um, áður en hann tek-
ur á sig byrðar þær, sem nú
fyleja því að koma sér upp
eigin 'húsnæði.
Þessu er ekki til að
dreifa með þá, sem eldri eru.
Gamla fólkið hefir þegar tek
ið sína ákvörðun. Það hefir
lagt á sig það erfiði, sem
fylgdi þvi að koma sér upp
þaki yfir höfuðið i trausti
þess að njóta þess á elliárun
um. En með hinni mikliu hæfck
ún fasteignaskattsinis er í
fjölda tilfella stefnt i voða
möguleikum þessa fólks til að
halda íbúðum sínum. Þessu
fólki er gert ökleift að njóta
þess, sem það hefir lagt á sig
oft á tiðum alla starfsævina.
Gamalt fól'k, sem lifir af
ellistyrk símum og e.t.v. því,
sem það hefir sparað af naum
um laúnatekjum á löngum
starfsdegi, stendur ekki und-
ir þessari auknu byrði og
verður því að grípa til þess
úrræðis að losa sig við eigið
húsnæði. Öðru máli gegn-
ir með þá, sem eru vel efnum
búnir. Þetta heitir réttiæti á
máli stjórnarsinna.
Hér hefir verið fjallað um
fasteignaskatt og réttiæti rík-
isstjórnarinnar. Slæmt er
þeirra ranglæti, en verra er
þeirra réttlæti.
Johan Jörgen Holst — Hinn smái og hinn voldugi I:
Norrænt öryggi og þróun f lota-
mála á NA-Atlantshaf i
Við erum nú á breytingar-
tímum í samskiptum ríkja í
Evrópu. Skipulag og starfs-
aðferðir fortíðarinnar verða
vafalaust ekki fyrirmynd
framtíðarinnar. En sérhver
breyting krefst mats á
reynislu hins liðna. Við kunn
um að vita, hvar við erum
og hvernig við komumst hing
að, en við vitum ekki, hvert
við höldum. Á slíkum tímum
kunna vonir og draumar heið
arlegra manna að vera langt
á undan atburðum samtíðar-
innar. Við getum ekki gert
upp hug okkar og greint al-
gjörlega á mi'lli þekkingar-
innar á því, sem gerzt hef-
ur, og draumsýnarinnar um
framtíðina.
Á tímum eins og þessum er
sérstaklega mikilvægt, að
fyigjast með stefnu og þró-
un ytri krafta í því skyni að
laga stjórnmálastefnur að
kröfum framtíðarinnar.
Lðndin umhverfis Noregs-
haf eru öll þátttakendur í
þeim breytingum, sem nú eru
að gerast á alþjóðavettvangi.
Sérstaklega er mikilvægt að
átta sig á þessum breyting-
um, þar sem svo margir þætt-
ir alþjóðamála tengjast á
þessu svæði. Fyrirhuguð
stækkun Efnahagsbandalags
Evrópu við aðild Dammerk-
ur, Noregs, Írlands og Bret-
lands að því mun skapa nýj-
an vettvang og áður ókunna
staðreynd í evrópskum
stjórnmálum, ný rikjatengsl
og skuldbindingar. Hraðinn
og þunginn í endurreisn Vest
ur-Evrópu mun að nokkru
leyti ráðast aJ því, hvernig
skuldbindingum Banda-
rikjanna gagnvart Evrópu
verður háttað. 1 þvi efni mun
þáttur íslands skipta miklu,
hvort sem hann verður efn-
islegur eða formlegur. Auk-
in óvissa um getu Bandaríkj
anna til afskipta í Norður-
Evrópu leiðir óhjákvæmilega
til þess, að jaðarríki Evrópu,
eins og Dajimörk og Noreg-
ur, verða að treysta stöðu
sína í álfunni.
Einnig eru, líkur á endur-
reisn í samskiptum austurs
og vesturs í Evrópu. Við er-
um ekki við hlið Nirvana,
heldur stöndum við frammi
fyrir tímabili, þar sem fom-
ir múrar hugmyndafræðilegr
ar kreddu og landskiptingar
munu riðlast. Við verðum
einnig að átta okkur á landa
merkjum: Hver eru landfræði
leg mörk þeirrar Evrópu, sem
er í mótun? Hvernig er unnt
að stuðla að breytingum án
þess að raska samtímis því
öryggi og þeirri ró, sem skap
azt hefur?
Mér virðist, að öll ríki í
Bvrópu þ. á m. jaðarrikin við
Noregisfhaf séu skuldbundin
til að meta aðgerðir sínar inn
an ramma samevrópskrar þró
irnar. Þess vegna verða að-
gerðir í innanríkismálum ein
stakra ríkja oft að miðast við
framvindu endurreisnarinn-
ar í Evrópu, til þess að þær
stangist ekki á við viðtekið
skipulag og almennan stöðug
leika.
Bandaríkin hafa tryggt
ríkjandi frið í Evrópu.
Traustið á þessa tryggingu
byggist að verulegu leyti á
því, að þær hernaðar-
legu skuldbindingar, sem ætl
að er að koma í veg fyrir
forystuhlutverk Sovétríkj-
anna í evrópskum stjórnmál-
um séu augljósar og fyrirsjá-
an'legar. Flókið jafnvægi að-
halds og skuldbindinga, sem
hefur skapazt í Norður-Evr-
ópu virðist vera í beinum
tengslum við það, að Banda-
ríkjunum takist með afskipt
um sínum að koma i veg fyr-
ir, að Sovétríkin hljóti stjóm
málalegan ávinning af svæðis
bundum hernaðaryfirburð-
um. Traustið á, að Bandarík-
in geti staðið við skuldbind-
ingar sínar, byggist að mjög
verulegu leyti á dvöl Banda
ríkjamanna á íslandi.
Ógnarjafnvægið og jafn
vægið í gagnkvæmum viðbún
aði, sem rikir milli risaveld-
anna tveggja, er nú til um-
ræðu í samningaviðræðum
milli Washington og Moskvu.
Svo vill til, að alvæpnið, sem
er grundvöllur jafnvægisins,
nær til — og það í æ ríkara
mæli — vopna á hafi úti, sem
eru á Noregshafi eða nauð-
synlegt að flytja um það.
Samningaviðræðurnar um
takmörkun gereyðingar-
vopna, eru nú á viðkvæmu
stigi, þegar búast má við ým-
iss konar þáttaskilum. Eftir-
litsstarfið á hafi útl, sem unn
ið er frá Keflavík á Islandi
og Andey í Noregi, er þátt-
ur í heildarmyndinni, sem
mótar jafnvægið milli ris-
anna. Þannig gæti stöðv-
un og/eða endurmótun eft-
irlitsstarfsins frá þessum
tveimur jaðarlöndum Evr-
ópu haft áhrif á vilja og
áhuga risaveldanna í viðræð
unum um takmörkun gereyð-
ingarvopna (SALT), einkum
þar sem í starfinu felst eftir-
lit með siglingum kafbáta,
sem búnir eru langdrægum
kjarnorkueldflaugum.
Liklegt er, að hernaðarlegt
gildi adls Norðurheimskauts-
svæðisins aukist, þegar fram
líða stundir, vegna tækniþró
unarinnar við smíði lang-
drægra vopna; nýtingu nátt-
úruauðlinda á landssvæðinu
við Ishafið og á landgrunni
þess og þeirra nýju sam-
gönguleiða miHi iðnkjarna
veraldarinnar, sem verða til
í tengslum við þetta.
★
Lítum þá nánar á þau her
stjórnarlegu vandamál, seom
eru í tengslum við þróunina
á Norðaustur-Atlantshafi að
mínu mati. Ég mun leitast við
að draga fram forsendur
stefnumótunar en ekki setja
fram ákveðna stefnu fyr-
ir ríkin umhverfis Noregs-
haf.
í upphafi verður að hafa
hugfast, að eitt af jaðarríkj-
unum á þessu svæði, Noreg-
ur, á landamæri að Sovétríkj
unum. Loftf jarlægðin frá
landamærunum til Kólafjarð
Framhald á bls. 23
Tafla 1. Sovfizki flotinn.Heildarfjöldi og dreifing hans f Norðurflotann oz Evstraaalt*.
flotann. »
Heildar- Noröur- Eystrasalte-
fjöldi flotinn flot'inn
Pyrlumfiðurskip (orrustuskip) CH® 2(3) -
Eldflauga-teitiskip CLGM 10 3 2
Beltislcip GL 10 2 3
Eldflauga-timdurspillar DLG/DDGS 40 8 6
Tundurspillar DD 60 15 12
Elðflaugaf-eftirlitsbfitar (OSAAOMAR) 150 20 40
Uthafs-fyígdarskip DE/PCE 100 35 20
Strand-fylgdarskip PO/SC 250 40 70
Hraöskreiðir eftirlitsbfitar 250 60 125
TundurduflaslŒðarar MSP/MSMAiHC 300 60 120
Landgöngu skip LST/LSM/LSV 120 25 42
Landgönguprammar LCG 120 - 15
Dfsilkafbfitar meðaldrægir SS(W,R) 140 50 50
Dfsilkafbátar skammdrægir SS(q) 15 - 10
Dfsilkafbfitar langdrægir SS(P,Z) 60 30 15
Kjamorkukafbfitar langdrægir SSN (N,C,V) 22 18 -
Kjamorkukafbfitar skammdrægir SSN (b) 4 - -
SSCM^kaftoStár (aísil) SSO (j,w) 28 12 2
SSCM kafbfitar (kjamorku) SSGN (e) 33 20 _
SLBsftiafbStar (aísil) SSB (o,z) 28 15
SXiBM kafbátar (kjamorku) SSBB (h,y) 35 25 -
SSCMtSurface-to-surface continental miesilejþ.e.langdrœg eldflaug,sem skotið er
frí yfirbotði sjfivar,
*SIBM:Subraarine-1aunched ballisctic missile,þ.e.langdiwg eldflaug,sem skotið «r
tír kafi.