Morgunblaðið - 27.04.1972, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1972
SAGAIM
TVITIJG
'STULKA
OSKAST.
I þýðingu Huldu Valtýsdóttur.
„Vel af sér vikið, Duggers.
Við unmim í fyrstu lotu.“
„Heldiurðu, að það sé ráðlegt
að espa hann svona að ástæðu-
lausu?"
Loks fengum við drykkinn
en sigurinn var ekki nema hálf-
ur. Harold kom aftur, um leið og
oktour voru rétt glösin, afþakk-
aði sjálfur en borgaði fyrir okk
ur. Síðan stóð hann þegjandi svo
sem spönn frá okkur og
beið. Roy reyndi að tefja tím-
ann, hélt langar tölur um t»n-
listarmenn, sem Harold þekkti
hvorki haus né hala á. Tiu mín-
ótum síðar vorum við þó komn-
ir inn í matsalinn. Á miðju gólf-
inu var stórt borð alþakið alls
kyns smáréttum. Allt var þó
ósnert á diskunum þar og mér
fannst að svo mundi verða fram
vegis. Við settumst við borð í
einu horninu. Yfir okikur hókk
málverk af hertoga eða aðais-
manni í fullri líkamsstærð. Af
svipnum að dæma var hann
greinilegt dusilmenni, hvort sem
hann var fasisti eður ei. Mat-
seðillinn lá fyrir framan okkur
og lítil blokk með blýanti hjá
Harold þar sem pöntunin skyldi
skrifuð. Hann hófst strax handa
og skrifaði sdna pöntun um leið
og hann muldraði fyrir sjálfum
sér (eða okkur):
„Saxaðir tómatar. Kjöt og
nýrnabúðingur. Mergur og
franskar baunir." Ég sá að þetta
var skrifað á lausan miða sem
fylgdi matseðlimum og var það
sem fljötlegast var að framreiða.
Ég sagðist vilja það sama og
hann. Harold skrifði það nið-
ur. Roy var hins vegar ekki eins
fíjótur að ákveða. Hann velti
vöngum og lyfti brúnum á víxi.
Loks sagði hann:
„Saxaða tómata, já. Og . . .
ætli ég fái svo ekki önd með
appelsínusósu og hrásalati."
„Þrjá skammta af söxuðum
tómötum." Harold bætti því á
biaðið. „Önd með . . . hvar er
önd á seðlinum ?“
„Hérna,“ sagði Roy með
áherzlu og benti á síðuna, sem
merkt var „a la Carte".
„Nú . . . nú, já, þarna. Önd,“
sagði hann svo með svip svæs-
innar grænmetisætu. Hann gerði
sig ekki líklegan til að skrifa.
Roy strauk hendinni og
lét eins og honuim hefOi loks tek
izt að leysa mikið vandamál. „Má
ég annars breyta pöntuninni?"
„Jú, mikil ósköp."
„Ætli ég fiái ekki heldur heil-
an humar, — já, takk fyrir —
fylltan með kavíar. Og svo hrá-
salat, eins og ég sagði áðan.“
„En það er orðið áliðið og ég
er hræddur um að þessi réttur
sé ekki tilbúinn eins og — eh,
— til dæmis kjöt og nýrnabúð-
ingurinn."
„Humarinn og kavíarinn eru
tilbúnir hver fyrir sig. Þeir mega
koma með þetta sitt í hvoru
iagi. Ég get sjálfur sett kaviar-
inn í humarinn.“
Þá gafst Haroild upp. Hann
tók því eins og hetja, þegar Roy
bað um tvöfaldan kampavins-
kokteil, en leyfði sér að stinga
upp á flösku af Chabliin-vini.
Roy sagðist fiá brjóstsviða af
ódýrum hvítvínum. Harold
stillti sig enn, og hugsaði Roy
greinilega þegjandi þörfina.
Maturinn var tafarlaust borinn
á borðið og vínið sömuleið-
is. Annaðhvort voru vinnuaf-
köstin óvenju góð þennan dag
eða þjónamir höfðu sína
reynsiu af viðskiptum við Har-
oid. Á meðan Roy jós kavíarn-
um á diskinn sinn, fannst mér
ég lesa það úr svip Haroids,
hvers vegna hann hafði valið
þennan stað til fundarins. Har-
old var það ljóst, að þarna
mundi Roy varast að missa
stjórn á sér, rjúka burt í fússi
eða ráðast á hann. Harold var
lika minni að manni. Ef Roy
tækist hins vegar ekki að halda
sér í skefjum, var Retrencement-
klúbburinn einmitt rétti staður-
inn. Það var Harold vissulega í
hag, ef Roy yrði sér til skamm-
ar innan um gesti klúbbsins.
Álit mitt á Harold jókst, enda
þótt mér væri það þvert um geð.
Hann vissi, að fullyrðingar
Roys um fyrirlitningu sína á
þeim anda, sem þarna ríkti og
fólkinu, sem þarna var, voru orð
in tóm. Hann hellti víninu í
glösin og hafði ekki augun af
Roy um leið og hann dró sam-
anbrotið blað upp úr brjóstvas-
anum.
„Við skulum þá snúa okkur
að erindinu. Þér eruð óæskileg-
ur förunautur dóttur minnar og
yrðuð enn óæskilegii eiginmað-
ur hennar. Ég ætla méf að binda
enda á allt samneyti yðar við
hana og koma í veg fyrir, að af
giftingu geti orðið. Dóttir mín
hlítir ekki mínum ráðum af
ástæðum, sem ég kæri mig ekki
um að ræða hér. Fyrir tíu árum,
eða áður en endanleg upplausn
fjölskyldutengsla varð og hlýðni
og skyldur urðu úrelt hugtök,
hefði ég getað stöðvað þessa vit
leysu í krafti foreldraréttarins.
Nú er tilgangslaust fyrir mig að
reyna að senda hana burt. Hún
mundi undir eins vera komin tii
yðar aftur. Þetta ástand má
þakka yður og yðar likum. Ég
veit reyndar um einn stað, þar
sem hún gæti verið örugglega
geymd og þó er það ef til vill
of mikið sagt, þar sem nú er í
tízku að kenna þjóðfélaginu um
álla hluti og okkur er sagt að
við megum ekki beita okkur við
þessa „elsku vesaiinga“ . . . það
er engu líkara en þeir geti geng
ið út, hvenær sem ...“
Harold rétti úr sér. „Ég hugs-
aði um það í fullri alvöru að
láta setja hana I fangelsi. Fyrir
það að hafa marihuana undir
höndum. En því miður. Jafnvel
þótt hún hefði ekki sloppið með
10 punda sekt og lauslegt loforð
um að gera þetta ekki aftur í
eina eða tvær vikur, ef það væri
ekki til of mikiis maalzt . . . þá
hefði hún blandað yður i málið.
Það hefði getað orðið sæmilegt
hneyksli og komið sér illa fyrir
yður og þess vegna náð tilgangi.
Gallinn var bara sá, að þá
mundi ég missa öli tök á ykkur
báðum og þess vegna . .
„Ég skil ekki, hvers vegna ég
er svona óæskilegur," sagði
Roy með fullan munnintn. „Ég
get séð miklu betur fyrir henni
en nokikur . . . nökkur þessara
unglinga, sem hún umgekkst, áð
ur en ég kynntist henni. Aldur-
inn skiptir ekki máli. Þér eruð
andvigur stjórnmálaskoðunum
mínum og ætlið að láta þá and-
úð standa í vegi fyrir hamingju
Sylvíu og það er . . .“
„Ég fyrirlít stjórnmálaskoðan
ir yðar, ef skoðanir skyldi kalla
. . . þann hálfsoðna hrærigraut.
Þið gleypið allt hrátt og skell-
ið ákollæyrum við staðreynd-
um. Viljið bara selja allt í hend
ur Rússum. En stjórnmál korna
þessu máli ekkert við. Þér eruð
hins vegar alger andstæða við
þann mann, sem væri ákjósan-
legur eiginmaður fyrir dóttur
mína. Sá maður þyrfti að vera
skapfastur, skynsamur, traust-
vekjandi, stilltur og þolinmóð-
ur. Þér eruð . . .“
„Sleppum því. En hvert var
erindið, sem þér minntust á?“
2.000.000 - TVÆR MILLJÓNIR - 2.000.000
Höfum góða kaupendur að 120—150 fm. íbúðarhæðum, rað-
hús og einbýlishús koma einnig til greina.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, AUSTURSTRÆTI 12,
SlMAR 20424—14120 — HEIMA 85798.
velvakandi
0 Hvar eru meistararnir?
•Hér er bréf, sem Iðmfræðslu
ráð getur eflaust svarað.
„1 öðru orði er talað um það,
hversu nauðsynlegt það sé öll-
um sem það geta að læra eitt-
hvað, til þess að vera frekar
gjaldgengir á hinum almenna
vinnumarkaði. Síðastliðið
haust hélt Iðnfræðsluráð nám-
skeið fyrir eldri menn sem
vildu læra eitthvað, en höfðu
dregizt afturúr af einhverri á-
steeðu og því var þeim gefinn
kostur á þessum námskeiðum
til að ná réttindum fyrir inn-
göngu í iðnskóla. Ég var einn
þeirra sem greip gæsina glóð-
volga og náði ágætis einkunn.
En var það nóg? Nei, því ég
kemst þrátt fyrir það eteki í
iðnskóla, vegna þess, að mig
vantar meistara.
Ég er ekki gæddur neinum
sérstökum hæfileikum og hef
engar sérgáfur á neinu sviði
og ég er heldur e'kki neitt ein-
stakur né sérstakur. Það er
bara þetta sem ég neita að
sætta mig við, en þar er
kannski bara um skilningsleysi
mitt að ræða og staðreyndin
kannski sú, að vonbrigði er
sjaldan hægt að leiðrétta eða
bæta fyrir. En þjóðfélag
sem telur sig vera á framfara-
braut getur ekki uppfyllt þá
einu ósk mína og margra ann-
arra, að mega læra það sem
mig langar til.
Ég hef aðeins eina löngun og
eina þrá sem ég get sætt mig
við og finn mig í að njóta, en
það er að smíða úr tré sem kall
að er. Ég á marga hluti sem ég
hef hannað bæði útskorna og
ekki, sem ættu að geta lýst
þeirri natni og ánægju sem ég
hef af því að handleika spýt-
ur. En það virðist sem ekkert
pláss sé fiyrir hendi, þar sem
ég og svo margir aðrir getum
komið löngun okkar í
framkvæmd. 1 veg fyrir það
koma nokkrir menn, sem kall-
ast meistarar og þeir ráða og
stjórna því, hverjir koma lösng
un sinni í framkvæmd og hverj
ir ekki. Þetta er kannski rétt-
látt og nauðlsynlegt, en spurn-
ingin er, til hvers voru þessi
námskeið haldin?
Og því spyr ég, hvar og
hverjir eru þessir meistar-
ar sem vilja uppfylla ósk-
ir okkar og koma okkur á rétta
braut?
VirðingarfyiLst,
Jóhann Gislason,
Hátúni 12, Keflavík."
0 Fyrirmynd fyrir
börnin
Þetta bréf barst okkur norð-
an yfir fjöll um reykingarnar.
„Kæri Velvakandi!
Það gleðiur mig að sjá, að
vaknaður er áhugi fiyrir and-
spymu gegn reykingum. Ég er
á þeim aldri að ég byrjaði reyk
ingar á stríðsárunum. Þeg-
ar tóbak flæddi sem gjafavör-
ur yfir landið. Ég var þræll
þessa ósóma í 24 ár og þurfti
oft að skammast mín fyrir það
bæði vegna þeirra sem ekki
reyktu og kærðu sig ekki um
að reykt væri í kringum þá,
s-vo og þess að vera þessum
ósóma háður. Þegar ég var fer-
tugur hafði ég fyrir konu og
sjö bömum að sjá. Konan
reykti svolítið en bömin voru
að komast á þann aldiur þegar
unglingar byrja að reykja. Þá
ákvað ég einn dag að hætta að
reykja, ef vera mætti að það
minnkaði líkurnar fyrir því að
börnin færu að reykja. Þetta
var ekki erfitt. Ég var lítið
heima og enginn tók eftir
þessu fyrr en að hálfum mán-
uði liðnum og ég losnaði við
alla meðaumkun og umtal um
geðvonzku. Konan hætti svo
líka að reýkja og ekkert barn
anna hefur byrjað reykingar.
Ég vil taka fram að ég hef
aldrei beðið þau að reykja
ekki og mun ekki gera, en ég
hef sagt þeim að ég væri ham-
imgjusamur að vera laus við
þennan ófiögmuð sem tóbakið er
og ég hef aldrei í sex ár, sem
liðin eru, þurft að bera kinn-
roða af þvi að reykja ekki.
Víkingur Guðnnmdsson".
0 Að fenginni 14 ára
reynslu
Og þetta bréf er frá Vest-
mannaeyjum.
„Veivakandi góður.
Þökk sé þér fyrir eindregna
afstöðu gegn tóbaksreykingum.
Ég reykti í rúmlega 30 ár. Var
mikill reykingamaður. Nú eru
liðin 14 ár síðan ég hætti. Ég
bjóst við að það yrði mér mik-
il raun, að hætta, en svo varð
ekki. Að vísu sótti að mér
nokkur óróleiki fyrstu dagana,
— jafnvel fyrstu- vikurnar, en
ég lét ekki uradan. Einkum bar
mest á þessum óróleika efitir
máltiðir og svo að loknum
störfum. Reyndist mér þá nokk
ur fróun í því að hafa ein-
bvern smáhlut milli handanna,
t.d. vasahníf, lykil eða eitthivað
smávegis. Það var eins og ein-
hver fróun í þessu, önnur með-
ul raotaði ég ekki.
Ég varð allur frískari og létt
ara yfir mér, eftir að ég hætti
reykingunum. Tel ég mig hafa
bjargað heilsu minni með
því að hætta tóbaksreykingun
um.
Ég segi frá þessari reynslu
minni til þess að veikja aðra til
umhugsunar um það að það sé
alls ekki óyfirstígaraleg þraut
að hætta tóbafesreykingum.
Skaðsemi reykinganna er nú
vfsindalega sönnuð. Um það
þarf ekki að deila lengur. Þeg-
ar ég byrjaði reykiragar var
skaðsemin lítið sem ekki kunn,
en menra töiuðu þá um kostnað
iran. Skattur sá, sem reykinga-
maður leggur á sig er mikili,
og getur hiver og einn reikn-
að það dæmi fiyrir sig.
Ég óska svo Velvakanda og
öllum þeim, sem berjast gegn
tóbaksreykiragum, góðs gengis.
Sigareittan er nú orðira eiran af
stærri bölvöldum mannkynsins.
Vonandi tekst að vinna gegn
því böli með góðum árangri og
fækka fórnarlömbum þess skað
lega ávana.
Með beztu kveðjum.
S.M.
0 Annað þjóðarböl
Og hér er óskað eftir
að fieira sé tekið fyrir.
„Heiðraði Velvakandi.
Ég vona að þú lárair þess-
um linum rúm í dálfcum þínum,
sé svo ekki veit ég að til er
ruslakarfa í þinni nálægð.
Það vakti mig til sannrar
gleði er ég frétti um framtak
læknanema um áróður viðivíkj-
andi skaðsemi reykiraga og
sennilega tóbafesnotkuraar yfir
leitt. Fyrir sitt flramtak eiga
þeir skilið þjóðarþökfe. í mörg
ár hefi ég vonazt eftir að
læknastéttin léti meira til sin
taka skaðsemi alkóhólsins,
sem er þó stærsta þjóðarböl-
ið, það eru aðeins fáar und-
antekningar frá þeirra hendi
og nefrai ég þar fyrrverandi yf
irlækni Helga Ingvarsson. Eng
inn þarf þó að halda að sá góð
kunni og mikilsiviirti lækn-
ir fari með eirahverja rökleysu
um skaðsemi þess, þar að auki
hiljóta allir að sjá að neyzla
tóbafes og alkóhóls er tvennt
ólikt. Tóbaksnotkun er að
mestu einstaiklingsbundira, en
neyzla alfeóhóls þjóðarböl, því
hvað veldur ekki hinn óláns-
sami drufekni maðuir oft og tiið-
um mifelum sársaufea og skaða
meðal meðbræðra sinna, það er
ómælanlegt.
Að lokum þetta, læfenastétt
og aðrir menratamenn Islands,
hefjið nú herfierð gegn mesta
þjóðarbölinu, drykkjusfeapmum.
Máltækið segir:
„Bftir höfðinu dansa limirn-
ir.“
Gleðiilegt sumar.
ÞJE, Rl.“
Ueizlumotur
Smurt bruuð
og
Snittur
SÍLD & FISKUK