Morgunblaðið - 10.06.1972, Side 17

Morgunblaðið - 10.06.1972, Side 17
MORGÖN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1972 17 LISTAHÁTÍÐ I REYKJAVÍK LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Norræn list 1972 í>að er mikið um að vera í hin- um nýja skála á Miklatúni þessa dagana, en þar stendur nú yfir sýning á myndlist Norðurlanda- þjóðanna að Færeyjum undan- skildum. Sýningin mun eiga að vera hin síðasfca í þessu formi á á vegum Norræn® listabanda- lagsins og markar því ótvirætt timamót í sögu norrænnar mynd listarsamvimnu, svo sem hún hefur verið allt frá stríðslokum (1945). Sýningamar hafa þótt oí þungar í vöfum og formið keim- líkt, þótt ýmislegt hafi verið reynt til úrbóta, svo sem að stokka myndirnar i stað þess að afmarka hverri þjóð sinn sér- staka bás. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að hér haíi skortur á framtaki, hugmynda- auðgi ásamt alþekktri norrænni minnimáttarkennd gagnvart um- heiminum svo og hræðsla við að marka eigin stefnu utan alfara- leiðar átt mestan þátt í minnk- andi aðsókn og áhuga lista manna og almennings á fyrirtæk inu. Norræn ihaldsemi, sem ekki endilega gekk út á lista- stefnur heldur öllu frekar fast- heldni á gamla, viðurkennda formið, á hér drjúgan hlut að málum, — norrænir myndlistar- menn hafa sætt sig við að vera þiggjenduT hugmynda í list og formi listsýninga en ekki skap- endur. Svona er það í Frakk- landi, á ítaliu, í New York og Sao Paulo, og hví skyldi það þá ekki vera nógu gott fyrir okk- ur? Sýningar Norræna mynd- listarbandalagsins, haldnar á tveggja ára fresti líkt og Bienn- alinn í Feneyjum, eru þar með smáútgáfa har.s í aðalatriðum. Hinn frekar ihaldsami og oft þungi Biennal í Feneyjum væri löngu úr sögunni, kæmi ekki til stærð hans, borgin sjálf og ein- staka lifandi sýningárdeild- ir, sem koma jafnan á óvart og gera hann forvitnilegan, því maður veit ekki upp á vist, hvað fyrir sig, er gangi um Norður- lönd, — nokkurs konar farand- sýningar, er einnig virðingar- verð, en ekki svo auðveld í fram kvæmd og á pappírunum. Lausn- in gæti þó orðið smærri sýn- ingaeiningar ásamt stórum „Festival" á 5 ára fresti, sem undirbúin væri í fimm (5) ár af norrænni framkvæmdanefnd, sem hefði markað stefnuna í öll- um aðalatriðum um þrem árum áður. Fyrir Reykvikinga og íslend- anburður sé hvergi nærri algild ur, — og jafnframt vafalitið sið- asta tækifærið um ófyrirsjáan- lega framtíð í þessari mynd. Ég vil nú víkja að sýningumni sjálfri og tel rétt að byrja á um- fangsmestu deildunum, þ.e. þeim sænsku og dönsku. Dreg- ið var á sínum tima um sýning- arsvæðið samkvæmt gamalli hefð, og hlutu þessar þjóð- ir stærstu bitana. Bið ég les- endur að ganga með mér um sali og nema lauslegt umtal listrýn- skrifar um MYNDUST Lennart Rodhe: Rosentjuven. an hið óvænta kemur hverju sinni. Ég tel, að leysa hefði átt upp þetta gamla norræna sýn- ingaform fyrir meir en áratug og taka upp „Festival" form i staðinn og þar með samkeppni við aðrar stórar sýningarheild- ir í Evrópu. Uað hefði orðið al- gjört afturhvarf frá þvi að rembast líkt og rjúpa við staur, við að sýna nokkurs konar vasa útgáfuyfinlit af þvi helzta, sem átti að hafa gerzt i myndlist hverrar þjóðar s.l. 5*—10 ár, — sem er, var og verður jafnan fullkomlega óframkvæmanleg og næsta fáránleg hugmynd. Nær hefði verið að einbeita kröftun- um að einu stefnumarki hverju sinni svipað og lífrænasta sýn- ing í Evrópu í dag, „Dokumenta“ í Kassel, en sú sýning er sett upp á f jögurra 'ára millibili. Núverandi hugmynd um smærri sýningar frá hverri þjóð inga alla, sem kost hafa á að sjá sýninguna á Miklatúni er hún mikill og sérstæður viðburður, en þetta mun langstærsta mynd listarsýning, sem sett hefur ver- ið upp á einuim stað hér- lendis. Hér er um að ræða ein- stakt tækifæri fyrir listunnend- ur að gera samanburð á mynd- list á Norðuríöndum, þótt sá sam is. Sænska deildin býður okikur velkomin í forsal með skemmti- legum iburðarmiklum og fjöl- skrúðugum Skúlptúr-myndum Walter Bengtsson, í hverjum greina má austurlenzk skreyti- áhrif. Hér leikur barnslegt ímyndunarafl lausum hala í f jöl- skrúðugum undirfurðulegum Franihald á bls. 23. TÓNLIST GUÐMUWDUR EMILSSOW KAMMERTÓNLEIKAR II AÐRIR kammertónleikar á Lista- hátíð ’72 voru haidnir í Austur- bæjarbíói miðvikudaginn 7. júní. Efnisskrá tónleikanna var fjöl- breytt og' léku þar bæði inn- lendir og erlendir listamenn. Flutt vo'ru verk eftir Schumann, Dvorák, Stravinsky auk frum- flutnings verksins Plus sonat, quam valet eftir Þorkel Sigur- björnsson. Fyrst á efnisskránni var And- ante og tilbrigði op. 46 eftir R. Sohumann fyrir tvö pianó. Þegar þroskaðir listamenn eiga hlut að Þorkell Sigurbjörnsson máli er alltaf að finna töluverð- an muri á túlkun þeirra eins og glögglega kom í Ijós hjá þeim Jórunni Viðar og Gísla Magnús- syni. Eitt og sama stefið fékk á sig ólíkan blæ í höndum þeirra. Leikur Gísla var finlegur og ró- legur en Jórunnar öllu frjálsari. Þessi munur kom ekki að sök, en bar vott um ólika skapgerð iistamannanna. Flutningurinn var hinn ánægjulegasti. Það var valinn maður í hverju rúmi, þegar frumflutt var verkið Plus sonat, quam valet eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Ib Lanzky- Otto lék á horn, Einar G. Svein- björnsson á fiðlu, Imgvar Jónas- son á lágfiðlu og Hafliði Hall- grímsson á selló. Verk Þorkels er tilþrifamikið og undirstrikaði frábær flutningur alla kosti þess. Það gaf hljóðfæraleikurunum tækifæri, sem þeir nýttu út í yztu æsar. Ib Lanzky-Otto lék gull- fallega hornsóló af mikilli snilld og hnitmiðaðar rythmískar flækj ur, sem skutu upp kollinum hér og þar, gáfu stremgjahljóðfærun- um tilefni til einstaks samleiks. Þorkell hefur sýnt með hverju verkinu á fætur öðru klassískt viðhorf. Hann tekur efnivið sinn föstum og alvarlegum tökum og forðast allt prjál og uppgerð. Verk hans eru ekki samin til að falla einum eða öðrum i geð, en eru ávöxtur, eða öllu heldur lausn þess byggimgarvanda eða aðferða, sem tónskáldið glímir við hverju sinni. Ekki svo að skilja Framhald á bls. 19. Gerður Helgadóttir: Skúlptúr. Lilla Teatern: Umhverfis jörðina á 80 dögum Höfundur: Bengt Ahlfors. Leikstjórn: R. Siikala, A. Sarkola, B. Ahlfors. Leikmynd: P. Piskonen. Búningar: A. Piha. SLÍK heimsókn hlýtur að vera mikill hvalreki á fjörur allra þeirra, sem vilja fá meira lí-f inn í íslenzka leiklist. Þá ekki sízt undirritaðs. Sviðsetningin og all ar listrænar lausnir voru framúr skarandi dæmi um stíl og stil- færslur. Það var sérstakur still yfir allri sýningunni, stíll i hreyf ingum, svipbrigðum og tali og siðan var efnið sem slíkt stílfært í þann búning sem hæfir leik- húsinu án þess að gripið sé til mikilia sviðtæknibragða. Allir þeir, sem hafa átt erfitt með að skidja skrif undirritaðs, ekki vit að almennilega hvað hann var að tala um, hefðu getað séð það þarna eins ljóslega og bezt verð ur á kosið. Fátækt islenzkrar leikhúslistar mátti öllum verða ljós eftir þessa sýningu, Hitt er svo annað mál, að und irrituðum finnst miklu púðri vera þarna eytt af litlu tilefni. En tilefnið, textinn og leikritið, er ekki sérlega skemmtilegt, of kunnugt til þess að hægt sé að hafa mjög gaman af því, en af því að það var hægt að hafa svo gaman af sýningunni sem slikri, sættir maður sig við það. Það er hógvær von manns eftir svona sýningu, að einhver ís- lenzkur leikhúsmaður, sem er að starfi, fái örlitlu skarpari sjón á mögule'ka leiklistarinnar, skarp ari en hann hefur haft áður og hristi af sér slenið og takist á við listina. En það er kannski bor in von. Þorvarður Helgason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.