Morgunblaðið - 10.06.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNELAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚNl 1972 SAI BAI N | maigret fær samvizkubit eftir georges simenon „Fyrirgefðu, gamli. Láttu senda þér aðra kollu á rninn reikning . . .“ Svo bætti hann við: „Og aðra handa mér. Ég kem og drekk hana, þegar ég er búinn að afgreiða gestinn inni hjá mér." Frú Marton sat enn þar, sem hann hafði skilið við hana, en hafði kveikt sér í annarri sigar ettu. Hann settist niður aftur og lagði lófana á borðið. „Ég man nú ekki, hvert við vorum komin. Jú, þér buðuð mér að leggja spumingar fyrir yð- ur. En ég veit ekki, hvers ég á að spyrja. Hafið þér stúlku til heiimilisverkanna, úr þvi þér vinnið úti allan daginn? Eða hef ég ekki skilið það rétt?“ „Jú, allan daginn." „Rekið þér sjálfstætt fyrir- tæki?“ „Ekki beinlinis. En vinnuveit- andi minn Monsieur Harris, sem stofnaði nærfataverzlunina við Saint-Honoré götu borgar mér allháar prósentur af sölunni, vegna þess að reksturinn hvíl- ir mestmegnis á mér.“ „Svo þér hafið igóðar tekjur?" „Mér finnst ég kannast við nafnið „Maison Harris"! „Þetta er ein af þremur beztu nærfataverzlunum í París. Við- skiptavinirnir eru heldra fólk, þeirra á meðal nokkrir af kon- ungaættum." Hann fór að skilja ýmislegt, sem hafði komið honum undar- lega fyrir sjónir í fyrstu, til dæmis ríkmannlegan klæðaburð hennar og tígulegt fasið. Hún hafði smátt og smátt tileinkað sér smekk og framkomu við- skiptavinanna, eins og oft gerist í tízkuhúsum, en varðveitt um leið hæversku og lítillæti. „Ráku foreldrar yðar sams konar verzlun ?“ Hún varð frjálslegri nú, þegar henni fannst hún ekki þurfa að óttast næstu spurning- ar. „Nei, síður en svo. Faðir minn var söngkennari við menntaskól ann í Rouen og móðir mín gerði ekkert annað alla ævi en að vera dóttir hershöfðingja." „Eigið þér bræður eða syst- ur?“ „Systur, sem bjó um tima í Bandaríkjunum í Green Village í New Jersey, skammt frá New York. Hún var gift þar. Maður- inn hennar var verkfræðingur við olíuhreinsunarstöð." ,,f>ér segið „var“.“ „Hann fórst fyrir tveim árum, þegar sprenging varð í rann- sóknarstöðinni. Systir mín kom aftur til Frakklands. Hún var svo miður sín og ráðvillt að við tókum hana til okkar." „Ég spurði yður áðan, hvort þér hefðuð stúlku til aðstoðar á heimilinu?“ „Nei. Systir mín vinnur ekki úti. Hún hefur aldrei unnið handtak um ævina. Hún er yngri en ég og giftist þegar hún var um tvítugt og bjó enn í foreldra húsum. Hún hefur alltaf verið dekurbarn.“ „Sér systir yðar þá um heim- ilið fyrir yður?“ „Hún fór fram á það sjálf að greiða á þann hátt fyrir fram- færi sitt. Við báðum hana ekki um það.“ „Voruð þér líka í for- eldrahúsum, þegar þér kiynntuzt eiginmanni yðar?“ „Nei. Því var öðruvísi farið um mig en systur mína, Jenny. Lifið i Rouen átti ekki við mig og okkur móður minni kom ekki vel saman. Ég fór til Parisar strax eftir stúdentsprófið." „Voruð þér ein á báti?“ „Hvað eigið þér við?“ „Áttiuð þér ekki vini hér ?“ „Ég skil. Or því ég bað yður að leggja fyrir mig spumingar, verð ég víst að svara. Ég fór til Parísar til að hitta ungan mann sem ég þekkti, lögfræðing. Við bjuggum saman í nokkra mán- uði, en sambúðin gekk ekki sem bezt svo ég fór að leita mér að vtnnu. Ég komst að raun um, að stúdentsprófið kom mér að litlu gagni, enda þótt faðir minn hafi eiginlega neytt mig til að Ijúka því. Eftir margra vikna fyrir- spurnir fékk ég loks. starf við afgreiðslu í Magasin de Louvre." „Og þar kynntuzt þér Mar- ton?“ „Seint og um siðir. Við vorum ekki í sömu deild. Við kynntumst eiginlega í neðanjarðarlestinni." „Var hann þá orðinn sölu- stjóri." „Nei, ekki þá.“ „Og svo giftuzt þið ?“ „Hann vildi að við giftumst. Mér hefði verið sama þótt við tækjum aðeins upp sambúð . . .“ „Elskið þér hann?“ „Annars væri ég varla hér.“ „Hvenær hættuð þér í Maga- sin die Louvre?" „Bíðum við . . . ætli það séu ekki fimm ár síðan í næsta mán- uði.“ „Sjö árum eftir giftinguna." „Um það bil.“ „Og var maðurinn yðar orð- inn sölustjóri þá?“ „Já.“ „En þér venjuleg afgreiðslu- stúlka?" „Ég skil ekki, hvað þér eruð að fara.“ Hann tautaði annars hugar: „Ekki ég heldur. Og þá hófuð þér starf hjá Monsieur Harris." „Þetta er svolítið öðruvísi. Verzlunin heitir Maison Harris en hið rétta nafn eigandans er Maurice Schwob. Hann vann áð- ur í Magasin de Louvre og var innkaupastjóri í nærfatadeild inni.“ „Hve gamall?" „Núna?“ „Já.“ „Fjörutíu og níu ára. En nú megið þér ekki draga rang- ar ályktanir. Samband okkar er aðeins viðskiptalegs eðlis. Hann hafði lengi hugsað sér að stofna eigið fyrirtæki. Hann þurfti að fá konu sér til aðstoðar, vegna þess að konurn finnst þægilegra að eiga um nærfatakaup við kyn systur sínar. Hann hafði veitt mér athygli i Magasin de Louvre. Þannig vildi það til." „Er þetta sameignarfyrir- tæki?“ „Að vissu leyti. Minn hlutur er þó miklu minni en hans, eins og eðlilegt er, þar sem hann lagði fram stoínféð og hann ger ir uppdrætti að framleiðslunni." „Þannig að fyrir fimm árum var eiginmaður yðar í betri stöðu én þér og hafði hærri laun. Nú hefuir þetta snúizt við. Er það ekki rétt?“ „Jú, að vísu, en ég hugsa aldrei um það.“ „En eiginmaðurinn?" Hún hikaði við. „Karlmenn kunna þvi illa í fyrstu. En hann er búinn að sætta sig við það. Við lifum hóf- sömu lifi eftir sem áður.“ „Eigið þið bil?“ „Já, en við notum hann varla nema um helgar og í sumarfrí- um.“ „Fer systir yðar með ykkur í sumarfríin?" „Þvi skyldi hún ekki gera það?“ „Já, því ekki?“ Svo varð alllöng þögn. Mai- gret varð hálf vandræðalegur. „Þar sem mér detta ekki í hug fleiri spurningar, frú Marton, segið mér þá, hvað þér viljið, að ég geri.“ Þetta var nóg til þess að setja hana aftur í vörn. „Ég skil ekki, hvað þér eigið við.“ „Viljið þér að við fylgjumst með honurn?" „Því þá það?“ „Þér viljið ekki skrifa undir formlega beiðni sem mundi veita okkur heimild til að láta rann- saka andlegt ástand hans, eða hvað?“ „Vissulega ekki.“ í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. „Þá þurfum við ekki að ræða þetta frekar." „Nei.. . ætli það.“ „Úr því svo er, sé ég ekki ástæðu til að tefja yður leng- ur .. .“ Hann stóð á fætur. Það gerði hún líka en þó hikandi. Um leið og hann bjóst til að vísa henni til dyra, sneri hann sér að henni aftur. „Notið þér zink-fosfit til ein- hverra þarfa?" Henni varð ekki bilt við. Hún hlaut að hafa átt von á þessarri spurningu og vel gat verið, að hún hefði komið eingöngu til að fá svar við henni. „Já.“ „Til hvers?" „Saint-Honoré-gatan er ein- hver elzta gata ’í Paris. Á bak við tízkuhúsin eru byggingarn- ar í mikilli niðurníðslu. Þar eru húsagarðar og göng og alls kyns skúmaskot, sem vegfarendur hafa ekki hugmynd um. Matvöru markaðurinn í nágrenniin.u dreg ur að rottur og þær hafa vald- ið tjóni á vörubirgðum okkar. Við höfum gert margs konar ráð stafanir vegna þessa en árang- urslaust. Einhver ráðlagði Sdhwob að nota zink-íosföt og það hafði loks nokkur áhrif. Heima hjá okkur í Avenue de Chatillon hefur lika orðið vart við rottur og eiginmaður minn hefur kvartað undan þeim. Ég tóík dáldtið zink-fiosíit með mér heim úr verzluninni . . .“ „Án þess að segja eiginmann- iinum frá 'því?“ „Ég man ekki, hvort ég sagði honum það.“ Hún glennti upp augun, eins og henni hefði dottið nýr mögu leiki í hug. velvakandi 0 Fáheyrð afstaða „Eitt aðalvandamál okkar ís- lendinga í sambandi við ferða málin hér innanlands hefir á undanförnum árum og áratug- um verið skortur á gistirými og hótelaðstöðu. Á hinu stutta, íslenzka sumri skartar náttúr- an sínu fegursta; dýra- og fuglalíf í algleymingi, og lað ar til sin ferðalanga, innlenda sem erlenda, sem kalla á stór- aukið gistirými yfir sumarmán uðina. Á síðast liðnum árum hefur víða tekizt nokkuð yel til um að samræma skólabygging- ar við gistirými yfir sumarmán uðina og hefur Ferðaskrifstofa ríkisins haft merka forgöngu um samræmdar aðgerðir í þessu skyni víðs vegar um landið með rekstri Edduhótel- anna góðkunnu. Þrátt fyr- ir það, að alltof seint hafi ver- ið farið að hyggja að slikri sam ræmingu sem þessari, til hag- nýtingar ónotaðs skólahúsnæð is yfir sumarmánuðina, þá hafa langflestir hugsandi skóla- menn reynt að bæta úr fyrir- hyggjuleysi fortíðarinnar með þvi að skjóta skjólshúsi yfir ferðamenn, sem liggja vildu i svefnpokum sín- um yfir blánóttina. Sumir þess- ara manna hafa gengið mun lengra með fyrirgreiðslu og að stoð við nemendahópa, starfs- hópa, félagasamtök og aðra að- ila, sem njóta vildu gistingar hjá þeim. Þarna hafa margir mjög vel gert og eiga miklar þakkir skildar. En þvi miður eru í þessum sökum eins og oft í öðrum til ankannalegar undantekningar. Á þessum fyrstu sumardögum hefur íslenzk skólaæska flykkzt um landið að aflokn- um prófum. Næstum alls stað- ar hefur þessu unga fólki ver- ið tekið opnum örmum, enda skólaæskan metið það að verð- leikum. Á gagnfræðaskóla- stiginu hafa landsprófsnemend ur orðið síðbúnari til ferðalaga en aðrir gagnfræðaskólanemar, og eru landsprófsnemendur nú ýmist að ljúka ferð eða hefja. Ég hef nú síðast liðna viku farið nokkrar dagsferðir með hópa skólafólks til Vestmanna eyja og notið ágætrar fyrir- greiðslu Flugfélags Islands, sem skilað hefur hópunum fram og til baka daglega. Sama má og segja um alla fyrirgreiðslu Eyjabúa, s.s. Guðmundar Krist jánssonar og Stefáns Runólfs- sonar, sem hafa af ein- stakri lipurð ekið fólki í kynn isferðir um Heimaey. Það verður að teljast nokk- uð hæpin ferðaáætlun, þegar Vestmannaeyjar eru annars veg ar, þar sem eingöngu er treyst á flugferðir fram og til baka samdægurs, og allra veðra von. Þó hafa slíkar ferðir gengið að óskum alla síðastliðna viku. Það verður þó varla talið óeðlilegt, þótt reynt sé að tryggja samastað fyrir ungl- inga þessa yfir nótt, ef ófært yrði að fljúga milli Eyja og lands. 1 gær bar svo við, þegar áforma skyldi ferð nokkurra landsprófsnemenda frá einum gagnfræðaskóla borgarinnar til Vestmannaeyja, að leit- að var til skólastjóra Gagn- fræðaskólans í Vestmannaeyj- um, Eyjólfs Pálssonar, og hann beðinn um að hýsa um 30 landsprófsnemiendiur i Gagn- fræðaskólanum í Vestmanna eyjum, og leyfa þeim að liggja í ónýttu húsrými skólans. Við- brögð skólastjórans voru þau, að búið væri að ræsta skólann, og þá væntanlega fyrir næsta skólaár, og slíkir erfiðleik- ar að ná til ræstingakvenna, að ógjörningur væri með öllu að hýsa þessa 30 fulltrúa reyk viskrar skólaæsku. Auk þess var skólastjórinn með dylgjur í garð þessa æskufólks um drykkjuskap og hvers kyns óreglu. Ekki veit ég hver reynsla þessa skólamanns er af ferðalögum skólafólks, en ég hef talið mér sóma að fylgja þessu fólki og mega kynna þeim Vestmannaeyjar nú í lok þessa skólaárs og á mörgum umliðnum árum. Hvort þessum sjálfskipaða dómara æskunnar tekst að hindra gistingu þess æskufólks sem enn vill heimsækja Eyj- amar læt ég ósagt um, en hitt veit ég, að ferðin mun farin, og væntanlega verða þá ein- hverjir Vestmannaeyingar til að hýsa þennan hóp, þótt að- gangur að rikisstofnun þessari verði okkur bannaður. 5. jú'ni 1972, Sigfús J. Jolinsen," 0 Ógætilegur akstur Þórarinn Helgason skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Öðru hverju heyrist um slys á öldruðu fólki í strætisvögnum og ósjaldan ber þar fyrir augu, að nærri liggur siysum. Þetta orsakast venjulega af ógætni vagnstjóranna, sem aka af stað í hasti, áður en fók hefur kom- ið sér í sæti eða náð nokkurri handfestu. Minni hætta stafar af því, en þó nokkur, að fólk hefur nauman tima tU að kom- ast út úr vögnunum, en það er fótfúnu fólki og stirðu engan veginn auðgert. Auðskilið er, að vagnstjórar verða að hafa hrað- ann á, til þess að halda áætl- un og er skylt að taka tiliit til þess, en þó má ekki taka það sem algUda afsökun. Það er ekki forsvaranlegt, að fólki þurfi að vera áhættufyrirtæki að ferðast með strætisvagni á götum borgarinnar. Þórarinn Helgason, Laugarnesvegi 64.“ scnderborg garn Sönderborg-garnið Cloria og Freesia crepe nýkomið í mjög miklu litavali. Verzlunin HOF, Þingholtsstræti 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.