Morgunblaðið - 11.06.1972, Side 3

Morgunblaðið - 11.06.1972, Side 3
MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNl 1972 3 ÉÉÉM EFTIR EINAR SIGURÐSSON Á FÖRl'.M Sendihenra Bandarikjanna, Ivuther Replogle, sem hér hefur starfað í nokknr ár, er nú á förum. Bandarikin eru það land, sem kaupir meist af sjávr arfurðum Islendinga eða um % hluta af mikilvægustu fram- ieiðslu þeirra, freðfiskinum. Bandarílkin eru lika eina land- ið utan fslands, þar sem fsílend- ingar eiga sínar eigin verksmiðj ur, sem fullvinna úr fiskblokk um steiktan fisk, sem er tllbú- úinn á disk hins bandaríska neyt anda. I>að gefur þvi að skilja, að það er mikilvægt fyrir íslend- inga, sem eiga jafnmikil og ná- in viðskipti og þeir eiga við Bandaríkjamenn, að starfslið sendiráðs þeirra hafi fullan skilning á giidi viðiskipta þess- ara fyrir ísland. Veltur þá ekki hvað minnst á sendiherranum sjálfum. Samvinnan við Duther Rep- logle sendiherra hefur ver- ið hin ákjósanlegasta alla tið. Hann er mjög velviljaður fs- lendingum og hefur fullan skiln ing á nauðsyn þeirra að vernda fiskimiðin umhverfis strend- ur iandsins. Og það er afstaða, sem fslendingar kunna vel að meta á þessum timum, þegar þeir eiga í deilum við sér mikiu voddugri þjóðir og að því er virð iist ofurefli, þó að þeir muni aldrei láta bugast. Herra og frú Repiogle fylgja beztu ámaðaróskir um framtíð- ina með þak’kiæti til sendiherr ans fyrir góða samvinníu. VEIÐARNAR Bátarnir. f fiskitrolílið hefur verið reytimgaafli undanfarið. Þanmiig kom Saebjörg irun tdl Reykjavilkux í vikuinini með 26 lestir og Viðey með 20 lestir, Arnarborg til Sandgerðis með 27 lestir, Sigur von með 22 lestir til Akraness og Þórunn Sveinsdóttir með 35 lestir til Vestmannaeyja. f Grindavík var tregt í trollið. Handfærabátar hafa verið með heidur rýran afia, þó kom Arnarbergið inn tii Reykjavík- ur með 15 lestir og Sjóii til Grindavikur með 27 lestir og Breiðfirðingur með 18 lestir eft- ir 2 daga. Humarveiði hefur verið í treg ara lagi, Eyjabátar voru með %—1 lest og Grindavíkurbátar með %—1% lest. Ræk.jan hefur verið um 1 lest í róðri, og er henni mest alOri landað i Grindavik. Eínuveiðin við Grænland er rétt að byrja. Freydis kom í vikunni til Akraness með 40 lestir eftir 10 daga útivist. TOGARARNIR Fiestir togararnir eru nú fam ir af miðunum við Grænland og komnir á heimamið og eru þá aðallega út af Vestfjörðum. Um þetta leyti árs er oft fiskur eða var er frekar óhætt að segja á Halanum og út af Kögri. Aflí hefur verið alveg sæmi legur, en það verður hann að teljast, þegar hann er kominn um og yfir 200 1. í % mánaðar túr. Aflinn er nær eingöngu karfi, og það er eftirtektarvert, að verulegur hiuti hans er mjög stór karfi, svokallaður rok- karfi eða aldamótakarfi. Þessi skip lönduðu í Reykja- vík í síðustu viku: tonn. Neptúnus 269 Jón Þorláksson 2Í4 Júpiter 221 Hallveig Ftróðadóttir um 260 Þormóður goði um 300 Einn togari, Karlsefni, seldi eriendis I vikunni, 148 lest ir, fyrir kr. 5.079.000, meðal- verð kr. 34,32 kg. „VlXHLUlNN" Manni, sem samþykkir vixil, finnst furðu fljótt kocma að gjaiddagainum. Hin þá nýmynd- aða rikivsstjórn gaf fyrir 9 mán- uðum út „landhelgisvíxil- inn“, og nú eru aðeins tæpir 3 mánuðir. þangað til hann feU- ur. Margt hefur gerzt á þessu 9 mánaða táanabili. Meðal þess mikilvægasta er, að stjórnariið- ið og stjórnarandstaðan hafa sameinazit á alþingi um fram- gang landhelgismálsins. Þá má glöggt finna það, að með þjóðinni rikir órofa eining um málið og að hún er reiðubúin til að leggja sitt af mörkum o,g færa þær fómir, sem með þarf, til þess að í þvi vinnist sigur. Enn er aUt í óvissu um, hvað andstæðingar landhelgismálsins ætlast fyrir, þó að eitt og annað hafi slkotið upp koUinum hjá meira og minna ábyrgum aðii- um: Viðurkenna þeir útfærsl- una gegn veiðiréttindum á ákveðnum svæðum innan nýju markanna um tUtekið árabil, t.d. 3 ár, eins og þeir gerðu með samningunum 1961, þegar þeir viðurkenndu 12 milurnar? Það myndu aliir fsiendingar geta sætt sig við. Verður gerður ein- hvers konar undanslátt£irsamn- ingur eins og Brasilía og Banda ríkin gerðu með sér nýlega, þar sem farið var í kringum viður- kenninguna með orðskrúði? Eða fara Bretar í nýtt þorskastrið, þó að því verði ekki trúað, fyrr en bryndrekar þeirra birtast á miðunum? Þó að víkingablóðið sé farið að kólna i æðum íslemdingsins, þá myndi hann taka þvi, sem að höndum bæri, hvort sem það væri nýtt þorskastrfð eða við- skiptastríð, heldur en láta hlut sinn i landhelgismálinu. FISKVERÐIÐ Um mánaðamótin síðustu var ákveðið nýtt fisikverð fyrir næstu 4 mánuði. Það var ekki taiið fært að hækka fiskverðið að þessu sinni. Fiskverð hefur nú hækkað á einu ári um 45%. Á sama tíma hefur kaupgjald í fiskvinnu hækkað um 43%. Þá er ekki tekið tillit til þedrra kjara- bóta, sem stytting vinnuvikunn ar er. Kaupið var í fyrra um þetta leyti br. 85.35 um klst., en er nú kr. 118,70. Við ákvörðun fisfcverðs hefðu getað komið tdl athugunar greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði, sem gátu verið með tvennu móti. Slíkt hefði þó kynt undir verð- bólgubálinu. Hlutverk sjóðsins er að hlaupa undir bagga, þeg- ar verðfaU skeUur á. Hér var þvi ekki til að dreifa, þvert á móti, fiskverð hefur aldrei ver- ið haarra á erlendum mörkuðum en nú. Engu að síður fannst fiskselj endum og fiskkaupendum hlut- ur sinn of rýr með óbreyttu fiskverði. Útgerðarmenn og sjó- menn bentu á, að tiikostnaður og dýrtið hefði aukizit og fisk- verkendiur, að þeir hefðu verið stkildir effir á núili. Þarna var verðbólgan að verki. Hún hafði gleypt allar hækkanir á erlend um mörkuðum og gott betur. Haldi verðbólgan áfram að grassera, verður sjálfsagt ekki komizt hjá því I haust eða una næstu áramót að gripa tU verð- jöfnunarsjóösins til hækkunar fiskverðs og til að skapa rekstr argrundvöil fyrir frystihús- in. Það var þó ekki ætlunin að brenna Verðjöfnunarsjóðinn á báli verðbólgunnar. Hann átti að vera tU að mæta verðfaUi á eriendum mörkuðum, eins og áð ur segir, en verður sjálf- sagt óhjákvæmUega til að taka fyrsta skellinn af næstu geng- isfellingu. Vöruskiptajöfnuðurinn í apríl; Óhagstæður um 260 milljónir króna VÖRUSKIPTA.IÖFNUÐURINN var óhagsitæður um 259,9 millj- ónir króna S apribnániiði, að því er segir í fréttatílkynningu frá Hagstofunni tun bráðabirgðatöl- ur yfir verðmætí inn- og útflutn- ings í apríl 1972. Útflutningur- inn nam alls 1.447,9 milljónum króna, en iunflutningurinn 1.707,8 milljónum króna. Frá áramótum er vöruskipta- jöfruuðurinn orðinn óhagstœður um 672,7 miiij. króna, en var á sama tima í fyrra óhagstæður um 1.349,7 millj. króna. f april var flutt inn tii Búr- fellsvirkjunar fyrir 7,7 cnilijónir kr. og til fslenzka álféiaigsins hf. fyrir 162,9 milij. kr., en útflutn- imgur áís og álmelm.is var í aprnl að verðmæti 305,5 miiUj. kr. SPÁNARFERÐIR ÚTSÝNAR 1972 MALLORCA - LONDON MALLOMC* LONDON I ér býSur ÚTSÝN þa8 nýjasla I MALLOHCA- FERÐUM: Vlkulegar lerSlr allt aumarlB meB þoiullugl til Lundúnallugvallar og rlaaþotu Boeing 747 Irá BOAC-lluglélaglnu tll PALMA DE MALLORCA. Petla er fullkomnastl teréa- máll nútimans meS tlugvól, sem býSur upp á áSur óþekkt þægindt. Þér geliS vallS um viku eSa háltsmánaðardvöl á vinsælustu baSslrðnd Mallorca, PALMA NOVA, I nýju, glæsllegu hóteli, DON BIGOTE, eSa I IbúSum, PALMA NOVA APART. AS lokum eru svo 2 dagar I LONDON á helmlelS innllaldir og hægt aS framlengja. FáiS nánarl lýslngu á þessari ódýru, spennandl lerð hjó ÚTSÝN, ef þór ælllS III MALLORCA; ÓDÝRT ÖRUGGT 1. FLOKKS rn<iTA DFl Sfll* 5. og 19. júlí. 13., 20., 27. A# Um A 11 Afijii hAvAib sept., 10. okt. COSTA BRAVA L0ND0N' 9. júlí, 6 ágúst, 3. og 10. AalfllAf Ulli september. MRV v A hverjum laugardegi um IVIA11 HRi Ha London með risaþotu: IVAflAiAiU AlUfls Boeing 747. Upppantað til Costa del Sol í ágúst og fyririhluta september en bjóðum öruggar Mallorcaferðir. Kynnið yður verð og gæði. ALLIR FARA í FERÐ MEÐ SilSa- og Vaída-húsið, Austurstræti 17. 7 simar. Nýtt númer: 26611

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.