Morgunblaðið - 11.06.1972, Side 15
MORGWNBLAÐIÐ, SUMNUDAGIM 11. JÚNÍ 1972
15
Jónsmessumót
skáta í Botnsdal
SKÁTAFÉLAG Atoanese gengst
íyrir skátaanóti í Botmsdal 22.—
25. júiií. Félagið helur áður hald-
áð mórg skátairnót á þeasuim stað.
Þau hafa verið afburða vinsæl
©g fjöisótt af slkátuim víðs vegar
að af landinu. Auk tjaidhúða
skátanna verða þarna sérstakar
f jólsky ldu búðir, sem nú eru orðn
ar fastuir þáttur í skátamótum.
Botnisdailur í Hvalfirði er róm-
aðuir fyrir náttúrufegurð. Staður-
imn hefur upp á mákla fjölbreytmí
®ð bjóða. Nefna má, að þaðan er
tiltölulega stutt göniguferð á hin-
iar tignarlegu Botnssúlur, einnig
á fjallið Hvaifell. í Botrnsá er
fosisinn Glymur sem er hæsti foss
á tslandi. Farin verður ferð á
báti í hirun sögutræga Harðar-
hólrrxa í Hvalfirði, einmjg skoðun-
aaferð í HvaJstöðina.
Dagskrá mótsins verður fjöil-
breytt og nýstárleg á margan
háitt, eins og einkummarorð móts-
ina: Nýtt, nýtt, nýtt bera með sér.
íw verða auk fastra tjaldbúða-
starfa, leikir, keppmdr, ferðir og
varðeldar á kvöldin. Nú þegar
er vitað um gífurlegan áhuga
skáta á þessu móti (Fréttatil-
kymcning).
— Menuhin
Framh. af bls. 11
geta litlir eyjakarlar skrifað
um persónu, sem nœstum
er goðsögm? Bezt er að
reyma að vera hreinskilinn?
Það kom mór á óvart, að tækni
hane er ekki fullkomiin. Það kom
mér einmig á óvart að „intóma-
sjón“ var heldur ekki alltaf full-
kiomin, né fiutin ingur hnökra-
laus. Bn túikun hans verkaði
sterkt á mig. Mætti ég koma
mieð lítið innskot. Mig mdnndr
emdilega að hafa einhvem tima
heyrt það, að Menuhin, sem
margt er til lista lagt, hafi á
sóinum tíma haldið ræðu um
GILDI ÞAGNARINNAR (gott ef
það var ekki á vegum Samein-
uðu þjóðanna). Mér fanmst túik-
um hans nú einkanmast af GILDI
TÍMANS. Þ. e. gefa sér tíma til
að móta og slípa hverja hend-
ingu, og hverja dynamiska línu,
efcki til að sýna tseikmdsnilld, held
ur tdl að ná fram því músíkalska
og listræma, sem veúkið býr yfir,
og flytja til áheyrenda á samnan
og manmlegan hátt. Þanmdg var
mieðferð hans á öðrum þætti
áhrifaríkust og óviðjafnanieg.
Tómleikunum laute svo með
annarri si.nfóníu Brahmis. Verkið
alit, og þó einfcum fyrsti þátt-
urinm er hreinasta völundarsmíð
írá hendi höfundar. Amdersen
lagðd hér áherzlu á að ná fram
öilum aðalatriðum, og tókst það
á sammfætandi hátt. Það er ekki
lamgt síðam Brahmis-sinfónda var
flutt hér síðast. Sú fyrsta var
fiutt 27. jan. »1., og tókst mjög
þotekaiega á okkar mælikvarða
urndir stjórn J. Rohans. En flutn-
ingur þá og nú er ekki sambæri-
legur. Og hvers vegma? Vegna
þess að nú var hljómsveitim
stærri. Hún hafði voldugri tón
og meiri dynamiskan sveigjan-
ledka. Hún hafði nú betri mögu-
iedka á því að gera hlutverki
símu góð skil — og gerði það.
Gefið hemmii tæteifæri til að vaxa
og þroskast eins og hverjum
öðrum tvítugum unglingi — og
sammið þið til — hún mun verða
að nýtum þjóðfélagsþegmd.
P.S.
Að gefnu tileflni skal það tekið
fram, að etetei hefur reynzt unint
að eækja alla tómleika hátáðar-
inmar, og því hafa ekki birzt um-
sagtnir um þá euma. Engin sér-
stöik pólitík hefur ráðið í vali tón
leifca. Reynit hefur verið að gera
sem flestu nokkur skil, en því
miður orðið að sleppa sumu.
Þyteir rétt að tafca þetta íram
hér, og er sagt í nafini okkar
beggja, sem sjá um um þesei
sktrií.
Frá Timburverzlun
Árna Jónssonar
Gluggakarmaefni, 2V2X5", gagnvarið og
þurrkað.
Vatnsklæðning, gagnvarin og þwrkuð.
Timburverzlun Árna Jónssonar.
INNOXA
snyrtisérfræðingur
Miss Pamela Flaherty verður í verzlun okkar
mánudaginn 12. júní, eftir hádegi. til kynn-
ingar á Innoxa snyrtivörum.
Notið yðu)r þetta einstaka tækifæri og fáið
ráðleggingar hennar.
Snyrtivöruverziun Silla og Vaida,
Álfheimum 74.
SWEBA
SÆNSKIR ÚRVALS
RAFGEYMAB
Akranes: Axel Sveinbjömsson hf.
Borgames: Bifreiða- og trésmiðja Borgajrness hf.
Búðardalur: Kaupfélag Hvammsfjarðar
Ólafsvik: Vélsmiðjan Sindri
ísafjörður: PóOlinn hf.
Bolungarvík: Sigurður Bernódusson
Akureyri: Þórshamatr hf.
Húsavík: Foss
Seyðisfirli: Stálbúðin
Neskaupstað: Eiríkur Ásmundsson
Keflavík: Smurstöð- og hjólbarðavið- gerðir, Vatnsnesvegi 16.
I REYKJAVlK:
BlLANAUST hf.
Bolholti 4. Sími: 85186
Skeiíunni 5. Sími': 34995
Jnní-júlí — Veiðileyfi
í Laxá í Dölum fáanlleg.
Uppflýsingar í síma 38845 og 38888 e.h.
mánudag 12. júní.
Lokað á Iaugardögum
í JÚNÍ, JÚLÍ OG AGÚST.
UÓSVtRKI HF.
BOLHOLTI 6.
Iðnskólinn í Reykjavík
IÐNNEMAR
Innritun iðnnema á námssamningi í 1. bekk næsta skólaárs,
verður haldið áfram 14., 15. og 16. júni kl. 9—12 og 13.30—16
í skrifstofu yfirkennara (stofa 312).
Inntökuskilyrði eru að nemandi sé futlra 15 ára og hafi staðizt
miðskólapróf, með einkunninni 4,0 í íslenzku, reikningi, ensku
og dönsku.
Við irwvritun ber að sýna vottorð frá fyrri skóla. undirritað af
skólastjóra, nafnskírteini og námssamning.
Nemendum, sem stunduðu nám í 1., 2. og 3. bekk á sl. skóla-
ári, verður ætluð skólavrst á næsta skótaári og verða upplýs-
ingar um námsannir gefnar síðar.
Nemendur í rafsuðuiðn skulu láta innrita sig í skólann á sama
tíma.
Nemendur. sem lokið hafa prófi úr verknámsskéla iðnaðarins,
í tré- eða málmiðnaðargreinum og komnir eru á námssamning
hjá meistara í einhverri hinna löggiltu iðngreina, þurfa að láta
innrita sig til framhaldsnáms í 3. bekk iðnskóla á sama tíma.
3. bekkur verður væntanlega starfræktur á 2. námsönn skól-
ans næsta vetur en innritun verður að eiga sér stað strax og
námssamningur er gerður.
RAFIÐNADEILD.
Nemendur sem lokið hafa prófi úr málmiðnadeild verknáms-
skólans og hyggja á áframhaldandi nám I rafiðngreinum verða
að sækja um skólavist ofangreinda daga.
verknAmsskóli idnaðarins.
Innritun í verknámsdeild næsta skólaárs verður haldið áfram
I skrifstofu yfirkennara (stofu 312) dagana 14., 15. og 16. júni
klukkan 9—12 og 13.30—16.
Inntökuskilyrði eru, að nemandinn sé fullra 15 ára og hafi stað-
izt miðskólapróf og hlotið einkunnina 4,0 í íslenzku. reikningi,
dönksu og ensku.
Við innritun ber að sýna prófskírteini, undirritað af skólastjóra
fyrri skóla og nafnskírteini, en námssamningur þarf ekki að
vera fyrir hendi.
Þær deildir verknámsskóia iðnaðarins, sem hér um ræðir, eru:
Málmiðnadeild fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur störf
I málmiðnaði og skyldum greinum, en helztar þeirra eru: allar
málmiðnaðargreinar svo og bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, blikk-
smíði, plpulögn, rafvirkjun, skriftvélavirkjun og útvarpsvirkjun.
Tréiðnadeild, aðallega fyrir þá, sem hyggja á iðnnám eða önnur
störf í tréiðnum.
TEIKNARASKÓLI.
Áætlað er að Teiknaraskóli til þjálfunar fyrir tæknitefknara og
aðstoðarfólk í teiknistofum verði starfræktur á naesta skólaári
og taki til starfa í byrjun september nk.
Inntökuskflyrði eru, að umsækjendur séu fullra 16 ára og hafi
lokið a. m. k. miðskólaprófi með einkunnunum 4,0 I íslenzku,
reikningi, ensku og dönsku.
Innritun heldur áfram 14., 15. og 16. þ. m. í skrifstofu yfirkenn-
ara (stofu 312) kl. 9—12 og 13 30—16.
Við innritun ber að leggja fram undirritað prófskírteini frá fyrri
skóla, ásamt nafnskírteini.
Ef þátttaka leyfir, verða starfræktar bæði dagskóladeildir og
kvölddeildir.
SKÓLASTJÓRI.
Egill R. Fríðleifsson.