Morgunblaðið - 11.06.1972, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1972
— A5 hengja
sig í eigin
axlaböndum
Framh. af bls. 4
undir kjörorðinu — með iliu
skal illt út reka — eru þeir
sjálfir jafnan í nokkurri
hættu. Það er staðreynd ekki
aðeins stjórnmálamanna, held
ur ails mannlífsins, að harka
leiðir af sér hörku og það
sem verra er, maðurinn dreg-
ur dám af verknaði sínum.
Kommúnistar eru hið klass
iska dæmi um þetta. Höfuð-
boðorð þeirra er og hefur
verið hínn gamli jesúitaboð-
skapur — að tilgarfjurinn
helgi meðalið.
Margur góður drengurinn
í þeim hópi hefur gengið til
baráttunnar með einiægum
hug á að rétta hlut lítilmagn
■ans, en vegna þessa voðalega
boðorðs, komizt áður en hann
sjálfan varði á vald síns eig-
in vopnaburðar og síðan
hvorki þorað né getað snuíð
til baka og loks endað sitt
skeið, sem illræðismaður og
böðull sinna eigin skjólstæð-
inga.
Þessi örlög ofstækisfullra
hugsjónamanna, sem alls-
staðar blasa við, bæði í sög-
unni og samtímanum, valda
þvi, að æ fleiri, bæði stjórn-
málamenn og almenningur,
hneigjast að þeirri skoðun að
aldrei sé réttlætanlegt né
skynsamlegt að beita hörku,
hversu iilvigir sem andstæð-
ingarnir séu. Umburðarlynd-
ið, segja menn, sé dyggð allra
dyggða.
Það held ég þó, að bjóða
kinnarnar á vixl á hverju
sem gengur sé ekki síð-
ur hættulegt en hitt að alltaf
skuli svara í sömu mynt.
Til þess er mönnum gefin
skynsemin, eins og við nefn-
um þessa grútartýru i höfð-
inu á okkur, að þeir reyni að
nota hana til að skoða að-
stæður hverju sinni, en ekki
búa sér til reglu, sem þeir
svo hanga í, hvernig sem
héimurinn breytist í kringum
þá.
Umburðarlyndið er vara-
söm dyggð ekki síður en hark
an. Það er stundum erfitt að
þekkja þann umburðarlynda
frá mannleysunni. Margur
blekkir ekki aðeins aðra
heldur og sjálfan sig, með
þvi að telja sér trú um, að
hann sé umburðarlynt góð-
menni, þegar hann í rauninni
er haldinn doða í hugsun og
kjarkleysi og leti til athafna.
1 stjórnmálum gerist það
tíðum að góðborgarinn forð-
ar sér inn í þessa sjálfsblekk-
ingu umburðarlyndisins, þeg-
ar hann nennir ekki að brjóta
ástandið til mergjar, né taka
á móti og með hornum blund-
ar sú von, þó að hann ekki
viðurkenni hana, hvorki fyr-
ir sjálfum sér né öðrum, að
honum verði hlift, ef hann
láti ekkert á sér kræla, elleg
ar aðrir verði til að berjast
fyrir hann, ef úrskeiðis geng
ur. Saddur og sljór kúrir
hann í notalegu hreiðri sinu,
þangað til barið er að dyrum
og hann dreginn úlr og hengd
ur í sínum eigin axlabönd-
um . ..
Sem sagt bæði umburðar-
lyndiskenning og hörkukenn
ing leiða til ófamaðar, ef ann
arri hvorri er glórulaust
fylgt. Það er vandi, sem lýð
ræðisfyrirkomulagið ieggur
stjórnmálamönnum og almenn
ingi á herðar, að vera sífellt
að endurmeta aðstæður og
reyna að þræða sem mest
hinn gullna meðalveg milli
þessara tveggja útlína.
Morgunblaðið hefur þrætt
þennan meðalveg með góðum
árangri og ekki aðeins fyrir
sjálft sig, þannig að út-
breiðsla þess hefur stöðugt
farið vaxandi, heldur fyrir
alla þjóðina með því að færa
máiflutning og skrif almennt
í blöðum landsins smám sam-
an í skaplegra horf en áður
var. Það hlaut svo að fara að
jafnvel verstu orðhák-
arnir yrðu um síðir leiðir á
gífuryrðum sínum, þegar
þeim var alltaf svarað kurt
eislega. Þjóðin á því hinni
svonefndu ,,Morgunblaðs-
stefnu“ í blaðamennsku mik-
ið að þakka. En stefna blaðs
ins hefur frá upphafi verið
sú, eins og alþjóð er kunn-
ugt, að vera frjálslynt borg-
aralegt blað, hlutlaust í
fréttaflutningi, forðast of-
stæki og svigurmæli í mál-
flutningi og gæta þess jafn-
an að stjórnmálin kaffærðu
ekki annað efni blaðsins.
Andstæðingamir reyna að
blekkja almenning, og
kannski sjálfa sig llika, góðu
heilli, með því, að það sé fjár
magn SjáKstæðisflokksins,
sem hafi gert Morgunblaðið
að stórveldi í blaðaheiminum
hérlendis. Því er nú fyrst til
að svara, að Morgunblaðið
var ekki stofnað á vegum
Sjálfstæðisflokksins, hann
var þá ekki til, og það var
orðið útbreiddasta blað lands
ins, áður en hann var stofn-
aður. Morgunblaðið hafði
engan fjárhagslegan bakhjarl
og engan pólitískan heldur,
þegar það var stofnað, sem
hin blöðin höfðu, að minnsta
kosti bæði Timinn og Þjóðvilj
inn. Morgunblaðið var stofn
að af blaðamönnum en ekki
pólitískum skriffinnum og
þvi hefur alla tíð verið
stjórnað af blaðamönnum. A1.
menn blaðamennska varð
ríkjandi sjónarmið á blað-
inu ásamt þeirri grundvallar
stefnu sem áður hefur ver
ið nefnd.
Það var þetta, sem réð úr-
slitum um útbreiðslu blaðsins
umfram hin blöðin. 1 sam-
ræmi við þetta eru menn
valdir að blaðimu eftir getu
þeirra og hæfileikum til al-
mennrar blaðamennsku en
ekki pólitískra áróðursskrifa.
Þar hefur jafnvel verið i
bland árum saman VV-fólk
(vinstri sinnuð viðriðni) —
svo sem Svava og Sigurður
A. Þessu er og hefur verið
öfugt farið á blöðum and-
stæðinganna. Þar voru menn
strax og eru enn valdir fyrst
og fremst eftir hæfni til póli-
tiskra áróðursskrifa, enda
blöðin strax í upphafi, og svo
er enn, lögð undir pólitísk
skrif að meginhluta, fréttirn
ar litaðar og engin frásögn,
hversu almenns eðlis, sem
hún er án þess að hún sé eitt
hvað lituð af stjómmálaskoð
un. Þessi blöð deildust því
niður á flokksmenn sina með
an Morgunblaðið varð al-
menningsblað. Þegar svo var
komið tóku auglýsingarnar
að streyma til blaðsins og
andstæðingarnir að æpa um
fjármagn Sjálfstæðisflokks-
ins bak við blaðið.
Velgengni Morgunblaðsins
er ekkert „business" leynd-
armál, en andstæðingarnir
geta bara ekki farið sömu
leiðina, tii þess eru þeir of
fast reirðir við stjórnmála-
floikkana að baki blaða
sinna. Sem sagt gott. Ut-
breiðsla Morgunblaðsins
eykst stöðugt meðan Þjóðvilj
inn lifir á fómfýsi trúar-
flokksins, líkt og Herópið og
Tíminn laumar sér i mjólkur-
brúsum inn á heimili bænd-
anna.
Nú vil ég spyrja þá sjálf-
stæðismenn, sem heimta meiri
ofsa í skrif Morgunblaðsins.
— Hverju væruð þið bætt-
ari, að Morgunblaðið hrap-
aði niður á það plan Tímans
og Þjóðviljans að vera ekki
lesið nema af hörðustu sam-
herjum, sem sagt, kannski
ekki aí öðrum en ykkur sjálf
um?
Þannig færi óhjákvæmi-
lega fyrir blaðinu, ef ykkar
ráðum væri fylgt.
Menn skyldu lika athuga
það, að ef Morgunbiaðið
skiptir um tón, er öll blaða-
mennska landsmanna hröpuð
á svipstundu niður á það
stig, sem hún var hérlendis í
upphafi, að ritstjórar blað-
anna áttu í stanzlausum mála
ferlum hverjir við aðra fyrir
meiðyrði og loks var svo kom
ið, að meiðyrðalöggjöfin var
orðin óvirk — sviviirðingarn
ar voru orðnar svo gifurleg-
ar og almennar.
Önnur stjómmálabarátta
yrði svo eftir þessu. Áratuga
starf Morgunblaðsins til að
laða blöð andstæðinganna til
mannsæmandi skrifa yrði
gert að engu á svipstundu.
Leiðin upp hefur verið
strömg en hún væri fljótgeng
in niður.
Það er von almennings í
landinu, að Morgunblað-
ið haldi sínu striki, hvemig
svo sem látið verður í kring-
um það. Þessi tikargjóla
núna er heldur ekki neitt á
móti gjóstri sem oft áður hef
ur leikið um blaðið.
En hvað er þá að gerast í
landimu sem orsakar það, að
margir sjálfstæðismenn biðja
um harðari skrif af háifu
Morgunblaðsins, jafnframt
þvi, sem andstæðingamir
hvetja til samræmra að-
gerða gegn því.
5
s
*
I
I
Er hann gangtregur?
Fádu þér Champion kerti I
SKJALDBÖKUVIÐBRAGÐ?
Hikstar við inngjöf? Seinn í gang? Blessaður fáðu þér ný
CHAMPION kerti og leyfðu honum að sýna hvað hann getur.
Eigum einnig platínur í flestar gerðir bifreiða.
Allt á sama staö Laugavegi 118-Sími 22240
EGILL VILHJÁLMSSON HF
Stúdenta-
SKEIÐIN
1972
HALLDÓR
Skólavörðustíg
RUGLVSinCHR
^-^22480