Morgunblaðið - 11.06.1972, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1L JÚNl 1972
GAI IM | mdigret Fær samvizkubit eftir georges simenon
„Hann heldur þó varla .. .?“
Hann lauk ekki setningunni
íyrir hana og hún hélt áfram:
„Hafi hann minnzt á það við
yður, þá hlýtur hann .. . ham-
ingjan góða . . . og ég hef lagt
mig alla fram til að komast að
því . . . ég verð að tala um
þetta við hann í kvöld . . . eða
. . . nei, ef ég minnist á það,
þá veit hann strax, að ég hef
farið til yðar . ..“
„Ætluðuð þér að halda þvi
leyndu fyrir honum?"
„Ég veit það ekki. Ég veit
það ekki lengur, Monsieur Mai-
gret. Ég leitaði til yðar . . .
hvemig á ég að orða það . . .
ég leitaði til yðar með þeim ein-
falda ásetningi að segja yður
frá vandamálum minum. Ég hef
sagt sannleikann um Xavier og
áhyggjur minar. 1 stað þess að
veita mér hjálp, hafið þér lagt
fyrir mig spurningair og af þeim
dreg ég þær ályktanir að þér
trúið mér ekki . . . grunið mig
um . . . ég veit ekki eiginlega
hvað.“
Hún var ekki farin að gráta,
en var þó að því komin.
„Jæja það er ví.st ekkert vúð
því að gera . . . ég vonaði bara
. . . ég verð að reyna að bjarga
mér á eigin spýtur . . .“
Hún opnaði dymar. Þegar
fram á ganginn kom, sagði hún:
„Verið þér sælir yfirforinigi
. . . og þakka yður fyrir við-
talið.“
Maigret horfði á eftir henni
þar sem hún tifaði léttstíg á háu
hælunum út ganginn. Svo yppti
hann öxlum og sneri aftur fnn á
skrifstofuna. Stundarfjórðungi
síðar kom hann fram aftur og
spurði Jóseph um leið og hann
gekk fram hjá honum:
„Er lögreglustjórinn við?“
„Nei, hann er á fundi og sagð
ist ekki koma aftur í dag.“
Maigret gekk samt rakleitt
inn á skrifstofu lögreglustjór-
ans kveikti Ijösin og fór að lesa
á bókarkilina i bókaskápunum
tveimur. Þar gaf að lita tölfræði
leg rit, sem enginn hafði nokkru
sinni litið I, og tæknilegar bæk-
ur á ýmsum tungumálum, sem
höfundamir eða útgefendur
höfðu sent. Þar var ógrynni rit-
gerða um afbrotafræði, vísinda-
legar rannsóknaraðferðir og rétt
arlæknisfræði.
1 einni hillunni fann Maigret
loks nokkrar bækur um sálar-
fræði. Hann blaðaði lauslega í
tveimur eða þrem áður en hann
valdi þá, sem honum sýndist að-
gengilegri en hinar.
Um kvöldið tók hann bókina
með sér heim. Eftir kvöld-
verðinn settist hann við arininn
í inniskónum og fór að lesa, en
kona hans sat gegnt honum og
var að gera við handlínið á
skyrtunni hans.
Honum datt ekki í hug að
leggja í að lesa bókina spjald-
anna á milli, enda var það sem
stóð á sumum síðunum ofvaxið
hans skilningi, þrátt fyrir
nokkra þekltíngu hans á læknis-
fræðum.
Hann leitaði uppi viss kafla-
heiti og orð, sem hafði borið á
góma í samtali hans við
Pardon lækni um morguninn,
orð sem allir þykjast skilja, en
merkja annað á máli faigmanna.
. . . Taugaveiklun . . . að áliti
Adlers eru byrjunareinkenni
taugaveiklunar minnimáttar-
kennd og öryggisleysi .. . Til
varnar þessum kenndum gríp-
ur s.júklingurinn til þess ráðs að
samsemja sjálfan sig ímyndaðri
fyrirmynd . ..
...ímyindaðri fyrirmiynd . .
tautaði hann fyrir munni sér,
svo konan hans leit undrandi á
hann.
. . . Líkamleg einkenni . . .
sefasýki er vel þekkt fyrirbaeri
i ölliim sérgreinum læknisfræð-
innar . . . Enda þótt ekki sé
liægt að finna nokkrar Iíkamleg
ar orsakir, finnst þessu fólki
það vera veikt og þjáist það
mjög af ltræðslu við mögulegar
afleiðingar. Það gengur á niilli
lækna og fer i hverja læknis-
skoðunina af annarri . . .
. . . Andleg einkenni . . . van-
metakennd er ríkjandi þáttur
. . . Líkamlega er sjúklingurinn
þróttlitill, finnur hjá sér alls
konar verki og slársauka, verð-
ur magnþrota af liinni minnstu
áreynslu . . .
Þetta gat staðið heima við
Maigret sjálían þennan morgun.
Hanum fannst hamn jaflravel enn
vera þróttlítill, enda þótt hann
fyndi ekki til verkja eða sárs-
auka, en .. .
Hann hnyklaði brýnnar og
fletti lengra í bókinni.
. . . Hið svokallaða ofsóknar-
brjálæði . . . ofvöxtur sjálfs-
ins ...
P«bsóni leflnkenni jiessan-a
sjúklinga eru einstrenghigslegt
ofríki gagnvart fjölskyldu og
umhverfi og eru þeir að því
Ieyti frábrugðnir þeim við-
kvæmu . ..
. . . Þeim finnst þeir alltaf
hafa á réttu að standa og það
sem aflaga fer, geti aldrei ver-
ið þeirra sök . . . Sjálfbirging-
ur er eitt einkenni þeirra . . .
Þeim tekst oft að kúga fjöl-
skyldu sína með yfirgangssemi
og kreddufestu . . .
Átti þetta betur við Xavier
Marton eða eiginkonu hans? Og
gat þetta ekki áit við fjórðung
alilra ibúa Parísar?
Sálsýkislegur hefndarþorsti
. . . ofsóttir ofsækjendur . . .
Mjög Iiefur verið deilt um, hvar
skyldi flokka þessa tegund sál-
sýki. Ég álít eins og Kraepelin
og Capgras, að ekki beri að
flokka hana með hreinum skyn-
villum . . . Sjúklingurinn álítur
sig hafa verið beittan órétti,
sem hann vill jafna og notar öll
tiltæk ráð til að fá vilja sínum
framgengt . . .
Xavier Marton? Frú Marton?
Hann fór úr t»augaveiklun i
geðveiki, úr geðvéiki í geðvillu
úr sefasýki i ofsóknarbrjálæði
og það fór fyrir honum eins og
flestum, sem fara að glugga í
læknisfræðibækur, og finnast
öll sjúkdómseinkennin eiga við
f þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
sig, að honum fannst und-
ir hverju sjúkdómsheiti vera ein
hver einkenni, sem gátu átt við
hjónin bæði.
Við og við tautaði hann fyrir
munni sér, endurtók orð eða
setningu og frú Maigret gaut til
hans augunum áhyggjufull á
svip.
Loks stóð hann á fætur,
fleygði bókinni á borðið með til
burðum sem gáfu fyllilega
í skyn að nóg væri komið af
svo góðu, og opnaði Skápinn í
borðstofunni. Or honum tók
hann púrtvínsflösku og hellti úr
henni í eitt af litlu glösunum
með gylltu röndinni.
Þetta var nokkurs konar upp
reisn skynseminnar gegn
öllu vísdómsrugiinu, tilraun til
að ná aftur heilbrigðu jafnvægi.
Pardon hafði á réttu að
standa: Árangurinn af þvi, þeg-
ar menn sökktu sér niður í lest
ur um afbrigðilega hegðun
manna, fóru að flokka hana og
greina, varð venjulega sá, að
menn misstu alveg skilning á
þvi, hvernig heilbrigður maður
hagaði sér.
Var hann sjálfur heilbrigður?
Eftir þennan lestur var hann
ekki viss um það.
„Ertu með erfitt mál núna?“
spurði frú Maigret, sem sjald-
an skipti sér af starfi hans í
Quai des Orfévres.
„Alveg kolbrjálað."
Stór sendibíll
til sölu HANOMAG ’65, burðarmagn
3,2 tonn, vél nýyfirfarin.
Niðursuðuverksmiðjan ORA H/F.,
Sími 41995.
velvakandi
0 „Stúdentagjafir“
Harpa skrifar:
„Velvakandi minn!
Berir þú nafn með rentu,
hlýtur þú að sperra upp aug-
un. Eða hefurðu ekki heyrt
það nýjasta? Nú fer nefniLega
sá árvissi tími i hönd að „fjöldi
nýstúdenta er meiri, en nokkru
sinni fyrr". Þeir, sem kæra
sig um, fá sér hvitar húfur;
hinir bjargast við sixpensara,
lambhúshettur eða eigin hár-
prýði. Svo er haldið stúdenta-
gilli (í stíl við fermingarveizl-
una góðu, hérna um árið), og
allt er harla gott. En þetta er
nú bara, eins og það hefur allt
af verið, svo að nú verðuir að
finna upp á einhverju nýju.
Blessaóir ungairnir verða að fá
gjafir. Það er farið að hanna
og framl'eiða í gríð og erg gripi,
sem eru „tiivaldar stúdenta-
gjafir", og fagnaðarboðskapur-
inn um gullin tækifæri er lát-
inn flæða inn á heimilin á öld-
um Ijósvakans.
Þetta kann nú ýrosum að
finnast i háltfkæringi sagt, en
í alvöru talað: Fer nú ekki
dellan og vitleysan að ná há-
marki sínu ? Hvar endar þetta ?
Við megum e.t.v. eiga von á
því, að eftáx nokkur ár fái börn-
in fullnaðarprófsgjafir. Eða
gagnfræðaprófsgjafir? En
hvað á þá að gefa þeim, sem
ljúika prófi úr „súpergaggó"?
Þessum liinum er ekki ætlað
að særa neinn eða spilla
ánægjiunni hjá þeim, sem fagna
því að hafa náð langþráðum
áfanga; fremiur ætluð til um-
huigsunar þeim, sem vilja ekki
láta berast möglunarlaust með
strauronum.
Harpa."
0 Til iðuaðarnianna
Guðrún Jaeobsein skrifar:
„Hleiðraðd Velvakandi — á
leiðinlegri blaðsíðu!
Við, sem efcki erum í prívat-
slagtogi við iðnaðairmenn
Reykjavíikur, trésmiði, pípu-
lagningamenn', dúklagninga-
meistara, veggfóðrara eða
garðmenn á broddum uppi í
tré að höggva dauðar greinar,
eigum stiundium ósnotra daga,
þegar við fletitum símaskránni
í leit að einhverjum ofan-
greindra handiðnaðarmanna.
Og hér með vildii ég beina þeiim
tilmæilum til þeirra, sem enn
eru í skránni undir einhverju
ofanitaldra atvinnuheita, en
eru búnir að skipta um starf,
eða hætitir fyrir aldurs sakir,
að tiilkynna það skránnd.
Síðast, en ekki sízt, vildi óg
beina þeim tilmæSum til stór-
hneykslaðra aðstandenda oig
símsvara, sem brugðizt hafa
hinir verstu við vinniubeiðanda,
að senda sí'maskránni nauðsyn
iegar uppiýsingar um brott-
flutning viðkomandi iðnaðar-
manns til annars, — og von-
andi kurteisari heiims!
Það er efcki nóg að panta
kisitu og yfiirsönig frá elzrtiu iík-
kistufabrikfcu landsins, heldur
þarf liika eiittihvað að gera fyr-
ir hima, sero eftir Hifa, til
sparnaðar á útgjöldiun og ó-
jiægindnm fyrir báða aðiht.
Vh'ðin garfyils t,
Gnðrún Jacobson".
Velvakandi tekur und:r roeð
Guðirúnu, en getur ekki s>tillf
sig um að bæita því við, að sjálf
um finhst honum síðan roeð
þeim skemrotilegri i blaðinu.
Daigskrá hiljóð- oig sjónvarps er
við höndina, f r amh al dsspg an
sömul'eiðis, að óigieymdium diálk
um Velvakanda!
0 Pcnnavinur
14 ára sænsk stúllka óskar
eftir pennavini á Islandi. Á-
hu'gamáil1 hen.nar eru frimerkja
söfnun, leikfimi og listhlaup á
skautum. Nafn hennar og
hei'milisfang er:
Ann Eiiasson,
Olshaimmarsigatan 66, VI
124 48 Bandihagen,
Sverige.
Bandhagen er ein a.f út'bo>i"g-
um Slokkhóims.
BOSCH
* L.TÓSASTILLINGAR
* ÖNNUMST VIÐGERÐIR
Á BOSCH RAFKERFUM
* ÞÉTTAR FYRIR TAISTÖDVAR
sonderborg
garn
Sönderborg-garnið Cloria og Freesia crepe
nýkomið í mjög miklu litavali.
Verzlunin HOF,
Þingholtsstræti 2.
M álverkasýning
Málverkasýning Jóns Baldvinssonar að Ingólfsstræti 22, Rvík,
er opin daglega frá kl. 14—22 til 12. júní.
Tilboð óskast
Tilboð óskast í Fíat Berlina, árgerð 1972, og Sunbeam, árgerð
1972, í núverandi ástandi.
Bifreiðarnar verða til sýnis í bifreiðaverkstæðinu Armi, Skeif-
unni 5, Reykjavík, á morgun (mánudag) frá kl. 9—17.
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Tjónadeild, fyrir
hádegi á þriðjudag 13. júní 1972.