Morgunblaðið - 04.07.1972, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1972
- UMHVERFI
MANNS
Framhald af bls. 17
un, að útlit geirfugls var ekki ósvip-
að útliti mðrgœsa, þótt langt væri á
milli heimkynna þeirra, þar sem teg-
undirnar lifðu í svellköldum sjó
nyrzt og syðist á jörðinni. Þannig
mætti lengi þylja ótal dæmi úr riki
spendýra og fugla, og þetta á sér
einnig stað meðal plantna þótt erf-
iðara sé að rekja.
Með þroska mannkynsins á jörð-
inni verður stór bylting í þróun alls
lífs á jörðinni. Sérhver dýrategund
hefur aðlagazt og sérhæft sig við
ákveðin lífsskilyrði, en sú tegund
dýra, sem er hvað minnst sérhæfð, er
maðurinn. Með tíð og tíma
hefur hann aðlagað sig að mismun-
andi umhverfi, og í raun hefur hann
tileinkað sér flesta þá eiginleika, sem
hinar ýmsu dýrategundir hafa sam-
anlagt. En mannkynið hefur ekki
breytt liffærum sínum eða likamslög
un til að aðlagast umhverfinu eins
og aðrar dýrategundir, heldur hefur
það gert það með hugviti sínu.
Mannkynið smíðar sér þá hluti, sem
til þarf til að afla viðurværis, það
veiðir sér til matar og ræktar sumt
af fæðu sinni. Mannkynið ferðast nú
bæði á og i legi og lofti og fer hrað-
ar yfir en nokkur dýrategund. Það
hefur haslað sér völl um gervallan
hnöttinn, víða rutt náttúrlegum
gróðri úr vegi og jafnvel upprætt
hann, svo að auðn ein er nú, þar
sem áður var frjósamt land. Allar
dýrategundir jarðar hafa fengið að
kenna á návist hans. Fjöldi þeirra
er útdauður með öllu, en umhverfi
margra hefur verið spillt svo að til
útrýmingar leiðir, ef ekki er að gert.
í þessu framferði mannsins felst
mjög mikil hætta á því, að hann
eyði og skemmi svo umhverfi sitt, að
til tortímingar leiði fyrir allt mann-
kyn. Ýmsum veitist erfitt að skilja
þetta með því að í sumum trúar-
brögðum er talið, að maðurinn sé öll-
um æðri hér á jörð og meira að segja
skapaður í guðs mynd. Slík trú hlýt-
ur að verða öllum fjötur um fót,
sem rannsaka vilja náttúruna, og af-
leiðingar hennar hafa oft verið hin-
ar hörmulegustu. Ýmsdr náttúrufræð
ingar hafa bent á þetta atriði að
undanfömu og sýnt fram á nauð-
syn þess að ýms trúarbrögð endur-
skoðuðu þessar gömlu hugmyndir.
Sá, sem einna fyrstur benti á þetta,
var Albert Einstein, en síðar hafa
aðrir tekið upp merkið.
Orsakir til þessa framferðis eru af
öðrum taldar lífrænar fremur en sál-
arlegar, og er bent á, að þroski
handarinnar sem grip- og smíðatæk-
is hafi orðið örari en þroskun heil-
ans og skynseminnar. Enda hrifsar
maðurinn ýmislegt til sín án umhugs
unar, sumt gagnlegt en einnig oft
það, sem honum er beinlínis skað-
legt. Þá hefur mannkynið mjög iðk-
að eitt starf, sem tæplega þekkist
meðal annarra lifandi dýra hér á
jörð, en það er að drepa einstaM-
inga af sínum eigin kynstofni. Slíkt
er afar sjaldgæft i dýraríkinu, að
einstaklingar sömu tegundar gangi
hver af öðrum dauðum. Mannkynið er
grimmara í eðli sínu en nokkur rán-
dýrstegund, og hefur æ ofan í æ
framið hin ægilegustu hryðjuverk. I
stórstyrjöldum hafa þær þjóðir ver-
ið fremstar i flokki, sem með vörun-
um hafa játað trúarbrögð, sem telja
manninn eftirmynd guðs. Og nú er
svo komið, að jaínvel gróðrinum, sem
er þó undirstaða lífsins í framtíð-
inni, er hvergi hlift. Sízt er að furða,
þótt ýmsir hafi áhyggjur af framtíð
mannkynsins hér á jörðu.
Mörgum manninum þykir nú sýnt,
að verði ekki fljótlega alger hugar-
farsbreyting meðal þjóða heims
gagnvart hinni lifandi náttúru, sé
mannkyninu voðinn vis. Og þá
skyldu menn athuga, að það, sem
flestir nú blina á, hin kemiska meing-
un*), er ekki nema lítið brot af því,
sem lagfæra verður. Gróðureyðing-
in, sem enn á sér stað um víða ver-
öld, er sýnu hættulegri framtíð
mannkynsins en meingun þéttbýlis-
héraða.
Hér getum við íslendingar litið í
eigin barm. Land vort hefur goldið
mikið afhroð, afhroð, sem ekki
verða bætt nema með skynsamleg-
um aðgerðum og jafnvel takmörkun-
um á hefðbundnum vana manna til
að nota landið. En það er önnur
saga.
Fyrir mannkynið í heild er það
höfuðnauðsyn, að almenningur fái
góða fræðslu í náttúrufræðum, þann
ig að menn geti á skynsamlegan hátt
gert sér ljóst á hverju framtíð þeirra
og niðjanna veltur. Alþjóðaráðstefn
an i Stokkhólmi var háð til þess að
opna augu stjórnmálamanna fyrir
hinum yfirþyrmandi vandamálum, og
ég þykist þess fullvís, að hún á eft-
ir að bera mikinn árangur. Stjórn-
málamenn eru yfirleitt gáfaðri menn
en almennt gerist, þótt þeir neyðist
oftast til þess að dansa eftir píp-
um sér misvitrari og óvitrari manna.
*) Ég skrifia nú mei'ngun en ekki
mengun að athuguðu máli og i sam-
ráði við málvöndunarmann eins og
Björn Fransson, því að ástæðulaust
er að taka upp þýzkt lánsorð, þeg-
ar annað er til í gömlu máli með
sömu merkingu.
FÉLAGSSTARF
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
ÞJÓÐMÁLAFUNDIR
Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur ákveðið að efna til
almennra þjóðmálafunda víðsvegar um landið í samstarfi við
þingmenn Sjálfstæðisflokksins í viðkomandi kjördæmum. Geir
Haligrímsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, mun flytja
ávörp á öllum fundunum og síðan sitja fyrir svörum ásamt
Markúsi Erni Antonssyni, formanni Heimdallar, og þingmönn-
um viðkomandi kjördæmis. Á fundum þessum verður m. a.
rætt um stefnuleysi og vinnubrögð rikisstjórnarinnar, ástand
atvinnumála, skattamálin, utanríkismálin, landhelgismálið og
viðhorf Sjálfstæðismanna til þessara mála.
Lögð verður áherzla á, að form fundanna verði sem frjáls-
legast, þannig að fundarmenn taki virkan þátt í umræðum
eða beri fram fyrirspurnir úr sæti eða skriflegar. Umræðu-
fundir þessir eru öllum opnir og eru stjómarsinnar ekki síður
hvattir til að sækja þá.
Ungir Sjálfstæðismenn telja að nauðsvn beri til að efna
til umræðufunda um þessi mál og beina því sérstaklega til
ungs fólks að sækja þessa fundi, taka þátt í umræðum,
skiptast á skoðunum við forystumenn Sjálfstæðísflokksins og
koma þannig á framfæri áhugamálum sínum.
GEIR HALLGRÍMSSON
MARKÚS ÖRN ANTONSSON
Síðasí 'í fundur verður sem hér segir:
VESTFIRÐIR
Geir Hallgrímsson, vara'o'maður Sjálfstæðisflokksins, flytur
ávarp og mun síðan sitja fyrir svörum ásamt Markúsi Erni
Antonssyni, fofmanni Heimdallar, og alþingismönnunum Matt-
hiasi Bjarnasyni og Þorvaldi Garðari Kristjánssyni.
Fundurinn er öllum opinn og er fólk hvatt til þess, að bera
fram munnlegar eða skrfegar fyrirspurnir og taka þátt i um-
ræðum.
SAMBAND UNGRA
SJÁLFSTÆÐISMANNA.
Sumardvalarheimili
í Stykkishólmi
Stykkishólmi, 30. júní. | ára skeið haft suinardvalarheim-
ST. FRANSISKUSSYSTUR í ili fyrir börn víða að af landinu.
Stykkishóimi hafa um margra I Hefur þetta starf þeirra verið að
Nýjar vörur daglega
Bikinibuxur — Bikiniundirfatasett — Buxur
úr burstuðu denim — Frottekjólar á telpur
— Drengjaföt (stutt st. 2—4—6) — Perma-
press herrabuxur og blússur — Glæsilegt
úrval af kvenblússum — Herraskyrtur,
margar faliegar gerðir á sérlega lágu verði —
Frottéskyrtur — Bómullarbolir — Matrósa-
blússur — Matrósaföt — Nýjar barnaúlpur
— Rennilásajakkar — Flaudisanorakkar —
Garbobuxur.
Sólbekkir, sólstólar, tjöld, svefnpokar, tjald-
stó’.ar og borð, gastæki. Allt í ferðaagið.
Sendum í póstkjröfu um allt land. Sími 30980.
Síaukið úrval í matvörudeildinni.
Munið Viðskiptakortin.
OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD.
, iiHlilliiiiimiiiiiliiiiiiiJiHiniiiililiiMimflHilllitlllili.
.•■•tllltiil
I......iiiiii
illlllillliifil
^••••••••••iiiii
#I***iii*ii«i»i>
|••IUIt•l•••l|l
•l•lt•••••l••l•l
• •(•••IMIIIIM
IIMMIIIHllll
'•••l«lflMIIMMlMM|M<MM<IH|lMtllMM««iM,MMI|IIM*'i**
•MIMMIH
•••••••••••••
immmmiIMí
•mmimmmm
tilHIMIMIMM
•IIMIIIIIIMMI
IIMIMMMMM*
IMIMIIIMHMI
llMIMMMMK
HMIMMlMf*
mmhmM'
verðleikum metið, enda allur að-
búnaður og annað til fyrirmynd-
ar.
1 sumar hófst starf þeirra I
byrjun júnímánaðar og dvelst
fyrri hópurinn á heimiilinu um
sex viikna skeið til 6. júli nk.,
en þá tekur við nýr dvalarhópur.
Fullsett var í heimilið í júní,
en í næsta flokk er hægt að
bæta við nokkrum dvalarböm-
um vegna forfaiila annarra, sem
höfðu fenigið vist þar, en þó mun
plássið takmarkað.
Ýmás útbúnaður og leiktæki
hafa verið sett upp i sambandi
við sumardvalarheimilið og einn-
ig er börnunum gefinn kostur á
að fara um nágrenni Stykkis-
hólms í skoðunarferðdr og enn-
fremur með bátum út um eyjar.
— Fréttaritari.
Land-
helgis-
málið
rætt í sumar-
hefti Iceland
Review
SUMARHEFTI tímaritsins Atl-
antiea & Ieeland Review sem er
nýkomið út fjallar að talsverðil
leyti um landhelgismálið og i
fyigiriti blaðsins eru birtar yfir-
lýsingar um niálið frá forystu-
mönnum stjórnntálaflokkanna og
samtaka atvinnurekenda.
1 grein eftir Bggert Jónsson
hagfræðing eru skýrð visindídeg
og hagfræðileg rö/k Isilendinga í
sambandi við landhelgdsmiállið og
gert er grein fyrir þeim viðræð-
um, sem f'arið hafa firam við er-
lendar rí'kiisstjómir.
Af öðru efni timaritsins má
nefna grein um Eldey.janför eift-
ir Ámi Johnsen blaðarwann. Jó-
hann Hjálmarsson ritar grein
um Alfreð Flóka, Þór Magnússon
þjóðmdnjavörður ritar sögu ís-
lenzka drykkjarhomsins og
Imgi Tryiggvason blaðaif'ulltrúi
s'kritfar um í.slenzkan landbúnað
frá upphafi. Þá skrifar Árni
Bjömsson <*and. mag. um forna
siði tengda sumarkomu og þátf-
ur er um bækur sem ikomið bafa
út erilendis um islenzk máieifni.
Blaðið er að þesisu sdnni 100
síður að stærð og eru greinar
þess prýddar fjödmörgum ljóis-
myndium í lit og svart-hvitu.