Morgunblaðið - 04.07.1972, Side 28

Morgunblaðið - 04.07.1972, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4, JOLÍ 1972 hætti við það. Han sat á rúm- bríkinni og leitaði með fótunum að in'niskónum. Konan hans var þegar komin fram í eldhúsið og hann heyrði að hún var að kveikja á gasinu. i,Nei, þakka yður fyrir .. . “ Hann undraðist, að það var ekki Lapointe, sem hafði hringt. Hvaða kona var þetta? Giséle Marton? Eða mágkonan? Væri það önnur þessara tveggja, hefði hvorug þeirra getað farið út, án þess að Lapo- inte yrði þess var og þá hefði hann átt að hringja sjálfur. Martons-hjónin höfðu ekki eigin síma. Hann kallaði til konu sinnar. „Viltu leita í götusímabókinni og vita hver er skrifaður fyrir simanum í Chatillongötu númer 17?“ Ueizlumatur w Smurt bruuð og Snittur SÍLD & FISKUlt Hann ákvað að raka sig ekki, enda þótt það væri honum þvert um geð. „Númer 17 . . . hérna er það .. . f jölbýlishús . .. “ „Ágætt. Það betndir til þess að það sé sími hjá húsverðinum." „Hér er líka frú Boussard, Ijósmóðir . . . . en ekki fleiri. Kaffið er til eftir tvær mínútur." Hann hefði átt að biðja Joffre að senda bíl frá Quai des Orfé- vres, en úr þessu var fljótlegra að fá sér leigubíl. Madame Maigret sagðist skyldi sjá um það. Fimm mínút- um síðar var hann á harðahlaup um niður stigann með hálf- brenndan góminn eftir sjóðheitt kaffið. „Ætlarðu svo að hringja til mín,“ kallaði konan hans á eftir honum og hallaði sér yfir hand- riðið. Hún var ekki vön að fara fram á þetta. Hún hlaut að hafa fundið að hann var áhyggju- fulllur. „Ég skal reyna það,“ sagði hann. Leigubíllinn kom. Hann hrað- aði sér inn í hann og tók varla eftir þvi að nú var hætt að snjóa, snjórinn var horfinn af götunum og húsaþökunum og farið að rigna. „Chatillon-götu." 1 bílnum eimdi eftir af ilm- vatnsiykt. Sennilega hafði bíl- stjórinn verið að aka fólki heim fi-á einhverjum næturklúbbnum. 7. kafli. Maigret fór úr bilnum á horni Chatilongötu. Gatan var mann- laus eins og aðrar götur i París. Ljós sást í einstaka glugga, eins og við Riehard-Lenoir-götu. Á meðan hann gekk þessa hundrað metra, kviknaði ljós í nokkrum gluggum til viðbótar og á ein- um stað heyrði hann í vekjara- klukku. Hann athugaði, hvort Lapo- inte stæði í skotinu en hann var þar ekki. Hann muldraði eitthvað í barm sér, þvi honum var ekki rótt, og hélt áfram. í göngunum við gula fjölbýl- ishúsið mætti hann lágvaxinni konu, sem var jafn-breið um axlir og mjaðmir. Hann gat sér þess til að hún væri húsvörð- urinn. Hjá henni stóð maður, með matarkassann sinn undir handleggnum. Af búningum sást að hann var starfsmaður neðan- jarðarlestanna. Skammt frá þeim stóð enn ein kona, gömui og grá hærð með rúllur í hárinu í blá- um morgunslopp og með hárautt herðasjal. Þau horfðu þegjandi á hann, það var ekki fyrr en seinna að hann fékk að vita, hvað hafði gerzt, en snöggvast var hann gripinn ótta um að Lapointe gæti verið fórnardýrið. Þó kom á dagimn að svo var ekki. Þegar Giséle Marton kom úr simaklefanum í anddyri fjöl- býlishússins, var húsvörðurinn sem var kona kominn á stjá og farinn að heila upp á kaffið, en var eklki búinn að setja rusla- fötumar út á gangstéttina. Hún hafði heyrt að Giséle haíði hringt á lögregluvarðstofuna en vissi ekki frekar, hvað gerzt hafði. Húsvörðurinn opnaði aðrar dyrnar eins og hún gerði á hverjúm morgni áður en hún dró ruslaföturnar út. Um leið hafði Lapointe gengið yfir göt- una til að gægjast inn í húsa- garðinn eins og hann hafði gert með stuttu miilibili alla nóttina. Vegna simhringingarinn ar leit húsvörðurinn tortryggn- islega á hann. „Hvað er yður á höndum?" „Hefur nokkuð óvenjulegt gerzt hér?“ Hann sýndi henni lögreglu- merkið innan á jakkanum. „Nú, eruð þér frá lögregl- unni? Jú, það kom einhver úr smáhýsinu og hringdi í lögregl- una. Hvað er eiginlega á seyði?" Lapoínte fór út og yfir húsa- garðinn til að komast í símamn í stúku húsvarðarins. Konurnar áttu sennilega báðar von á þvi, að Maigret legði fyrir þær spurningar. Ef til vill datt hon- um það líka i hug, en hvarf frá því. „Þið skuluð klæðast," sagði hainn llágri röddu. Þetta kom þeim á óvart, Jenny þó frekar en Giséle. Hún opn- aði mumninn eins og til að segja eitthvað, en hætti við það, þeg- ar systir hennar leit hatursfullu auginaráði til hennar, og gekk upp tröppurnar. „Þér líka ..." „Já, ég fer,“ sagði Giséle. Röddin var kuldaleg. Hún beið þangað til systir hennar hafði lokað herbergis- hurðinni á eftir sér þá fór hún upp. Maigret var einn hjá lí'kinu littla stund og vamnst varla timi til að líta í kringum sig í stof- unni. Þó greypti mynd hennar í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. sig í huga hans með öllum smá- atriðum og hann vissi að hann mundi geta rifjað allt fyrir sér upp af tur. Hann heyrði bil stöðvast, isk- ur í hemlum og hurð skella. Síðan fótatak í húsagarðinum. Hann opnaði dyrnar eins og Lapointe hafði gert fyrir hann. Hann þekkti strax Boisset, yfirmann lögreglunnar í 14. hverfi, sem þama var kominn í fylgd með lögregluþjóni í ein- kenmisbúnimgi ásamt feitlögnum manni með læknatösku. „Gerið þið svo vel . ... ég held, að ekki sé annað fyrir yð- ur að gera læknir, en gefa dán- arvottorðið. Paul læknir kemur inman stundar . . . “ Boisset horfði spyrjandi á hann. smjörlíki velvakandi 0 Svona mönnum er ekki hægt að treysta Fyrir stuttu var í sjónvarp- inu þáttur, er bar heitið „Set- ið fyrir svörum". Þessum þætti stjómaði Eiður Guðmason, en þeir sem sátu fyrir svörum voru þeir Einar Bragi og Bjöm Teitssom. Það er ekki hægt að segja annað en að svör þessara mamna hafi verið hlægileg og fullyrðingar þeirra barnalegar. Það var augljóst, hve tak- markalaust þeir vilja fá varn- arliðið úr landi, þvi það skipti þá greinilega engu máli hvort hlutirnir væru okkur í óhag eða ekki, þeirra miskumnar- lausa takmark er að koma varnarliðinu úr landi, hvað sem öðru liður. Svona mönnum er ekki liægt að treysta. Þessir tveir menn, voru ful'l- trúar varaarliðsandstæðinga og var þjóðinni því getfinn kost ur á að kynnast hugsunarhætti vamarliðsandstæðimga sem hóps og hugsunarháttur þeirra er svo sannarlega ekki upp á marga fiska, eins og við erum öfl vitni að. Flestir varnarliðsandstæðimg ar eru úr vinstri flokkunum og þeir sem hæst gala eru svo kaliaðir sósíalistar. Mönnum ætti að fara að verða það ljóst, að þessir menn koma ekki til dyranma eins og þeir eru klæddir. Það hlýtur að koma að því, að það fari að skína í gegnum grimuma, sem þeir fela sig á bak við. Eða er ekki hægt að segja að menn feli sig á bak við grímu, þegar þeir neita að við- urkenna staðreyndir, sem þeir innst inni vita, að er sanmleik- ur, en vegna hagsmuna sinna og síns flokiks berjast þeir miskunnarlaust? Jú, svo samn- arlega er hægt að segja, að þessir menm gangi grimuklædd ir, því þeir eru svo sannarlega ekki að berjast fyrir þjóð sína eins og þeir lýsa yfir, heldur eru þeir að berjast fyrir hags- munum sínum og rússneskum yfirráðum. Því miður erum við Islendingar svo sakllausir, að okkur gengur illa að trúa því að svona lagað geti gerzt. Varnarliðið hefur oft gert okkur ómetanlegt gagn og er alltaf að veita okkur aðstoð á margan hátt. Vera varnarliðs- ims hér varðar ekki aðeins hagsmuni okkar heldur allra vestrænna þjóða. Við verðum að gera okkur það ljóst, að lega landsins er þannig, að ef varnariiðið færi héðam gæti það orðið till þess að valda- jafnvægið í heiminum gæti raskazt. Eins og heimurinn er í dag má hanm alls ekki við því. Á Keflavdkurflugvelili er rnikið og nauðsynlegt starf unndð, á móti því getur eng- inm rétthugsamdi maður borið. Flestir varnarliðsmennirair vinna ýmiss komar tæknistörf og hafa vandmeðfærin tæki, sem þeir verja lofthelgi ís- lands með. Varnarliðið hefur mjög sterkan radar, imn á hann koma margar flugvélar, sem íslenzku loftturnarnir ná eklki. Þessi sterki radar á Keflavik- unflugvelli hefur nokkrum sinn um komið í veg fyrir það að íslenzkar og rússneskar flug- vélar rækjust á. Rússneskar flugvélar tilkynna sig aldrei, þega-r þær nálgast vestræm lönd, hvort sem þær eru að læðast um eða ekki. Ætli það mundi ekki vekja mikla sorg og reiðd hér, ef rússnesk njósnaflu-gvél rækist á íslenzka farþegaflugvéi, sem væri full af farþegum? Jú, svo sannar- le-ga, og þá fyrst myndi fólk átta sig á því að hér er þörf á varnarliði, sem getur leitað uppi njósnafluigvélar eða flug- vélar sem eru svo óforskamm- 'aðar að tiikynna sig ekki, heldur læðast um. eirns og þjóf- ár á nóttu. Nei, kæru Islendingar, það er ekki allt gull, sem glóir. Það hefur hinn gullborni málefna- samningur vinistri stjórnarinn- ar sannað okkur. Það gljáði á ailt, allt var svo fallegt og gott, sem þar stóð, en þegar betur var að gáð bllasti við ananni hans furðulega tak- rraark, en það er: afnema aha velmegun, öil þægindi og alla Idfshamingju þjóðarinnar, en allt þetta ætla höfundar mál- efnasamnings sér og síinum! Hér er um hreinræktaðan kommúnisima að ræða og veitir okkur þvi ekki af að vera við öllu búin, og standa dyggan vörð um sjáifa okkur og þjóð okkar, till þess að þessir of- stækismenin geti ekki haft okk- ur að leiksoppi. Eins og við vitum, hefur oft verið þörf á þvi að við stæðum dy-gg- an vörð um land vort, en nú er það nauðsyn! Nú er þvi haattuás'tand, og við sem ber- um frelsi og lýðræði þjóðar okkar fyrir brjósti, rísum upp og berjumst á móti kmmlu ein- valds- og ofbeldissinn- aðra manna. Guðfinna Helgadóttir. POP HÚSIÐ Grettisgötu 46 - Reykjavík - “S? 25580 VATNSSLÖNGUR LOFTSLÖNGUR SLÖNGUTENGI unnaí <P§>u:eimon Lf. SuSurlandsbraut 16. . Lauyavegi 33, - Símj 35200. % Athugasemd 1 Velvakanda á sunnudaig var bréf, sem sveitakona skriifaði úr Skagafirði. Þau miistök urðu að niður féli undinsikrift biéfeins og 'éftirfarandi aithuigasemd Vel- vákanda: Þótt Velvakaindi sé sammála ýmsu því, sem í bréfinu segir, vill hann vakja atlhyigli á, að ekki er hægt að likja formanni útvarpsráðs við „gerræðisifulia einræðisdýrken-dur og komrn- únista" eins og bréfriitari gerðl, enda hefiur hann sagzit vera flokksbundinn Aliþýðuflokks- maður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.