Morgunblaðið - 07.07.1972, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLl 1972
SjTVfBA l\l maisret fær samvizkubit eftirseorges simenon
„Ég verð önnum kafinn fram
að hádegi og veit ekki einu
sinni hvort ég kem heim að
borða.“
Rödd hans var þreytuleg.
„Er nokkuð að.“ spurði hún.
„Hafðu engar áhyggjur. Ég
fæ kaffi hérna."
Loks sneri hann sér aftur að
Bonfils:
„Sendið Janvier inn til min,
þegar hann kemur.“
Hann rétti henni bollann og
diskinn með vínarbrauðunum en
hún afþakkaði þau.
„Sykur?“
Mágkonan hristi höfuðið. Hún
vildi heldur ekkert borða svo
hann gerði sér einn vínarbrauð-
in að góðu, án þess þó að hafa
nokkra verulega lyst.
Dagur var runninn upp en þó
var ekki nógu bjart til þess að
hægt væri að slökkva ljósin.
Jenny hafði tvisvar opnað munn
inn eins og hún ætlaði að fara
að spyrja einhvers en hafði
misst kjarkinn um leið og hún
leit framan i yfirforingjann.
Stundin var komin. Maigret
fékk sér aftur í bollann og tróð
í pípu sína, sem hann hafði val-
ið úr mörgum á borðinu.
Svo stóð hann á fætur og leit
á konurnar til skiptis.
„Ætli ég byrji ekki á því að
tala við yður,“ sagði hann við
frú Marton.
Jenny hrökk við og ætlaði
enn að segja eitthvað.
„Á meðan bíðið þér í öðru
herbergi hjá einum starfsmanni
mínum.“
Hann kallaði aftur á Janin.
„Fylgdu þessari frú inn i
grænu skrifstofuna og bíddu hjá
henni þar, þangað til ég kalla.“
„Gott og vel."
„Er Janvier ekki kominn?"
„Mér heyrðist ég heyra til
hans á ganginum."
„Segðu honum að koma hing-
að strax."
Janin fór með mágkonuna.
Augnabliki síðar kom Janvier
inn en brá í brún, þegar hann
sá frú Marton sitja þar i stól
með kaffibolla fyrir framan sig.
„Marton er látinn," sagði
Maigret. „Lapoiinte er á staðnum.
Hann hefur staðið á verði í alla
nótt, svo þú verður að fara og
leysa hann af hólmi."
„Lapointe segir þér, það sem
þú átt að vita. Ef þú tekur
leigubíl verðurðu kominn á und
an þeim frá saksóknaraembætt-
inu.“
„Kemur þú ekki?“
„Ég held ekki.“
Loks var búið að loka báðum
hurðum og Maigret og frú Mar-
ton sátu ein á skrifstofunni. >að
var emgu líkara en hún hefði beð
ið eftir þessu augnabliki. Hann
þagði mest af o. tottaði pipu
sína, en eftir því sem á samtalið
leið, var eins og hún lifnaði við
eða vaknaði úr einhvers konar
dái.
>að var skrítið að fylgjast
með þvi, hvemig andlit hennar
varð mennskt á ný, litur færð-
ist í kinnamar og úr augunum
skein annað en kvíðinn einber.
„Þér haldið auðvitað að ég
hafi eitrað fyrir honum.“
Hann svaraði ekki strax. Það
var ekki í fyrsta sinn þennan
morgun,*sem hann hafði dregið
að bera fram spurningar að af-
stöðnum glæp. Oft var betra að
láta fólk ekki fara að tala of
fljótt, hvort sem um ákærða eða
vitni er að ræða. Því oft heldur
fólk fast við fyrsta framburð
af ótta við að vera sakað um
ósannsögli.
Hann hafði með vilja gefið
þeim báðum tækifæri til að
hugsa, tima til að taka afstöðu
og velja orðin vel.
„Ég held ekkert," sagði hann
loks. „Þér sjáið að ég hef ekki
kallað hraðritara hingað inn.
Ég skrifa ekki niður það sem
þér segið, en bið yður aðeins
að segja mér hvað gerðist."
Hann vissi að hún undraðist
hve rólegur og blátt áfram hann
var-
„Þér gætuð byrjað á kvöld-
inu í gær.“
„Frá hverju á ég að segja?“
„Öllu.“
Hún komst í vandræði, vissi
ekki á hverju hún átti að byrja,
svo hanm hjálpaði henni að kom
ast af stað.
„Þér komuð heim frá
vinnu ..."
„Eins og ég geri alltaf."
„Hvað var klukkan þá?“
„Átta. þegar búið var að
loka verzluninni, fékk ég mér
drykk á krá i Castiglione-götu."
„Með Monsieur Harris?“
„Já.“
„Og svo?“
„Maðurinn minrn var kominn
á unidan mér. Systir mín var
líka heima. Við settumst við
borðið."
„Var það systir yðar sem
hafði matreitt?"
„Já, eins og venjulega.“
^„Borðið þið niðri, þar sem
bæði er setu- og vinnustofa og
þar sem eiginímaður yðar sefur?“
„Hann ákvað sjálfur að sofa
þar fyrir nokkrum mánuðum.'1
„Fyrir hvað mörgum mán-
uðum?“
Hún hugsaði sig um og bærði
varirnar eins og hún væri að
telja.
„Fyrir átta mánuðum," sagði
hún loks.
„Hvað borðuðuð þið?“
„Fyrst súpu . . . sömu súpu
og við höfðum borðað daginn
áður. Jenny býr alltaf til súpu
til tveggja daga. Siðan svina-
kjöt og salat, ost og perur . . . "
„Og kaffi?“
„Við drekkum aldrei kaffi á
kvöldin."
„Urðuð þér varar við nokkuð
óvanalegt?"
Hún hikaði en horfði beint í
augu hans.
„Það fer eftir þvi, hvað þér
kallið óvenjulegt. Ég veit ekki,
hverju ég á að segja frá, vegina
þess að ég held, að þér vitið
meira um ýmislegt en ég. Enda
var lögreglumaður á verði við
húsið. Ég fór upp til að taka
af mér yfirhöfnina áður en við
fórum að borða og klæddi mig í
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
inniskó. Þá sá ég, að systir min
hafði farið út og var nýkomin
inn aftur."
„Hvernig sáuð þér það?“
„Vegna þess, að ég opnaði
dyrnar að herbergi hennar og
sá þar skó, sem voru enn blaut-
ir. Kápan hennar var líka rök.“
„Hvers vegna lituð þér inn i
herbergi hennar?"
„Til þess að fullvissa mig um,
að hún hefði farið út.“
„Til hvers?“
Hún leit enn ekki undan.
„Til að vita það fyrir víst.“
„Tók Jenny af borðinu?"
„Já.“
„Er hún vön þvi?“
Hún fór fram á það sjálf að
greiða þannig fyrir framfærslu
sina.“
„Þvær hún lika leirtauið?"
„Stundum hjálpar maðurinn
minin henni við það.“
„En ekki þér?“
„Nei.“
„Haldið áfram."
HELLESENS
HLAÐIÐ
ORKU.....
I helcfcsrmcttinn
Nýr lax, pr. kg.
Nýr svartfugl, pr. stk
Nýtt hvalkjöt, pr. kg.
Nýtt folaldasnitehel, pr. kg.
Folaldagullasch, pr. kg.
Folaldahakk pr. kg.
Saltað folaldakjöt, pr. kg.
Úrvals nautsnitchel pr. kg.
Nauta Roast Beef, pr. kg.
Nautagullasch, pr. kg.
Nautahakk, pr. kg.
Nauta grill-steikur, pr. kg.
Nauta bógsteikur, pr. kg.
Kalkúnar — Endur — Hænur
Kjúklingalæri og bringur.
kr.
330,00
65,00
67,00
330,00
290,00
160,00
115,00
470,00
450,00
370,00
280,00
225,00
215,00
Rjúpur — Kjúkliingar
Opið til klukkon
8 í kvöld
Opið lougardog til kl. 12
DS=B^íir(Mt]D®@'TT®CE)D[M
Laugalsek 2. REYKJAVIK, slml 3 5o 2o
velvakandi
0 Góður upplesari
Kristín Guðnmndsdóttir
skrifar:
„Eins og hlustendur útvarps
vita er nýlokið lestri á gamalli
sögu eftir Kristínu Sigfúsdótt-
ur, rithöfund. Sagan var lesin
með sérstökum ágætum og hef-
ur lesturinn vakið athygli
margra hlustenda.
Vil ég því biðja Velvakanda
að koma þeirri ósk minni og
fleiri áheyrenda á framfæri,
að þessi ágæta rödd fái sem
oftast að berast til eyrna okk-
ar hlustenda útvarps.
Bæði er frú Ólöf Jónsdóttir
ágætur rithöfundur og gædd
sérstökum persónutöfrum, sem
koma fram í frjálsum fram-
burði og hljómfagurri rödd,
sem vert væri að lofa okkur
hlustendum að njóta, ef hægt
eæri, bæði i bundnu og
óbundnu máli.
Skrifað fyrir mina hönd og
fleiri hlustenda á Jónsmessu.
Kristín Guðmundsdóttir
við Ranðavatn númer 7.“
0 Minnsti skammtur
5 kg, takk!
„Einbúi" skrifar:
„Velvakandi góður!
Ekki hélt ég að ég ætti
það eftir að fara að skrifa þér
um „kerlimgamál", en ég bý
einn og er vanur að elda mér
heitan mat á kvöldin. Kartöfl-
um hefi ég alltaf haft mesta dá-
læti á og hef þær á borðum
þegar hægt er, en oft eru þær
kartöflur, sem á boðstólum eru
í verzlunum, alls ekki manna-
matur. Bæði vegna þess hversu
lélegar þær eru (yfirleitt), og
eins vegna hins, að ein hræða
kemst ekki yfir að borða mjög
mikið af þessari einu fæðuteg-
und, er ég vanur að kaupa 2%
kíló í einu. En enginn skyldi
vera svo einfaldur að halda, að
slikra hlunninda (að fá að
kaupa einungis 2V2 kiló i einu)
njóti hver sem er. Ónei! Maður
þarf sko að vera búinm að sjá
sér út einhvem alveg sérstak-
an kaupmann til þess og vera
þar að auki búinn að vera að
koma sér vel í mjúkinn hjá
honum til þess að fá hann til
þess að skipta þessum „stand-
ard“ 5 kílógrammapokum frá
Grænmetissölunmi. Þess vegna
varð mér það á að brosa, er
ég var staddur inni í verzlun
einni nýverið og varð vitni að
einfeidni tveggja kvenna, sem
báðu um hvor sín 2Vz kíló af
kartöflum. Báðar fengu þær
það svar, að í þessari verzlun
væri aldrei selt minna en 5 kiló
i einu (þetta var sagt með við-
eigandi drýldni og meðaumk-
un). Þegar þama var komið
sögu langaði mig til þess að
blanda mér í málið og stinga
upp á því, að þær skiptu með
sér poka, en stillti mig um það,
enda fór svo, að báðar roguð-
ust út með hvor sinn 5 kílóa
poka af kartöflum! Ég get ekki
vorkennt svona fólki, en væri
það ekki verðugt verkefni fyr-
ir Neytendasamtökin eða sam-
tök húsmæðra, ef þau eru þá
til, að halda námskeið í þvi að
láta ekki bjóða sér hvað sem
er?
Einbúi."