Morgunblaðið - 30.07.1972, Síða 13
MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JOLI 1972
13
JÓN Á LAXAMÝRI NÍRÆÐUR
NÍRÆÐUR er á morgiun Jón H.
Þorbergsson, bóndi á Laxamýri,
þjóðkunnur maður fyrir marg-
háttuð störf í þágu lands og þjóð
ar.
Af svo miklu er að taka á við-
burðaríkri og athafnasamri ævi
Jóns bónda að stikla verður á
stóru, þagar um stutta afmælis-
grein er að ræða.
Venjan er sú, að fólk hnýtist
vináttuböndum fyrri hliuta ævi-
skeiðsins, en ekki hefir svo farið
með okkur Jón og fjöiskyldu
hans, því að vinátta okkar hóflst
fyrir röskum tuttugu árum og
hefir dafnað æ siðan.
Ævintýrið um fátækan sveita-
dreng, sem kemst til bjargálna
fyrir eigin dugnað og atorkiu,
sannast eftirminnilega á Jóni á
Laxamýri.
Hann er Þimgeyingur að ætt
og uppruna, og greinir vel frá ætt
erni sinu í ævisögu sinni í bók-
inni „Ævidagar11, sem út kom
1964. Að honum standa sterkir
þinigeyskir stofnar enda ber skap
höfn hans þess mikil merki um
igáfnafar, óhemju dugnað, vilja-
festu, fróðleiksfýsn, félagsanda
og síðast en ek’ki sízt trúarhneigð
og handleiðslu Drottins.
Ungur að áruim eða átta ára
gamall missti hann móður sína
og ólst síðan upp hjá vandalaus
um bændahjónum. Þarf ekki að
eyða orðum að því, hve mikið
áfalil þetta hefir verið hinuim
unga sveini, en Jón hefir sagt
mér, að trúrækni sín stafi ekki
minnst af uppeldi, sem hann naut
hjá móður sinni. Hún kenndi hon
um guðhræðslu og góða siðu, því
að hún var mikil trúkona.
í þessu sambandi langar mig
að segja frá atviki, sem varpar
skýru ljósi á hugarfar þessa
uniga drengs. Atburður þessi
gérðist um ári eftir að hann
missir móður sina, en þá viM svo
til, þegar hann eitt sinn er stadd
ur úti í haga, að hann stendur
undir svoköiluðum friðarboga,
en það var trú, að þá mætti sá
óska sér einhvers, sem homum
lægi mest á hjarta, og myndi það
ganga eftir. Óskaði drengiurinn
þá, og hugsaði til móður sinnar:
„a‘ð ég mætti verða góður og
Guði þóknanlegur maður“. Má
fulilyrða, að þessi ósk drengsins
hafi rætzt. Við sem til þekkjum
vituim, að tillitssemi og skilning
ur á kjörum og málefnum ann-
arra hefir verið sem rauður þráð
ur í samskiptum Jóns við menn
og málefni. Er óhætt að kalla
hann mikinn mannasættir. Víst
er uim það, að oft hefir hann lát
ið í minni pokann persónuiliega
til þess að ná samstöðu eða sætt-
um i málum.
Þegar litið er yfir langan far-
inn veg eða ævi Jóns á Laxamýri
sést strax hve djúp og heiillavæn-
leg spor hann markar í æviferil
sinn, þegar hann ungur og bláfá
tækur drífur sig á bændaskóla í
Noregi, en lætur ekki þar við
sitja, heldur leitar sér framhalds
menntunar i S'kotlandi í sauðfjár
rækt. Er mér nær að halda, að
slikt sé algjört einsdæmi í þann
tnð. Svo var hann brennandi í
áhuganuim á þessu máli, að hann
ferðaðist í hvern hrepp landsins,
gangandi eða riðandi, sparaði
hvorki í þvi efni persórtuleg fj'ár
útiát né krafta sína. Ég læt öðr
um og mér færari um að meta
hið mikla framlag Jóns bónda til
ræktunar og kynbóta isliemzku
saiuðfé, en veit að með þeim störf
um, sem eru mikil að vöxtum og
gæðum, hefir hann reist sér ó-
brotgjarnan minnisvarða. Er þá
mangt ótalið á lanigri og starf-
samri ævi hans, en hér verður að
eins drepið á fátt eitt.
Jón var ekki aðeins framfara
sinnaður í landbúmaðinum i ræðu
oig riti að loknu námi erlendis,
heldur lét sér emgin þjóðmái ó-
viðikomandi, þótt aldrei hatfi hann
viiljað láta draga sig í neinn á-
kveðinn stjómmálaileigan dilik. —
Hamn hefir haldið sínum hætti
að rita á ári hverju greinar um
landbúnaðarmál og trúmál, þar
að auki flutt fjölda erinda i
hljóðvarp. Greinar hans í blöð
og tímarit nema hundruðum aiuk
sjálfstæðra ritlinga. Sl. vetur
birtust t.d. tvær greinar eftir
hann, önnur um sauðfjárrækt en
hin um trúmál. Hann er því mik
ilvirkur rithöfundur á báðum
þessurn sviðum, landbúnaði og
trúmálum.
Til merkis um það, hve víða
huigur Jóns á Laxamýri hefir
leitað til fræðsilufanga fyrir al-
þjóð og að koma þeim fróðleik
á framfæri, stofnar hann ásamt
tveimur öðrum, Jónasi Jóns-
syni, ráðherra, frá Hriflu og Sig
urgeiri Friðrifcssyni, siðar bóka-
verði, í desember 1915 utan-
fliokka blað, sem varð upphaf að
dagblaðinu „Tímamum".
Eklki lýsir það sázt mann-
gildi Jóns, að hann eiigmalaus
maður, verður eigandi að og hef
ir búsetu á tveim einum mestu
vildisjörðum landsins. Á Bessa-
stöðum býr hann frá 1917 til
1828, að hann flyzt að Laxamýri
og hefir búið þar siðan, hin síðari
ár með sonum sínurn tveim,
Birni og Vigfúsi og konum
þeirra.
Meðan Jón bjó á Bessastöðum
kynntist hamn konu sinni E'línu
vn gfúisdóttur frá Guililberastöð-
um, sem ber ætt sinni fagurt
vitni um sterka skapgerð og
skarpar gáfur. Hefir Jón oft lýst
því við miig, að aldrei fái hann
nógsamleiga þakkað forsjóninni
þá góðu Guðsgjöf, sem konan sín
sé. Ætíð hefir verið gaman að
koma á Laxamýrarheimilið, en
ekki sízt nú í aftamiskini ævi-
kveldsins, þegar barnabörnin
snúast í kringuim heiðurshjónin,
afa og ömmu.
Þá er sá þáttur eftir, sem leiddi
heista okkar Jóns á Laxamýri
saman, en það voru laxveiðimál-
in. I þeim málum sem öðrum
ræktunarmálum hefir Jón haft
forgöngu meðai bænda i Aðail-
dal. Árið 1935 stofnar hamn á-
samt nokkruim bændum „Klakfé
laig Laxár“. Kaupir laxaseiði frá
hinum kunna laxaræktarmanni,
Árna í Alviðru í Ölfusi og sett er
á stofn laxaklak við Laxá. Sum-
arið 1940 var stofnað félag
bænda um vatnahverfi Laxár og
1941 var veiðisvæði Laxár leiigt
út og aðal leigutakar voru bræð
urnir Kristinn, heitinn, Stefáns-
son, prófessor, og Sæmundur
Stetfánsson, stónkaupmaður,
Og fleiri. Nokkrum árum
síðar var upp úr þessum félags-
skap stofnað það veiðifélag, sem
nú hefir mikinn hluta Laxár á
leigu eða „Laxárfélagið" og hefir
því áin verið leigð sama veiðifé-
lagi um þrjátíu ára skeið. Lýsir
það bezt gaignkvæmiu trausti og
virðingiu leigusala og leigutaka.
Mér er því bæði ljúft og skylt að
nota þetta tækifæri sem formað-
ur þriggja deilda „Laxárféiags-
ins“ að þakka öllum bændum sem
viðsemjendum okkar, óvenjugóð
og affarasæl samskipti í veiðmál
um og samningum á sl. þremur
áratuigum.
Árið 1941, er Laxá var í fyrsta
sinn leigð í heild, lét Jón á Laxa
mýri hætta allri kistuveiði og
netaveiði í ánni. Sem fyrr lét
hann ekki persónulegan gróða
tefja fyrir réttum tökum á lax-
veiðimálunum, enda hefir hann
æ síðan verið ötulasti forvígis-
maður þar nyrðra urn laxeldis-
mál. Standa því islenzkir lax-
veiðimenn i ómældri þakkar-
skuld við Jón á Laxamýri fyrir
framlag hans til laxveiðimála. —
Veit ég, að honum hlýnar um
hjartarætur er hann sér nú risa
af grunni í Laxamýrarlandi
myndarlega liaxeldisstöð undir
forystu sona sinna, Björns og
Viigfúsar og Kristjáns, bónda,
Benediktssonar á Hólmavaði.
Fæstir þegnar þjóðtfélagsdns ná
níræðisaldri. Til þess að svo
metgi verða, hljóta saman að fara
ýmsir þættir ti] langlífis, svo
sem andlegt og Jiiikamlegt atgervi
og sterkir ættarstofnar. Meðal
annars vegna þessara nefndu
þátta, getur Jón bóndi þakkað
lífshamingju sína, að hann aldr
aður maður heldur sínum sálar-
kröftum og ferilsvist, mætir á
mannþinfum, heldur þar ræður
og skrifar blaðagreinar sem umg
ur væri. Ekki er síður gleðilegt
til að vita, að Elín kona hams,
sem er átta árum yngri, ber ald
ur sinn engu síður en bóndi
hennar.
Fyrir hönd okkar hjóna og
veiðifélaga minna úr „Laxárfé-
laginu“, leyfi ég mér á þessum
tímamótum að færa þér, Jón á
Laxamýri og konu þinni, aliúðar
fyllstu þakkir fýrir mæt kynni
og gestrisni á heijnili y'kkar á
undanförnum áratugum, að ó-
gleymduim ótal unaðsstundum að
veiðum við Laxá.
Einnig færum við þér innileg-
ustu hamingjuóskir á niræðisaf
mælinu með þeim óskum, að þið
hjóniin megið njóta sameigin-
lega andlegrar og líkamlegrar
reisnar allt ykkar æviskeið.
Sig. Samúelsson.
Hinn 31. júlí verður hinn lands
kunni merkismaður, Jón Helgi
Þorbergsson, óðalsbóndi á Laxa
mýri níutíu ára.
Þeir, sem nú eru vel á miðj-
um aldri, en hafa átt því láni
að fagna, að eiga vináttu Jóns
á Laxamýri frá barnæsku, skilja
betur en flestir aðrir, hvílíkur
afburðamaður og merkismaður.
þessi síungi öldungur er og
hversu geysimerkilegt og mikið
starf hann hefur unnið á hin-
um langa ævidegi sinum. IJm
það fjallar að vísu hin ágæta
ævisaga hans í bókinni Ævidag-
ar, en þó ekki til þeirrar hlítar,
sem nánustu vinir hans og sam-
ferðamenn hafa fundið ,og vita
um. Þeir hafa kynnzt gróður-
löndum hjartans og hugans hjá
Jóni á Laxamýri. Sú eign er
gulli betri. Þar er ek'kert hefðar-
stand, heldur maðurinn sjálfur
’guilið, öflugur og sterkur í and-
anum og trúnni, tryggastur vina
og sá sterki skaphafnarstólpi, er
hvergi hallast og því síður bogn
ar.
Af öllum hinum miklu og
mörgu mannkostum Jóns á
Laxamýri, er ræktunarmaður-
inn, i þessa orðs beztu og mestu
merkimgu, jafnan efst í huga
okkar vina Laxamýrarbóndans.
Fjárræktarmaðurinn Jón Þor-
bengsson er löngu landskunnur
og hefur hann í þeim eínum
lyft Grettistökum. Ungur að ár-
um fór hann utan til að afla sér
þekkingar og reynslu í þessum
eflnum. Þegar heim kom miðl-
aði hann íslenzkum bændum af
þekkingu sinni, ferðaðist um alit
landið við hin erfiðustu skilyrði
og kynnti bændum búfjárkyn-
bætur á sauðfé, er borið hafa
heilladrjúgan árangur. Þetta
mákla brautryðjandastarf Jóns
Þorbergssonar verður seint
þakkað að verðleikum.
Jarðræktarmaðurinn Jón Þor-
bergsson hefur setið tvö af
mestu stórbýlum landsins, Bessa
staði og Laxamýri með þeim
sóma, að fáir mundu geta fetað
í fótspor hans í þeim efnum.
Samtimis annasömu og tíma-
freku starfi bóndans, hni'gu svo
félagsmálastörf bænda mjög í
fang Jóns Þorbergssonar innan
Búnaðarfélags íslands, ræktun-
arsamtaka þeirra héraða, er hann
bjó í, stofnun Landnáms í
Reykjavík, og svo mætti lengi
telja. Alls staðar var hin rækt-
andi hönd og hugur Jóns Þor-
bergssonar að starfi til góðis fyr
ir land og þjóð. Víða var hann
forystumaður og frumkvöðull,
annars staðar upplýstur og fræð-
andi samstjórnarmaður félags-
samtaka bændanna. Alltf já-
kvæður — aldrei neikvæður.
Fiskræktarmaðurinn Jón á
Laxamýri lagði niður kistuveið-
ar í Laxá í Aðaldal — stórmikil
verðmætahlunnindi — og skóp
þar með hinum silfurgljáandi
lónbúa — laxinum — greiðari
för fram á hryigningarstöðvarn-
ar i Laxá. Sýnir þetta hversu
framsýnn og gáfaður fiskrækt-
armaður Jón á Laxamýri er og
hefur verið. Hann er samtímis
einn af fyrstu og beztu hvata-
mönnum um aukna fiskrækt í
Laxá, hefur styrkt þá starfsemi
drengilega, bæði beint og óbeint
og árangurinn hefur ekki látið
á sér standa. Einmitt á þessu
sumri mun Jón á Laxamýri geta
litið niður til árinnar eilífu, sem
nú fóstrar fleiri laxa en kunn-
ugustu menn muna eftir. Það
út af fyrir sig, er góð afmælis-
gjöf. Jón rak sjáltfur laxaklak á
Laxamýri um skeið og miðlaði
þá öðrum ám seiðum af hinum
öfluga Laxárstotfni. Nú er hann
níræður að aldri, einn öflugasti
þátttakandinn i vaxandi laxfiska
rækt í Laxá í Aðaldal og mun
á næsta ári sjá glaasilegt klak-
og fiskeldishús rísa af grunni í
Laxamýrarlandi. Slíkir fiskrækt
armenn sem Jón á Laxamýri eru
vandfundnir í landi okkar. En í
þessum efnum, eins og svo mörg
um öðrum, hefur hann gefið fag
urt fordæmi til eftirbreytni.
Mannræktarmaðurinn Jón H.
Þorbergsson er þó ekki sízt eftir
tektarverður og til stórrar fyrir
myndar. Þar er Jón á Laxamýri
hinn sístarfandi boðberi um bætt
og fagurt mannlif í anda Guðs
orðs, í trú, von og kærleika.
Hann er hinn heittrúaði guðs-
maður, bendir mönnum, ungum
og öldnum, á orð Biblíunnar, orð
Guðs, og er hinn öflugi stuðn-
ingsmaður heilagrar kirkju og
aukinnar fræðslu í skólium á orði
Guðs og boðsikap Biblíunnar.
Mengun hugcms er eitur I bein
um Jóns á Laxamýri. Hún brýt-
ur að hans dómi i bága við þann
boðskap, er trúin á almætti
Guðs flytur, kærleika á milli
mannanna og fegurð lífsins í
skjóli þess sannleika og vizku,
er heilagt orð boðar. Þvi er hann
hreinskiptastur manna, kemur
til dyranna eins og hann er
klæddur og gerður og villir aldrei
á sér heimildir. Og bæmheitari
og kærleiksri'kari mann í garð
þeirra, er um sárt eiga að binda
og í erfiðlei'kum eiga, getur
ekki.
Á þessum merkisdegi vinar
míns Jóns á Laxamýri hlaðast
að mér minningar margar. Þær
eru allar með sama marki
brenndar, bjartar og fagrar.
Hinn háaldraði en siungi höfð-
ingi, bændahöldurinn Jón á Laxa
mýri mun i dag taka á móti þús-
und-um heillaóska, svo vinmarg-
ur og víðkunnur er þessi afreks
maður á marga vísu.
Mér er efst í huga þökk til
hans, afbragðsgóðrar konu hans,
Elínar Vigfúsdóttur frá Gull-
berastöðum, til barna hans og
allra á Laxamýri. Jón á Laxa-
mýri hefur ekki aðeins sýnt mér
og fjölskyldu minni óvenjulega
vináttu og tryg.gð. Hann hefur
líka leiðbeint mér á lífsveginum
breiða, frá þvi ég var ungur
drengur á Húsavik, og alltaf til
góðs. Slíkt verður aldrei nóg-
samlega þakkað. Og það er oft
sem ég finn sterkt og glöggt
fyrir því, þegar hinn miikli rækt
unarmaður Jón á Laxamýri
sen^ir okkur heitar og djúpar
bænir.
Lifðu heili, góði vinur, Jón á
Laxamýri, og þúsundfaldar
þakkir fyrir liðnu árin, kærleika
þinn og óviðjafnanlega vináttu.
Jakob V. Hafstein.
Grein eftir Halldór Pálsson
búnaðarmálastjóra og samtal
við afmælisbarnið bíður birt-
ingar.
3/o herbergja íbúð
óskast tii leigu.
SIGRlÐUR OG KRISTRÚIM BJARNADÆTUR.
SÍMI 11835.
EHRENREICH
Spindilkúlur, stýrisendar og togstangir í m.a.:
V.W. 12 — 13 — 1302 — 15 — 1600.
Opel Rekord og Cadett.
Volvo Amazon og 142 '— 144.
M.-Benz.
Póstsendum.
G. S. varahlutir,
Suðurlandsbraut 12 — Sími 36510.
Útsala — Útsala
Mikil veröiækkun.
GLUGGINN, Laugavegi 49.