Morgunblaðið - 30.07.1972, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1972
Utgefandí hif Árvakui', Rey'kijavík
Fna'míwaamdas'tjóri Haratcfur Svamaaon.
flítstfórar Matthías Joharvnaasan,
Eýrólifuf Konráð Jónsaon
Aðítoðarrítsbjó'' Styrmir Gtmnarason.
ftftstjióroarfu'lftrúi twrfajöm Guðmundsson
Fróttastjón Björn Jóhannason
Auttlýsingiastföri Ámi Garöar Kriatinsson
flftstjórn 09 afgrsiðsla Aðalstraati 6, sfmi 1Ó-100.
AugHýsingar Aðalstraoti 6, sífmi 22-4-60
Aakrrftsrgjard 225,00 kr á 'mónuði ínnsniamte
f Sswsasöfu 15,00 Ikr eint-a'kið
/\hætt mun að fullyrða, að
^ fátt eða ekkert hafi leitt
ísland lengra af braut velferð
arþjóðfélagsins en skattafarg-
ið, sem núverandi ríkisstjórn
hefur lagt á eldra fólkið í
landinu, elli- og örorkulífeyr-
isþegana. Stuðningsblöð rík-
isstjórnarinnar hafa nú við-
urkennt, að hér verði að gera
á bragarbót og færa eigi þessi
málefni í betra horf.
t Þetta gerist aðeins fáum
mánuðum eftir að stjórnar-
flokkarnir ákváðu þessa skatt
píningu með nýjum skatta-
og tekjustofnalögum. Alþýðu-
bandalagið, sem nú ræður
mestu um stefnu stjórnarinn-
ar, hefur alla tíð barizt fyrir
aukinni skattheimtu. Tak-
mark sósíalista og kommún-
ista er að svipta borgarana
fjárhagslegu sjálfstæði og
færa sem mest völd í hend-
ur ríkisins. Skattaálögur eru
leið að þessu marki.
Þess vegna lagði Alþýðu-
bandalagið ofurkapp á að
þyngja skattaálögurnar.
Stjórnarflokkunum var vita-
skuld ljóst, þegar nýju lögin
voru samþykkt, hvaða áhrif
þau hefðu á skattabyrði elli-
og örorkulífeyrisþeganna.
Engin ríkisstjórn ræðst í svo
á fjármálaráðherrann, þegar
landsmenn hefðu séð hneyksl
ið svart á hvítu. Síðan átti
að vinna Alþýðubandalaginu
fylgi með því að taka undir
gagnrýni á fjármálaráðherr-
ann og krefjast tafarlausra
úrbóta. Einmitt þetta hefur
verið að gerast síðustu daga.
Svo langt hefur verið gengið
í þessum efnum nú, að mál-
gagn forsætisráðherra var
knúið til þess að birta for-
ystugrein, þar sem ítrekað
var, að allir stjórnarflokkarn-
ir bæru jafna ábyrgð á
skattaálögunum, sem ríkis-
stjórnin hefur lagt á elli- og
örorkulífeyrisþegana. í for-
ystugreininni var ennfremur
bent á, að það væri órétt-
mætt, þegar ákveðinn hópur
stuðningsmanna stjórnarinn-
ar sakaði einn stjórnarflokk-
Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna. Með slíkum
aðferðum hyggst Alþýðu-
bandalagið draga til sín
óánægjufylgið í þessum röð-
um. ístöðuleysið í Framsókn-
arflokknum og máttleysi Sam
taka frjálslyndra og vinstri
manna benda til þess, að
kommúnistar geti náð tölu-
verðum árangri með þessum
hætti.
Stjórnarflokkarnir hafa
haldið því fram, að hin gífur-
lega skatthækkun leggist öll
á hátekjumenn í þjóðfélag-
inu. í raun hafa þó álögurn-
ar lagzt með mestum þunga
á elli- og örorkulífeyrisþega
og fólk með meðaltekjur. Hjá
þessu var naumast unnt að
komast með svo gífurlegri
hækkun á heildarskattabyrð-
inni, sem ríkisstjórnin beitti
STJÓRNIN VERÐUR
AÐ LÁTA UNDAN
umfangsmiklar breytingar á
skattkerfinu, nema slíkar
upplýsingar séu til staðar.
Alþýðubandalagið hefur
hagnýtt sér aðstöðu sína til
þess að leiða samstarfsflokka
sína í ríkisstjóminni í ógöng-
ur í hverju málinu á fætur
öðru. í þeim tilgangi knúðu
ráðherrar kommúnista fram
skattpíninguna á elli- og ör-
orkulífeyrisþegana. Hugmynd
in var sú að skella skuldinni
inn öðrum fremur um þetta
hneyksli.
Alþýðubandalagið hefur
beitt þessum vinnubrögðum í
fleiri málefnum. Þannig hef-
ur mátt lesa í Þjóðviljanum
kröfu um nýja efnahags-
stefnu, aðeins ári eftir að rík-
isstjórnin markaði efnahags-
stefnu sína í málefnasamn-
ingnum. Allt er þetta gert til
þess að róta upp í vinstra
armi Framsóknarflokksins og
sér fyrir, enda greiðir nú
fjöldi skattborgara yfir helm-
ing tekna sinna í alla skatta
og gjöld til hins opinbera.
Álögurnar á eldri borgar-
ana eru óhæfa, sem ríkis-
stjórnin verður að leiðrétta.
Hér er um svo alvarlega at-
lögu að hagsmunum þessa
fólks að ræða, að stjórnar-
flokkarnir geta ekki skotið
sér undan því að gera alveg
á næstunni sérstakar ráðstaf-
anir til þess að rétta hlut
þess. Víst er að mikill meiri
hluti þjóðarinnar ætlast til
þess að stjórnin geri tafar-
laust ráðstafanir í þessu
skyni. Ráðherrarnir hljóta að
beygja sig fyrir þeirri sterku
gagnrýni, sem fram hefur
komið að undanförnu á skatta
stefnu stjórnarinnar.
Ljóst er, að sú stefna, sem
fram kemur í skatta- og
tekjustofnalögunum nýju,
sætir verulegri gagnrýni og
fólkið krefst þess, að ný
vinnubrögð verði tekin upp.
Sjálfstæðismenn hafa bent
á, að rétt væri að auka hlut-
deild óbeinna skatta í fjáröfl-
un opinberra aðila. Bent hef-
ur verið t.a.m. á, að óbeinir
skattar dragi úr skattsvikum,
sem eru alvarlegt þjóðfélags-
mein.
í ritstjórnardálki í Tíman-
um í gær er einnig bent á,
að skattaeftirlit, hversu öfl-
ugt sem það er, hafi tak-
markaða möguleika á að
koma í veg fyrir skattsvik. í
þessu sambandi varpar rit-
stjóri Tímans fram þeirri
spurningu, hvort ekki sé
nauðsynlegt að gera róttækar
grundvallarbreytingar á skatt
heimtunni til þess að tryggja
réttláta niðurjöfnun. Hér
hlýtur ritstjórinn m.a. að
hafa í huga óbeina skatta.
Því ber auðvitað að fagna, ef
einhver öfl innan stjórnar-
flokkanna eru reiðubúin til
þess að taka upp skynsam-
leg vinnubrögð í þessum efn-
um.
Reykjavíkurbréf
-----Laugardagur 29. júlí _____
Aukin
skattbyrði
Þegar metið er, hvernig skatt
byrðin breytist frá einu ári til
annars, verður að sjálfsögðu að
miða við það hvort tekjurnar
hafi vaxið hlutfallslega meira
eða minna en nemur skatta-
hækkuninni. Stundum getur
þetta verið álitamál. Svo er þó
ekki að þessu sinni. Það liggur
ljóst fyrir, að í ár verða menn
að borga nær 50% hærri opin-
ber gjöld en í fyrra af skatt-
stofni, sem aðeins hefur hækk-
að um 26.5%.
Svo mikil þynging skattbyrð-
innar á einu ári getur að sjálf-
sögðu ekki orðið, nema það
lendi að einhverju leyti á öllum
þorra manna að standa undir
henni. Enda er það svo. Þó
þyngist skattbyrðin nokkuð
mismunandi, en langmest á elli-
og örorkulífeyrisþegum, sem
einhverjar launatekjur hafa.
Næstum 50% hlutfallsleg
hækkun hefur orðið á opinber-
um gjöldum af launatekjum eig-
inkonu, sem vinnur úti. Þegar á
það er litið, hversu þýðingar-
mikið það er t.d. fyrir fiskiðn-
aðinn, skóla og hjúkrunarstofn-
anir að eiginkonur telji sér hag
í því að vinna utan heimilis,
verður þessi hækkun að teljast
næsta varhugaverð, en aðstoð
við heimilisstörf og annað því
um líkt er ekki frádráttarbær.
Sjómenn borga hlutfallslega
hærri skatta nú en áður, en þó
nokkuð mismunandi. Einkum
eru það farmenn, sem nú standa
verr að vígi en áður.
Loks hefur skattbyrði ein-
hleypra aukizt verulega. Er
raunar óskiljaniegt, hversu mik
il gjöld þessi hópur þjóðfélags-
þegnanna er látinn greiða til
hins opinbera og verður að
verða þar breyting á.
Endurbætur
óhjákvæmilegar
Þótt ekki séu nema rúmir fjór
ir mánuðir siðan nýju skattalög
in voru afgreidd frá Alþingi, er
svo komið, að enginn mælir
þeim lengur bót og eru stjórnar-
blöðin byrjuð að karpa um
það, hverjum þau séu að kenna,
eins og sjá má af þessum ummæl
um í forystugrein Tímans s.l.
föstudag: „Þar á meðal stóðu
þeir (þ.e. stjórnarflokkarnir)
allir og bera allir jafna ábyrgð
á einstökum atriðum í skattalög
unum eins og t.d. persónufrá-
drætti ellilífeyrisþega. Að
kenna einum öðrum fremur er
óréttmætt og farsælla að
standa saman að þeim lagfær-
ingum, sem nauðsynlegar eru.“
Þessi ummæli bera það glöggt
með sér, að innan stjórnarher-
búðanna hafa menn áttað sig á
þvi, að með skattalagabreyting-
unum var gengið einum of langt
í skattpíningu elli- og örorkulíf-
eyrisþega, þótt við afgreiðslu
skattalaganna á Alþingi í vetur
hafi itrekaðar tilraunir sjálf-
stæðismanna til 'þess að verja
rétt þessa fólks mætt hreinni
andstöðu stjórnarliða. Og það
verður að segjast eins og er, að
skrif Þjóðviljans og Tímans um
málefni þessa fólks nú í vikunni
hafa verið ósæmandi með öllu.
Þannig hefur þvi verið haldið
fram fullum fetum í forystu-
greinum þessara blaða beggja,
að við Reykjavíkurborg sé að
sakast, þótt fyrir liggi, að hún
hefur ásamt ýmsum öðrum sveit
arfélögum nýtt allar heimildir
tekjustofnalaganna til hagsbóta
fyrir elli- og örorkulífeyris-
þega.
Hitt er hins vegar rétt hjá rit
stjóra Tímans, að stjómarflokk-
arnir „bera allir jafna ábyrgð á
einstökum atriðum í skatta-
lögunum eins og t.d. persónufrá-
drætti ellilifeyrisþega" og hefði
hann mátt bæta örorkulífeyris-
þegum við. Sjálfstæðismenn
fluttu um það tillögu á Alþingi
i vetur, að hinn sérstaki frá-
dráttur ellilífeyrisþega til tekju
skatts, sem nam 2/5 af persónu-
frádrætti, fengi að haldast í lög-
um og skyldi einnig ná til ör-
orkulífeyrisþega. Þessi frádrátt-
ur hefði i ár numið 58 þús. kr.
hjá einstaklingi, en 116 þús. kr.
hjá hjónum. Stjórnarflokkarnir
voru sammála um að afnema
þetta ákvæði, en þýðing þess
verður bezt skýrð með því að
taka dæmi af hjónum á ellilíf-
eyrisaldri með 400 þús. kr.
brúttótekjur sl. ár. Samkvæmt
núgildandi lögum greiða þau
59.275 kr. í tekjuskatta, en
hefðu að óbreyttum 1 ögum
greitt 14.717 kr. Þar munar mest
um tekjuskattinn tii ríkisins.
Samkvæmt gömlu lögunum
hefði hann enginn verið, en sam
kvæmt nýju lögunum verður
hann 36.078 kr.
Að vísu er það rétt, að elli-
og örorkulifeyrir hefur hækkað
nokkuð. En öll sú hækkun hef-
ur verið étin upp af verðbólg-
unni. Skattahækkanirnar eru
því hrein kjararýrnun, sem
þetta fólk verður að mæta með
því að draga við sig neyzluna.
Réttur
sveitarfélaganna
brotinn
Eins og menn rekur minni til
var sveitarfélögunum ekki gef-
inn kostur á að skipa menn í
þá nefnd, er samdi tekjustofna-
frumvarpið. Með því var horfið
frá þeim sjálfsögðu vinnubrögð
um fyrrverandi ríkisstjórnar að
standa þannig að málefnum
sveitarfélaganna, að þeim yrði
ekki skipað nema í fullu samráði
og samvinnu við þau. Á engu
sviði eru þetta þó jafn nauðsyn-
leg og sjálfsögð vinnubrögð og í
sambandi við endurskoðun
tekjustofnalaga og verkefna-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Þegar um þau mál er að ræða,
hljóta ríki og sveitarfélög að
mætast sem jafningar, nema við
völd sé ríkisstjórn, sem vinnur
markvisst að því að skerða rétt
sveitarfélaganna og draga úr
sjálfstæði þeirra. Og því miður
verður ekki annað sagt um þá
ríkisstjórn, sem nú situr. Það
má glöggt marka af hinum ýmsu
stjórnarathöfnum. Nú síðast af
því, að iðnaðarráðuneytið hefur
tilkynnt, að ríkisstjórnin hygg-
ist framfylgja þingsályktunartil
lögu um raforkumál, sem ekki
er þingfylgi fyrir og sveitarfé-
lögin andvíg.
Sjálfstæðismenn lögðu á það
höfuðáherzlu við skattalagaum-
ræðurnar, að hlutdeild sveitarfé
laganna í hinni opinberu skatt-
heimtu mætti ekki skerða miðað
við verkefni og því bæri þeim
stærri hundraðshluti af tekju-
sköttunum en ríkisstjórnin og
stuðningsmenn hennar á Al-
þingi höfðu hugsað sér. Á þetta
var ekki fal'lizt og allar tillög
ur sjálfstæðismanna í þessa átt
felldar. Svo langt var getigið, að
sveitarfélögin voru svipt tekju
útsvari af atvinnurekstrirrum og
lá þó fyrir, að viss sveitarfélög,
þar sem umsvif voru mikil eins
og í Grindavík og Vestmanna-
eyjum, yrðu illa úti eins og
reynslan hefur nú sannað. Það
er til marks um hækkun tekju-
skatts einstaklinga, að hann hef
ur þrefaldazt frá sl. ári á sama
tíma og útsvörin hafa hrekkað
innan við 15%, þegar álagsheim
ildinni er beitt.
Fasteigna-
skatturinn
Sjálfstæðismenn vöruðu sér-
staklega við of háum fasteigna
skatti og bentu á, að hann væri
Júlídagur vsð Reykjavíkurtjöri