Morgunblaðið - 30.07.1972, Blaðsíða 20
20
MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLl 1972
ilTVINkYA ATVin XI VÍXXA
Menn vnnlnr í fiskvínnu
Karlmenn vantar í fiskvinnu.
Örugg og mikil vinna.
Upplýsingar í síma 18105.
Frá Leirárskóla
2 stúlkur vantar til starfa við mötuneyti frá
13. ágúst til 17. september.
Upplýsingar veitir Helga Karlsduttir, ráðs-
kona í síma 25399 á mánudag og þriðjudag
kl. 17 — 20.
óskar eftir starfsfolki
í eftirtalin
störf
Reykjavík:
Blaðburðarfólk: KLEIF ARVECUR
Vesturgata II — Sími 10100
Kópavogur:
HÓFGERÐI BRÆÐRATUNGU
MORGUNBLAÐIÐ Sími 40748,
Skagaströnd
Umboðsmaöur óskast til dreifingar og
innheimtu á Morgunblaðinu á Skaga-
strönd sem fyrst.
Upplýsingar hjá umboðsmanni,
sími 4680.
—MAKASKIPTI—
Raðhús í Fossvogshverfi á tveim hæð-
um með innb. bílskúr. alls um 240 fm.
Húsið er stofur, eldhús (með mjög vand-
aðri innréttingu), fjölskylduherb., (með
arni), 4 svefnherb., baðherb., þvotta-
herb., geymslu o. fl. Húsið sem er í
smíðum en vel íbúðahæft fæst í skipt-
um fyrir góða (nýlega) sérhæð í Háa-
leitis- Haga- eða Melahverfi.
FASTEIGNAÞJÓNUSTAN,
Austurstræti 17.
— Bókhlaóa
Framhald af bls. 32.
stærð. Ekki er búið að ákveða
hve margar hæðir hún verður.
Aðstaða á lóðinni og útfærsla
hússins yfirleitt kemur til með
að ráða þar miklu. Til dæmis er
ekki vitað hvenær íþróttavöllur-
inn víkur af Melunum eða hver
áhrif stækkun Sögu kann að
hafa á staðsetninguna.
Auk arkitektanna er búið að
ákveða aðra þá tæknimenn, sem
vinna verkið með þeim. Verk-
fræðingarnir Bragi Þorsteinsson
og Eyvindur Valdimarsson sjá
um burðarþol, Kristján Flygenr-
ing um loftræstingu og hitun,
Sigurður Halldórsson um raflýs-
ingu og Reynir Vilhjálmsson
garðaarkitekt um þá hlið. Þá
eru erlendir aðilar fræðilegir
ráðunautar byggingarnefndar i
bókasafnsmálum, Williamsson
og Falkner-Brown, og einnig er
erlendur sérfræðingur ráðgef-
andi um loftræstingu, en slíkt
er mjög mikilvægt I bókasafni.
En byggingarnefnd Þjóðarbók-
hlöðunnar skipa sem kunnugt er
Finnbogi Guðmundsson lands-
bókavörður, Magnús Már Lárus-
son háskólarektor og Hörður
Bjarnason, húsameistari ríkisins.
Arkitektar hússins og tækni-
menn vinna fyrir byggingar-
nefndina og með bökavörðum að
þessu viðfangsefni.
Þeir Manfreð og Þorvaldur
fóru utan í vor og kynntu sér
háskólasafnsbyggingar, aðallega
í Bretlandi. Þeir sögðu að Bret-
ar hefðu að undanförnu byggt
mikið af slíkum bókasöfnum og
yfirleitt eftir evrópsku kerfi, sem
Ameríkanar hafa lengi notað.
En þeirra aðferð er að hafa
bókasöfnin meira opin. Lestrar-
salir og geymslur bóka eru þá
saman og notandinn fær meiri
aðgang að öllu safninu. Þar er
að nak’kru leyti sjálfsafgreiðsla
og lessvæðin eru viðar í safn-
inu, í stað þessara stóru les-
sala, sem annars staðar tíðkast.
- Eldisstöð
Framhald af bls. 32.
árlega. Miðað við áð stanga-
fjöldi ákveðist af 100 löxum
á stöng gæti hér orðið uim að
ræða laxveiðisvæði með
100—200 stöngum í einhverju
fegursta umhverfi Island.s.
Laxamýrarsitöðin er raunar
2. áfanginn í laxeldismálum
Aðaldadinga og tekur við af
stöð, sem starfrækt hefur ver-
ið á HúsaVík undir stjórn
Kristjáns Ósikarssanar, en
Kristján heifur borið hita og
þuniga starfsins. Þeir bræð'ur
sögðu að stöðin heíði verið
byggð til að rækta Laxá því
að bændur hefðu eðli'lega
ekki viljað annan laxastafn
en Laxárstafninn. Eingöngu
væru notaðir stórlaxar til
undaneldis, sem veiddir eru
með fyrirdrætti í lök veiði-
tímabilsins.
Það er ekki annað að sjá,
en að þessi ræktun hafi borið
árangur, þvi að það sem af er
sumri hefur verið metveiði í
Laxá og meðalþungi laxanna
um 14,5 pund. Um 40 l'axar 20
pund og þyngri eru komnir á
land.
Aðspurðir um kostnað við
framkvæmdimar sögðu þeir
bræður að fyrsti áfanginn,
sem reistur verður í surnar og
á að vera tilbúinn í febrúar
nk., væri áætlaður um 6 millj.
króna.
Er hér um að ræða eldishús,
12x30 metrar á stærð, svo ag
lagningu vatnsleiðslna fyrir
heitt og kait vatn. Stöðinni
heifur verið va'linn staður í
túninu utan og ofan við Laxa-
rnýrarbæina og kalda vatnið
verður leitt um km vegaiengd
úr vatnsbódi í heiðinni fyrir
ofan. Heita vatnið verður
tekið úr hitaveitustofcknum
til Húsavíkur, sem liggur
Skammt fyrir ofan Laxamýri,
en þeir Vigfús og Björn
sögðu að heita vatnið
væri grundvaliarskilyrði fyrir
byggingu stöðvarinnar.
Þegar stöðin verður full-
byggð verður urn 4 eldishús
að ræða, 12x30 smetra að
stærð, svo og eldistjamir eftir
þvi sem þörf krefur. Varð-
andi fjármögnun fyrirtgekis-
ins sögðu Laxamýrarbændur
að þeir reiknuðu með láni úr
stofmliánasj óði landbúnaðarins
og einnig vonuðust þeir eftir
styrk úr fiskræfctarsjóði, en
síðan yrði auðvitað að koma
til mikið eiginfjármagn. Þeir
bræður sögðu að í sambandi
við undirbúninginn hefðu þeir
fengið mifcla og góða fyrir-
greiðslu og hoill ráð frá veiði-
málastjóra, sem hefðu auð-
veldað stanfið, en Hönnun hf.
hefur séð um teikningar.
Þess má að lokum geta að
á morgun, mánudag, verður
Jón bóndi Þorbergsson á
Laxamýri míræður og áreiðan-
’lega getur hann efcki fengið
veglegri afmælisgjöf en þá
sem nú er verið að reisa á
Laxamýrartúni.
— »hj.
— Umhverfi
Framhald af bls. 17.
aði.“ Þá hefur og de Fontenay, sem
var sendiherra Dana hér á iandi fyr-
ir mörgum árum og var vel lærður
í Austurlandafræðum, bent á ýmsa
þætti sameiginlega í menningu Araba
og Islendinga, svo að staða okkar,
sem hreinræktaðrar landbúnaðar-
þjóðar á fyrri öldum er nokkuð vafa-
söm.
Eins og áður var sagt, þá hafa
hirðingjaþjóðir yfirleitt skilið eftir
sviðin lönd og nakin, og víða svo
mjög, að náttúran ein getur ekki
bætt skemmdirnar. Stór hluti Mið-
jarðarhafslandanna, sem áður voru
ein hin frjósömustu og fegurstu í
víðri veröld, er nú aðeins svipur hjá
sjón og sumt orðið að eyðimörk sakir
vatnsskorts. Önnur dæmi þessu lík
eru nær óteljandi frá ýmsum tímum
veraldarsögunnar.
Nærtækasta dæmið er þó island
sjálft. Sakir veðurfars, legu lands-
ins og af enn fleiri orsökum hafa
gengnar kynslóðir orðdð að mergsjúga
gróður landsins til að lifa af. Frum-
orsökin til þess, að um eða yfir
helmingur af gróðurberandi landi er
farinn veg allrar veraldar og að
frjósemi þess jarðvegs, sem enn er
eftir, er ekki nema svipur hjá sjón
er auðvitað sú, að iandið þoldi ekki
hjarðmennskubúskapinn. Annað mál
er, að vindur og vatn hafa höggvið
stærri skörð í jarðveginn en búféð,
en þau öfl komu ekki til greina fyrr
en gróðureyðingin var komin áleiðis
sakir höggs og beitar.
íslendingar hafa hreppt lík örlög
og hjarðmenn annarra þjóða, en hér
var enginn Abel til að hefna sín á.
Ef gjöfull sjór og ýmis hlunnindi
hefðu ekki komið til er hætt við að
ísiendingar væru ekki meðal iifandi
þjóða i dag.
Sá frægi maður, Oliver Wendell
Holmes, sagði einu sinni að það
skipti í raun og veru litlu máli, hvað
orðið hefði eða gert hefði verið fram
að þessu. Aðalatriðið væri að marka
nýja og heilbrigða stefnu, byggða á
reynslu og þekkingu, og halda henni
svo fast fram.
Þess gengur enginn dulinn, að
margvisleg mistök hafa átt sér stað
í meðferð landsins, og við ræktun
þess og endurgræðsiu hefur og ým-
islegt misheppnazt. Um slíkt tjóar
ekki að tala. Af óhöppum verða menn
hyggndr en ekki ríkir, og flestum
Islendingum er nú orðið ljóst, að
unnt er að gera landið betra og
byggilegra en það nú er. Hér verður
að byggja á þekkingu og reynslu, og
sízt af öllu má óskhyggja og fijót-
ræði leiða menn á glapstigu.
Nú er uppi mikil náttúruverndar-
öld, og ekki vonum fyrr. Allir virð-
ast á einu máli um að spyrna verði
við fótum svo að landið spillist ekki
meir en orðið er. Þetta er mikið gieði-
efni fyrir þá, sem um mörg ár hafa
unnið að bættri meðferð lands og
reynt að bæta gróðurfarið. En þessi
gleði er ekki óblandin, því að svo
virðist sem óskhyggjan ráði gerðum
margra áhugamanna, og að máiin séu
ekki skoðuð af raunsæi. svo virðist
einnig sem ýmsir gleymi því, að þjóð-
in sjálf er brot af lífheild landsins
og hún verði að búa hér áfram.
Oss er skylt að fara þannig með
landið, að það geti orðið eins ákjós-
anlegur dvalarstaður fyrir þjóðina
og náttúruskilyrðin framast leyfa.
Skilyrði fyrir því eru fyrst og fremst
að hætta hvers konar rányrkju, sem
því miður viðgengst enn meira og
minna víðast hvar um landið. Næst
er að auka gróðurlendið frá því, sem
nú er, og ennfremur að auðga plöntu
riki landsins með nytsömum gróðri,
sem getur lifað sjálfstæðu lífi í ís-
lenzkri náttúru og aukið kyn sift án
þess að mannshöndin komi þar til,
nema til þess að koma honum á stað.
Ýmsir hafa rekið hornin í og am-
azt við erlendum plöntutegundum
en menn skyldu gæta þess, að þær
plöntutegundir, sem fluttar hafa ver-
ið til landsins úr héruðum, sem hafa
svipað veðurfar og Island, vaxa yf-
ieitt miklu hraðar en innlendur
grþður. Sem dæmi má nefna að sí-
biriskt lerki vex allt að 7 sinnum
hraðar en islenzkt birki og að
meigresi frá Alaska gefur miklu
meiri blaðvöxt en íslenzkt. Þegar svo
er’ háttað, væri óðs manns æði að slá
hendi við slíkum vaxtarauka, sem
fæst fyrir ekki neitt. Listin hlýtur að
verða sú. að beizla orku sólarinnar
á hverju sumri á þann veg, að hún
gefi þjóðinni sem mest í aðra hönd.
Á þann hátt einan verður Mfvæn-
legt í landinu.