Morgunblaðið - 30.07.1972, Qupperneq 22
-r+i * .3^.--^WiJr.ýir' jm?M
22
MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 30. JÚLl 1972
t
Eiginmaður minn,
SIGURBRANDUR MAGNÚSSON,
póstfulltrúi,
sem andaðist að Borgarspítalanum 26. júlí, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju þriðjúdaginn 1. ágúst kl. 3.
Blóm og kransar afþakkað, en þeim, sem vilja minnast hins
látna, er bent á kristniboðið i Konsó.
Kristín Dagbjartsdóttir.
t
Eiginmaður mirni, faðir okkar og terrgdafaðir
ANDREAS GUÐMUNDSSON,
Rauðalæk 63,
verður jarðsunginn mánudaginn 31. júlí frð Fossvogskirkju kl. 3.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans
er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Björndís Bjamadóttir,
böm og tengdabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
UNNAR KJARTANSDÓTTUR,
fyrrverandi kennslukonu frá Kruna.
Fyrir hönd aðstandenda
Helgi Kjartansson,
Kr. Guðmundur Guðmundsson.
t
Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
INDRIÐA JÓNS GUNNLAUGSSONAR,
Víðigerði Mosfellssveit.
Svava Elíasdóttir,
Hrefna Indriðadóttir,
Bjami Indriðason,
Jens Indriðason,
Ásgeir Indriðason,
Jón Björnsson,
Aðalheiður Steigrímsdóttir,
Guðrún Indriðadóttir,
og barnaböm.
t
Hjartanlegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkar
samúð og vináttu við andlát og jarðarför
HELGU BJÖRNSDÓTTUR
Guðrún Júliusdóttir, Ingibjörg Júliusdóttir,
Finnbogi Júlíusson, Ellert Ólafsson,
bamaböm og bamabamaböm.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall
og útför
VALDIMARS MAGNÚSSONAR,
húsasmíðameistara.
Eiginkona, böm, tengdaböm, barnabörn
og systkini hins látna.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför eiginmanns mins og föður
GlSLA GlSLASONAR,
matsveins, Ásvallagötu 55.
Ólína Sigvaldadóttir,
Guðrún Gísladóttir, Þráinn Gíslason,
Kristin Gisladóttir, Auðunn Helgason,
og bamabörn.
Ragnar Breiðfjörð
Sveinbjörnsson
Minningarorð
Á morg’Un verður gerð frá Foss
vogskapellu útför Ragnars Breið
fjörð Sveinbjömssonar bryta.
Ragnar fæddist 20. júní 1917
í' Stykkishóimi, sonur hjónanna
Svéinbjamar Bjarnasonar, skip-
stjóra í Stykkishólmi og Albínu
Guðmundsdóttur frá Sandi á
Snæfellsnesi. Hann ólst upp í
foreldrahúsum í Stykkishólmi á-
samt þrem systkinum sínum.
Sveinbjöm faðir hans drukknaði,
er Ragnar var bam að aldri, en
móðir hans giftist síðar Guð-
mundi Sumarliðasyni, trésmið.
Albína lézt fyrir allmörgum ár-
um, en Guðmundur fyrir rúmu
ári síðan. Systkini Ragnars eru
öll á L'ífi.
Snemma vandist Ragnar allri
algengri og fjöibreytilegri vinnu
og koœn þá fljótt í ijós megin-
þáttur skaphafnar hans og lífs-
viðhorfs, sem speglaðist i óvenju
mikilli starfsorku og starfsgleði.
Hann fór ungur til sjós, sigldi á
ýmsum skipum og öðlaðist marg
víslega reynslu. Siðar meir lagði
hann fyrir sig matreiðslustörf,
réðst til Skipaútgerðar ríkisins
°g starfaði þar yfir 20 ár sem
matsveinn og síðar bryti. Varð
hann í því starfi vinsæll og vin-
t
Eiginmaður minn og faðif,
Davíð Þorláksson,
veitingaþjónn,
lézt að Elliheimilinu Grund
hinn 25. þ.m.
Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn
31. þ.m. kl. 10:30.
margur víða um land. Fyrir rúm
um áratug hvarf hann síðan til
starfa i landi og stundaði þá
lengstum matreiðslustörf, sem
ætíð áttu vel við hann, og vann
hann síðast við sumarhótelið að
Laugum i S-Þingeyjarsýslu.
Ragnar kvæntist 7. júlí 1945
eftirlifandi konu sinni, Lilju Guð
mundsdóttur, Guðmundssonar,
frá Stokkseyri, mestu mýndar-
og ágætiskonu, sem var honum
góður og traustur lifsförunautur
og bjó honum indælt heimili.
Þrjá sonu ei-gnuðust þau Ragn
ar og Lilja: Sveinbjörn Sævar,
prentara, Pál Steinar, sem er að
ljúka gullsmíðanámi og Guð-
mund, skólapilt. Eru þeir allir
mestu efnismenn.
Fyrir allmörgum árum tengd-
úst fjölskylda mín og Ragnars
góðum vináttuböndum, sem stað
ið hafa æ síðan. Á heimili þeirra
Ragnars og Lilju var gotit að
koma, þar andaði hlýju og vel-
vild og húsbóndinn glaður og
reifur. Tekin var skák eða skegg
rætt um landsins gagn og nauð-
synjar og þótt kapp hlypi í kinn,
stöku sinnum, þá var skjótt.
brugðið á leik og bros og glað-
vaerð gengu í garð. Og nú er hús
bóndinn horfinn frá okkur og
genginn á fund Herra síns, en
söknuður ríkir hjá eiginkonu og
sonum.
Ragnar heitinn var friður mað
ur sýnum, meðalmaður á hæð,
þéttvaxinn og karlmannlegur t
sjón og raun. Hann var allskap-
ríkur, en hið einstaka glaðlyndi
hans og velvilji höfðu tíðast yfir
hönd. Tilfinninganæmur var
hann, þótt hann dyldi það
gjarna, sáttfús og drengur góð-
ur.
Fac et spera — vinn og vona.
Það var hinn rauði þráður i lífi
Ragnars. Fjölskyldu sinni og
heimili helgáði hann alla krafta
sína, hvort sem hann var við
störf heima eða heiman. Og i
faðmi grænna hlíða Reykjadals,
þar sem hinn merki „Alþýðu-
skóli Þin.geyinga“ var til húsa,
en nú er nefndur Laugaskóli, og
þjónusta er veitt ferðamönnum
á sumrum, þar vann Ragnar sín
síðustu störf. Hann lézt í sjúkra-
húsinu á Húsavík að mongni 21.
júlí s.l.
Þegar ég nú að leiðarlokum
kveð Ragnar Sveinbjörnsson, þá
minnist ég margra sameigin-
legra ánægjustunda, þakka hon-
um þær allar og bið honum góðr
ar ferðar á nýjum leiðum annars
Mfs. Lilju og fjölskyldu hennar
vottum við hjónin innilega sam-
úð okkar og biðjum þeim alls
velfarnaðar:
Már Jóhannsson.
Hæstu gjöld
á Akranesi
HÆSTU eignar- pg aðstöðugjöld
til rikis og bæjár bera eftirtalin
fyrirtækí:
1. Haraldur Böðvarsson h.f.
kr. 2.170.000,00
2. Þórður Ásmundsson, Ás-
mundur og Heimaskagi h.f.,
sameiginlega kr. 1.595.000,00
3. Óskar og Siili kr. 730.000,00
4. Þorgeir og Ellert h.f.
kr. 612.000,00
5. SílcLar- og fiskimjölsverk-
smiðjan h.f., kr. 498.000,00
6. Þórður Óskarsson h.f.,
kr. 408.000,00
Einstaklingar:
1. Fríða Proppé, apótekari,
kr. 787.000,00
2. Viðar Karlsson, skipstjóri,
kr. 547.000,00
3. Þórður Oddsson, héraðslækn.
kr. 486.000,00
4. Einar Ámason, skipstjóri,
kr. 461.000,00
5. Einar Helgason, læknir,
kr. 452.000,00
Við þessi gjöld bætast svo ým
is önnur opinber gjöld, sem
hækka greiðslur fyrirtækjanna
og einstakiinganna mikið. Þann
ig greiðir fyrirtækið Haraldur
Böðvarsson h.f. samtals í opin-
ber gjöld kr. 3.705.727,00.
Hæsti gjaldandi i Vesturlands-
umdæmi er Hvalur h.f. í Hval-
firði, sem ber kr. 8.562.000,00.
— h.jþ.
— Reykja-
víkurbréf
Framliald af bls. 17.
kvæmdarinnar. Að raforku-
málanefnd Norðurlands vestra
fengi að fylgjast með kom að
sjálfsögðu ekki til álita og held
ur ekki Fjórðungssamband Norð
lendinga, eins og þó voru bein
fyrirheit um.
Þótt iðnaðarráðherra hafi
fram til þessa tekizt að halda
áfram einstefnuakstri sínum,
kemur að því að hann rekur sig
á steinvegg, sem ekki lætur und
an. Sá steinveggur eru samtök
sveitarfélaganna, byggðarlag-
anna, fólksins sjálfs. Og þess
verður ekki langt að bíða, ef
svo heldur fram, sem horíir.
Jónína M. Ólafsdóttir,
Svavar Davíðsson.
Hey til sölu
Tilboð óskast í 100 tonn af heyi.
Selst í einu lagi eða minni hlutum.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 10. ágúst
merkt: „Hey — 9839“.
ÚTSALA
á höttum, húfum, peysum o. fl.
HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR,
Laugavegi 10.
Hef opnað
Lækningastofu í Læknastöðinni Glæsibæ,
Álfheimum 74.
Sérgrein: kvensjúkdómar og fæðingarhjálp.
Viðtalstími eftir umtali í síma 86311.
Víglundur Þór Þorsteinsson læknir.