Morgunblaðið - 30.07.1972, Side 28

Morgunblaðið - 30.07.1972, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JULI 1972 SAGAIM __________í frjálsu riki eftir V. S. Naipaul bila og þvo bíla. Og þvo og hreinsa hreinsa og þvo. Sjónvarpið hafði undarleg áhrif á mig. Ef ég mætti Amerík ana á götunni, reyndi ég undir eins að s'kipa honum eða henni sess í einhverri sjónvarpsaug- lýsingunni. Mér fannst ég sjá þama i>ersóinu sem hafði fengið stundarfrí frá sjónvarpsvinn- unni. Að vissu leyti hefur þessi hugmynd min um Ameríkana festst í huga mér. Mér finnst þeir óraunverulegt fóik, fólk sem hef ur brugðið sér smöggvast af s j ón varpsskerminum. Stundum sást hubshi I sjón- varpimu. Ekki til að tala um mál- efni hubshi-anna, heldur til að þvo svolítið hjá sjálfum sér. Um hann gilti öðru máli. Hann var öðruvísi en hubshi-arnir sem ég sá á göbunum og ég vissi að sá á skerminum var leikari. Ég vissi, að hann var bara að leika ag yrði að fara aftur á götuna, þegar þessu sjónvarpsstarfi hans var lokið. Einu sinni þegar hubshi-stúlk- an við penitngakassann í mat- vöruverzluninni tók við pening- unum af mér, sussaði hún að mér og sagði: „Það er alltaf jafn góð lykt af þér, kunningi." Húm var vingjamleg og loks gat ég ráðið igátuna um, hvaða iykt fannst af mér. Hún var af lélega grasinu, sem ég vafði mér í vimdlinga. Það var fátækralykt af því, sem ég skammaðist mín svolítið fyrir, ef satt skal segja. En stúlkan var afar vingjarn- leg. Bg hafði tekið með mér töluvert af þessu illgresi minu frá Bombay í eimum pinklinum mínum ásamt 100 rakblöð- um, vegna þess að ég áleit hvort tveggja £tl-dndverskt fyrirbæri. Ég bauð stúlkunni svolitla visk af grasinu og í staðinn kenndi hún mér nokkur ensk orð. „Ég svört og falleg." Það kemndi hún mér fyrst. Svo benti hún á lögregluþjóninn með byssuna, sem stóð fyrir utan og kenndi mér meira: „Hann svin,“ sagði hún. Önnur hubshi-stúlka, sem var til aðstoðar hjá einhverjum á sama gangi og við í fjölbýlis- húsinu, tók siðan við ensku- kennslunni. Henni fannst líka góð lykt af mér. Og brátt komst ég að því, að henni fannst ég skemmtilega smávaxinn og fram andi. Sjálf var hún stór og dig- ur, breiðleit með há kinnbein, frökk augu og þykkar var- ir. Mér var um og ó vegna þess, hvað hún var mikil um sig og reyndi að einbeita mér að and- litinu. Hún misskildi það. Stund um henti hún rnikið gaman að mér og það á grófan hátt. Mér féll það ekki vegna þess að ég gat ekki borgað henni í sömu mynt eins og ég hefði viljað, og vegna þess að útlit hennar heill- aði mig þrátt fyrir allt. Lyktin af henni í blamd við ilmvatnið, sem hún notaði, hafði furðuleg áhrif á mig. Hún var stöðugt að gera sér erindi inn til mín. Hún trufl- aði mig, þegar ég var að horfa á Amerikanana í sjónvarpinu. Ég var skelfdur af lyktinni sem eftir sat, þegar hún var farin. Ég s/at eftir í skýi af svita-ilm- vatnslýkt og lyktinni af tóbak- inu mínu og bað til bronsguð- anna, sem húsbóndi minn hafði skreytt með stofuna, að hún drægi mig ekki í vansæmd. Já, ég segi vansæmd. Ég veit að það kann að hljóma annarlega í eyr- í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. um fólks hér, sem hefur horft á það umyrðalaust að allir þessir hubshi-ar setjist. að hjá þvi og hlýtur því að hafa töluvert álit á þeim. En í okkar landi kær- um við okkur ekkert um hubshi. 1 bðkum okkar, bæði þeim heil- ögu og þeim ekki mjög heilögu, segir að það sé rangt og ósæmi- legt manni af okkar þjóðemi að velvakandi 0 „Ég var svo einfaldur . . .“ Velvakanda berast nú mörg bréf um skattheimtuna, að mestu frá fólki, sem komið er á efri ár. Er ekki farið fögr um orðum um ríkisstjórnina og skattpíningarstefnu hennar þar. „Ég var svo einfaldur að halda, að vinstri stefna byggð- ist m.a. á því að hjálpa þeim éfnaminni í þjóðfélaginu, öldr- uðum og vanheilum og þeim, sem verr gengur í lífsbarátt- unni efnahagslega séð,“ skrifar Þ.H. „En það er öðru nær að sú sé framkvæmdin. Hitt virðist miklu fremur markmiðið að of- bjóða efnalegri getu þeirra á hinn ódrengilegasta hátt. Ég, sem hripa þessar línur niður, er ellilífeyrisþegi og þekki því mæta vel af eigin raun, hvað um er að ræða í þessum efn- um. Á siðastliðnu ári þurfti ég aðeins að greiða milli 20 og 30 þús. kr. i skatta, en á þessu ári með aðeins meiri tekjur segi og skrifa 120 þús. krónur. Sjá allir hvilík fjarstæða sú endemis skattheimta er. Hjá öldruðu fólki er þetta hrein eignaupptaka, sem aldrei get- ur þó fyllt hina gráðugu ríkis- hít.“ NILFISK þegar um gæÓln er að tefla.... fiími m SUÐURGÖTU 10, REYKJAVÍK, SÍMI 24420 0 Ómennskt fyrirbæri Og bréfritari heldur áfram: „Það er sannarlega ómennskt fyrirbæri að reytt sé af gamla fólkinu allt, sem það hefurmeð súrum sveita reynt að nurla saman til elliáranna. 1 eldri skattalögum voru ellilífeyris- þegar undanþegnir sjúkrasam- lags- og tryggingagjöldum, en samkvæmt þessum nýju lög- um eru allir landsmenn und- anþegnir þessum gjöldum, en nú fær gamla fólkið ekkert í staðinn fyrir þau réttindi, sem eldri lög skópu þeim við 67 ára aldurinn." Hér hafa aðeins verið gripn- ar nokkrar setningar úr löngu bréfi. — Þá eru hér tvö önn- ur bréf — styttri — um sama efni. 0 Skattamál aldraðra Sesselja Jónsdóttir skrifar: „Halló, Velvakandi! Þegar ég las um skattamál gamla fólksins í sunnudagsblað inu 23. júlí sl., ákvað ég að láta verða af þvi að skrifa þér. Hvilíkt hneyksli! Er maður ekki búinn að borga í þessa sjóði til þess að eiga þetta til elliáranna, rentu laust; að vísu er lífeyrissjóðs- gjald frádráttarbært til skatts. Hugsum okkur fólk, sem byrj ar að borga í sjóðina, þegar það er 16 ára að aldri og greið- ir í þá til sjötugs. Ef þetta sama fólk legði heldur sömu upphæð ir í banka og gæti tekið pening ana með rentum og rentu-rent um, eftir sjötíu ára aldur, þá væru þessir peningar undan- þegnir skatti, eða er ekki spari- fé skattfrjálst? Eins og nú er háttað, þá er í mörgum til- vikum enginn ættingi til svo ná- kominn, að hann eigi tilkall til innlagðs lífeyris, ef sjóðsfé- lagi fellur frá. Svo þegar sjötugsaldri er náð og enginn kærir sig lengur um að hafa viðkomandi i vinnu, þótt sá hinn sami sé vinnu- fær, þá á að draga frá þvi litla, sem skammtað er, í skatta, Að lokum langar mig til að spyrja: Hver ákveður gjald- daga á fasteignagjöldum? Hafa bæja- og sveitarfélags- stjórnir leyfi til að breyta aug- lýstum gjalddaga, sem var 15. júlí, vegna þess að lokað var þann dag og taka dráttarvexti af þeim, sem ekki komust til að borga fyrir kl. 3, þann 14. júlí? Sesselja Jónsdót.tir.“ 0 Öllu náð aftur „Kæri Velvakandi, viltu vera svo góður að birta þessar lín- ur fyrir mig. Bíddu rótt, sé boðið ótt, blekkist fljótt, sá gladdist skjótt, sagði Einar Benediktsson skáld. Margt gamalt fólk gladd ist þegar tryggingamálaráð- herra fór að greiða aukinn elli- styrk fyrr en ætlazt var til, og síðar er styrkurinn var hækkaður. Mér datt strax í hug að ráðstafanir ráðherrans væru ekki gerðar undirliyggju- laust. Það hafði verið ákveð- ið að ná þessu öllu af okkur aftur með sköttum og það tókst. Svona lítur hún nú út vinstri stefnan á íslandi. Vinstri menn ætluðu að vera stoð og stytta hinna láglaun- uðu, og gömlu, sem þeir nú fara aftan að. 73 ára ekkjumaður." — FOSSVOGUR — Einbýlishús á einni hæð 198 fm. og 28 fm. bílskúr. Húsið skiptist í stofu, skála, 4 svefnherb., húsbóndaherb., eldhús, baðherb., þvottaherb., geymslur o. fl. Fullfrágengið mjög vandað hús. Verð: um 8.0 millj. möguleiki á skiptum fyrir tvær minni eignir. Uppl. um þessa eign aðeins á skifstofu. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN, Austurstræti 17. Sími 26600. i i i i i i i i i i i i I i i i i Ferðatrygging er ótrúlega ódýr. | ALMENNAR TRYGGINGARf ®17700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.