Morgunblaðið - 03.09.1972, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1972
Handtökuhótanir
litnar „illum augum“
„Við hefðum átt að gefa
Bretum meiri tíma‘6 — rætt við
íslendinga í Grimsby
Girimisby 2. sept.
Frá blaðarmanni Mbl.
Ánna Þórarinssy’ni.
,,Ég vil ek'ki gefa neinar yfir-
lýsingar varðandi landhelgis-
málið inúna. Ég vil eklki segja
n.eitt, sém gæti haft áhrif á
hugsanlegar samningaviðræð-
ur,“ sagði William Letten,
forseti samitaka útgerðar-
manma í Grimsby við fréttam.
Mbl. í morgun. ,Allar yfirlýs-
ingar og upplýsingar til fjöl-
miðla eru gefnar af British
Trawlers Federation."
Þessi umimæli gefa annars
vegar til kynna, hve Bretum
er núna mikið í mmn að
ekkert ógini áranigri samn-
ingaviðræðnanina, seon menn
vona, að hefjist seim fyrst og
hins vegar, hversu miðstýrðir
brezkir útgerðarmenn virðast
vera. Bretar vilja gæta þess,
að ástandið haldist rólegt og
viðræður geti hafizt í spennu-
litlu andrúmislofti. Þaninig
mun hin 2.450 tomrna freigáta
,,Aurora“, sem ætti að vera
farin norður á djúpmiðim á
miðvikudaginn kemur, halda
sig uppi við Færeyjar, —
fjarri hinum umdeildu mið-
um við íslandsstremdur.
Bmgar fregmir hafa borizt af
árekstrum á miðunum, en
menn eru óneitanlega uggandi
um, hvaða afleiðingar það
hefur, bæði á veiðisvæðumium
og við saminingaborðið, ef Is-
lendngar reyna að taka tog-
ara fasta eins og Ólafur Jó-
hannesson, forsætisráðherra,
sagði í gær að yrði byrjað að
gera eftir helgina. Togara-
skipstjórar eru sagðir líta
þetta „mjög alvarlegum aug-
um“, -— hvað sem það svo
merkir.
BETRI VEIÐI
UTAN MARKANNA?
Nú mumiu um 70 brezkir
togarar vera að veiðum vi:ð
ísland og 35—40 þeirra eru
frá Grimisby. Að mieðaltali
2—3 togarar halda á miðin
nær því á hverjum degi.
Ekki mun veiðin ganga
ýkja vel og það er dálítið
kaldhæðið, að togari, sem
fengið hefuir hvað beztu köst-
in, er sagður vera færeyskur
og að veiðum utan markanna.
,,Það virðist vera frekar vegna
afstöðunnar en aflavocnar, að
þeir veiða innam markamna“
sagði einn Grimsbæingur við
Mbl. í dag.
ÍSLENDINGAR í GRIMSBY
„Þetta er fullkomlega fárán-
legt,“ sagði Sigurður Þor-
steinissbn, sem var togaraskip-
stjóri í Grimsby í ein 30 ár,
frá 1930—60, en vimnur nú á
netagerðarstöð Boston Deep
Sea útgerðarfyrirtækisins. Og
það sem hann taldi vera fár-
ánlegt er að útfærsla íslenzku
landhelginnar, eða öllu heldur
aðferð íslendinga við stækk-
,unina. „Það má ekki reka þjóð
einis og Breta svona fyrir-
varalaust af þeim svæðum,
sem þeir hafa veitt á frá
fornu fari,“ sagði hann frétta-
manni Mbl. „Þið eruð að tala
um að gefa þeim kanmski 2ja
ára aðlögunartímia, en 2 ár
er enginin tími. Það þurfa að
vera a.m.k. 5 ár. Og íslemd-
inigar mega ekki gleyma að
verndia fiskinn fyrir sjálfum
sér sem og öðrum.“
Sigurður er einn af þeim
um 15 Islendiniguim, sem búa
hér í Grimsby, en margir
fleiri eru að sjálfsögðu af ís-
lenzikum ættum. Þeir geta
hvað bezt dærot um þann
vanda, sem Bretar standa
frammi fyrir, um leið og þeár
þekkja forsendur íslendinga.
„FÆRI BETUR AÐ
GEFA FREST"
„Ég get alls ekki sagt að
ég hafi orðið var við neina
óvild í garð íslendinga vegna
útfærslunniar,“ sagði Karl
Sigurðsson fyrrum skipstjóri
í Grimsby við Mbl. í dag, en
hann var á togurum héðan
í ein 20 ár, fyrst hjá Renovia
og síðan Ross en hann kom
mieð Þórarni Olgeirssýni til
bæjarims 1936.
„Ég fer að vísu ekki svo
mikið niður á höfn nú orðið,“
bætti hann við. „Yíirlei'tt held
ég að fólk skilji ástæðumar
fyrir útfærslunni. Það eru
helzt sjómenn, sem eiga erfift
með það. Og það er ósköp
eðlilegt. Þetta er þeiirra líf.
Það tekur langan tíma að
koma því inn hjá þeim, að
slííkt er það sem koma skal.“
En Karl er ekki alveg sátt-
ur við, hvernig farið er að.
„Ég hel'd það hefði kannski
verið ráðlegra að komast að
^amkomulagi fyrst, og gefa
Bretum nokkunn tíma til að
laga sig á þessu. Þetta skellur
svona allt í einu yfir þá.“
„EKKI ORГ
„Ég vil ekki segja eitt ein-
asta orð um útfærslu íslenzku
landhelginnar“ sagði Þor-
steinn Eyvindsson, sem hefur
verið skipstjóri í Grimsby
undanfarin ár og er ný-
lega setztur í helgan stein.
„Ég er ekki enn búinn að ná
mér eftir að hafa verið kall-
aður föðurlandssvikari í síð-
asta þorskastríði, en þá var ég
skipstjóri á Northem Prins.
Blöðin ísleniziku héldu uppi
stöðugum árásum á mig,
þangað til Eiríkur Kristófers-
son benti þeim á, að þeir væru
að ráðast að mainni, sem ekki
gæti borið hönd fyrir höfuð
sér, vegna þess að hainn byggi
í öðru landi og sem væri auik
þess saklaus," sagði Þor-
steinn og gætti dálítillar
beizkju hjá honum. ,,Bn blöð-
in hafa aldrei beðið afsökun-
ar. Þess vegna skipti ég mér
ekki af þessu.“
En Þorsteinm kvaðst á eng- ,
an hátt hafa orðið var vax-
andi gremju hjá Bretum
vegna útfærslunnar. „Mér
hefur alltaf fundizt Bretar
heldur hlynnitir íslendingum.“
— Verður þetta ekki erfitt
fyrir Grirosby? „Jú, þetta
kemur auðvitað illa niður á
Grimsby, eims og mörgum
flieiri fiskveiðiborgum og
bæjum. Það kemur sér lika
illa fyrir ísleindingia, ef miðin
þorna upp, ekki satt?“
— (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
íti af Vestfjörðum.
aðrar þjóðir um takmarkað-
ar veiðar, þá aðra að láta slitna
upp úr samkomulagsumleitunum
i júlímánuði, þegar aðeins van:t-
aði herzl'uinnumnn til að lieysa
málið, og þá þriðju, og hana
verstia, að vera slikir aulabarð-
ar að láta ekki mæta af okkar
hálfu fyrir alþjóðadómstólnum
til þess að koma sjónarmiðum
okkar á framfæri. Jóhann
Hafstein, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, aðvaraði ríkisstjórn-
ina margsinnis, bæði í land-
helgisnefndinni og utanríkis-
málanefnd, við því að láta al-
þjóðadómstólinn fjalla um form-
hlið málsins en ekki efnishlið.
En þeim aðvörunum var ekkert
sinnt.
Hvað sem áliti manna á al-
þjóðadómstólnum liður, þá er
það ljóst, að dómararnir
þar taka starf sitt alvarlega.
Þess vegna var það visasti veg-
urinn til að fá þá gegn okkur
að senda ekki mann til að túlka
ökkar málstað og krefjast frá-
vísunar frá dómnum. Þegar frá-
I vísunar frá dómum er krafizt,
mæta málflytjendur yfirleitt og
túlka sitt mál. Þeir afsala sér að
sjálfsögðu engum rétti með þvi
að mæta fyrir dómnum til að
fyligja eftir fiávisunarkröfu
sinni. Þetta veit almenningur og
forsætisráðherrann, stjórnlaga-
prófessorinn ætti að vita það
lika.
Því miður hefur ríkisstjórnin
gert allt það, sem unnt var, til
að klúðra landhelgismálið, og
það torveldar sigurinn. Engu að
síður er málstaðurinn svo góð-
ur, að við munum sigra, en bezt
væri auðvitað að losna sem allra
fyrst við þessa ríkisstjórn og fá
málin i hendur mönnum, sem
meira skynbragð bera á hlutina
en ráðherrarnir núverandi virð-
ast gera.
Og það eitt, að forsæt-
isráðherra skyldi dirfast á ör-
lagastundu að upphefja óþarfa
deilur, ætti að nægja til þess, að
honum yrði ekki áfram falinn
sá trúnaður, sem hann um skeið
hefur gegnt. Hann er þvi miður
ekki hæfur til þess starfs að
vera forsætisráðherra landsins.
Afrekin á einu ári
Annars má segja, að furðulega
stuttan tíma hafi tekið fyrir rík-
isstjórnina að klúðra flest mál.
Fyrir einu ári bjóst enginn við
því, að svo langt hefði vit'leys-
an gengið urn þetta leyti i ár,
að frystihúsin væru að stöðvast,
togaraútgerðin komin á vonar-
völ og raunar bátaútgerðin líka,
útflutningsiðnaðurinn væri byrj
aður að dragast saman o.s.frv.
o.s.frv. En þetta eru þvi miður
staðreyndir, sem ekki verður lit-
ið fram hjá. Ráðuneyti Ólafs
Jóhannessonar tók við blómlegu
búi; það viðurkenndu ráðherr-
arnir sjálfir með margháttuðum
yfirlýsingum, enda veit hvert
mannsbarn það, að aldrei hefur
verið blómlégra atvinnulíf á Is-
landi en um það leyti, sem þesisi
vandræðastjórn kom til valda.
En nú er hins vegar svo komið,
að flestir þeir eða allir, sem við
atvinnurekistur fást, horfa með
ugg til komandi mánaða,
og skiptir þá ekki máli, hvort
það eru einkarelkstursmenn eða
samvinnumenn. Allir hafa sömu
sögu að segja, aildt er nú orðið
jafn dökkleitt og þaö áður leit
vel út.
En ríkisstjórnin veit ekki sitt
rjúkandi ráð. Raunar er það
ekki menntamálaráðherra einn,
sem horfinn er af sjónarsviðinu.
Hannibal Valdimarsson er líka
týndiuir, og húsbyggjenduim er
farið að lengja eftir þvi að
hann finnist, svo að hugsanlegt
sé, að þeir fái þau lán, sem þeir
eiga rétt á. Hins vegar vita all-
ir af tilvist fjármál'aráðherrans,
eftir að skattskrárnar komu út.
Kommúnistaráðherrarnir ein-
ir virðast vera sælir og ham-
ingjusamir, og er það heldur
engin furða. Þeir fá að ráða því,
sem þeir vilja. Þeir fara öllu
fram, sem þeim dettur í hug, og
móðga jafnvel forsætisráðherra
opinberlega við hvert tækifæri,
sem gefst.
Þetta er umbúðalaust sú
mynd, sem við blasir, ef menn
á annað borð vilja horfast í
augu við staðreyndirnar. Land-
ið ér stjórnlaust, og á einu ári
hefur verið eyðilagt meira en
nokkurn gat órað fyrir. Hitt er
annað mál, að við Islendingar
eruim fljótir að byggja upp aft-
ur, þótt eitthvað fari úr skorð-
uim og þess vegna er ástæðu-
laust að vera með neina svart-
sýni. Þessi ri'kisstjórn er komin
á knén og fólkið á eftir að velta
henni á hrygginn von bráðar, og
þá taka við betri tímar.
Skatta-
svikamyllan
Hin gífurlega skattáþján, sem
vinstri stjórnin hefur innleitt,
mun áreiðan'lega leiða til þess,
að margir hugsa sig um tvisvar,
áður en þeir leggja á sig mikið
erfiði til að afla aukinna
tekna. Þegar allt að 60% er tekið
í bekjusköttum af viðbótarlaun-
um, er eðlilegt, að menn séu litt
ginnkeyptir fyrir því að slita sér
út.
En ríkisstjórnin hefur raun-
ar fundið ráð við þessu. Skatt-
heimtan nú á síðustu mánuðum
ársins er svo gífurleg, að menn
verða að afla sér aukatekna með
einhverjum ráðum, einfaldlega
til þess að geta komizt af, ef
þeir eru þá ekki stóreignamenn,
sem geta gengið á eignir sinar
til að greiða skattana. Menn geta
sem sagt ekki hætt að erf-
iða fyrir Halldór, því að
þá verður gengið að þeim, þeir
kunna að missa fasteignir sínar,
eða a.m.k. eiga þeir lítið sem
ekkert eftir til að framfleyta
fjölskyldu sinni, þegar skattarn-
ir hafa verið greiddir.
Sem betur fer er atvinna enn
mikil víða um lafid, þótt dekkra
sé fmmundan. Þetta veit ríkis-
stjórnin, og þess vegna treystir
hún því, að hún fái skatt-
ana sina í ár. Og hún er svo
bjartsýn að halda, að hún verði
við völd næsta ár líka, og þá er
svikamyll'an fullkomnuð, vegna
þess að tekjur manna hækka
mjög mikið á þessu ári og skatt-
arnir hækka þá enn meir næst
en þeir gerðu núna, ef óbreytt-
um skattalögum verður haldið,
sem manni skilst að hugsunin sé,
enda eru stjórnarherrarnir enn
að hæla þessari löggjöf sinni.
Og næsta ár mundi sagan enn
endurtaka sig, þá yrðu skattarn
ir svo háir síðari hluta ársins,
að allir yrðu að þræla myrkr-
anna á milli, ef vinnu væri að
fá, og þá yrðu tekjur þeirra
auðvitað enn hærri en í ár, og
svikamyllan gæti haldið áfram,
fjármunirnir yrðu færðir i stöð-
ugt vaxandi mæli frá einsbakl-
ingum og fyrirtækjum til ríks-
ins, og það er einmitt markmið
kommúnista, en þeim tekst
furðuvel að draga framsóknar-
mennina með sér. Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna þarf
engin.n að hugsa um, því að þau
eru týnd, og hvernig sem leitað
er, koma þau ekki í leitirnar.
Brandari
aldarinnar
Stjórnarherrarnir hafa haft
um það mörg f jáligleg orð, að með
nýju skattalöggjöfinni væru
þeir að velta byrðunum yfir á
breiðu bökin. Og hvernig skyldi
sú aðgerð vera hugsuð? Jú, þeir
sögðu við valdatöku sína, að
þeir mundu mjög bæta kjör al-
þýðu. Sýnilega hafa þeir talið
sér trú um, að nú hefðu svo til
allir breið bök, og áform þeirra
um stórfelldar kjarabætur hefðu
tekizt. Þess vegna væri sjálfsagt
að leggja þungar skattabyrðar á
svo til allan landslýð.
En staðreyndin er nú samt sú,
að þegar upp er staðið hafa kjör
in ekki batnað. Aðstöðu at-
vinnuveganna er verið að leggja
i rúst, en samt sem áður' er að-
staða fólksins til að bjarga sér
fjárhagslega sízt betri en áður,
þegar tillit er tekið til hinna
gifurlegu skatta. En „breiðu
bökin“ munu samt ekki bogna,
heldur munu þau velta af sér
fargi vinstri stjórnarinnar.