Morgunblaðið - 05.09.1972, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1972
13
Spassky:
„Tilbúinn til a ð tefla við
Bobby hvenær sem er‘
Vitleysa að ég hafi reynt að
brjóta Spassky niður,
segir Fischer
Landon og New York
4. september — AP, NTB.
Eitt af því sem g-laddi Bobby
Fischer hvað mest eftir að liann
sigraði Spassky í skákeinvíginu
f Reykjavík var skeytið sem hon-
um barst frá Nixon Bandaríkja-
forseta, þar sem forsetinn ósk-
aði Fischer til hamtngju með
sigurinn. Sagði í heillaóskaskeyti
Nixons að Fischer hefði unnið
mikinn sigur í erfiðasta leik,
| sem til væri. Forsetinn sagði að
þetta væri mikill persónnlegur
sigur fyrir Fischer og fyrir hönd
Bandaríkjamanna óskaði liann
honum innilega til hamingju.
Fischer sagði í viðtali við
júgóslavneska stónmeistarann
Gligoric, sem útvarpað var í
Belgrað í gær, að hann væri til-
búinn til að tefia aftur við
Spassky, ef nægir peninigar væru
í boði. Þegar Spassky heyrði
þetta sagði hann við Gligoric:
„Þetta er mjög fallega sagt af
Bobby og vissulega er óg tilbú-
inn til að tefia við hann aftur
hvenær sem er.“ Spassky sagð-
ist telja sig geta sigrað Bobby
og næsta einvígi yrði miklu erf-
iðara en þetta, sem nú var að
ljúka. Spassiky sagði að Bobby
væri mjög skemmtilegur and-
stæðingur.
1 viðtali við BBC sagði Bobby
Fischer að það væni hrein vit-
leysa að hann hefði reynt að
brjóta Spassky niður með hegð-
un sinni. Hann sagði að hugsan-
legt væri að Spassky hefði verið
orðinn andlega þreyttur er hann
kom til leiks. Hann sagðist aldrei
hafa kvartað yfiir Spassky og að
hann kynni mjög vel við hann
persónulega. Hann sagði að
vandræðin hefðu verið í sam-
bandi við skipuleggjendiur ein-
vigisins, en þeir hefðu verið
mjög sanngjamir. „1 raun og
veru fór einvigið mjög vel fram“
sagði Fischer brosandi.
Hann sagði að Rússar hefðu
sl. 20 ár notað skák sem áróðurs-
tæki og það væri sér mikil per-
sónuleg ánægja að hafa tekið
það áróðurstæki af þeim. Þá
segir í AP skeyti að fulltrúar
Fischers og Fox reyni nú að
komast að samkomiulagi í máli
því sem Fox hefuir höfðað á
heindur Fischer í Bandarikjun-
um.
Sovézkir Gyðingar
skrifa Podgorny
Moskvu, Canberra, 4. sept. NTB
FJÖRUTÍU og sjö sovézkir Gyð-
ingar hafa ritað Nikolal Pod-
gorny, forseta Sovétríkjanna,
bréf þar sem þeir mótmæla hin-
nm háu sköttum og ýmiss konar
refsiaðgerðum, sem menntaðir
sovézkir Gyðingar eru beittir, ef
þeir vilja flytjast til Israel.
Krefjast þeir þess að þessar
hömlur verði þegar í stað nnmd-
ar úr gildi eða endurskoðaðar af
réttsýni og sanngirni.
1 öðru bréfi frá Victor Perel-
man, fyrrverandi blaðamanni,
segir að þegar sé farið að gera
kröfur á hendur Gyðingum, sem
vilja flytjast úr landi. Er heimt-
að að þeir endurgreiði þann
kostnað, sem rikið kveðst hafa
lagt fram þeim til menntunar.
Segir Perelman að Genri nokkur
Finherg hafi ætlað að sækja um
fararleyfi og hafi hann þá verið
krafinn um greiðslu á um tveim
ur milljónum króna fyrir mennt-
un sína. Finberg er sagður hafa
bjargað miklum verðmætum fyr-
ir Rauða herinn þegar Riga var
hernumin af Þjóðverjum.
1 annarri NTB-frétt frá
Mosikvu segir að hugsanlegt sé
að sovézkir menntamenn verði
sviptir titli sinum ef þeir sýni
einhverjar þær náttúrur, sem
ekki falla undir föðurlandsást.
Er sagt að verulegs ótta gæti
meðal vísindamanna vegna þess-
ara nýju ákvæða, sem án efa
verða nokkuð téygjanleg i fram-
kvæmd.
í Canberra i Ástralíu fóru um
200 manns í mótmælagöngu að
sovézka sendiráðinu þar í borg
í gærkvöldi til að láta i ljós
gremju með þá meðferð, sem
sovézkir Gyðingar, sérstaklega
menntamenn sæta i Sovétríkjun-
um.
— Skerumst
ekki í leikinn
Framh. af bls. 32
verður ekki leyst hér á miðun
uim, hún verður aðeins leyst
við samningaborðið og við
vljuim ekki magna deiluna,
hekiur jafna hana. En togar-
amir munu vafalaust veita
viðnám.“
Biaðamaðiur spurði, hvort
togaraskipstjórarinir hefðu
um það fyrirmæli, eti Adams,
kvaðst ekki geta sagt um það,
en sagði, að sklpstjóramir
teidu sig vera að löglegum
veiðum á úthafinu.
Blm. spurði, hvað Adams
vildi segja um þá ráðstöfun
skipstjóranna að má út nafn
og númer skipanna. Hann
kvað það vera sér óviðkom-
andi og vildi hann því ekki
láta i ljós neina sérstaka
skoðun á því. Þetta væri mál
togaraútgerðarinnar, þar
hefði þessi ákvörðun verið
tekin.
Fram kom í samtalinu, að
tveir togarasjómenn eru nú
lítillega slasaðir um borð í
Miröndu, en ekki alvarlega og
fara þeir brátt yfir í skip sín
á ný. Þegar spurt var um
nöfn þeirra skipa, kvaðst
Adams ekki hafa heimild til
að gefa þau upp.
Þoka var á miðunum og lé-
legt skyggni, þegar Mbl. tal-
aði við Adams. Adams sagðist
haida, að varðskipið væri enn
á þessum slóðum, en þegar
spurt var, hvort það hefði
haft samband við Miröndu,
kvað hann það ekki vera.
„Við vorum alltaf vanir að
veifa hvorir til annars, en nú
keppumst við við að taka
myndir hvorir af öðrum,"
sagði hann.
Adams sagðist að lokum
hafa haft samband við hóp
færeyskra togara, 9 talsins,
sem væru á svipuðum slóð-
um og boðið þeim læknisað-
stoð ef á þyrfti að halda.
Morguntolaðið reyndi í gær
að ná samtoandi við merkta
brezka togara á miðunum við
landið, en þeir svöruðu ekki
utan einn, Northem Chief GY
128, en skipsmenn neituðu al-
gerlega að svara nokkrum
spurnmgum.
— Taugatöflur
Framh. af bls. 32
bátsins til Þingeyrar, þar sem
stýrimaðurinn á heima. HéSdu
pi'ltarnir siðan áfram tll í.safjarð
ar og birgðu sig þar uipp af á-
fengi, en síðan iá leiðin aftur til
Þingeyrar og þar segjast þeir
hafa farið í apótekið sem er i
herbergi i sjúkraskýlinu, og stol
ið töflunuim. Ekki hafa þeir get-
að gert sér grein fyrir magninu
og hafa bent lögregluþjónunum,
sem rannsaka málið, á að telja
bara sjálfir. Héraðslæknirinn á
Þingeyri var ekki heima á
fimmtudaginn. Frá Þingeyri lá
leið piiitanna aftur til Suðureyrar
og upphófst þá hinn mesti gJfeð-
skapur og var taflnanna og áfieng
isins neytt í ríkum mæll. Héldu
þeir sig m.a. i báti þe'.m, er ungi
sjómaðurinn var að fara út I, er
hann féll í sjóinn og drufk'kinaði.
Slógust ýmsir aðrir aSkomumenn
á Suðnreyri í hópinn og einnig
var talsverðu magni af töflun'U'm
dreift til ungmenna, sem eiga
heimili á Suðureyri. Fór nokkur
hópur unga fólksins á dansIeiK
í Hinífsdal á Laugardaigskvöldio
og voru flestir í þeim hópi í mik
ilii vimu á dansteikmum, en eng-
in slys eða óhöpp urðu þó af
völdum lyfja- eða áfengisneyzl-
unnar.
KASTAÐ í SJÓINN
Raninsóton málsins hófst á
surmudag, en þá höfðu lögregl-
unni á ísafirði borizt nokkrar
kva”tanir frá íbúum á Suður-
eyri vegna lyfjaneyzlurunar
meðal unga fólksins. Fóru tveir
lögregluirnetnin til Suðureyrar og
tóku í sina vörzlu þær töflur,
sem þeir náðu í. Yfirheyrslurnei'
gengu þó treglega vegna þess
að það fól(k sem yfirheyra átti,
var flest ennþá í stímu. Ekki
fékkst úr þvi skorið, hversu mik-
ið magn af töflum komst í
hendur piltanma tveggja í upp-
hafi, en á sikýrsluim lögregluninar
eru heimildir um vel yfir 3.000
töflur. Erfitt verður að staðfesta
þær tölur, m. a. þar sem piitamir
bera því við, að maður nokkur
á Suðureyri hafi tekið af þeim
talsvert magn og heint í sjóinn.
Anmar maður tók af þeim nokk-
ur humdruð stykki og afhenti
síðan lögreglunni og hefur húm
nú undir höndum nær 1.000
stykki.
AFTUR í VÍMU
Annar lögregiiuþjónanna hélt
frá Suðureyri tii Þingeyrar í
gærmorgun til að rannsaka inn-
brot í Kaupfélagið og Hrað-
frystihúsiið, þar sem stolið var
samitals 50 þús. kr., riffli og úri,
en hin.n héit yfirheyrslum áfram.
Eru þeir nú báðir á Isafirði og
hafa 4 eða 5 piitar, sem hlut áttu
að máli, verið kvaddir til frek-
ari yfirheyrslu á ísafirði í dag. Er
annar lögregluþjónanna var ný-
kominn til Isafjarðar í gærkvöldi,
barst honum tilkynning um að
aftur væri farið að bera á undar-
legu hátterni meðal ungs fólks
á Suðureyni og var talið að það
væri komið í vímu af töflun'um
á ný. Að sögn lögregiluþjónanma
getur reynzt erfibt að ramnsaka
þetta mál til hlítar, m. a. er alls
ekki vitað með vissu urn það,
hverjir fengu skammt £if töflun-
um eða hvað stór hópurinm er,
en í fljótu bragði virðist fjöldi
ungmennanna, sem h'lut átibu að
máiinu, á milli 20 og 30, og þó
nokkur hiuti þeirra aðkomufólk,
sem hetfur verið hvað atkvæða-
mest í málinu.
— írland
Framh. af bls. 1
skæruhernaði með byssum.
Sprengjuárásimar, sem hafa
kostað marga saklausa borgara
lífið hafa vakið svo mikla and-
úð í Bandarikjunuim, þaðan sem
mesta fjármagnið hefur komdð til
starfsemi IRA, að foringjar IRA
eru neyddir til að hætta vegna
mininkandi fjárframlaga.
Höggdeyfar
(fflmnau
Skeifunni 5 Bolholti 4
ist h.t
5
HLU STAVERND
- HEYRNASKJÓL
STURLAUGUR JÓNSSON & CO.
Vesturgötu 16, Reykjavík.
Símar: 13280 og 14680.
fíTð
VOLKSV/AGEN
Volkswagen
varahlutir
tryggja
Volkswagen
gæði:
Örugg og sérhæíð
viðgerðoþjonustn
FRETTIR
í stuttumáli
V-þýzk vél lenti
í Leipzig
Bonn 4. sept. NTB.
BOEING 727 vél i eigu leigu-
flugfélagsins Condor lenti í
Austur-Þýzkalandi á sunnu-
dag og er það í fyrsta skipti,
að veistur-þýzk vél íær að
flytja farþega þangað. Tals
maður Condor sem er aystur
fyrirtæki Lufthansa sagði að
98 farþegar hefðu verið fluttir
á Alþjóðavörusýninguna
Leipzig. Austur-þýzk yfirvöld
hafa gefið leyfi til að vestur-
þýzkar vélar fari þrjár ferðir
til Leipzig vegna kaupstefn-
unnar, en hún hófst nú um
helgiina.
Sovézkir ráðgjafar
verða í Sýrlandi
Damaskus 4. sept. NTB.
SÝRLENDINGAR munu ekiki
vísa úr landi sovézkum sér
fræðingum, sem þar dvelja,
alténd ekki meðan stjómvöld
telja þörf ráðlegginga þeirra
og aðstoðar. Var þetta haft
eftir ábyrgum heimildum.NTB
fréttastofunnar um helgina
Álitið var að Anwar Sadat,
forseti Egyptalands hefði
snúið sér til Sýrlendinga og
óskað eftir því, að þeir létu
sovézka hernaðarsérfræðinga
hverfa þaðan eins og gert var
í Egyptalandi.
HEKLA hf.
-.'Líúflíveai 1T0— ÍM — Slmi S1240.
Coryse hefur leyst vand-
ann.
Créme Blue
er unnið úr azúlene juort-
um — mjög mjúkt krem,
seim ætlað er húð er vill
roðna — vamar einnig að
æðar springi í andliti.
Créme P.A.
næringarkrem fyrir við-
kvæma, þurra og jaifrrveil
ofnæmiskennda húð. Hríf-
ur fljótt án óþæginda.
Utsölustaðir:
Hárgrst. Vaihöli, Langa-
vegi 25,
Mirra, Austurstræti 17,
Ocnl'us, Austurstræti 7,
Regnhlífabúðin, Lauga-
vegi 11,
Varðan, Grebtisgötu 2,
Apótek Árbæjar, Hraun-
bæ 102,
Sigraubúðin, Strandg., Hf.,
Vörusalan, Akureyri,
Valibær, Akranesi,
Isól, ísafirði,
Verzl. Sigurbj. Ólaísd.
Vestm.
Kf. Húnvetninga, Blöndu-
ósi,
Apótek Sauðárkróks,
Einar Guðfinnsson, Bol-
ungarvi'k.