Morgunblaðið - 07.09.1972, Page 17

Morgunblaðið - 07.09.1972, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGLPR 7. SEPTEMBER 1972 17 ÞRIÐJA GREIN íslenzki fáninn - án allrar minnimáttarkenndar Miinclien, ágrúst. — Er ísland veruleiki í lífi annars fólks en okk- ar norðurskamtsbúa? Ekki verðw maður var við það hér í Múnehen — og þó. 1 Tromsö spurðu flestir, þegar þeir heyrðu okkur tala: „Ertu frá Islandi?" Nákvæmlega þessum orðum. Tromsö er fyrir norðan heim skautsbaug og samskiptin milli ís- lands og Noregs hafa farið fram mikl'U sunnar. Samt var Island til í Tromsö. Og leiðsögumaðurinn í Þrándheimi, eða Niðarósi, fjallaði um samskipti Isllands og Noregs fyrr á öldurn, talaði um erkibiskupsdæm- ið og skýrði útlendingunum frá því að fyrr á tímum hefði verið töluð íslenzka í Noregi. Hann minntist ekki á „gammelnorsk“. Og í upplýs- ingabaaklingi um Niðarósisdómikirkju, sem minnir að mikilleik einna helzt á Kölnardómkirkju, er ágætt sögu- legt yfirlit með tilvitnunum í „Is- lendinginn Snorra Sturl'uson", enda þótt enskir sagnfræðingar leggi ekki alltof mikið upp úr sögulegu heim- ildagildi verka hans, a.m.k. rakst ég í fyrra á grein þess efnis í einu helzta sagnfræðiriti Breta. Aftur á móti segja Norðmennirnir að lýsing- ar Snorra og annarra íslenzkra rit- hö'funda komi yfirleitt mjög vel heim og saman við fornleifarannsóknir. Þetta er hið forna Island, sokkið í haf mikillar sögu. En hvað þá um Island nútímans? Jú, því sikýtur upp endrum og eins, fyrir tilstuðl- an NATOs, þorskastríðs, skákeinvíg is, einhvers rithöfundar eða lista- manns, kannski vísindamanns eða einhvers annars leifturs í flugelda- sýningu þjóðanna. Hér í Múnchen sést ísllenzki fáninn stöku sinnum og þá helzt í einhverj'Uim búðarglugga, prentaður á ræmur ásamt öðrum fán um, og þá gjarna á næstu grösum við Norðurlandafánana. Á Olympíu- leikvanginum blaktir íslenzki fáninn við hún á sinum stað, næstum þvi fyrir miðju og til hliðar við Olymipiueldinn: fagurblár, óvenjiu- lega hreinn og án allrar minnimátt- arkenndar, sýndist mér. Það yljaði hjartanu að sjá hann blakta við eld- irin. Barnaskapur? Stolt? Minnimátt- arkennd? Ég veit það ek'ki. En ósköp er notalegt að sjá íslands get- ið vegna einhvers annars en legu landsins, hernaðarþýðingar eða fiski miða. Auðvitað er landið harla áþreifanleg staðreynd á landakort- um hernaðarsérfræðinga stórvelda, en það er ekkert til að hreykja sér af. Mikiu fremur áhyggjuefni. Skyldu þeir hafa áhuga á sögu okk- ar eða menningu? Og aidrei iosnar maður við þetta fóllk, sem fær kaup fyrir að stunda einhverjar pólitísik- ar trúarsetningar, ýmist tll að sigra heiminn eða bjarga honum. Af ein- hverjum duldum ástæðum hefur mér alltaf þótt Þangbrandur leiðinleg- asta persónan í Islandssögunni. En þeir eru margir þangbrandarnir á vorum dögum. Ekkert hafa þeir lært af Grikkjum, t.a.m. þá augljósu stað- reynd að skemmtilegra er að kasta kringlu en grjóti. Jafnvel hér í Olympíuþorpinu var einhver óhugn- anlégur sjónleikur, ég held óundir- búinn og utan dagskrár, sem átti vist að fjalla um þrælahald og kúg- un. Þetta var sjónleikur, ekki leik- rit, enda fínna nú orðið. Olympíu- lei'karnir eru líka sjónleikur. I þorp inu má sjá fólk af öllum þjóðum, klætt alls kyns fatnaði, konur mál- aðar, sumir karlmenn með litað hár: svart, gult og hvitt fólk á grimu- balli. I Olympíuþorpinu eru margir án- ingarstaðir, með litlum hentugum as- besthúsum eða kofurn úr einhverju slí'ku efni og minntu einna helzt á l'itla svertimgjakofa sem lýðveldis- kynslóðin sá á myndum með frásögn um af Stanley og Livingstone. Það voru kofar í lagi og karlar í krap- inu. Nú man þá víst enginn lengur. Yfir hverjum áningarstað er dálítill plasthiminn á að gizka 40x40 metr- ar og undir þessum plasthimni eru símaklefar, pósthús, verzlanir og sitt hvað fleira. Kofarnir eru rétt fyrir utan þessi plastþorp, enda engin hætta að rigni inn í þá. Á einum þeirra stóð: Olympia shops. Á hann var límd stór græn klippmynd af kaffibolla. Þegar nánar var að gætt, var þessi kofi, og aðrir áfastir, snyrtihús og klósett. Tveir hvítir kofar voru þar rétt hjá með rauð- um krossi. Það eru eins konar lækna miðstöðvar. Þetta eru einu mistökin, sem ég hef séð i Olympíuþorpinu, að setja shops í staðinn fyrir toilet á kof- ana. En það gerði ekkert til. Það leyndi sér ekki, þegar inn var komið. Ég fór auðvitað strax að velta þvi fyrir mér, hvort við gætum ekki keypt svona plastþorp af Þjóðverj- um fyrir þjóðhátíðina 1974, það er einfalt og snyrtilegt, fljótlegt að setja það upp og skrúfa það sund- ur. Það getur varla kostað stórfé. Og þó að við að sumra dómi getum ekki verið sjálfstæð þjóð og sýnt það í verki, t.a.m. með þvi að minnast sameiginlega mikilla áfanga í sögu okkar, þá höfum við efni á því, ef vilji og stórhugur eru fyrir hendi. Þjóðverjar eru ekkert smeykir við smámunina. Olympíumastrið eitt og himinninn yfir aðalleikvanginum, suindhöllinni og leikfimisalnuim, svo að dæmi séu tekin, eru þvi til vitn- is. Þar fer saman hið eftirsóknar- verðasta af öl'lu að dómi Ásmundar myndhöggvara: list, tækni, vísindi. Svona þorp væri honum að skapi. Ef hann kæmi hingað, mundi hann jafnvel gleyma að taka í nefið. Við höldum áfram og nú blasir við okkur auglýsing með mynd af ein- hverjum hálfguði. Undir henni stendur hvorki meira né minna: Maharagi — zeigt den Weg zur Wahrheit. Vonandi veit hann eitthvað um sannleikann, og er sjálfsagt ekki einn um það. Og ekki slaknar á spennunni, þótt áfram sé haldið. Á einum stað er verið að auglýsa ágæti einhvers spekings sem er: Botschaft Des Göttlichen Lichts. Islenzkt skáld, sem eitt sinn var orð- ið talsvert þekkt hér í Þýzkalandi, s'krifaði um annan sendiherra, sá var frá Júpíter. Hver man hann lengur í Þýzkalandi ? Og hvað skyldi sendi- herrann hans vera samanborið við fulltrúa hins guðlega ljóss? Samt hefur einmitt þessi höfundur, Guð- mundur Kamban, skrifað að mínu viti bezt heppnaða leikrit íslenzks höfundar, Vér morðingjar, sem er svo fínt verk að engu má muna hvort úr þvi verður kraftaverk eða katastrófa. Leikarar Þjóðleik- hússins gerðu því góð skil méð sann færandi sýningu. Og minnisstæðri. En litlU mátti þó muna. Og enn logar Olympiueld'urinn glatt. 1 þess'um eldi á að vera hægt að sjá kyndil mannúðar og kærlteika. Mér þótti vænt um hvað íslenzki fáninn stendur nálægt þessum eldi. Ef til er tákn friðar í heiminum, frelsis, jafnréttis og bræðralags, þá er það hann. Og hver gæti með réttu mótmælt því að íslenzki fáninn sé tákn þess sama? Ég var að vísu að lesa í einhverju ensku blaði að fólk í Grimsby og Huil væri þessu ekki alveg sammála. Þá það. Ég var líka að lesa eitthvað um það að Bretar og Þjóðverjar hefðu hitzt i Cuxhav- en til að bera saman bækur sínar fyrir nýtt þonsikastríð og hefðu ákveðið að hafa samstöðu um aðgerð- ir á hafinu umhverfis ísland eftir 1. september. Ef ísiland á að halda áfram að vera veruleiki, en ekki gamal't og háliifgleyimit ævinitýri, verð- um við að virða að vettugi skoðan- ir þessa annars ágæta fólks. Og samt fer ævimtýri’ð Islandi bezt. Ævintýrið, skáldskapuritvn, þjóðsag- an. íslenzikt skáld sagði eitt sinn að hann væri aðeins til i ljóði símu. Biskupinn yfir Isiliandi, herra Sig- urbjörn Einarsson, mótmælti þessari staðhæfingu, þegar hann hélt lík- ræðuma yfir skáldimu, sagði að engirnn gæti verið allur og aðeins í ljóði sinu. Það getur svo sem verið. En skáid lítur öðruvisi á málið. Samt hafði biskupinn liklega rétt fyrir sér: enginn getur aðeins lifað í Ijóði sínu. Ekki eimu sinni Island. Islenzki fáninn dreginn að liún í Olympíuþorpinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.