Morgunblaðið - 08.09.1972, Page 10

Morgunblaðið - 08.09.1972, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1972 „Viltu bacon og- egg?“ spurði Jón Olgeirsson Morg- unblaðsmann. Við vorum staddir í mötuneyti Boston Deep Sea útgerðarinnar, en Jón er framkvæmdastjóri er- iendra viðskipta við fyrir- tækið. Þar sátu nokkrir starfsmenn og snæddu morg- unverð. Á móti okkur við borðið sat Wilkins, bæjar- stjórnarfulltrúi og löndunar- formaður, alúðlegur að Frá MacLurestræti. veiðimálum, og hann segir obkur Ijótar sögur af því þegar trollin komu, upp úr 1940 og hreinisuðu heilu veiðisvæðin við Vestmanna- eyjar, sem áður voru full af loðnu. „Þetta var eins og veggur, og svo toguðu þeir alveg vestur úr þangað til ekki var kvikindi eftir í mið- bugtinni. Og þetta voru bát- arnir, — ekki togararnir. Þeir drápu bugtina. Upp úr þvi hætti ég.“ Þar gætir útfærslunnar ekki síður en á miðunum vanda, og svo framkvæmda- stjóri útgerðarinnar í Grims- by Murdo Maclnnes, kallað- ur „Mac“. Hann er auðvitað skozkur; lítill, dökkur maður á bezta aldri. „Mac“ er heldur súr á svip inn i fyrstu, dálítið úrillur út í blaðamann og hreint og beint foxvondur út í Islend- inga. „Ef þú ætlar að skrifa eitt hvað af viti um þetta helvít- is landhelgismál þá þýð- ir ekkert annað en taka það eins og brandara. Að nokk- ur tvö lönd geti verið svona vitlaus!" segir hann stór- hneykslaður. Og þessir „bloody Icelanders" . . . „Þið eydduð síldinni sjálfir. Þið þurftuð enga blóðuga hjálp við það . . . Og það eru þess- ir blóðugu Rússar og Þjóð- verjar sem eru Iíka að eyði- leggja miðin með of smágerð um netum . . . Möskvastærð- in hjá okkur er undir strang asta kontról . . . Þið þessir blóðiigu blaðamenn eruð allt af að blása hlutina upp . . . Ef þú ætlar að skrifa vel um þetta þá verðurðu að „play it cool“ . . . í þessu máli öllu verður að „play it cool“ . . .“ „HIT L ERSSTEFN A“ En „Mac“ er ekkert á því að „play it cool“ sjálf- ur. Það veður á honum og hann er bara orðinn anzi skemmtilegur. Ron Woods fiskkaupmaður situr við næsta borð. „Mac“ færir hann yfir til okkar, blæs honum svolitlum baráttuanda í brjóst og Woods, sem er digur, stuttur maður er strax farinn að lýsa hversu íslend- ingar haga sér ilia i þessu miáli, bæði siðferðilega og lagalega. „Mikið af fiskveið- um íslendinga byggir á reynslu Breta, og þið eigið Mka mikið að þakka fisk- mörkuðunum okkar. Þjóðverj ar, Rússar og hinir komu ali- ir seinna, — eftir að þetta hafði þróazt í lamgian tíma.“ Og Woods er orðið mikið niðri fyrir. „Þessi mál þarf að leysa með aiþjóðlegu sam- komulagi. Eins og Islending- ar fara nú að hlutunum, þá er það hreinasta Hitlers- stefna að yfirtaka miðin svona. Við vitum vel að það er þörf á friðunarráðstöfun- um, en þetta er ekki leiðin." Ron Woods ber í borðið svo diskar skjálfa. Memn halda áfram að ræða um fisk og alls konar Hitiera og vonda menn. Baconið og eggið var bara gott, en kaff- ið svona lala. Ahrifin á smáfyrirtækin Eftir morgunverðinn göng- um við út í sólskinið sem er smátt og smátt að bora sér gegnum árdegisþokuna. Um leið fer sól að skina í sinni „Macs“, hann er orðinn hinn hressasti og leikur við hvem sinn fingur. „Þessi litlu stræti eru fuill af smó.fyriirtækjum,“ segir hann er við röltum eftir einni hafnargatnanna, Mac- Lurestræti. „Þú sérð að að- gerðir Islendinga geta haft afle.ðingar langt út fyrir 50 mílurnar. öill þessi fyrirtæki eru litlir atvinnuveitendur. Og þau eru ö«H beint eða óbeint tengd fiskveiðum og deilunni." Þarna hafði „Mac“ Iög að mæla. Strætið var meira og miruna krökkt af fiiskkaup- mönnum, netagerðarmönnum, litlum frystihúsum o.s.frv. „Mac“ kvað lifnaðarstand ardinn á íslandi mun hærri en í Grímsbæ. „Og skyndi- lega er atvinnu fólksins hérna stofnað i hættu vegna ólöglegra aðgerða af þessu tagi,“ segir „Mac“ og við löbbum áfram. Við hittum Ohatteries bæj- arstjórnarfulltrúa og fram- kvæmdastjóra skipamálning- arfyrirtækis, mann á efri ár- um. Chatteries segist alltaf hafa áhyggjur út af því að missa viðskiptin sem sé fyrir sjáanlegt að verði. En hann sendir okkur samt glað- klakkalegt „cheerio" i kveðjuskyni. í litlu frystihúsi í götunni er Lofthouse verkstjóri og hans fólk að störfum. Verk- stjórinn segir okkur að frysti húsin i Grimsby hafi átt í nógu miklum erfiðleikum fyr ir. Útfærsla íslenzku land- helginnar bæti gráu ofan á svart. „Mac“ er orðinn spaugsam ur mjög. „Þú þarfit nú ekiki annað en fjöður í lubbann til að vera orðinn alveg eins og villimaður,“ segir hann við blaðamann, og þar með er hann meira að segja farinn að taia um anmað en landihielig- ismálið. „ÓGURLEGA SPENNANDI“ „Mac“ feir nú með okkur upp til kunningja síns, Walk ers fiskkaupmanns, sem er maður svo vel i holdum að þriðjungurinn af honum virð ist lafa yfir armana á stóln- um. „Þetta er allt ógurlega spennandi," segir Walker makindalega þegar við spyrj um hann hvernig honum lit- ist á médin. „Þetta kem- ur ekki svo illa við mig. Ég verzla ekki mikið með djúp- sjávarfisk. Hins vegar mun fiskverð almennt hækka og það finnst mér prýðisgott. „Mac“ finnst greinilega að kaupmaðurinn sýni ábyrgðar leysi í slí'ku máli, segir hon- um glottandi til syndanna og við löbbum út. „HREINASTA FJARSTÆÐA“ Að lokum er komið við á netagerðarstöð Boston Deep Sea, og þar hittum við Sig- urð Þorsteinsison, fyrrum skipstjóra. Sigurður var með al þekktustu og reyndustu skipstjóranna í Grimsby í ein 30 ár. Hann er ekki ánægður með aðgerðir íslendinga í fisk- „Ég var heima í sumar og þá var mér sagt að það væri varla nokkur fiskur eftir i bugtinni. Ogt nú ráðast bát- arnir að loðnunni um leið og hún kemur upp að Suð-Aust- urlandd og ef þeir halda þannig áfram, þá endar með þvi að hún hverfur alveg eins og síldin.“ Og Sigurður er jafn ómynkur í máli varðandi út- færsluna og meðferð Islend- inga á brezku togurunum. „Það á ekki að láta Breta sæta sömu meðferð og t.d. Rússa sem eru búnir að vera þama miklu skemur. Það þarf að gefa Bretum meiri tíma, a.m.k. 5 ár, en ekki reka þá svona fyrirvaralaust af helztu miðum sínum. Þetta er hreinasta fjarstæða." Sigurður er á því að úti- loka eigi flottrollið og sikut- togara og aðrar stórvirkar gerðir frá þessum svæðum. „En þetta er líka spurning um hvað megi færa lanigt út. „Landgrunn" er svo loðið hugtak. Þeir gætu kannski á endanum farið alveg út að Spitzbergen eða Nýfundna- landi. Þetta verður að ákveða með aiþjóðlegu sam- komulagi,“ segir Sigurður að lokum. Við kveðjum þennan 72 ára Islending og göngum aftur út á götuna, eina af mörgum svipaðra sem eiga mikið undir því hvemig landhelgisdeilan verður leidd 'til lytata. Á.Þ. frystihúsimi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.