Morgunblaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1972 SAI GAI N | í frjálsu ríki eftir V S. Naipaul „1 Veiðihúsinu?" Honum féll ekki sá staður. En hann sagði: „Ágætt. Ég hef heyrt að þar séu komnir nýir eigend- ur.“ Hún sagði og var anmars hug- ar: „Það hefur verið eftir að menn urðu hræddir við að eiga eignir.“ Nú eða... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆ3LIS- eða T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur í hug, — og ýmislegt fleira! Soelkerltm HAFNARSTRÆTI 19 Simi 13835 og 12388. „Asíumennirnir græddu mest á því.“ Hún svaraði ekki. Hann þagn aði. Mest langaði hann til að taka upp aftur alvörusvipinn, vera hinn hlédrægi alvörugefni persónuleiki, sem lét ekki alit uppi. En mú höfðu orðið hlut- verkaskipti hjá þeim. Vegurinn var þráðbeimm á milli lágra runma. „Þetta var rétt athugað hjá þér,“ sagði hanm. „Skýim eru að hrannast upp, og þegar þannig er, veit maður ekki hvort mað- ur á að hraða fierðinni eða hægja á sér.“ „Hann sagði þetta glaðlega en hún kom ekki til móts við hanm. Hún sagði bara ákveðinni röddu: „Mig langar í kaffi." Bæði horfðu Sram. „Ég hef heyrt að Sammy Kisemyi sé ekki þægilegur í um- gengni," sagði Bobby, „en ég vissi ekki að Martim væri svona óánægður." Hún andvarpaði. Bobby var svalað. Hann hallaði sér aftur í sætinu. Enn ánægðari varð hamn, þegar húm svaraði efcki en fór að lagfæra höfuðki'útinn með þreytuiiegum tilburðum. Nú glitti í einhverja þúst lamigl flramundan. Þau ein- biiindu á hana bæði. Þetta voru ekki hiBingar. Það reyndist vera stærðar hundur. „Jæja, það var gott,“ sagði Linda. „Ég átti vom á þessu." Röddin varð lieyndardómsfull „Það tilheyrir.“ „Ætiið þið þá að filytj- ast buirt?" „Æ, Bobby, það gegnir öðru máli um þitt starf. í þinmi deild eru allltaf nóg verkefnd, og þau koma af sjáifu sér. Öðru máli gegmir uim útvairpsstörf. Þar verður allitaf að sjá uim dagskrá. Og menn sem eru orðnir gaml- ir í hettunni eins og Martim, gera sér það vel Ijóst, þegar húm er ekki nógu góð. Martin ætlaði sér annað og meira þegar hann sagði upp stöðunni hjá BBC og réðst hingað. Hann viMi gera bet ur. En ef til vilil getur hann sjálf um sér um kennt. Hann hefur aidrei verið ýtimm við að koma sér áfrarn." „Ég skil það vel, — þetta sem þú segir um dagskrána. Mér finnst þeir einbeita sér of mikið að stjórnmálum og ræðum stjóm málamanna. Þeir ættu að reyna meirl íjölbreytni." „Martin var boðið að taka að sér reksturinn í þessu héraði. En hann sagði: „Nei, þetta er afriskt land. Það hæfir betur að maður eins og Sammy fái þá stöðu“.“ „Þeir segja að Sammy hafi átt erfiða daga í Emglandi." „Þetta hefur þó gengið sæmi- lega. Og enn muna ýmsir eftir Martin hjá BBC. Þegar við vor- um i fríi í fyrra sagði einhver við Martin í Klúbbnum: „Ég hef heyrt að þú sért kominn í trún- aðarstöðu við útvarpið þarna suður frá".“ „Menn hafa ekki hingað til eyðilagt fyrir sér framavonir með þvi að dveljast hér um tima. Heldurðu að þið farið þá aftur til Englands?" „Við verðum að hugsa fram í tímann. TU Englands? Ég veit ekki. Martin hefur haldið uppi fyrirspumnm hér og þar. Sjálf- sagt kemur eitthvað á daginn." „Já, auðvitað." En hann hafði ekki fengið svar við spurning- unni. Hann spurði: „Og hvert?" Hann beið. Hún sagði: „Suður". Hann sagði: „Ég kann bezt við mig hér.“ 3. Svo hafði virzt, að runnagróð urinn næði alveg upp að fjalilshlíðinni handan við, en sið asta spöiinn fór að bera á fjöl- skrúðuigra gróðri og úr dalbotn inum risu allmiklar hæðir og ás- ar. Dökkgrænt laufið á trjánum gaf til kynna að þarna rynni fljót og grasigrónar þúfur sýndu, að hér hafði verið högg- 'nn skóigur. Allmargir malar- og moldarvegir lágu að þjóðvegin- um og á skiltum við vegbrún- ina var tilgreint 20, 30 eða 60 mfflur til einhverra ákveðinna staða. Umferð þarna var lítil. Linda sagði: „Mér finnst aUtaf gaman að þessari hæð, — hvernig hún er í laginu, — eins og risa- hönd hafi dregið hana niður úr hliðinni." Lýsingin var góð. Robby fannst þetta líka. Hann sagði: „Já.“ Nokkru fyrir framan þau ók stór vöruflutningabílil upp á þjóð veginn frá hliðargötu. Veiði- hundar ráku hausana upp yfir 'grindumar á bUpalinum. Tveir Afríkumenn klæddir reiðfötum og reiðstígvélum, með rauða húfu og í rauðum jökkum, stóðu á pallinium og dingluðu og hrist- ust eftir hreyfingum bilsins. „Það má nú segja, að margt er skritið hér,“ sagði Linda. Hún hallaði sér fram í sætinu, tók handtösku sina upp af gólf- inu og fór að snyrta andlit sitt. Hún var léttari í bragði þessa stundina. Bobby var alvarlegri. „Við vorum í Vestur-Afríku í nokkra mánuði," sagði hún um ieið og hún dyfti sig í framan og skoðaði sig gaumgæfilega i litJlum handspegli. „Þar gætti varla nokkurra enskra áhrifa. En um leið og kom tan í franska hlut ann, gaf að líta svertingja, að engu leyti ólíka okkar svertingj um, sitjandi við veginn, borð- andi franskbrauð og drekkandi rauðvin að frönskum sið með iitl ar franskar derhúfur á höfðinu. Og hvað sjáum við hér — ósvikna ensfca hestasveina." Vegurinn varð bugðóttur. Þau urðu að hægja ferðina og aka á efitir vörufliutningabílnum. Hestasveinarnir horfðu á þau af bílpallinum og voru sáður en svo vingjarnlegir á svip. Brátt kom að vegvísi þar sem á stóð: „Veiðihúsið, 1 mila.“ „Við verðum líklega að hafa hraðan á,“ sagði Bobby. „Mér l.ízt ekkert á þessi ský.“ „Ég sagði þér líka að ég þekkti á skýin.“ Þau beygðu niður bratta veg- fyllinguna og út á mjóa moidar- götu með djúpum hjólförum og í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. háum hrygg í miðju. Hér hafði auðsjáaniega rignt um m«rgun- inn eða daginn áður. Blllinn rann í hjólförunum og stýrið snerist stjómlaust í höndunum á Bobby. „Hér hefur ekkert þomað,“ sagði Bobby, „og hér hefur ver ið úrhelisrigning." „Bráðum fier að rigna aftur," sagði Linda en virtist hin róleg- asta. Vegurinn hlykkjaðist i dæld á milli tveggja hæða svo þjóðveg urinn hvarf sjónum. Linda og Bobby voru umliukt grænum gróðri á aila vegu en framund- an 'hállaði landinu upp á við. „Þetta gæti verið í Englandi," sagði Linda. „Eða Afríku," sagði Bobby. Þegar lengra kom varð land- ið sléttara og blautlendara með grænum graskúfum og mar- hákni. Til annarrar handar á þessu flatlendi trónaði húsarúst úr timbri, — þakið hálffallið. „Hér voru polo-Ieikir haildn- ir,“ sagði Linda. „Tók Martin þátt í þeim?" Rústirnar fengu á sig furðu- myndir þegar þau óku hjá. Birtu lagði í gegn þar sem vantaði borð í veggina og undir tröpp- urnar. Þessu húsi hafði ekki ver ið ætlað að standa lengi. Það minniti á bygigingar sem herir Dömur athugið Hárgreiðslustofa Siggu Dóru, Akureyri er flutt til Reykjavíkur og hefur opnað I GRÍMSBÆ við Efstaland. Híirtíi'tdðsIíiSfcoFa VERIÐ VELKOMNAR. SIGRlÐUR DÓRA. JÓHANNSDÓTTIR. Efsfcalami 26 sfml 37145 velvakandi 0 „Hve glöð er vor æska“ GamaH skólamaðuir skrifar: „Vegna sjónvarpsþáttarins „Þjóðféliagsmyndin í föstum þáttum sjónvarpsins", sem flutt ur var sl. þriðjudag, þar sem þátturinn „Hve glöð er vor æska“ var meðal annarra til umræðu, skal á það bent, að þátturinn er ekki um giaða æsku, enda segir enski textinn það alls ekki. (Á frummálinu er titillinn „Pliease, sir“). Hann fjiai'lar um uppreisnargjama, ærslafengna æsku, sem sækir dagiega skóla, svo sem vera ber, en lærir ekkert og skói- inn er hættur að gera ráð fyrir því að hún læri, þó að kerf- inu sé haldið gangandi og for- eldrarnir haidi, að allt sé í lagi. Þetta er, á ýkjufuilLan hátt, saga mjög margra sikóla nútímans og þá ekki síður hér en annars stiaðar. Þetta góða fólk og há- menntaða, sem kom íram í þætt taum, virtist ekki hafia skiln- ing á þessu, þess vegna er vak- in athygli hér á. En væri ekki rétt að íhuga þetta, einmitt nú þegar skólar eru að hefjast? Gamail skólamaður." 0 Kornið fyllir mælinn íslendingur skrifar: „Ríkisstjóm íslands hefur stofnað Landhelgissjóð og skorað á alla landsmenn að virða hann og gefa í hann, hver eftir sinni getu, og ég er einn af þeiim, sem vilja vena með og greiða í hann eftir getu. Þetta þorskastríð getur staðið lengi og við þurfuim að eignast flieiri varðskip og standa saman. Mörg fyrirtæki hafa þegar gef- ið álitiegar upphæðir. Það sem kom mér til að vekja athygli á þessari söfnun er að ég veit ekki hvert ég á að snúa mér með mitt litla framlag. Það þarf að auiglýsa betur hvert við eigum að snúa okkur með lltl- ar upphæðir af áhuga fyrir góðu máltefni. Kaup almeinnings er svo takmarkað að upphæð hvers éinstaklings verður ef til vil! lág, en safnast þegar sam- an kemur, sé viljinn fyrir hendi og það er ég viss um að hann er. Kornið fyllir mælinn. ísiendingur.“ 0 Hvar á gosbrunnur- inn að standa? Gosi skrifar: „Lengi hef ég verið ákafiur aðdáandi gosbrunna og set mig sjalldan úr færi með að skoða þá ef ég er á ferð erlendis. Víða eru þeir þó ekki látnir gjósa, nema um he-lgar eða við sérstök tækifæri. Mun sú ráð- stöfun vera í sparnaðarskyni, vegna þess að auigljóst er, að mikið vatn þarf til. í Morgun- blaðinu 10. september sl„ var frétt um það, að fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi hefði gefið fé til þesis að gera gosbrunn i Reykjavík og hefur sendiherrann komið fram með þá huigmynd að setja gosbrunninn einhvers staðar á tjarnarsvæðið. Aðspurður seg- ir tatemaður borgairinnar, að sér finnist óMklegt, að til dæm- is swðurendi tjam-arinnar verði fyrir valinu, vegna þess að „hálfifáránletgt væri að huigsa sér spúandi grískan guð úti í suðuitjörninni". Þar er ég hon um aligjörtega sammála. En mætti nú ekki huigsa sér, að hafia enga höggmynd, heldur láta vatnissúlu gjósa upp úr miðri suðurtjörninni, sem síð- an mætti lýsa upp? Ein fiegiursti gosbrunnur sem ég hefi séð er á torgá, sem heiit ir Karlaplan og er í Stokk- hólmi. Karlaplan er stórt hrtaig laga torg og á þvi miðju er tjörn sem að Visu er gerð af manna höndum Upp úr tjöm- inni stendur svo há vatnssúla, sem er flóðlýst, þegar skuigg- sýnt er orðið. Mér hefur ein- mitt dottið Geysir i hug, þeg- ar ég hefi horft á þennan gos- brunn. Ef ég þekki samlanda mína rétt, verður ekki auðvelt verk, að ftana gosbrunninium stað. Ef að vanda lætur, verða háværar uimræður oig jafnvel deiilur um máMð, en til þess að styðja til- iögu rnína um að gosbrunnin- um verði vailinn staður í suður- tjörninni, vil ég benda á það, að mikliar Mbur eru til, að þar fenigi gosbrunnur að vera tiil friðs (óMklegt, að skemmdar- vargar færu að teg’gja á sig sundflerðir), en slíkur staður er áreiðaniteiga vandfiundinn í þess ari borg. Gosl/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.