Alþýðublaðið - 27.07.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1958, Blaðsíða 4
4 Aíþýðublaði# Sxinnudagur 27. julí 1958 Sextug á morgun — Guðrún Nikulásdótfir A MORGUN mánudaginn 28. þ. m. verSux frú Guðrún Niku- lásdóttir, Öldugötu 19 Hafnar- firði, 60 ára. Hún hefir nú um langt skeið veitt forstöðu Al- þýðuhúsinu í Hafnarfirði-, og ér öllum Hafnfirðingum að góðu kunn. Á samkomum í Al- þýðuhúsinu, t. d. dansleikjum óg skemmtisamkomum, er oft ys og þys, og mikið að gera fyrir þann, sem á að hafa um- sjón með veitingum. En frú Guðrún er jafnan hýr og glöð og skiptir ekki skapi, en gegnir þó sínu starfi með festu, dugn- aði og fyrirhyggjusemi. Er starf hennar oft erilsamt og þreytandi, en hún lætur það ekkert á sig fá. Hefir hún bæði verið Alþýðuflokknum, í þessu starfi, og viðskiptamönnum Al- þýðuhússins hinn ágætasti starfsmaður. En frú Guðrún hefir komið víðar við. Hún hefir um ára- tuga skeið verið ein af dug- mestu forustukonum verka- kvenna og AJþýðuflokkskvenna í Hafnarfirði. Hún hefir um 'iangan aldur átt sæti í stjórn verkakvennaféiagsins Framtíð- in, og gegnt þar margþættum trúnaðarstörfum, svo sem full- trúastörfum á Alþýðusam- bandsþinginu, í fulltrúaráði, samninganefndum og síðast en ekki sízt í dagheimilisnefnd fé- lagsins frá upphafi og- gjald- keri hennar mörg undanfarin ár. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og formaður þess félags í 9 ár og mörg ár vara- formaður. Fulltrúi í fulltrúa- ráði Alþýðuflokksins í Hafnar- firði hefir hún einnig verið um áratugaskeið. — Eins og sjá má af þessari -upptainingu, þó að ófullkomin sé, hefir frú Guð- rún Nikulásdóttir verið óþreyt- andi áhugakona í verkalýðs- málábaráttunni, og eins, og ekki síður, í því að styrkja Al- þýðuflokkinn til pólitískra á- taka. Með lifandi áhuga, dugn- aði og þrautseigju hefir henni tekizt að eiga hlut að því, að þessum samtökum hefir auðn- azt að ná betri árangri á undan- förnum árum fyrir umbjóðend- ur sína, en nokkurn gat drejnnt um fyrir fáum áratugum. Það hefir verið óeigingjarnt starf unnið í kyrrþey og hávaða- laust. Það hefir kostað fjöl- margar stundir, sem aðrir gátu notað sjálfum sér til ávinnings eða ánægju —- eða hvoru tveggja. En.ég er þess fullviss, að þegar frú Guðrún lítur til baka yfir farinn veg, er henni sá árangur, sem náðst hefur í bráttunni meira virði og meiri ánægja heldur en þá að eigin persóna hefði notið starfsins fyrr og betur. — Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka frú Guðrúnu fyrir allt starf hennar fyrir Alþýðuflokkinn, fyrr og síðar, óska henni heilla og ham- ingju í framtíðinni, og láta í ljósi þá von að enn megi flokk- urinn njóta starfskrafta henn- ar um langan aldur. — Emi! Jónsson. „DAGBÓK ÖNNU FRANK“ leikritið, hefur verið sýnt 1420 smnum á 44 leiksviðum í Vest- ur-Þýzkalandi á síðasta ieik- h^ssári og hefur verið sýnt oftar, en nokkuð annað leikri'c þar í landi. Þá hefur bókin selzt mjög vel, og munu þegar hafa selzt rúmlega 300.000 ein- tök af þýzku, þýðingunni af bókinni. — Ágóði af bókinni og leíkritinu hefur- verið ’agður í sérstakan sióð, sem veita á styrki úr til vísindamauna, listamanr-a og stúdent.a írá tsra el til náms í Evrópu. Hinn þekktí, þýzki hljcmsveit arstjón, Gtto Klemperer var nýlega afhent þýzkt heíðurs- merki fyrir störf »ín að hljóm- Nýir fhiðstjórar Framhald af 7. ■siðu. Bakota flugvélar. Hann lauk atvinnuflugprófi og blindfiugs- prófi frá fiugskólanum Þyt 1954. Flaug það sumar á síldar- leit. Sumarið 1955 starfaðihann hjá FÍ og var fastráðinn vorið 1956. Haukur HMðberg hefur öðl- azt flugstjómarréttindi á Kata- lína flugvélar. Haukur lauk prófi atvinnuöugmanna frá flugskólanum Pegasus 1953 og blindiflugsprófj frá Þyt ári síð- ar. Stundaði flugkennslu og síldarleitarflug, unz hann réðst til Flugfélags tslands vorið m, . - listarmálum, Klemperer býr í London og afhenti vesiur- þýzki sendiherrann þar heið- ursmerkið. Þegar sendihen’ann afhentj heiðursmerkið, minnti hann á, að Klemperer hefði sem hljómlistarstjóri Oa stjórn- andi við Kroll-óperuna í Berlín á árunum 1927 til 1933 verið upphafsmaður að nýju tímabili þýzkrar óperu. í prússneska skjalasafninu í Berlín hefur fundizc áður ó- þekkt verk eftir Hándel og heit ir það „Symphonia per Violina Concertato, Odeo, e Basso“ í F- dúr. Martin Wiedecmann, hljómlistarfræðingur, hefur haft umsjón með því, að verkið verði leikið. 1,4 milljónir sjónvarpstækja munu nú vera í notkun í Vest- ur-Þýzkalandi. Síðustu mánuði hefur tala sjónvarpstækja auk- izt um 90.000 á mánuði að með- altali. Langflest tækin eru í Ruhr. ítalski kvikmynda-leikstjór- inn Federico Fellini hlaut verð- laun þýzkra kvikmyndagagn- rýnenda, sem nýlega. voru veitt í fyrsta 'sinn. Tólf kvikmynda- gagnrýnendur áttu sæti í dóm nefndinni, sem veitti Fellini verðlaunin fyrir mynd hans „La Strada“. A ÞRIÐJU alþjóða kvik- myndahátíðinni í Brússel hlaut bandaríska kvikmynd in „The Goddess“ frá Col- umbia kvikmyndafélaginu sérstök verðlaun dómnéfnd- arinnar. Fjallar myndin um aevi kvikmyndastjörnu í Hollywood, sem verður fræg á skömmum tíma, en finnur þó ekki þá ham- ingju, sem hún vænti, og reynir jafnvel að fremja sjálfsmorð. Aðalhlutverkin í myndinni eru leikin af Kim Stanley og Lloyd Bridges. Orson Welles hlaut verð- laun fyrir leik sinn í mynd- inni „Touch of Evil“. Áðrar bandarískar myndir, sem sýndar voru á sömu kvik- myndahátíð, voru „Raintree Count“, „The Old Man and the Sea“ og „Proud Rebel“. „The Old Man and the Sea“, sem byggð er á hinni frægu skáldsögu Ernest Heming- ways hlaut sérstök verðlaun alþjóða félagsskapar ka- pólskra kvikmyndagagnrýn- snda. □ Elizabeth Taylor og Mich- ael Todd yngri sonur henn- ar og eiginmanns, Michael Podds, sem fórst fyrir nokkru í flugslysi, hafa nú í hyggju að framleiða gaman mynd, sem nefnd verður „Busman’s Holida“. .Mynd-in - á að gerast árið 1947. og seg- ir þar frá ævintýri áætlvm- arbílstjóra frá New York, , sem lagði upp í bíl sínum undir því yfirskini, að hann þyrfti að ná í farþega skammt frá. En svo. fór, að bíll og ökumaður hurfu óg- fundust ekki fyrr en þrem- ur dögum síðar í Florida, bar sem bílstjórinn var í góðu yfirlæti.. Elizabeth Tay 'or fer með hlutverk fegurð ardrottningar, sem fylgir bílstjóranum á þessu óvænta ferðalagi. Kvikmyndaritið samdi William Roos. □ Metro-Goldwyn-Mayer mun láta kvikmynda á ný hina þöglu, klassísku mynd „The Four Horsemen of the Apocalypso“, sem fyrst var kvikmynduð árið 1921 undir stjórn Rex Ingrams. Kvik- myndin er byggð á skáld- sögu Vicente Blasco- Iban- ez, og það var hún, sem gerði Rudolph Valentino heimsfrægan á sínum tíma. Sagan hefst árið 1870, þegar ungur Frakki, sem er gagn- tekinn af byltingarhugsjón- um, flýr land sitt til þess að komast undan herþjónustu. Fylgzt er með ferðum sögu- hetjunnar til Suður-Amer- íku og síðan aftur til Frakk lánds, en þangað sneri hann aftur í fyrri heimsstyrjöld- inni. Þegar hér er komið, er hann orðinn gjörbreyttur ■ maður og heitur ættjarðar- vinur. í styrjöldinni verður hann fyrir iþví óláni að missa einkason sinn. .Önnur þögul kvikmynd, „Ben Hur“, sem mikið orð fór af árið 1926, verður einnig kvikmynduð á ný hjá sama kvikmyndafé- lagi. □ Gia Scala mun leika á móti Robert.Mitchum og El- izabeth Múller í kvikmynd in'ni „The Angry HiHs“ sem framleidd verður á Vegum Metro-Goldwyn-Mayer kvik myndafélagsins. -Stjórnandi myndárinnar verður Robert Al.drich, og, verður hún kvik mynduð í Grikklandi. Mynd in er byggð á skáldsögu eftir Leon Uris,- og segir hún frá bardögum Þjóðverja og Grikkja í síðustu heims- stvrjöld. - □ ‘ ' George Cukor, einn þekktasti kvikmyndastjóri í Hollywood, mun stjórna tveimur kvikmyndum fyrir Paramount Picture.s og leik ur Sophia -Loren í báðum. Honum til aðstoðar verða Carlo Pönti og Marcello Gi- rósi. Hin fyrrj þeitir „Heller with a Gun“ en hin síðari „Two Women“, og er hún byggð á skáldsögu eftir ítal- ann. Alherto Moravia. Síðr asta kvikmynd, sem Cukor stjórnaði fyrir Paramount,- var „Wild IS the Wind“ með Anna Magnani og Ant- hony Quinn í aðalhlutverk- i um. ............ : □............... - Skáldsagan „The Travels of Jaimie McPheeters“ .eftir Róbert Lewis Taylor verður inban skamms kvikmynduð hjá Metro-Goldwyn-Mayer. Kvikmyndaritið skrifaði Ric hard Brooks, og hann stjórnar einnig myndinni. Aðalhlutverkin í myndinni eru f jögur, og verða þau leik in af 14 ára dreng, tveimur karlmönnum og einum kven manni, en sagan greinir frá ævintýralegu ferðalagi frá Kentucky til Kaliforníu á ár unum 1849 til 1852. Richard Brooks stjórnaði nýlega myndinni ,,Cat on a Hot Tin Roof“, sem byggð er á leik- riti Tennessee Williams. □ „Vertigo“ heitir ný leyni- lögreglumynd fra Para- mount, sem hlotið hefur af- brágðsgóða dóma gagnrýn- enda í Hollywood, New York og Washington. Stjórn andi myndarinnar er Alfred Hitchcock og er hún byggð á skáldsögunni „D’Entre Les Morts“ eftir Pierre Boileau og Thomas Jarcejac. Annað aðalhiutverkið leikur James Stewarf — leynilögreglu- mann, sem þjáist af loft- hræðslu, og orsökin er slys, sem hann varð fyrir, þegar hann var að elta glæpamann. Hitt aðalhlutverkið leikur Kim Novak, en það er ung og glæsileg kona, sem flæk- ir Stewart inn í morðmál. Hún leikur eiginlega tvær manneskjur, eiginkonu skipaeigendá ög anda löngu liðinnar fegurðardísar sem ætlar að láta hana fremja sjálfsmorð. Kvikmyndatíma ritið „Motion Picture Her- ald“ telur myndina „frá- bæra“ og í lok gagnrýni blaðsins segir m. a. svo: „Það myndi draga úr áhrif- unum af hinum óvænta og snjalla endi að segja frá ó- vanalegri atburðarás mynd- arinnar, og það væri móðgun við snillinginn Hitchcock.“ Barbara Bel Geddes ög Tom Helmore leika <einnig í mýnd inni. Höfundar kvikmynda- ritsins eru þeir Alec Coppel og Samuel Taylor. □- Richard Widmark, Lee.J. Cobb, Tina Louise og Earl Holliman munu leika aðal- hlutverkin í Paramount- myndinni „The Trap“ undir stjórn Normans Panama. Kvikmyndaritið er byggt á sögu eftir Frank Gilroy og segir. þar frá ungum lögfræð- ingi í suðvesturhliita Banda- . ríkjanna, sem leitast við að gera skæðan og áhrifam.ik- inn óvin sinn landrækan. Tina Louisa lék nýlega í kvikmyndinni „God’s Little Acre,“ sem byggð er á hinni frægu skáldsögu Erskine Caldwells. □ Bette Davis, ein frægasta leikkona, Bandaríkjanna mun leika í fyrsta sinn síðan 1951 í mynd, sem kvikmynd- uð er utan Bandaríkjanna. Fer hún þar með hlutverk Katrínar miklu í myndinni „John Paul Jones,“ sem er frá Warner Brothers kvik- myndafélaginu. Myndin seg- ir frá stofnun ameríska flot- ans. Stjórnandi hennar verð- ur John Farrow, en hann er einnig höfundur kvikmynda ritsins. Robert Stack leikur amerísku sjóhetjuna John Paul Jones (1747—1792), sem frægur varð fyrir afrek sín í frelsisstríði Bandaríkj- anna og kunnur er úr skáld- sögu John Fenimore Coop- ers „The Pilot.“ Myndin verður kvikmynduð á Spáni, Englandi, Frakklandi, Mary- land, Virginíu og flsiri stöð- um, sem koma við sögu Jon- es. V V S! | S? V V V V S' s' V V s s s s s s s s s s 'S s s Á s ■s s s 'S s s 1 s * A s s :S i s s s $ s s s 's :s s \ s s s s > s s N s s s s N s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Á síðasta háskólaári voru 162.0Ó0 stúdentar við nám í þýzkum háskólum og tækní- skólum. Erú það um 10.000 fleiri stúdentar eo árið áður. Háskólarnir, sem mest fjölgaði í, voru Frjálsi háskóiinn í Berlín, og háskólinn í Mún- ehen. Fyrir alllöngu voru nokkrir mótmæiendaprestar Pg iWtíh fræðistúdentar í Austur-Þýzka landl dæmdir fyrir tilraun til „að æsa til einangrunar ríkis- ins“ og fengu þungar refsingar. Nú hefur stúdentaprestur í Wiemar, Martin Giereh að nafni, verið dæmdur í fjcrtán mánaða fangels; fyrir „aðgerð- ir gegn ríkinu.“ Alþjóðasamfök frímerkja- ; safpaia haffe. tilkynnt, að - al- þjóðlega frímerkjasýningin — „Interposta 1959“ verði haldin í Hamborg í maí n. k. Merkustu frímerkjasöfn í heimi, þau sem í einkaefign eru, verða sýnd þarna, auk þess sem póstmála- stjórnir ýmissa landa munu sýna verðmætustu merki sín. Alþjóðlegur dómstóll mun veita verðlaun. Á sama tíma sem sýn ingin verður haldin, mun Ham- borg halda upp á, 100.ára af- mæli þess, er fyrsta Hamborg- arfrímerkið var gefið út. ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.