Morgunblaðið - 12.10.1972, Side 12

Morgunblaðið - 12.10.1972, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1972 Jólabækurnar taka senn að streyma á markað Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi BÓKAFORLÖGIN eru að leggj» síðustu hönd á undirbúning, áður en jólabækurnar fara að streyma á markaðinn, en þær eru orðnar fastur liður þessa siðustu þrjá mánuði ársins. Morgunbiaðið hef ur eins og undanfarin ár snúið sér til forsvarsmanna útgáfu- fyrirtækjanna og leitað upplýs- inga um bækur þeirra. Er hér fyrsta yfirlitsgreinin af þremur til fjórum, sem birtast munu á næstunni, og gefa lesendum hug- mynd um hvers þeir mega vænta frá bókaútgefendum í ár. HELGAFELL Ragnar Jónsson, forstjóri Helgafells, sagði að bókaútgáfa forlagsins ó þessu ári væri að verulegu leyti helguð hinu sjö- tuga Nóbelsskáldi. Fjórtán bæk- ur koma út á árinu eftir Laxness. Tíu eldri bækur hans, sem hafa verið uppseldar um tima, hafa verið endurprentaðar. Komið hafa út tvær nýjar bækur „Skeggræður gegnum tíðina“ og „Norðanstúlkan", leiksviðsger ð Atómstöðvarinnar. í þessum mán uði kemur „Kristnihald undir jökli“ á ensku (Christianity at glacier) í þýðingu Magnúsar Magnússonar. Þá má 'geta þess að ný Lax- dæluútgáfa Laxness er að koona út og haifa nokkrir ungir mynd- listarmenn prýtt hana með verk- uan sínuan. Kristján Karlsson rit- ar in.ngang að bókinni og fjallar meðal annars um það mikla póli- tíska rót, er þókin olli, þegar hún kom fyrst út árið 1943. Þá hefur NóbeLsskáldið nú af- hent forlaginu nýjan stórróman, verk á fjórða hundrað blaðsiður, sem kemur út fyrir jólin. Sú bók hefur ekki hlotið nafn enn. Ólafur Jóhann Sigurðsson Tvær ljóðabækur koma út hjá forlaginu, eftir Heiðrek Guð- mundsson frá Sandi og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ný skáld- saga eftir Þráin Bertelsson kem- ur út hjá forlaginu fyrir jólin. Loks er svo ritsafn Jóns Sigurðs- sonar frá Kaldaðarnesi, í útgáifu Kristjáns Albertssonar. í ritsafni Jóns — sem mifcinn orðstír gat sér fyrir Hamsunþýðingar sínar — eru birt fruimsamin ljóð Jóns, sem fæst hafa komið fyrir al- menningssjónir, svo og ritgerðir og ýmis bréf hans. Björn J. Blöndal SETBERG Aldaskil heitir bók eftir Árna Óla, ritstjóra, sem Setberg gefiur út og eru í henni frásagnir manna og kvenna um lifið i land inu fyrir, uim og eftir síðustu aldamót. „Einn í ólgusjó — lifs- sigling Péturs sjómanns Péturs- sonar“ heitir bók eftir Svein Sæmundsson. Eru þetta ævi- minningar Péturs, eins og nafn- ið gefur til kynna. Þá er bók eft- ir Björn J. Blöndal, „Vötnin ströng“, bók um veiðiskap, nátt- úruskoðun, ár í Borgarfirði og fléttað inn i þjóðsögum og ýmsuim gömlum frásögum. „Byggðin í hrauninu" eftir Stefán JúIiuS- son, mannlýsingar og minninga þættir úr átthögum hans, Hafn- arfirði. Setberg gefur út fyrstu ljóða- bók eftir Hjört Pálsson, „Dyn- fararvísur“. Auk þess koma út hjá forlaginu tvær unglingabæk- ur eftir íslenzka höfumda: Anna Heiða, 18 ára eftir Rúnu Gísla- dóttur, sem er síðasta bókin i: þeim flokki og „Röskir strákar í stórræðum", 2. bók uim sömu söguhetju og í þeirri fyrri. Höf- undur er Ragnar Þorsteinsson kennari. Fyrir yngstu lesendurna koana svo endurútgáfur af Snúð og Snældti og íslenzku dýrin. LEIFTUR Milli 30 og 40 bækur koma út hjá Bókaútgáfunni Leiftri í ár og komu þrjár þeirra reyndar fyrr á árinu: „Til mín laumaðist orð“ eftir Pétur Magnússon í Valianesi, „Niðjatal síra Jóns Benediktssonar og Guðrúnar Kortsdóttur" og Afmælisrit helg- að Steingrími J. Þorsteinssyni, prófessor. Þá kemur III. bindi skáldsögu Guðrúnar frá Lundi „Utan frá sjó“ og er það niður- lag sögunnar. „Lent með birtu“ eftir Bergsvein Skúlason, söigur og sagnir úr Breiðafirði. Guð- miundur Einarsson frá Brjánslæk sendir frá sér endurminningar sinar, „Fokdreifar“, og Cesar Mar skrifar sjóferðasögur og kallar bókina „Vitann“. Þriðja bindi Vestur-Skaítfell- Hjörtur Pálsson B.jörn Magnússon, prófessor ingatals eftir prófessor Björn Magnússon og er þá eitt bindi ókomið. „Úr byggðum Borgar- fjarðar“, II. bindi eftir Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi. Seinna bindi Ólafs Jónssonar, búnaðarráðunauts á Akureyri heitir „Á tveimur jafnfljótum“ Arngrímur Signrðsson Kristleifur Þorsteinsson Stóra-Kroppi og Matthias Helgason á Drangs- nesi sendir frá sér endurminning- ar sinar, II. bindi og heitir það „Á faraldsfæti“. Tvær skáldsögur eftir konur koma út hjá Leiftri, „Dögg í spori“ eftir Steinunni Þ. Guð- mundsdóttur og „Darraðardans" eftir Kristrúnu M. J- Björnsson. Þá gefur Leiftur út bókina „Al- þjóðleg og islenzk líffæraheiti“, sem er uppsláttarbók fyrir hjúkr unarfólk og lækna. Guðmundur Hamnesson er höfundur en próf. Jón Steiffensen endurskoðaðd þessa útigáfu og jók við. Einnig er endiurprentuð bókin „fslenzk Jæknisfræðiheiti“ eftir Guð- mumd Hannesson, sem hefiur ver- ið ófáanleg í nokkuð mörg ár. Allmangar bækur, ætlaðar börnum koma út hjá Leiftri, þar af þrjár eftir íslenzka höfunda, „Dúfan og galdrataskan“ eftir Guðrúnu Guðjónsdóttur og „Börnin í Bæ og sagan af kisu“ eftir Kristínu R. Thorlacius og „Giggi og Gunna“ eftir Berg- þóru Pálsdóttur. Geta má oig ým- issa flokkabóka, sem Leiftur hef- ur gefið út undanfarin ár, þar á meðal koma út tvær nýjar Nancy bækur, tvær Bob Moran-bækur og tvær uim ævintýri Franks og Jóa. Ein bók kemur út í Pétur Most- flokknum, en af öðrunn sj álfstæð um unglingiabókium má nefna „Homblower sjóliðsforingja“, „Kaldrifjuðu leikkonuna", „Dótt- urina“, „Karnabæ og ræningj- ana“ oig nokkrar fleiri. Að síðuistu má nefná eina bók til viðbótar, sem Leiftur gefur út í ár, „Heimsmyndin eilífa", II. bindi eftir Martinus. Þorsteinn Halldórsson þýddi þá bók. ÆSKAN Bókaútgáfa Æskunnar sendir frá sér fjórar bæfcuir í ár: Ann- álar íslenzkra flugmáia II. bindi, sem Arngrímur Sigurðsison hef- ur tekið saman. Unglingabókina Stefán Júlíusson Guðrún frá Lundi „Upp á líf og dauða“ eftir Ragn- ar Þorsteinsson, endurútgáfu af „Ennþá gerast ævintýr“, barna- bók eftir Óskar Aðalstein og að lofeuim 5. bókina í frumbyggja- flokknum „Baráttan við Indíán- ana“ eftir Elmer Horn. Jónína Steinþórsdóttir þýddi. BÓKAÚTGÁFAN SNÆFELL Fjórar bæfcur koma frá Snæ- felli í ár, og eru það allt þýddar bækur, þrjár fyrir börn og ein læknasaga eftir Carrie Mitchell. Bamabækurnar eru Ævintýri á Eyðiey, sem er einkum ætluð drengjum, 2. útgáfa aif „Frænk- unum fjórum og ömmu í Fagra- dal“ eftir Dikken Zwiltemeyer og einnig kemur út ný bók í Tom Swift-flokknum og heitir hún „Gullborgin á hafsbotni“. BÓKAÚTGÁFAN IIILDUR Hjá Hildi kemiur út bók eftir Jónas Guðmundsson, stýrimann, um Grænlandsreisu með dönskum skipum, sagt frá lifn- aðarháttum Grænlendinga fyrr og nú og ýmis fróðleikur og skemmtain. Gisli Sigurðsson myndskreytir bókina. Jónas Guðmundsson stýi iinaðiir Hildur gefur einnig út all marígar þýddar skáldsögur, svo sem undanfarin ár. Ellefta bókin sem kemiur út eftir danska höf- undinn Ib Henrik Cavling heitir „Hamingjuleit“ og endurútgáfa af „Herragarðinum“ eftir sama höfund. — Þá kemiur út „Titr- andi sandar“ eftir Victoriu Holt og endiurútgáfa af „Birgittu á Borgum“ eftir Margit Ravn. Sötmuleiðis er bókin „Hjartað ræður“ eftir Sheilu Brandon gef- in út öðru sinni og Hildur er að hiefja útgáfu á þýðingum og íruimsömduim bókum Aðalsteins hieitins Sigrmundssonar og ríður á vaðið með 1. bindi af „Þegar drengur vill“. BÆKUR 1972 1. grein

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.