Morgunblaðið - 14.11.1972, Page 16
16
kORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1972
Oitgofandi fvf ,ÁtvaTor, Ffey’kijavfk
Pnfffn'kveafnda&tjóri HaraMur Svemsaon.
Rtetiórar Mattihlas Johormossen,
Eyfóífur KonrSO Jónsson.
Styrmir Gun-narsson.
RftsVfdmarfutHrúi Þiorbliönn Guðirwndsson
Préttastjóri Björn Jóharweison
Auglýsingastjóri Árni Garöar Krlatineson
Rítstjórn og afgreiðsia Aðaistræti 6, sfnri 10-100.
AugBýssingaí Aðaistræti 6, sfmi 22-4-80
Ásikriftargjafd 225,00 kr i márrtjöi irmantonds
I teusasöTu 15,00 Ikr eirvtokið
Á undanförnum áratug hef-
ur mikil breyting orðið
í verzlunarháttum, sérstak-
lega á sviði smásöluverzlun-
ar. Hinar svonefndu kjörbúð-
ir hafa rutt sér til rúms. Þær
hafa krafizt mun meira hús-
rýmis en hinir eldri verzl-
unarhættir og kaupmenn því
lagt í mikla fjárfestingu við
uppbyggingu nýju kjörbúð-
anna. Þeim hefur tvímæla-
laust fylgt mun betri þjón-
usta en hægt var að inna af
hendj. í gömlu verzlununum.
Vöruúrval er miklu meira á
einum stað, en áður var.
Þannig tíðkaðist það áður, að
verzlunin skiptist í margar
sérverzlanir. Sérstök verzlun
fyrir nýlenduvörur, önnur
sérverzlun fyrir kjötvörur,
sú þriðja fyrir fisk, hin fjórða
fyrir brauð og kökur og sú
fimmta fyrir mjólk og flest-
ar mjólkurafurðir.
I hinum nýju kjörbúðum
er lögð áherzla á, að hafa
flest til sölu, sem heimilið
þarfnast frá degi til dags, ný-
lenduvörur, í sumum þeirra
hafa svo fylgt stórar verzl-
unarmiðstöðvar í nýjum
hverfum, þar sem sérverzl-
anir með hinar ýmsu sérvör-
ur eru tii staðar við hlið
kjörbúðanna, sem verzla með
matvörur. Þannig hafa mikl-
ar framfarir orðið í smásölu-
verzluninni undanfarinn ára-
tug og er ekki ofmælt, að
einkareksturinn í verzluninni
sem þarna hefur haft alla for-
ystu, hafi lyft grettistaki til
hagsbóta fyrir neytendur.
En á einu sviði verzlunar-
innar hafa ekki orðið sömu
framfarir. Það er við dreif-
ingu á mjólk og mjólkurvör-
um. Sú venja ríkir enn að
langmestu leyti, að mjólk er
seld í sérstökum útsölum
Mjólkursamsölunnar á höfuð-
borgarsvæðinu. Út um land
að selja svo aftur í sínum
verzlunum án álagningar en
hlotið aðkast fyrir af hálfu
forsvarsmanns kaupfélagsins.
Af hálfu þeirra, sem vilja
halda í núverandi kerfi á
sölu mjólkur og mjólkur-
vara hefur því verið haldið
fram, að dreifingarkostnaður
mundi aukast. Þetta er auð-
vitað fáránleg staðhæfing.
Það er sönnu nær, að
dreifingarkostnaður mundi
minnka vegna þess, að Mjólk
ursamsalan þyrfti ekki leng-
ur að leggja í mikinn kostnað
við innréttingu á útsölustöð-
um.
Rökin, sem mæla með þvi
að breyting verði gerð á sölu-
fyrirkomulagi mjólkur og
mjólkurvara eru mörg. I
fyrsta lagi hefur orðið svo
MJÓLKURDREIFING
er seldur fiskur, skólavörur
og ýmislegt fleira. Augljóst
er, að af þessum verzlunar-
háttum hefur leitt stórbætt
þjónusta við neytendur. Hús-
mæðurnar þurfa ekki lengur
að arka milli margra verzl-
ana, sem verzla með mismun-
andi vörur, heldur geta þær
fengið flest, sem þær þarfn-
ast á einum og sama staðn-
um. í kjölfar kjörbúðanna
ríkir víða einokunarkerfi,
sem tilheyrir fremur liðinni
öld en þeim tímum, sem við
lifum á. Þar sitja kaupfélög-
in ein að mjólkursölunni en
kaupmönnum er meinað að
veita viðskiptavinum sínum
sömu þjónustu. Nefnd hafa
verið dæmi um það, að kaup-
menn hafi farið í kaupfélög-
in til þess að kaupa þar
mjólk á útsöluverði til þess
mikil breyting á húsakynn-
um matvöruverzlana, að þar
er fullnægt ítrustu kröfum
um hreinlæti og hollustu-
hætti. í öðru lagi er ljóst, að
sala mjólkur og mjólkurvara
í almennum matvöruverzlun-
um mundi spara stórfé, sem
ella verður lagt í að halda
áfram uppbyggingu sérstaks
dreifingarkerfis fyrir mjólk
og mjólkurafurðir. Þetta
dreifingarkerfi er nú fyrir
hendi í matvöruverzlunum
og ástæðulaust að kasta fé í
að byggja upp tvöfalt slíkt
kerfi. í þriðja lagi er ljóst,
að sala mjólkur og mjólkur-
afurða í almennum matvöru-
verzlunum þýðir stórbætta
þjónustu við neytendur. Hús-
mæður geta þá fengið þessar
nauðsynjavörur keyptar á
sama stað og aðrar matvörur.
í fjórða lagi er ekki ólíklegt,
að salan á þessum afurðum
bænda mundi aukast vegna
þess, að hin almenna verzl-
un býður upp á betri þjón-
ustu og rýmri opnunartíma
en útsölur Mjólkursamsöl-
unnar á höfuðborgarsvæð-
inu. Hér hafa verið nefnd-
ar nokkrar þær röksemdir,
sem mæla með því að fyrir-
komulagi mjólkurdreifingar
verði breytt. Tímarnir hafa
breytzt mikið frá því að nú-
verandi sölukerfi mjólkur
var tekið upp. Sölusamtök
bændanna hljóta að horfast
í augu við þessar breyting-
ar. Tíðarandinn er sá, að
gerðar eru síauknar kröfur
um bætta þjónustu við neyt-
endur. Þessum kröfum verða
Mjólkursamsalan í Reykja-
vík og mjólkurbú annars
staðar á landinu að mæta.
Ella verður niðurstaðan sú,
að bændur missa markaðinn
til annarra neyzluvara.
Þýzku kosningarnar:
55
Áttið yður, Karl Schilleru
Eftir Matthías
Oberammergau, nóv. —
Willy Brandt, kanslari Vest-
ur-Þýzkalands, segir hiklaust
hvar sem er að efnahagsmál
landsins séu í stakasta lagi.
í umræðunum um efnahags-
málin hefur hann sterk-
an mann við hlið sér,
Helmut Sehmidt, fjármálaráð
herra, sem tók við af Karl
Sehiller. Sehmidt er harður í
hom að taka og í einni af
auglýsingunum sem jafnaðar-
menn (SPD) dreifa í blöðin
segir með mynd af honum:
„Við getum verið stolt af
gjaldeyri okkar. Allur heim-
urinn öfundar okkur af mark
inu okkar.“ Má það vel til
sanns vegár færa. I auglýs-
ingunni segir ennfremur:
Ferðamenn vita að maySyr
fær í dag fleiri dollara, flejfri
piund, fleiri franka fyrir
markið okkar en 1969.
En Strauss er ekki sam-
mála því að nú ríki góðæri í
vestur-þýzku efnahagslífi.
Hann var fljótur að
svara kanslaranum í sjón
varpsþætti og spurði hvort af
staða Karis Schillers
hefði borið því vitni að allt
væri með felldu í efnahags-
málunum. Brandt hristi höf-
uðið, ekki til .samþykkis,
heldur til að láta í ljós van-
þóknun sína á þessu innskoti
um Schiller.
Eins og kunnugt er hefur
Karl Schiller, fyrrum fjár-
málaráðherra V-Þýzkalands,
snúið baki við flokki sínum.
1 samtali síðast í september
sagði hann að hann væri
óháður öllum flokkum og
hygðist ekki ganga í neinn
flokk. En hann mundi áfram
láta rödd sina heyrast og
halda fast við þá fyrri sann-
færingu sína, að stjórna
J ohannessen
þyrfti fjármálum rikisins af
meiri festu en gert hefði ver-
ið undanfarið. Dýrtiðin í
Vestur-Þýzkalandi væri meiri
en unnt væri að verja með
skírskotun til utanaðkomandi
verðbólguáhrifa. Hann hefði
ekkert aðhafzt af persónu-
legum ástæðum, heldur hefði
hann ávallt tekið málefna-
lega afstöðu. Sér hefði
reynzt erfitt að slíta böndin
við flokk sinn, en orðið að
gera það naiuðugur viljugur.
Eins og kunnugt er skrif-
aði Schiller Brandt bréf 2.
júlí s.l., þar sem hann sagði
af sér embætti fjármálaráð-
herra, en sendi það ekki fyrr
en firnm dögum siðar. Bréf
þetta var mesta áfall stjórn-
ar Brandts. í bréfinu
sagðist Schiller ekki vera
fjármálaráðherra „sem héldi
að sér höndum mánuðum sam
an“. Hann bendir á að ekki
hafi verið hlustað á sig i rík-
isstjórninni, hamn hafi oft
staðið einn, jafnvel hafi
hann orðið fyrir aðkasti fé
laga sinna, en látið persónu-
legar árásir oft og einatt
lönd og leið. Hann hafi skýrt
kanslaranum i bréfi frá 29.
febrúar frá væntanlegum erf
iðieikum í efnahagsmálum og
varað við afleiðingunum.
Hann hafi beðið um stuðn-
ing kanslarans, en árangurs-
laust. Einkum hafi samráð-
herrar hans gert atlögu að
honum á stjórnarfundi 16.
maí í vor og enginn hafi sýnt
efnahagsáætlutium hans
skilning. Hann hafi ekki get-
að setið aðgerðalaus árið út
(kosningar áttu ekki að fara
fram fyrr en á næsta ári),
við lítinn skilning og enn
minni aðgerðir. í bréfinu er
skýrt frá því, hvernig stjórn
in tók afstöðu gegn og á bak
við Schiller, en með forseta
þýzka ríkisbankans. Schiller
segist hafa setið við hliðina
á forseta rikisbankans á
fundi i Líuxemburg ttm-
um saman og hafi hann þá
ekki orðað tillögur þær sem
hann hugðist leggja fyrir ráð
herrafund skömmu síðar, og
þegar Schiller spurði forseta
Sambandsbankans þýzka í
návist kanslarans, hvernig á
þessu hefði staðið, hefði hann
svarað því til, að hann hefði
ekki skýrt honum frá tillög-
unum vegna þess að kunn-
ugt væri að Schiller væri
þeim andvígur. Ekki er
ástæða til að fjölyrða um
þennan áriagaríka þátt í póii
tískri sögu Vestur-Þýzka-
lands á síðari árum, en að-
eins vitnað að lokum í niður-
lagsorð bréfs Schillers:
„Einnig mér eru takmörk sett.
Nú get ég ekki lengur fram-
fylgt réttlæti til handa þessu
ríki og borgurum þess, né
sinnt skyldustörfum mín-
um eins og rétt er,
vegna þess að ég hef ekki
fengið stuðning til þess, hef
jafnvei verið hindraður
í störf'um mínum." Segir Karl
Schiller loks að hann sjái
enga leið aðra en segja af
sér.
Nú hafa Karl Sehiller og
Ludwig Erhard tekið hönd-
um saman og hafið auglýs-
ingaherferð („þótt við höfum
ekki alltaf verið sammála") i
blöðunum og vara við verð-
bólguþróuninni, en leggja
áherzlu á festu og frelsi.
Ekki veit ég hver
greiðir þessar auglýsingar,
en sennilegt er að á bak við
þær standi m.a. fyrirtæki sem
sjá hagsmunum sínum og
starfsfólks síns bezt borgið
með því að stuðla að réttri
þróun í efnahagsmálum. í
einni auglýsingu þeirra fé-
laga, þær verða sjö fyrir
kosningar og hafa fimm birzt,
segir: 6,2 Prozent und noch
kein Ende! og er þar auð-
vitað átt við verðbólguþró-
unina. Þar er m.a. sagt að
lífsnauðsynjar hækki um (4%
á mánuði, þ.e. verðlag hækki
um % % fram yfir kaupgjalds
hækkanir. Enn fremur:
„Verðbólga okkar er að veru
legu leyti heimatilbúin". Og
loks: „Festa og full vinna
fara saman". En þá er þess
einnig að geta að Karl
Schiller lofaði því, þegar
hann tók við embætti fjár-
málaráðherra að dýrtíðin
mundi ekki aukast nema um
2%, meðan hann væri í emb-
ætti. Honum tókst aftur á
móti ekki að hafa hemil á
verðbólgunni frekar en ýms-
um öðrum ágæfcum far-
andriddurum „hins heil-
brigða efnahagslífs".
Annars hefur kveðið
minna að Schiller undanfar-
ið en í upphafi kosningabar-
áttunnar og er enn óséð hver
áhrif brottför hans úr flokki
jafnaðarmanna hefur á kosn
ingaúrslitin. En áreiðanlega
er hann fleinn í holdi
flokksins. „Sálrænt vanda-
mál“, hefur Willy Brandt
sagt stutt og laggott um
þennan fyrrverandi sam-
starfsmann sinn. „Áttið yður,
Karl Schiller; ég vildi helzt
ekki þurfa að skammast mín
svo fyrir yður að ég yrði orð
l’aús,“ segir mesti orðhákur-
inn í hópi þýzkra rithöf-
unda, Gúnter Grass — og
jafnframt einn mesti rithöf-
undur Evrópu nú um stund-
ir, þótt erfitt sé að lesa
skáldsögur hans, svo mjög
sem hann notar mállýziku fæð
ingarbæjar síns, Danzig, í sín
um þykku doðröntum. En þá
ér bara að lesa verk hans
eins og nýlátinn skáldjöfur,
Ezra Pound, segir að menn
eigi að lesa „Contos", ljóða-
flokk hans: „Hlauptu yf-
ir allt sem þú skilur ekki, og
lestu áfram, þangað til þú
finnur þráðinn aftur.“
„Ég einn? Af hverju ekki
Grass líka?“ voru fyrstu orð
in sem Heinrich Böll sagði,
þegar hann fréttí að hann
hefði hlotið Nóbelsverðlaun.
Grass þeysist um landið
þvert og endilangt fyrir
Willy Brandt. Hann er eitil-
harður eins og Strauss. Hér
í Bæjern var einn fundur
Grass hneyksli, af því hann
kallaði Strauss ræfil eða
þorpara (Lump). En Sfcrauss
kærir sig kollóttan. Engin
ástæða til að taka mark á
Grass, hann er orðhákur og
málrófsmaður. Hann er bara
skáld.
Segir „ógnvaldurinn
Franz Jósef".