Morgunblaðið - 14.11.1972, Síða 28

Morgunblaðið - 14.11.1972, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1972 SAI BAI N | í frjálsu ríki eftir VS. Naipaul Herflutningabílarnir voru eettir í gang fyrir utan. Hróp og sköll bárust inn, stígvél g-lumdu við asfaltið, bíliurðum var skellt og vélarhljóð fjar- feegðust. „Ég ekki gefa þér,“ sagði Bobby. „Ég ekki eiga annað.“ Þetta var brandari. Allir hiógu. „Ekki eiga meira,“ sagði sá feiti og sleppti hönd Bobbys. „Ég fara," sagði Bobby. Hann gekk fram að dyrun- um og horfði út í skæra síðdeg- issólina, rykmökkinn í skugg- anum fyrir framan húsið, skor- dýraklessurn'ar framan á biln- um sínum. „Drengur!" Hann nam staðar. Þar fatað- ist honum. Hann sneri sér við inn í dimmt herbergið. Það var sá i miðjunni, sem hafði kallað. Hann rétti fram UeizltiiHQtur Smurt bruuð m Snittur SÍI.I) 8 I'ISKUR sigarettu, áberandi hvíta á milli löngutangar og baugfmgurs. „Ég gefa þér sígarettu, dreng ur.“ „Ég ekki reykja," sagði Bobby. „Ég gefa þér. Koma. ég gefa þér.“ Og Bobby sneri frá dyrunum og gekk til hermannanna, því hann kaus frekar að það sem gerast átti, færi fram þarna inni í myrkrinu, en ekki úti í aug- sýn annarra. Hermaðurinn hélt enn út hendinni, lófinn sneri niður og sígarettan hékk á milli iöngu- tangar og baugfingurs. Svo glennti hann fingurna sundur, sígarettan datt á gólfið en hönd in skall á vanga Bobbys. Með hinni hendinni reif hermaður inn í skyrtu hans. „Ég kæra þig,“ sagði Bobby og hrökklaðist undan „Ég kæra þig-“ Hinir hermennirnir stóðu fyr- ir -aftan hann, gripu hann áður en hann dytti, sneru upp á handleggi hans með æfðum tök- um. Hann sá, hvemig hermaður- inn sem stóð fyrir framan æst ist upp, að því er virðist ekki gegn honum, heldur við að heyra og sjá innfæddra-skyrt- una rifna. Hann þreif aftur í skyrtuna og reif og reif og nær- skyrtuna um leið. Með hægri hendinni klóraði hann með klunnalegum tilburðum Bobby í framan. „Ég 'kæra þig,“ sagði Bobby. Það var snúið enn fastar upp á handleggina á honum og hann steyptist fram fyrir sig á gólf- ið. Hann fann stígvélahöggin á bakinu, á hálsinum, á kjállkan- um. Sér til undrunar sá hann að tveir hermannanna höfðust ekki að, stóðu kyrrir. Það var sá íeiti sem sparkaði, reif i hárið á honum og skellti höfðinu á honum í steingóllfið, neri andlit- inu við steingólfið fyrst öðrum megin og síðan hinum megin. Bobby vissi að hann varð blóð- risa í framan en það eina sem komst að í huga hans var undr- un yfir þvi að hinir hermenn- irnir stóðu kyrrir. 1 fyrstu hafði hann haldið að hermaðurinn með sigarettuna hefði aðeins viljað niðurlægja hann, sýna yfirburði sína, og hann hafði skilið það hálft í hvoru, jafnvel fundið til samúð ar. En þetta var of langt geng- ið og nú fannst honum sá feiti, sem hafði heimtað af honum úr- ið, mundi ætla að ganga af hon- um dauðum. Hann hugsaði: Ég verð að bjarga mér. Ég verð að látast dauður. Hann gerði sig máttlausan þar sem hann lá endilangur á gólf- inu með vinstri handlegg skorð- aðan við höfuðið. Stígvélin skullu í rifbeinin og þrýstust að siðunni. Bobby reyndi að bæra ekki á sér og hann hélt að honum hefði tekizt það. Sallli á gólfinu loddi við vott hörund hans. Hann opn aði ekki augun þvi hann óttað- ist að hann hefði biindazt. Þá fann hann stigvélið trampa á NORÐURUÖS, NORÐURLJÓÖ, NORÐURLJÓS, Opið alla daga frá 9— rSlómabdir iCfl úlnliðnum og hann langaði til að æpa undan sársaukanum og brothljóðinu og vitneskjunni um að það sem hafði verið heilt alla hans ævi, var nú möllbrotið. Hann einbeitti huganum að úln- liðnum, fann hvernág hann dofn aði, fann bólguna hlaupa i hann. Og þá fannst honum hann vera kominn út á þjóðveginn aft ur í björtu sólskini, á ofsahraða í bil. Hann rankaði við sér, áræddi að opna augun. Andlitið logaði af sársauka en hann sá. Nú voru engir kaki-klæddir stígvél aðir fætur í dimmu herberginu. Hann dokaði við til að vera viss. Þó fannst honum mikið liggja við að komast fljótt burt, meðan hann hefði krafta til. Hann settist upp og studdist við úlnliðinn. Hann hafði gleymt áverkanum. Nú mundi hann ailt. Hann stóð á fætur og var sæmilega stöðugur. Um leið og hann gekk til dyranna leit hann á gólifið en sá ekki sígar- ettuna, sem hermaðurinn hafði látið detta. Úti var farið að bregða birtu. Skilin á milH skugga og ljóss voru ekki eins skörp og rykský hékk í k>ftinu. Sólar geislar glömpuðu á framrúðu herflutningabíls, á glugga í skólahúsinu.' Hermenn sátu flöt- um beinum eða á hækjum sínum kring um litla varðelda og snæddu úr tinkrúsum, drukku úr tindöllum. Þeir fóru sér að engu óðslega, nutu matarins spjölluðu saman í glaðlegum tón með ánægjubros í augum. Frumskógafólk, konungar frum- skóganna glaðir að loknu þörfu dagsverki. Að baki þeirra lágu fangamir svörtu og hreyfðu sig ekki. Einn hermannanna kom auga í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. á Bobby og starði á hann. Hann leit ekki undan en sagði eitt- hvað við þann sem sat við hlið hans. Allur hópurinn leit upp. Bobby stóð kyrr í dyrunum með hendur við hlið og lifaði þeim að skoða sig. Svo gekk hann hægum skrefum að bílnum, sem enn stóð á sama stað á miðjum veginum, hjólin hálfsokkin í as faltið. Herm^inárnir sneru sér aftur að má.éKinm. Linda, sem enn sat í bílnum, teygði sig til að opna hurðina fyrir Bobby. Enginn skeytti þvi þegar hann ræsti vélina. Eniginn hefti för þeirra. Þegar þau höfðu fdrið nokkur hundr- uð metra yfir smá-hæðardrag, komu þau að vegartálmunum. Hermaðurinn með riffilinn gaf velvakandi Velvakandi svarar í sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Mistök eða brandaratil- tilraun hjá fréttastofu útvarpsins? „Kæri Velivakandi! Miðvikudagskvöldið áttunda ALLIR VEGIR FÆRIRÁ Yokohama SNJÓBÖRÐUM KAUPFÉLAG TÁLKNAFJARÐAR nóvember, klukkan nítján, var skýrt frá því i fréttalestri hins óhlutdræga, íslenzka rikisút- varps, sem við skattgreiðendur eigum og rekum með eigin pen- ingum, að „Ameriski sjálífstæð- isflokkurinn" hefði fengið eitt prósent atkvæða í kosningun- um í Bandarikjunum daginn áð ur. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem þessi dularfulli stjórnmála flokkur var nefndur á nafn í fróttum hljóðvarpsins. Þó virð- ist himn samvizkusami fiétta- fóðrandi þjóðarinnar hafa ver- ið í vandræðum með nafmið, því að í þau tvö skipti, sem ég heyrði minnzt á hann áður í útvarpinu okkar, var hann ým- ist nefndur „Sjálifstæðisflokkur- inn í Bandaríkjunum" eða „Bandaríski sjálfs'tæðisflokkur- inn“. Hvaða flokkur skyldi eigin- liega hafa verið hér á ferð? Samfcvæmt þvi, sem ég hefi kornizt næst, mun hér hafa ver- ið átt við „The American Party“. Hafi einhverja nauðsyn borið til þess að þýða nafn flokksins fremur en nöfn Demó krataflokksins og Repúblikana- flökksins, ætt’i nafn hans að vera „Bandaríski flokkurinn". En hvaðan kemur þetta „Sjálif- stæðis“-nafn inn í heiti flokks- ins i útvarpinu? Er hér um að ræða heimsku og fáfræði eins fréttamamns, eða á þetta að sýna kimnigáfu fufflltrúa komm- únista í fréttastofunni i útvarp- imu? Nú skulum við reyna að bjarga þessum fréttamanmi með þvi að segja, að hér sé bara fá- fáfræðli og misskilmingur á ferð um. En þá verður að bæta tumgu málavankunnáttu við. Fliokk- ur sá, sem WaHace i Alabama stofnaði í krimgum sig, hér einu sinni „The Third Party". Þegar flokkurinm fór að molma niður í frumeindir sinar, mum eitt flokksbrotið hafa heitið á timabili í sumum ri'kjum „The American Independenrt Party“, sem útleggist „Bandaríski óháði flokkurinm". Vegna vanþekk- ingar á enskri tumgu, gæti ein- hver fréttaþýðamdi á sínum tíma hafa ruglað saman lýs- ingarorðinu „independent" og nafnorðinu „independence". En hvemig sem þessi vitleysa er til orðin, sýnir hún okkur, sem eigum útvarpið, að brýn þörf er á því að breyrta tid sums staðar, þegar betri stjórn kem- ur í landið. Við erum margir, sem erum famir að hlakka til. Skattborgai’i.“ IÐJA félag verksmiðjufólks heldur félagsfund í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, fimmtu- daginn 16. þ.m. kl. 8,30 e.h. Dagskrá: Fulltrúi ASl, Ólafur Hannibalsson, ræðir um 32. þirig ASi og svarar fyrirspumum. Önnur mál. Mætið stundvíslega. FÉLAGSSTJÓRNIN. • Eignaupptökuáform Alþýðuflokksmanna Guðlaug að austan skrifar: „Velvakandi! Nú þykir mér hel/dur en ekki týra hjá krötunum. Þeir vilja láta þjóðnýta og rikisnýta ala mögulega hluti, koma öllu í eign hins ómennska skrifstofu- bákns undir stjórn sovétiseraða embættisþursa, og nú seinast eru komnar fram tildögur um eignaupptöku á öllu landi. Þá á að stórauka kostnað við tannlækningar í landinu með því að gera alla tannlæikna að ríkisemibættismönnum og setja upp heljarmikið skriffflinnsku- kerfi í kringum það á kostnað skattgreiðenda. Auk þess að draga myndi úr gæðuim tann- lœíkninga, þegar öll samkeppni væri dauð, myndi þetta auka samanlagðan heildarkostnað þjóðfélagsins við tannlækning- ar um 32—37%, sbr. reynsluna frá Kúbu og Tékkóslóvakíu, sem opiinberar skýrslur liggja fyrir um. Vegna áformanna um eignaupptöku á landi, þurfa bændur og aðrir landeigendur, hvar í flokki sem standa, að sarneinast um að ganga af Al- þýðuflókknum dauðum á næstu árum. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Þá vilija ungkratar láta leggj'a niður aliLar vamir lamdsins, svo að öryggi oig frarn- tíð íslenzka ríkisins á að vera komin upp á náð og md'skunn. Tillviljun á að ráða þvl, hver fyrstur tekur landið með þess 200 þúsund íbúa. Halda ung- kratar, að upp sé runmin þús- und ára Fróðafriðarölö með kærleiksrikum og óágengum einræðisherrum, sem sverja upp á sina tíu fingur að láta litla, góða ísland aUtaf í friði? — Sú var tíðin, að hægt var að skítmýta krata til skynsamllegra verka í þjóðfélaginu, en nú verður sennilega að ríkisnýta eða þjóðnýta þá, eins og Al- þýðublaðið, er meginhluta af upplagi þess kaupir rikið ( = við skatbgreiðendur). Guðlaug að austan." — Velvakandi heldur nú, að þessar fáránlegu eignaránshug myndir séu ekki teknar alvar- lega af nokkrum manni, helzt heyrist honum vera hlegið að þeim, jafnvel meðai Alþýðu- fLokksmanna. — Það er rétt, sem bréfritari segir um þjóð- nýtinguma á tannlæknum, stof- um þeirra og tækjum, að ann- ars staðar hefur þetta gefizt iiQia, heiMarútgjöId þjóðfélags- ins vegna tanmlækninga hafa stóraukizt, en þjónusta orðið Lélegiri, hælcka hefur orðið s'katta vegna gífurlegis kontór- istakerfis umihverfis rifcistann- skoðun og iEekningar, og tann- skemmdir hafa færzit í vöxt hjá almenningi, af því að hirðuleysd og kæiruleysi um tamnþrif verð- ur almennt, þegar „rikið“ borg- ar allt hvort eð er. 1 stað þess að fólk er hvatt til tannhirðu, eru skattgreiðendur látnir verð launa tannsóðana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.