Morgunblaðið - 19.12.1972, Side 4

Morgunblaðið - 19.12.1972, Side 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1972 Á VEGTJH Ilo’gunblaTsins íief ég haldllð úti sjónianna- síöu svonefndri í nokkur ár, en ég er orðinn leiður á nafn- inu, sem felur í sér að um heila síðu skuli vera að ræða hverju sinni. Það hljóta að vera fleiri blaðalesendur eins og ég — sem vex í augum Ásgeir Jakobsson: r A KAfnÐÍnum að lesa heila síðu í dag'blaði um eitthvert tilteldð efni. Ég hef venjulega þann háttinn á, þegar ég sé heilsíðugrein í biaði að morgni dags, að ég ákveð snarlega að geyma mér hana og það tekst, þvi að langoftast gleymi ég al- veg að lesa hana. Aftur á móti ræðst ég ótrauður á hálf síðugreinar og afgreiði þær strax. Það er alkunna að greinar flestra höfunda eru betri eftir þvi sem þær eru styttri. Ekki vil ég með nokkru móti, og blaðið ekki heldur, láta með öllu niður falla að skrifa einhverja pistla um sjómennsku, útveg og veiðar. Það varð því að ráði, að breyta forminu og nafninu. Nafnið er þannig til komið að i því sjávarþorpi, sem ég ólst upp í, hímdu land- menn og bi"u báta sinna, að þeir kæmu að úr róðri og spjölluðu þá margt og bollalögðu þá gjarn- an um hvert róið hefði verið, hvernig veðrið væri fyrir ut- an o.s.frv. Við, sem erum í landi að skrifa um sjávarút- veg erum i sporum bessara manna á kambinum. Nafnið gefur einnig tækifæri til að skrifa um fjölbreyttara. efni en áður. Langhala- veiðar Það hefur farið fyrir fleir um eins og okkur Islending- um, að þeir hafa ekki litið á langhala sem nýtanlegan fisk til vei*a og talið hann verðlausan. Norðmenn hafa í þessu efni verið í sama báti og við, en eftir grein í Fisk- aren nýlega að dæma, eru þeir nú heldur betur að V-O.-rr* -A ap. f’- v þióðir. Rússar hafa veitt lang hala um fimm ára skeið eða m°’r-a og í sivavandi magni. Síðastliðið ár veiddu beir urn 80 húsund tonn og svo nefnt sé dæmi um aflann á veiðun- um, þá hafa þeir fengið allt i fS ‘">nn á 1 rv» í r» * r*" togi. Slióleiki okkar i bessu máli er engin nýlunda. Við höfum sjaldan eða kannski aldrei hafizt handa um veiðar á nýrri fiskteg- und veiðanlegri hér, fyrr en er’endir menn hafa verið bún- ir að veiða fiskinn svo og svo 'engi hér á okkar eigin slóðum. Það virðist nú vera að koma á daginn, að einhver beztu langhalamiðin á Norð- ur-Atlantshafi séu hér suður af landinu. Að visu utan þessa 50 sjóm. kosninga- hrings, eins og fleiri af okk- ar beztu fiskimiðum, en eigi að síður á íslenzkri fiskislóð. Hafrannsóknastofnunin, sem hlutverki sínu samkvæmt á að hafa forgöngu um rannsókn- ir af þessu tagi, gat ekki gert raunhæfar togveiðitilraunir á því dýpi, sem langhalinn held- ur sig á, fyrr en hún fékk Bjarna Sæmundsson til um- ráða. Leiðangur á Bjama var farinn í aprílbyrjun 1971, og var verið að mest í Grinda- víkurdýpinu. Það fékkst tals-i vert magn af gulllaxi og sléttalanghala í þeim hölum, sem tekin voru, en svo virð- ist, sem það sé einkum slétti langhalinn, sem heldur sig i hlýja sjónum hér fyrir sunn- an land, en snarpilanghalinn aftur á móti á nyrðri slóðum. Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins efna- og bragðprófaði og reyndar nýtingarprófaði líka gulllax og langhala, sem fékkst úr áðumefndum leið- angri Bjarna, og má lesa um þá rannsókn í 19. tbl. Ægis 1971 í grein eftir Erlu Saló- monsdóttur. Flakanýtingin reyndist um 27%. Það skerst hlutfallslega mikið af langhal anum vegna þess að hausinn er stór miðað við bolinn og svo skerst allur halinn af líka. Bragðprófunin leiddi í ljós, að fiskurinn er mjög bragð- góður og betri og mýkri en hraðfrystur þorskur, segir Erla. En það mál verður að rannsakast vel, ef það á að fara að halda því fram í al- vöru, að einhver lítt þekkt skepna í hafdjúpunum sé betri en þorskurinn okkar. Enginn sannur ættjarðarvin- ur viðurkennir slikt baráttu- „Klárir í bátana!“ í rétt 50 ár hljómaði þetta kall „klárir í bátana“ sumar- langt á miðunum allt frá Gerpi að austan að Látra- bjargi að vestan. Það var sum arið 1906, sem Ágúst Flyger- ing hóf herpinótaveiðar á Leslie, fyrstur innlendra manna, segir Matthías Þórð- arson í síldarsögu sinni, en fleiri fóru af stað um líkt leyti og Ágúst. Það var svo 1956, sem fyrsta kraftblökkin kom til landsins, þó að hún gagnaðist okkur ekki fyrr en sumarið 1959 og astikkið eða sónarinn, eins og nú er jafn- an sagt, tækið, sem fann síld án þess hún væði, var fyrst notað við síldveiðar 1954. Með tilkomu þessara tækja þagn- aði fyrir fullt og allt kallið mikla á miðunum, sem nánast var kall allrar þjóðarinnar, sem átti afkomu sína undir þvi, að það kvæði sem oftast við. Þeir menn vita ekki, hvað þeir eru að segja, sem tala með litilsvirðingu og jafnvel andúð um síldar „ævintýri“, þjóðarinnar. Þau hafa alltaf fært þjóðinni miklar eignir og framfarir, þó að í stökkum hafi verið. Saga þessa 50 ára tímabils, frá því herpinótaveiðar hefj- ast og þar til kraftblökk og sónar gerbreyta veiðunum, er enn ekki skrifuð nema að hluta samfelld, og er þvi mik- ill fengur að ævisögum gam- alla síldarskipstjóra, og þá ekki sízt þegar þeir halda sig jafnrækilega við það efni og Torfi Halldórsson gerir í sögu sinni „Klárir i bátana“. Þessi bók snýst öll um síld og síld- veiðar og mennina, sem stund uðu þær á því tímabili, sem Torfi sjálfur stundar veiðam- ar. Bók Torfa er ekki fræðirit um atvinnuveginn, en samt er mikinn fróðleik að finna um alla bókina fyrir þá menn. sem síðar skrifa síldarsögu þessa tíma og það sem mest er um vert, að Torfi varpar viða ljósi á líf og hugsunar- hátt síldarsjómannsins. Sá veiðispenningur, sem fylgdi kallinu „klárir í bátana“, er nú horfinn úr lifi sjómanns- ins, það er að segja, háset- anna og hefur algerlega færzt yfir á skipstjórann einan sem les af tækjum sinum. Horfinn er hasarinn mikli með helj- arstökkum út i báta, köllum og hrópum, kappróðri við sild artorfuna og stundum keppi- nautana, kapp milli skipshafn- arinnar innbyrðis, hver komst fyrr á miðju i snurpingu og drætti. Þetta var hasar sem öll skipshöfnin tók þátt í. Ef ætlunin væri að skrifa um bók Torfa Halldórssonar, myndi ég snúa mér að kafl- anum um æsku hans og upp- Torfi Halldórsson. eldi. Það er sérstæður kafli i íslenzkum nútíma bókum, og ég man ekki eftir öðrum lík- um, nema frásögn Jóhannes- ar á Borg um viðskipti sín við föður sinn. 1 þessum kafla nýtur frásagnc i- áfa Torfa sín til fulls. En þetta er sem sagt ekki ritdómur, heldur er að- eins verið að benda sjómönn- um á bessa hök sem fróðleiks námu um horfna sjómanns- tíð. Hin gömlu minni glæð- ast hjá þeim öldnu og yngri sjómenn fá góða innsýn í þennan veiðiskap feðranna. Víkingakönnur Víkingakönnur skreyttar jólahyasintum er gjöf handa öllum. ★ Sendum um borg og bæ. ★ Helgarsala. Kvöldsala. ÁLFHÓLSVEG111 KÓPAVOGI SÍMI 40380

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.