Morgunblaðið - 19.12.1972, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.12.1972, Qupperneq 8
40 MORGCJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1972 Skúli Sigurðsson: Heildarendurskoðun 1 ÁRSSKÝRSLU Húsnæðis- málastofnunarinnar fyrir árið 1971 kom fram að starf- semi stofnunarinnar var það ár meiri en nokkru sinni í sögu hennar; lánveitingar námu hærri fjárhæð en nokkru sinni fyrr og fjöldi lána var og meiri. AHt útlit er fyrir að sama þróun hafi orðið á því ári, sem nú er að iiða. — Lánveitingar úr Bygg ingarsjóði ríkisins og Bygg- ingarsjóði verkamanna munu nema á annan milljarð króna og fer hækkandi. Með framangreindar stað- reyndir i huga, fer ekki hjá því, að menn leiði hugann að því, hvort það kerfi, sem veit- ir öllum þessum miklu fjár- munum út í þjóðlifið sé þann- ig byggt upp, að nýting þessa fjár sé með réttum hætti, hvort hugsanilegt sé með skipulagsbreytingum að nýta fjármagnið betur. íbúðalánakerfið, eins og það starfar i dag, er að stofni til orðið yfir 15 ára gamalt. Byggingarsjóður ríkisins og Húsnæðismálastofnun ríkisins hafa á þessum tima gegnt mikilvægu félagslegu hlut- verki, og munu væntanlega halda því áfram um ókomin ár. 1 umræðu um endurskoð- un og endurskipulagningu á starfsemi þessarar stofnunar, feist ekkert vanmat á því starfi, sem þegar hefur verið unnið. En breyttir tímar krefjast breyttra vinnu- bragða. Benda má á fjöknörg atriði, í giildandi lögum og reglugerðum, sem ástæða væri til að endurskoða. Ég nefnii hér nokkur atriði. Há- markslán úr Byggingarsjóði ríkisins eru i dag kr. 600.000. 00 og hefur verið bundið í 2 ár, þrátt fyrir mikla hækkun byggingarkostnaðar á þeim tima. Um næstu ára- mót er heimilt að breyta þessu ákvæði um hámarks- ián. Lánveitingar eru á hverj- um tíma háðar þvi, hvenær lánsumsækjandur senda stofn uninni fokheldisvottorð húsa sinna. Allt frá þvi að þeir senda umsókn um lán eru þeir í algerri óvissu um það, hvenær þeir fá lánið i hend- ur. Þessi óvissa er mjög baga leg og getur komið í veg fyr- ir að húsbyggjendur geti gert raunhæfar áætlanir um bygg- ingartíma og byggmgarkostn- að. Þessi óvissa um greiðslu- tíma lánanna eykst enn við það, að öllum lánsumsækj- endum er gert að sækja um þessi svonefndu „húsnæðis- málastjómarlán" í tvennu lagi, og geta liðið aUt að 8 mánuðir frá greiðslu fyrri- hluta, þar til síðari hlutinn kemur til greiðslu. Áreiðan- legar upplýsingar um greiðslu dag lánanna fást ekki fyrr en sá dagur er svo að segja kominn. Óvissan ríkir sem sagt fram á síðustu stund. Með nýjum lögum um Hús- næðismálastofnun rikisins frá 1970, voru sett ný ákvæði um veitingu framkvæmdalána tii framkvæmdaaðila í bygging- ariðnaði. Þessi ián hafa þeg- ar haft verulega þýðingu í áttina til betra skipulags í byggingariðnaði og lækkaðs byggingarkostnaðar, og því futl ástæða til að koma hér á fastara skipulagi og auka þessa lánastarfseimi. Lánareglur Húsnæðisimála- stofnunar rikisins eru ávallt mikið til umræðu meðai hús- byggjenda, og sýnist þar sitt hverjum. Sumar þessara reglna eru nánast úreltar, enda þótt þær séu ekki 3ja ára gaimlar, og ekki notaðar. Aðrar eru í fullu gildi og fylgt stranglega. En reglur þessar eru aðeins ein af þeim aðferðum, sem nota má til þess að hafa áhrif í áttina tl'l hóflegra ibúðastærða. Benda má á aðra aðferð, sem ekki er síður Wkleg til árang- VETTI/dllGUR UNGIR 5JÁLF5TÆÐI5ÍT1ENN 5KRIFA Skúli Sigurðsson. urs, en það er upplýsinga- starfsemi á vegum stofnunar- innar. Þar yrðu húsbyggjend- um veittar upplýsingar bæði um raunverulegan byggingar- kostnað íbúða af mismunandi stærð og gerð, og einnig um kostnað við að búa i slíku húsnæði. Tilhneiging hús- byggjenda er yfirleitt í þá átt að byggja eins stóra íbúð eða hús og lánareglur Húsnœðis- málastofnunar framast leyfa. Minna tiUit er þá tekið til raunverulegs byggingarkostn aðar og byggingartima og kostnaðar við að búa í við- komandi íbúð eða húsi. E£ til vill eiga húsbyggjendur erfitt með að gera sér greln fyrir þessum atriðum, en er það þá ekki verðugt verkefni Húsnæðismálastofnunarinnar. Hér að framan hef ég nefnt nokkur þeirra atriða sem æskilegt væri að breyta í starfsemi Húsnæðismálastofn unar rikisins. Mörg önnur atriði mætti nefna en þau, sem ég hef hér nefnt, ættu að sýna fram á það að veru- legra breytinga er þörf í þessu efni. Ég hef hér ekki heldur minnzt á þann þátt í starfsemi Húsnæðismálastofn- unarinnar er snertir byggingu verkamannabústaða. Þegar þessar Bínur eru rit- aðar, stendur yfir á vegum húsnæðismáliaistjórnar, endur- skoðun á reglugerð um lán úr Byggingarsjóði ríkisins og reglugerð um byggingu verka mannabústaða. Enda þótt sú endurskoðun muni vafalaust sniða af ýmsa galla núverandi kerfis, breytir það ekki þeirri nauðsyn sem er á heildarendurskoðun á tilhögun lánveitinga til íbúða- bygginga á landinu. Rvik, 13. 12. ’72. Kí enmrood strauvélin losar yður við allt erfiðið Engar erfiðar stöður við rekstri. Kenwood strau* strauborðið. Þér setjist vélin er með 61 cm valsi, við Kenwood strauvélina fótstýrð og þér getið slappið af og látið hana pressað buxur, stífað vinna allt erfiðið. — Ken- skyrtur og gengið frá wood strauvélin er auð- öllum þvotti eins og full- veld í notkun og ódýr í kominn fagmaður. Kenwood Yður eru frjálsar hendur við val og vinnu. Verð kr. 12.749.— HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. Varnannáladeild utanríkisráðaneytisins sem undanfarið hefur verið til húsa að Laugavegi 13 er nú flutt þaðan. Framvegis verða skrifstöfur varnamáladeildar og varnarmálanefndar að Hverfisgötu 113, við Hlemm- torg Reykjavík, 15. desember 1972. Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Volkswagen varahlutir tryggja Volkswagen gæði: Örugg og sérhæfð viðgerðqþjonnsto Áttþúhlutí baitka? Samvinnubankinn hcfur ákveðið hlutafjáraukningu í allt að 100 milljónir króna. öllum samvinnumönnum cr boðið að eignast hlut. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN Útboð Tilboð óskast í smíði 63 fataskápa fyrir Kaupfélag Hafnfirðinga. Útboðsgögn verða afhent í teiknistofu S.Í.S., Hring- braut 119 Reykjavík eða í skrifstofu Kaupfélags Hafn- firðinga, Strandgötu 28 Hafnarfirði gegn 2 þús. kr. skilatryggingu. Teiknistofa S.Í.S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.