Morgunblaðið - 24.01.1973, Page 17

Morgunblaðið - 24.01.1973, Page 17
MORGUiNPBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1973 LYNDON Baines Johnson. 36. forseti Bandaríkjanna, lézt í gærkvöldi og bar dauða hans að þegar fánar blöktu enn í hálfa stöng í Bandaríkjunum til minningar um Harry S. Truman, fyrrverandi for- seta, sem andaðist um jól- in. og tveimur dögum eft- ir að Richard M. Nixon var settur inn í forseta- embættið öðru sinni. Bana mein Johnsons var krans- æðastífla. samlegum orðum um Johnson látinn, víðtækt umbótastarí sem hann vann í forsetatíð sinni, baráttu hans gegn fá- tækt og þjóðfélagslegu rang- læti og stjórnmálahæfileika, sem hann sýndi á löngum ferli sem þingmaður, foringi demókrata í öldungadeildinni varaforseti og forseti. Nixon forseti sagði að Johnson hefði verið þróttmik- ill leiðtogi, hugrakkur mað- ur, einstæður persónuleiki og mikiM hæfileikamaður. Nix- on sagði að enginn hefði átt stærri drauma o.g fyrir hon- al'framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, sagði að Johnson hefði helgað lif sitt baráttunni fyrir betra og rétt látara þjóðfélagi í Bandaríkj unum. Hubert Humphrey öld- ungadeildarmaður sagði að Johnsons yrði minnzt af þeim sem þjóðfélagið hefði gleymt eða vanrækt. Nguyen Van Thieu, forseti Suður-Víetnams, sagði að þar yrði Johnsons alltaf minnzt fyrir það að hann hefði vald- ið straumhvörfuim í s-tríðinu og komið til leiðar þróun sem leiddi til friðar og sátta. í London sagði George Mc- Govern ölidungadeiildarm'aður að Johnson hefði meira gert en nokkur annar Bandaríkja forseti til þéss að efla skóla- kerfið og auka þjóðfétagslegt réttlæti. Moskvuútvarpið sagði í stuttri frétt, að sag- an mundi minnast Johnsons fyrir beina og takmarkalausá árás sem hann hefði beitt sér fyrir í Indökína. Þingmenn beggja deilda bandaríska þingsins fara iof- Reynsla á þingi Jolmson og frú er iiann koni til Islands 1963 ásamt herra As- geiri Ásgeirssyni forseta og frú Dóru Þórhallsdóttur. Umbótum hrósað Auik umbötanna sem John- son beitti sér fyrir í mann- réttindamáium, tryggingaimát um, menntamálum, húsnæðis- málum og fleiri innanlands- málum er honum hrósað fyrir að hafa stuðlað að því að sameina bandarísku þjóðina eftir fráfall Kennedys for- seta. Hann hafði að baki lang an og glæsilegan feril í full- trúadeildinni og öldunga- deilidinni áður en hann varð forseti. Hann gerþekkti þing ið og störf þess og sú reynsla kom að góðum notum þegar hann varð forseti og beitti áhrifum sínum til bess að þingið samþykkti umbóta- frumvörp hans. Á hinn bóg- inn gerði þessi reynsla að verkum að honum féll betur að vinna að tjaldabaki og þess vegna hélt hann stað- reyndum Víetnamstríðsins teyndum fyrir þjóðinni og bakaði sér megnar óvinsæld- ir þegar leið á embættistím- ann. Johnson var fyrsti Suður- ríkjamaðurinn sem gegndi embætti forseta Bandaríkj- anna síðan Andrew Joihnson eftir þrælastríðið og honuim Johnson og Kennedy. Lyndon B. Johnson, 36. forseti Bandaríkjanna. var betur iagið en flestum öðrum fyrri forsetum að fá þingið til þess að samþykkja frumvörp sem hann lagði fyr ir það. Þetta tókst honum þótt umbótastefna hans væri allróttæk á bandarískan mælikvarða og sagt var að hann hefði komið í lög mál- um sem demókratar hefðu reynt að fá samþykkt frá dög urn Roosevelts, Johnson var ekki eins lánsamur í utanrik isstefnunni. Hann tók í arf stríðið i IndókLna og eftir yf- irburðasigur sinn á Barry Goldwater i forsetakosning- unum 1964, mesta sigur sem þá hafði verið unninn í sögu bandarískra stjórnmála, jóik hann stórlega hl'utdeiild Bandaríkjanna í stríðsrekstr- inum, andstaðan gegn stríð- inu heima fyrir jókst um affl- an helming og stríðið leiddi til þess að lokum að hann ákvað i marz 1968 að sækj- ast ekki eftir endiurkosningu þá um haustið. Sjaldan hefur bandaríska þjóðin verið eins sundruð og þá. Virðist gleymdur Vietnamstríðið varð til þess að Johnson varð að láta utanríkismálin stöðugt meir ganga fyrir innanlandsmálum og stefna hans i Víetnam og sú ákvörðun hans að senda herlið til Santo Domimgo 1965 vegna borgarastyrjaldar þar var af mörgum talin sönnun þess að hann yæri ekki gædd ur nauðsynlegri reynsiu og skarpskyggni í utanriikiismál- um þar sem hann hefði aðal lega fengizt við innanlands- mál á þingferli sinum áður en harrn varð forseti. Nú er svo komið að jákvæðu hliðar stjórnarferi'ls hans eru flegt- um gleymdar og einblint er á skuggahliðarnar. Samkvæmt niðurstöðum Harrisskoðanakönnunar sem v var birt daginn sem Johnson lézt telja aðeins 3% Banda- ríkjamanna að Johnson hafi staðið sig vel i Hvíta húsinu og álíta hann lakari forseta en Kennedy, Roosevelt, Nix- on, Eisenhower og Tru- man. Aðeins Truitnan er talinn hafa verið lakari en hann í innanlandsmálum. Af siðustu sex forsetuim Banda- ríkjanna er hann talið hafa minnstu komið til leiðar í ut- anríkismáluim, haft minnstu forystuhæfileika, minnst traust meðal þjóðarinnar og minnstu vinsældir. Umimæli þinigmanna um hann látinn benda til þess að þeir hafa meira álit á umibótum hans sem hann kaíiaði breytingar í átt tit ,,hinis mikla þjóöfé- 'lags“. Johnson var, fæddur 27. ágúst skammt frá Johnson City i Suðvestur-Texas, tók kennarapróf og stundaði kennsiustörf þar til hann hóf stjórnmálaferil sinn 1932, þeg ar hann gerðist ritari þiug- mannsins Riohard M. Kle berg. Hann var kosinn i fuill- trúadeildina 1937 og hafði þeg ar vakið athygli Roosevelts Framhald á bls. 20, Aðeins einu sinni áður í sögu Bandarikjanna hafa fán ar verið í hálfá stöng til minn ingar um tvo látna forseta — þegar Thomas Jefferson og John Adams létust sama dag, 4. júli 1826, og í fyrsta skipti í fjörutíu ár er enginn fyrrverandi forseti á l'ífi í Bandaríkjunum. Lík Johnsons verður flutt til Washington þar sem það hvíiir á viðihafnarbörum í þinghúsinu. Kista Johnsons verður flutt tii þingihússins i hestvagni og þar fer fram minningarathöfn. Að lokinni minningarguðsþjónustu í Was hington verða jarðneskar leif ar Johnsons fluttar til Tex- as og Johnson verður lagður ti! hinztu hvíldar í fjöl- skyldugrafreit á LBJ-búgarð inum í Johnson City. Johnson fékk skyndilega hjartaáfall á búgarðinum og var i skyndi fluttur flugleið is um 125 kilómetra vega lengd í sjú'krahús í San Ant onio, en var látinn þegar þangað var komið. Johnson hafði áður fengið hjartaáfall, fyrst árið 1955, ag átti síðan atltaf við hjartveiki að stríða. um hefði ,,ameríski draumur- inn“ ekki verið slagorð held ur veruleiki af því hann hefði lifað hann. Forsetinn mælti svo fyrir að flaggað yrði í hálfa stöng á öl'lum opinberum byggingum í 30 daga til minningar urn John- son. Stjórnmálaleiðtogar um all an heim taka í sama streng og Nixon. Kurt Waldheim að J ohnson: U mdeildur f or seti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.